Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 14
14 B
MORGUNBLADH), FiC)STUPAG.UR,12. SEPTEMBW
HVAD
ERAÐ
GERAST
UM
hér á landi. Þeir leika á ýmsar gerð-
ir tréspila og á gitar og er efnisskráin
fjölbreytt; ítalskirog suður-amerískir
dansar, „ragtime''-lög og verk eftir
J.S. Bach og Franz Scubert, sérstak-
lega útsett fyrir þessi hljóðfæri.
Laugardaginn 13. september, kl.
17, verða þeir með tónleika í Lang-
holtskirkju í Reykjavik og sunnudag-
inn 14. september, kl. 17, í
Safnaðarheimili Akraneskirkju.
Listasafn ASÍ:
Píanótónleikar
Nú á sunnudaginn, 14. septem-
ber, kl. 16, heldurHalldórHaralds-
son píanóleikari tónleika á
sýningunni „World Press Photo ’86"
sem nú stendur yfir í safninu. Á
efnisskránni eru fimm verk eftir
Franz Liszt, en íáreru liðin 175ár
frá fæðingu tónskáldsins og 100
ár frá dauða hans. Af þvi tilefni voru,
í Ijósmyndasamkeppninni, veitt sér-
stök verðlaun fyrir þá Ijósmynd sem
best túlkaði þýðingu tónlistar í
menningarsamfélagi og áhrif henn-
ará daglegt líf.
KJARVALSSTAÐIR:
Flensað í Malakoff
Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sýning á gömlum Ijósmyndum og fleiru er tengist sögu
Reykjavíkur, í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar.
Nú um helgina verða síðustu sýningar á leikþættinum Flensað í Malakoff, sem Brynja Bene-
diktsdóttir og Erlingur Gfslason hafa tekið saman fyrir þessa sýningu, í tjaldinu á Kjarvalsstöð-
um. Sýnt verður á föstudagskvöldið kl. 9, laugardag og sunnudag kl. 16 og aftur kl. 9 á
sunnudagskvöldið. Allra siðasta sýning verður á mánudagskvöldið kl. 9.
Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir.
FELAGSLIF
Laugardalshöll:
Hjólastólarall
Nú á sunnudaginn, 14. septem-
ber, kl. 14, verður haldið hjólastólar-
all i Laugardalshöllinni. Það er
Sjálfsbjörg — landssamband fatl-
aðra, sem stendurfyrir þessu ralli
og vill með því vekja athygli á mál-
efnum hreyfihamlaðra. I rallinu taka
þátt arkitektar, sveitarstjórnarmenn
af höfuðþorgarsvæðinu, skemmti-
kraftarog hreyfihamlaðir. Ralliö er
í formi firmakeppni og felst í því að
komast yfir ýmsar hindranir í hjóla-
stój.
Ýmis skemmtiatriði verða í hlé-
um; hljómsveitin Þokkabót leikur,
Diddú syngur, hópurfrá Karatefé-
lagi Reykjavíkur sýnir og Bjössi bolla
kemur i heimsókn. Einnig verður
sérstakur leynigestur.
Aðgangur og mótsskrá eru
ókeypis.
TÓNLIST
Skíðaskálinn í
Hveradölum:
Haukur Mortens
og félagar
i Skiðaskálanum í Hveradölum
munu Haukur Mortens og félagar
leika á föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöldum út september-
mánuð.
Vestmannaeyjar:
Eyjakvöld
Á haustmánuðum í fyrra byrjaði
Hótel Gestgjafinn með hin svoköll-
uðu Eyjakvöld, skemmtanir þar sem
snæddur var matur frá Vestmanna-
eyjum og sungin Eyjalög.
í ár verður þessu haldið áfram.
Um skemmtiatriði sjá Runólfur Dag-
bjartsson leikari, Helgi Hermanns-
son söngvari, Jónas Þ. Dagbjarts-
son fiðluleikari, Ásta Ólafsdóttir,
Ásdís Þórarinsdóttir og Jónas Þórir
hljómborðsleikari.
Gestir eru beðnir að mæta timan-
lega því að borðhald hefst kl. 20:30
og skemmtiatriðin kl. 21:30.
„Die Xylophoniker1*
Fimm manna hópur hljóöfæra-
leikara frá Munchen er nú staddur
Islenska óperan:
IITrovatore
íslenska óperan hefur vetrarstarf-
ið meö sýningu á óperunni II
T rovatore eftir Verdi, sem frumsýnd
var i apríl sl. Voru þá 18 sýningar
fyrir fullu húsi og 19. sýningin verð-
urá laugardagskvöld kl. 20. í
aðalhlutverkum eru: Kristinn Sig-
mundsson, Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir, Hrönn Hafliöadóttir, Garöar
Cortes, ViðarGunnarsson og Elísa-
bet Waage.
Ananda Marga:
Indversk Ijóð
ogdansar
Félagar í Ananda Marga standa
fyrir kynningu á indverskum Ijóðum
og dönsum á sunnudaginn, 14.
september, kl. 15. Kynntverða Ijóð
úr bálkinum Söngvum dögunar
(Prabhat Samgiit) eftir P.R. Sarkar.
Leikin verður tónlist við Ijóöin og
sýndur dans. Kynningin fer fram í
húsnæði Hugræktarskólans í Að-
alstæti 16 í Reykjavík. Öllum er
heimill aðgangur meðan húsrúm
leyfir. Léttarveitingarveröa bornar
fram að dagskránni lokinni.
SÖFN
Sjóminjasafnið:
Sjóminjasafn íslands veröur opið í
sumar, þriðjudaga til sunnudaga frá
kl. 14 til 18. Safnið er til húsa á
Vesturgötu 8 í Hafnarfirði.
Árbæjarsafn:
Opið um helgina
Árbæjarsafn er opið alla daga
nema mánudaga frá kl. 13:30 til kl.
18.
Listasafn Einars
Jónssonar:
Safn og garður
Listasafn EinarsJónssonarer
opið alla daga nema mánudaga frá
kl. 13:30 til 16. Höggmyndagarður-
inn er opinn daglega frá kl. 11 til 17.
Sædýrasafnið:
Dýrin mfn stór
ogsmá
Sædýrasafnið verður opiö um
helgina eins og aðra daga frá kl.
10 til 19. Meðal þess sem er til
sýnis eru háhyrningar, Ijón, ísbjörn,
apar, kindurog fjöldi annarra dýra,
stórra og smárra.
Hallgrímur Helgason sýnir á
Bókhlöðustíg 2 í Reykjavík.
Hallgerður:
Hallgrímur sýnir
Hallgrímur Helgason sýnir um
þessar mundir i sýningarsalnum
Hallgerði, Gallerí Langþrók á Bók-
hlöðustíg 2 i Reykjavik.
Hallgrímurfæddist 1959 en hóf
ekki að mála fyrr en á miðju árinu
1983, eftir skamma viðdvöl í skól-
um, hér heima og erlendis.
Þetta er níunda einkasýning
Hallgríms en einnig hefur hann tek-
ið þátt í nokkrum samsýningum,
m.a. ÍNew York.
Síðastliðinn veturdvaldi hann í
Bandaríkjunum, en nú í sumar hefur
hann stundað list sína hér heima
og er afrakstur sumarsins nú til
sýnis, um 30 málverk.
Sýningin er opin frá kl. 12 til 18
virka daga og 14 til 22 um helgar.
Henni lýkur 21. september, en þá
heldur Hallgrímur aftur til Banda-
ríkjanna.
Listasafn ASÍ:
„World Press
Photo ’86“
í Listasafni ASÍ á Grensásvegi
16, efstu hæð, stendur nú yfir frétta-
Ijósmyndasýningin „World Press
Photo '86". Á sýningunni eru um
180 Ijósmyndir sem hlutu verðlaun
í alþjóðlegri samkeppni þlaðaljós-
myndara. Sýningin eropin frá kl.
16 til 20 virka daga og 14 til 22 um
helgar.
Kaffiveitingar kl. 14 til 18 um
helgar.
Carl Nielsen í
tali og tónum
Á sunnudaginn kl. 16 les danska
leikkonan Birte Storup Rafn úr bréf-
um tónskáldsins Carls Nielsen og
konu hans, Anne Marie Brodersen,
sem varmyndhöggvari. Með upp-
lestrinum leikur Jorgen Westh á
píanó tónlist eftir Carl Nielsen. Dag-
skrá þessa nefna þau „Facetter af
et kunstnerægteskab" (Fletirá
hjónabandi listamanna) og hafa þau
flutt hana víða í Danmörku við góð-
ar undirtektir.
Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn.
„Die Xylophoniker“ leika í Langholtskirkju og í safnaðarheimili
Akranesskirkju.
«