Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986 • Hreinsiefni • Pappír • V'élar • Áhöld • Einnota vörur • Vinnufatnaöur • Ráögjöf • O.fl. o.fl. • Hreinsiefni • Pappír • Vélar • Áhöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráðgjöf • O.fl. o.fl. — Starfsmenn sendir í lyfjapróf Rochester, New York, AP. HIÐ þekkta stórfyrirtæki East- man Kodak hefur afráðið að skylda alla þá sem sækja um vinnu hjá fyrirtækinu til að gang- Edinborgarhátíðin: Betri gagnrýni en minni aðsókn Edinborg, AP. AÐSÓKN að Edinborgarhátiðinni minnkaði að þessu sinni, enda þótt hún hlyti meira lof gagnrýnenda en oft áður. Þessi listahátið, sem nú var haldin í 40. sinn, stendur að jafnaði í þtjár vikur og iauk henni á sunnudaginn var. Endanlegar tölur um aðsókn liggja ekki alveg fyrir enn, en talið er, að 71-72% aðgöngumiða hafí selzt að meðaltali, sem skiptazt þó misjafnt á milli einstakra atriða listahátíðarinnar. í fyrra var aðsókn að meðaltali 78%. Var þetta haft eftir blaðafulltrúa hátíðarinnar, Clive Sandground. Talið er, að að- sókn þurfí að vera um 70%, til þess að hátíðin standi undir sér fjár- hagslega. Sandground kenndi fækkun ferðamanna frá Ameríku að nokkru um minnkandi aðsókn nú. Þá taldi hann einnig, að Samveldisleikamir í íþróttum, sem fram fóru skömmu fyrir listahátíðina, hefðu einnig dregið úr áhiiga á henni. Gagnrýnendur voru hins vegar til muna lofsamlegri í umsögnum sínum um dagskrá hátíðarinnar en oftast áður. Þar var lögð meiri áherzla nú á leiksýningar erlendis frá en áður. Þannig sagði Miehael Billington, sem skrifar fyrir blaðið Guardian, að aðstandendur hátíð- arinnar ættu mikið lof skilið fyrir að láta setja upp eigi færri en 20 erlendar leiksýningar á hátíðinni. Þærtvær leiksýningar, sem hlutu mest lof gagnrýnenda, vom sýning- in á leikriti Augusts Strindberg, „Fröken Julía", þar sem Ingmar Bergman var leikstjóri og sýning Toho-leikflokksins frá Japan á „Medeu“ eftir Euripides. Haft var eftir Sandground, að meiri áherzla hefði að þessu sinni verið lögð á leiksýningar en áður hefði verið gert í 40 ára sögu lista- hátíðarinnar, þar sem tónlist og sönglist hafa oftast verið í öndvegi. ast undir lyfjapróf. Með prófinu verður gengið úr skugga um hvort viðkomandi neyti eitur- lyfja. Þeir starfsmenn fyrirtækisins, sem gmnaðir em um eiturlyfja- neyslu, verða einnig skikkaðir til að gangast undir sams konar lyfja- próf og verða þeir reknir úr starfí ef þeir þráast við. Að sögn talsmanna fyrirtækisins verður lyfjaprófíð eingöngu bundið við þá starfsmenn fyrirtækisins, sem starfa í Bandaríkjunum en þeir em um 85.000. „Við em ekki undanskildir eitur- lyfjavandanum og höfum áhyggjur af öryggi starfsmanna okkar,“ sagði Henry Kaska, talsmaður Eastman Kodak. Þeir umsækjendur, sem reynast neyta eiturlyfja verða ekki ráðnir. Starfsmenn, sem neyta slíkra lyíja, verða hugsaniega reknir. Stórfyrirtækin General Electric, Dupont og Amoco hafa þegar tekið upp sams konar lyfjapróf. Illir andar svældir burt Ættingjar þessa indverska manns, sem er andlega vanheill, hlekkjuðu hann og þóttust með þvi geta svælt út „illa anda“. Slík meðferð á geðsjúklingum mun vera algeng á Indlandi. Myndin var tekin í þorpi nærri Ahmerdabad og birtist í ind- versku dagblaði. Fornleifagröftur í Kína: Ríkisvald þar 1000 árum eldra en áður var talið Peking, AP. UPPGRÖFTUR kínverskra forn- leifafræðinga í norðausturhluta Chernobyl slysið: 27 félagar reknir úr Kommiinistaflokknnni Moskvu, AP. TUTTUGU og sjö manns voru reknir úr Kommúnistaflokk Sov- étríkjanna um helgina vegna framgöngu þeirra þegar slysið í Chemobyl kjamorkuverinu varð. Það var flokksdeildin á þvi svæði sem sá um brottreksturinn. Þetta kemur fram í málgagni kommúnistaflokksins, Prövdu á miðvikudag. Tveir hinn brottreknu voru bílstjórar og voru þeir reknir fyrir hugleysi. Ekki var getið um starf annarra. í Prövdu segir ennfremur að yfírvöld gefí ennþá ekki almenn- ingi fullnægjandi upplýsingar um hvað beri að varast í heilsufarslegu tilliti, þó fjórir mánuðir séu nú liðn- ir frá slysinu. Slík gagnrýni hefur iðulega komið fram í sovéskum fjöl- miðlum á undanfömum mánuðum. Kínaveldis bendir til þess að menningarsamfélag í Kina megi rekja fimm þúsund ár aftur í tímann, en það er þúsund árum lengra en áður var haldið. Fomleifafræðingamir hafa fund- ið steingrafir og musteri í héraðinu Láaoning. Þær eru taldar sýna að ríkisvald hafí verið til í Kína þúsund ámm áður en Xia-keisaraættin komst til valda sunnar í landinu, en hún var talin marka upphaf ríkis- valds í Kína. Hún ríkti frá um 2000 fyrir Krist og í fímm hundmð ár þar frá. Þá skýrðu fjölmiðlar í Kína frá því í vikunni að 50 velvarðveittar múmíur hefðu fundist í Xinjiano Vighur-héraðinu í norðvesturhluta landsins. Þær em taldar þijú þús- und ára gamlar og fannst með þeim einnig mikið magn af jaðe gripum. Flestar múmíumar vom klæddar í ullarklæðnað, með leðurstígvél á fótum og skinnhatta á höfði. Höfðu þær varðveist mjög vel vegna hins þurra og heita loftlags, sem ríkir á svæðinu. Andlitsfall þeirra bar ekki mikinn svip af mongólum, en til þess kynflokks teljast flestir kínveijar nútímans. Múmíumar vom með beint nef og lág kinnbein og háraliturinn var annaðhvort ljós eða brúnn. Héraðið á landamæri að Sovétríkjunum og hefur alltaf verið tengiliður á milli austurs og vesturs. Margir íbúanna þar nú em af tyrkneskum eða persneskum uppmna. Nokkrar tæknilegar upplýsingar: Þyngd: 17.5 kg, straumnotkun: 9.1A, orkunotkun: 2.0 kW, þrýstingur: 66 kg (bör). Eittsímtai!.. .og þú færö ALLT Á SAMA STAÐ REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2, 110 Reyjavík Símar 31956 & 685554 K.E.W. H0BBY Háþrýstihreinsitækið, nauðsynlegt hjálpartæki fyrir nútímaheimili og smærri fyrirtæki Meö K.E.W. H0BBY ganga öll þrif fyrir sig á mettíma og erfið verk verða leikur einn. Þú getur sand- ogvatnsblásið - t.d. gamla málningu og ryð, hreinsað klóök og losaö stíflur, þvegiö bílinn, bátinn, rúðurnar, já sjálft húsið og girðingarnar og hvaö eina sem þarf að þrífa. Þú getur blandað hreinsiefnum í vatnið með sérstökum innbyggöum jektor og þú getur ráðiö bæði þrýstingi og dreifingu vatnsins. Með K.E.W. getur þú gert hlutina betur, jafnframt því sem þú sparar tíma og minnkar allt erfiði. Eastman Kodak-fyrirtækið: Barist gegii eitur- lyfjaneyslunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.