Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBtAfllP, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986
Myndbönd
Sæbjörn Valdimarsson
North Dallas
Forty ★ ★★
Leikstjóri: Ted Kotcheff.
Handrit: Kotcheff, Frank
Yablans, Peter Gent.
Kvikmyndataka: Paul Loh-
man.
Tónlist: John Scott.
Aðalhlutverk: Nick Nolte,
Mac Davis, Charles Durn-
ing, Bo Svenson, Dayle
Haddon, G.D. Spradlin.
Bandarísk. Paramount
1979. 119 mín.
Þegar mikill handagangur
er á myndbandaleigunum,
veðrið fúlt og sjónvarpið
kannske enn fúlla, á maður
oft ekki annarra kosta völ
en að litast um í hillunum
með gömlu spólunum. Og
þar kennir víða margra
grasa og ólíklegustu afurðir
kvikmyndaiðnaðarins blasa
við sjónum. Oft er sá kostur
mikið betri að rifja up gömul
kynni við góða kvikmynd en
að einskorða sig við nýtt
efni eða að sætta sig við
óþekkta titla sem ekki lofa
neinu sérstöku og geta
brugðist til beggja vona.
Ef menn vilja efnismikla,
einkar raunsæja, spennandi
og vel leikna mynd þar sem
íþróttir eru í bakgrunninum
— í þessu tilfelli amerískur
fótbolti, (football) þá ætti
North Dallas Forty að vera
ofarlega á blaði. Hún fjallar
frekar um bakhliðina á þess-
ari hörkuiþrótt, gerir grín að
glansmyndinni, prjálinu og
yfirborðsglansinum. Sýnir
að bak við grímurnar og
skrautlega, karlmannlega
búningana eru lurkum lamd-
ir kjötskrokkar sem keyra
sig áfram, langt umfram
getu, á hinum fjölbreytileg-
ustu lyfjagjöfum.
Úrvalsleikarar skaða ekki
raunveruleikablæinn sem
hvílir yfir myndinni. Hér er
Nick Nolte í sínum besta
ham sem hálfútbrunninn
atvinnumaður sem gengur
meira fyrir töflum og spraut-
um (og brennivíni) en eigin
viljaþreki. Svona líkt og
bílgarmur sem rétt skjöktir
á milli verkstæða. Aðrir góð-
ir menn koma við sögu eins
og atvinnuleikmaðurinn
Kohn Matuzak sem gefur
þeim sviðsvönu lítið eftir;
Charles During, G.D. Spald-
in og Steve Forrest falla að
hlutverkum sínum eins og
flís við rass, en það eru Bo
Svenson og kántrísöngvar-
inn Mac Davis (hér í sínu
fyrsta hlutverki), sem bera
af leikurum í aukahlutverk-
um.
Bestur allra er þó leik-
stjórinn, Ted Kotcheff (First
Blood, o.fl. o.fl.), sem keyrir
myndina áfram frá upphafi
til enda og lífgar hana með
meinfýsnum húmor. Fyrsta
flokks afþreying.
P.S. (svona til bragð-
Nick Nolte í sínu erf-
iðasta hlutverki, að
eigin sögn, hlutverki
atvinnufótbolta-
mannsins Riddelis í
North Dallas Forthy.
bætis). Miklar sögur fóru af
gengdarlausu svalli kvik-
myndargerðarmanna í
kringum gerð N.D.F., og þá
einkum af lygilegu úthaldi
Kotcheffs í sukkinu. Jafnvel
hinir þrælsjóuðu atvinnu-
leikmenn í fótboltanum
höfðu ekki látið sig dreyma
um annað eins. Nolte þótti
liðtækur líka.
Þegar líða tók á kvik-
myndatökuna voru forráða-
menn Paramount jafnan á
svæðinu, í e.k. barnapíu-
hlutverki.
CRY FOR THE
STRANGERS ★
V2
Leikstjóri: Peter Medak.
Handrit: John D. Feigeison,
byggt á samnefndri skáld-
sögu Johns Saul. Framleið-
andi: Jay Daniel. Aðalhlut-
verk: Patrick Duffy, Cindy
Pickett, Brian Keith.
Bandarísk. MGM/UA 1982,
92 min.
Heldur blóðlítill sálfræði-
þriller með draugasöguívafi.
Sálfræðingurinn Patrick
Duffy flytur ásamt konu
sinni í afskekkt sjávarpláss
í Oregon-fylki. Þar er ekki
allt sem sýnist, aðkomu-
menn illa séðir, aukinheldur
hrynja þeir niður einn af
öðrum á hinn sviplegasta
hátt.
Duffy hyggst komast að
hinu sanna í málinu og
kemst að því að á þessum
slóðum var blótstaður indí-
ána til forna og mannfórnir
tíðar. Duffy er starfi sínu
vaxinn og telur vitaskuld að
hér sé frekar morðingi að
verki en löngu dauðir rauð-
skinnar!
Þessi kunnuglegi rammi
utan um efnið er illa nýttur
og ófrumlega. Handritið
bragðlaust og óspennandi
og einkennist af ráðaleysi.
T.a.m. verða áhorfendur í
ein tuttugu skipti að horfa
upp á nákvæmlega sama
skotið af skýjafari og elding-
um. Þessi andlausu vinnu-
brögð telja höfundar því
bersýnilega klár og krass-
andi (varla hefur auraleysið
verið svona nístandi), og
annað er eftir því. Furðulegt
að það er Peter Medak sem
á svona slæman dag i leik-
stjórninni, en hann á að
baki þann ágæta þriller, Tho
Cangeling með George C.
Scott.
Ekki hjálpar leikurinn upp
á sakirnar. Duffy er að venju
eins og illa gerður, góðlát-
legur hlutur og kemur ekki
á óvart að eina rullan sem
honum býðst þessa daga
er að leika sjálfan sig aftur-
genginn í Dallas. Hún ætti
að passa honum vel. Svekkj-
andi að sjá gamla, góða
Brian Keith í hraksmánar-
legu hlutverki. Ætli hann
hafi ekki bara lent í
ógöngum með kreditkortið?
Fundið fé — Easy
Money ★ ★
Leikstjóri James Signorelli.
Framleiðandi John Nincol-
ella. Handrit Rodney
Dangerfield, Michael Endl-
er, P:J. O'Rourke, Dennis
Blair. Titillag Billy Joel.
Tónlist Laurence Rosent-
hal. Aðalleikendur Rodney
Dangerfield, Joe Pesci,
Geraldine Fitzgerald,
Candy Azzara, Jennifer Ja-
son Leigh. Bandarísk.
Orion 1983. 90 mfn.
Flestum til forundrunar
sló nýjasta mynd háðfugls-
ins og brandarakarlsins
Rodneys Dangerfield heldur
betur í gegn vestan hafs í
sumar og verður greinilega
ein vinsælasta mynd ársins
í henni Ameríku. Out of
School nefnist þetta af-
kvæmi karls númer tvö á
hvíta tjaldinu, en að baki á
þessi eftirsótti nætur-
klúbbaskemmtikraftur
aðeins Easy Money/Fundið
fó, sem hér er til umfjöllunn-
ar.
í Fundnu fé leikur Dan-
gerfield þann karakter sem
öldurhúsagestir í Vesturálfu
kannast dável við; feitan.
kærulausan trassa sem allt
lætur dankast svo hann geti
svalað áhugamálum sínum
sem skyldi, sem eru brenni-
vínsþamb, ofát, veðmál og
fleiri fyrirmyndarvenjur.
í augum sinnar heitt höt-
uðu tengdamóður er hann
því hið argasta skítseyöi.
Svo þegar kerling hrekkur
uppaf kemur í Ijós aö hún
hefur ánafnað honum fjöl-
skylduauðnum — ef hann
er maður til að taka upp
hollari lífshætti og leggja af
alla ósiði. Kvaðirnar reynast
hirðuleysingjanum óbæri-
legar og hver dagur líður í
þjáningum uns hjálp berst
úr óvæntri átt. . .
Dangefield er sjálfsagt
heldur amerískur til að
hljóta þá lýðhylli hér sem
hann nýtur í heimalandinu.
Þetta er draslaralegur ná-
ungi og með eindæmum
lúðalegur „utanumsig",
einsog sagt er. Karl lætur
allt flakka og aðal hans eru
tvíræðir brandarar sem
margir hverjir höfða fyrst
og fremst til landa hans, og
kauðsk, brútal framkoma
sem óneitanlega er oft bros-
leg. Þeim sem gaman hafa
af slíkum húmor er Easy
Money sannarlega fundið
fé.
ur. Krakkar fara mikið í bíó enda
er skemmtiiönaðurinn orðinn mjög
samfléttaður, til dæmis eru mörg
laganna á vinsældalistunum úr
kvikmyndum og flest sýnd með
myndböndum. Krakkarnir koma
seinna heim og þetta getur skapaö
vökunætur hjá foreldrum og pirr-
ing, en sjálfur held ég að tíma-
skortur foreldra sé jafnstór þáttur
vandamálsins og vímuefnaneysla
unglinganna. Það fer tvímælalaust
fjölgandi þeim unglingum sem búa
yið ófullkomin skilyrði heima fyrir.
Ég held að vímuefnavandinn hafi
verið blásinn upp í fjölmiðlum og
það hafi skapað meira stress hjá
fólki, og þá sérstaklega foreldrum,
heldur en umfjöllun um úrræði og
raunhæfar vangaveltur um að-
gerðir til lausnar vandanum.
Líkamleg vanræksla er líka al-
geng sjón hér. Þá á ég við að ekki
er sinnt þörfum krakkanna varð-
andi fatnað og mat. Þeir ganga í
lörfum og eru jafnvel svangir. Nokk-
ur ungmenni hafa einnig komið
hingaö vegna kynferðislegrar
áreitni. Þetta eru hlutir sem erfitt
er að ræða um og þeir koma seint
eða ekki upp á yfirboröið. Við höf-
um orðið vör við óhugnanleg
dæmi. Þetta er hræðilegur hlutur
Morgunblaðiö/Július
Frá því Rauða kross húsið var opnað f desember á
síðastliðnu ári hafa rúmlega 70 unglingar leitað þar
aðstoðar og gist, en auk þess er stór hópur sem
hefur leitað þangað eftir aðstoð án þess að gista.
Fastir starfsmenn stöðvarinnar eru fimm. Þeir
starfa á vöktum og aldrei er nema einn á vakt í
einu. Húsið er í eigu borgarinnar, sem tekur þátt f
rekstrinum á óbeinan hátt með þvf að sjá um við-
hald utan húss og halda leigunni í hófi, að sögn
Ólafs.
Morgunblaöiö/Júlíus
Það hafa aldrei fleiri unglingar leitað til Hjálpar-
stöðvarinnar en síðustu vikurnar í sumar. Alls er
þar pláss fyrir sjö tit tfu unglinga í einu. Meðan
þeir dveljast f húsinu og lausn er ekki fundin á vanda
þeirra, er ýmislegt sem þeir geta gert sér til dægra-
styttingar, svo sem hlustað á tónlist, horft á
myndbönd, spilað eða farið f borðtennis. Gestirnir
taka svo þátt í heimilishaldi, matargerð og tiltekt.
Hér sést inn f eitt herbergi.
sem hefur alvarleg áhrif á einstakl-
inginn alla ævi.“
Samstarf við
foreldra
Hvernig er samstarfi ykkar við
foreldra og fjölskyldur háttað?
„Við reynum að halda góðu
sambandi við foreldra bg teljum
að það þjóni oftast hagsmunum
krakkanna best. Því miður er það
hins vegar oft þannig í þeim tilfell-
um sem við sjáuns að á þeim er
ekki mikið að byggja. Hins vegar
höfum við verið með í bígerð að
koma á fót stuðningshópi fyrir for-
eldra. Það verður vart nægilega
vel undirstrikað að foreldrar þess-
ara unglinga eru með samviskubit
vegna þess að þeim finnst þeir
ekki sinna börnum sínum nógu
vel. Þeim líður ekki vel og kemur
það jafnvel í veg fyrir að þeir geti
gefið börnum sínum stuðning, að-
hald og öryggi. Þess vegna er það
mikið atriði að vera í sambandi við
þá, í þeim tilfellum sem það er
hægt og talið þjóna hagsmunum
unglingsins.
Þegar við förum að skoða töl-
urnar eftir þessa fyrstu mánuði er