Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 Myndbanda- list á miðnætti „DÖGUN“ nefnist sýning Sig- rúnar Harðardóttur myndlista- manns. Hún sýnir „myndbanda- málverk" á Öskjuhlíðinni .á miðnætti í kvöld, fimmtudag. Verslunarmannahelgin: Tjaldstæði í Borgarfirði s ÞAÐ FER varla fram hjá neinum þessa dagana að verslunar- mannahelgin er í nánd. I Borgar- firði hefur að undanförnu verið mikill ferðamannastraumur og ef að líkum lætur nær hann há- marki um verslunarmannahelg- ina. Engin útihátíð verður í Borgar- fírðinum en héraðið hefur margt að bjóða þeim sem vilja njóta nátt- úrunnar í kyrrð og ró. Þeir sem vilja glaum og gleði geta skroppið á dansleik í Logalandi og skemmt sér með heimafólki. Þar leikur Tíbrá, ein vinsælasta hljómsveitin á r Vesturlandi og víðar. Tjaldstæði eru á ýmsum stöðum í Borgarfirði, þau stærstu eru í Húsafelli og á Geirsár- bökkum sem eru skammt frá Logalandi. Einnig er tjaldstæði á Varmalandi, en þar verður allt upp- tekið vegna ættarmóts. Sigrún er fæddur Reykvíkíngur árið 1954. Hún lauk hámi frá Mynd- lista- og handíðaskólanum, grafík- deild, árið 1982 og hélt sama ár til framhaldsnáms í málaralist við Ríkis-akademíuna í Amsterdam í Hollandi. Hún lauk þaðan námi í vor. Hún býr í Amsterdam. Hún hefur sýnt með öðrum í Amsterdam, Tel Aviv og Bergen í Hollandi. Þá sýndi hún á listahátíð kvenna í fyrrahaust. Hún hóf til- raunir með að nota myndbanda- tækni við listsköpun sína 1984. Þetta er alveg ný tækni við listsköp- un. Hún myndar raunveruleikann og umbreytir honum með mynd- bandstækjunum á óhlutstætt form. Sagðist hún leitast við að losa myndbandið úr viðjum hefðar sinnar sem frásagnartækis eins og í sjónvarpi og kvikmyndum. Þess í stað skapi hún málverk með tækj- unum, sem hafi það fram yfír hefðbundna liti og striga, að þau bjóða úpp á bæði hreyfingu og hljóð. Sýningin hefst á miðnætti, og er þetta eina sýning hennar hér- lendis að sinni. Sýningin fer þannig fram að myndir renna fram og aft- ur á víxl í gegnum þrjá myndlampa sem settir verða upp á Oskjuhlíð- inni norðanverðri, skammt frá þar sem verið er að byggja nýju hita- veitugeymana. Tekur sýning „Dögunnar“ 6 V2 mínútu í einu og verður myndinni rennt nokkrum sinnum í gegn. NÝTT SÍMANÚMER 69-11-00 Auglýsingar 22480 • Afgreiðsla 83033 Alltaf á fóstudögum IMfesáQíÉiS Fatnaður úr íslenskri ull — Viðtal við ungan fatahönnuð, Grétu Ösp Jó- hannesdóttur. Leikir og þrautir fyrir böm í bílsætum — Bamasíða tileinkuð verslunarmannahelginni. Kaldhæðnin léttir lífið - Vangaveltur um kaldhæðni sem ókurteisi. Menning heimshorna á milli. Heilsuopna. Föstudcigsblaðið er gott forskot á helgina „Sérstaklega gaman að fá að smíða orgel í kirkjur á Islandi“ Rætt við Björgvin Tómasson pípuorgelsmið Núna um miðjan ágúst kemur til landsins Björgvin Tómasson pípu- orgelsmiður, ásamt konu sinni Steinunni Júlíusdóttur og bömun- um Gyðu og Teit. Þau hafa dvalið í Vestur-Þýzkalandi síðastliðin átta ár, þar sem Björgvin var að læra pípuorgelsmíði. Mér þótti merkilegt að kynnast fyrsta Islendingnum sem lærði þetta verk, sem hlýtur að vera mjög þýðingarmikið fyrir kirkjur íslands. Þess vegna lagði ég leið mína til þeirra hjóna þar sem þau búa rétt hjá Stuttgart. — Hvemig stóð eiginlega á því Björgvin, að þú ákvaðst að læra orgelsmíði? Það var alltaf draumur minn þegar ég var smá polli að verða smiður, enda eru góðir smiðir í ættinni. Ég hafði einnig áhuga á tónmenntum og að þeim sneri ég mér að fyrst. Eg lauk tónmennta- kennaraprófi árið 1977. Akvað siðan að sameina þessi tvö áhuga- mál mín og læra orgelsmíði. Var það að ráðum Hauks Guðlaugsson- ar söngmálastjóra þjóðkirkjunnar að ég fór til Þýskalands í október árið 1978. — Og hvers vegna varð Þýska- land fyrir valinu? Þýskaland er nú hápunktur org- elsmíða. Skólinn sem ég var í er í Ludviksburg og er sá eini í Þýska- iandi og líklega sá eini í Evrópu. — Hvemig var náminu háttað? Námið er þannig skipulagt að skóli er aðeins þijá mánuði á ári. Síðan verður maður að komast á samning hjá meistara og vinna það sem eftir er árs. Þar lærir maður mest, enda er reynslan í þessu lang mikilvægust. Námið tekur þijú og hálft ár og lýkur með sveinsprófi. Mér líkaði alltaf vel í skólanum og gekk ágæt- lega. Það var skemmtilegt hve fjölbreytilegur hópur var við nám þama. Þama voru krakkar alls staðar að úr Þýskalandi og jafn- framt öðmm Evrópulöndum, einnig Japanir og Ameríkanar; sem sagt fólk alls staðar að úr heiminum. — En hver var aðal lærdómur- inn í skólanum? Vegna þess hve orgelsmíðar eru fjíilþætt atvinnugrein urðum við að vinna með timbur, málma, raf- magn, leður og flóka. Einnig hljóðnæmisfræði („akustik"), al- mennt um byggingarstíla, teikn- ingu, stærðfræði, viðskiptafræði, þýsku, almenna sögu svo sem um hinar ýmsu gerðir orgela og hvaða möguleikar eru við smíðar á hljóð- færum, þó sérstaklega orgela. Þetta var fjölbreyttasta fagið því hvert orgel er sérhannað og sérsmíðað, varla eru til tvö eins orgel. Þetta er engin færibandavinna. — Var ekki krafist einhverrar undirstöðuþekkingar? Vissulega er hún æskileg, en ekki nauðsynleg. Ég tel að hús- gagnasmíði sé án efa besta undir- stöðugreinin því trésmíði er mikil. Og tónmenntimar hafa komið sér vel hjá mér, bæði við nám og starf. — Þú nefndir áðan að þeir sem læra orgelsmíði yrðu að komast á samning. Hvernig gekk það hjá þér? Fyrst komst ég á samning hjá fyrirtæki í Bietizheim sem er rétt hjá Stuttgart. Mér líkaði illa þar, fannst ég ekki læra nógu mikið. Þetta verð til þess að ég ákvað að skipta um fyrirtæki. Var það á miðjum námstíma og tafði mig í um það bil eitt ár. En af tilviljun kynntist ég Reinhard Tzschöckel sem ég hef unnið hjá síðan. Hann hafði oft verið á íslandi við að setja upp orgel. Þegar við kynntumst hafði hann nóg starfslið, en aðallega vegna þjóðemis míns bauð hann mér námssamning. Hjá honum hefur Á ferð um Hvallátur i Breiðafirði. Fjölbreytni í ferðaþjón- ustu um Breiðafjörð Stykkishólmi. FYRIR 1.000 árum nam Eiríkur rauði land í Grænlandi. Eins og sagan greinir frá var ferð hans til Grænlands farin frá Breiða- firði og geyma ýmsir staðir örnefni sem kennd eru við hann og eru þeir margir ævintýrarík- ir, t.d. Eiríksvogur, þaðan sem hann lagði í ferðina, og Eiríks- staðir þar sem þeir atburðir gerðust sem ollu því að Eiríkur tók þá ákvörðun að halda á brott til Grænlands. Þessi staður er í Oxney á Breiðafirði. Þar sjást enn tóttirnar frá þessum tíma og annað sem minnir á Eirík. Bátaleigan Margrét í Stykkis- hólmi sem hefur 14 farþega lystibát býður nú í sumar ferðir um þessa fomu staði til skoðunar og hafa þegar ferðir verið famar og fólk látið ánægju sína í Ijós. Bátaleiguna rekur Einar Bjamason, sem er þaul- kunnur öllum leiðum á Breiðafirði. Eins og undanfarin þijú ár býður ferðaþjónusta Einars upp á aðrar ævintýraríkar ferðir um Breiða- §'örð, bæði um Vestureyjar og Suðureyjar. Margar leiðir eru til athugunar og er Einar að hugsa um meiri fjölbreytni í ferðum og einskorða sig ekki við eina leið. Straumamir eru margvíslegir og ævintýri að sigla um þá. Þá geta menn valið úr ýmsum stöðum sem of langt er upp að telja, en Einar hefur á takteinum. Þá geta ferða- menn fengið bátinn leigðan og einnig er þjónusta fyrir þá sem vilja fá bátinn í lengri eða skemmri tíma. Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.