Morgunblaðið - 05.10.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 05.10.1986, Síða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 v pu crt c&> ók'ipta- um fö’fc i ó^ninCjCXr- gtugganum otcKor." Hafðu ekki hátt um það. En nýju nágrannarnir þínir eru óguðlega forvitnir! Með morgiinkaffinu Þessir hringdu . . . Ristan í Rjúpnahæðum Ragnar Kjartansson, mynd- höggvari hringdi: Mér sýnist handbragð Magnús- ar A. Amasonar vera á þeirri ristu í Rjúpnahæðum, sem nýlega er birt mynd af í Velvakanda. Hann gerði minnisvarða um Sigurbjöm Sveinsson, sem er í kirkjugarðin- um í Vestmannaeyjum og hand- bragðið er ekki ósvipað. Annar mögulegur höfundur verksins gæti verið Jónas Jakobsson á Akureyri. Það er greinilegt að fagmaður hefur unnið þetta verk, það sér maður á hlutföllunum og gaman væri að varðveita verkið, ef þess væri kostur. Minnkið fótbolt- ann í sjónvarpinu Halldór Hjartarson, hringdi: Fótboltafyllirí hefur tröllriðið sjónvarpi og útvarpi að undan- fömu og valdið breytingum á áður auglýstri dagskrá. Þetta hefur orðið ijölskyldu minni og vinum til sárra vonbrigða. Nýjasta dæm- ið er frá því á miðvikudagskvöldið, þegar þessi fræga fuglamynd vék fyrir leik Vals og Juventus, en vinafólk mitt, sem ekki er með sjónvarp, hafði komið í heimsókn til þess að sjá myndina. Það er furðulegt að íþróttir skuli aftur og aftur ryðja út áður auglýstri dagskrá. Ef það liggur svona mik- ið á því að sýna þessa leiki, má þá ekki sýna þá eftir miðnætti og þá geta þeir sem eru sólgnir í þetta vakað lengur. BMX-hjól hvarf Sólveig hringdi: Nýlegt BMX reiðhjól hvarf frá Víðistaðaskóla í Hafnarfírði, þriðjudaginn 30.09. Það er svart og gult að lit og ekki með brett- um. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið eru beðnir um að hafa sam- band í síma 91-54134. Lambakjöt upp- selt í Kaupstað Gunnar Haraldsson, hringdi: Kaupstaður, hin nýja verslun KRON, þar sem Víðir var áður, auglýsti lambakjöt af nýslátruðu á 198 krónur kflóið í tilefni af eigendaskiptunum. Þegar ég kom rétt eftir hádegið var kjötið upp- selt, auk þess sem mér var tjáð að auglýst verð hefði verið rangt, rétt verð hefði verið 298 krónur kflóið. Ég vil lýsa yfír óánægju minni með þessa þjónustu og að verslunin skuli ekki standa við tilboð sitt. Hjóltekið ófrjálsri hendi Sigríður Kristjánsdóttir, hringdi: Blátt og silfurlitað BMX-hjól var tekið úr hjólageymslunni að Stelkshólum 12 á þriðjudagskvöld eða miðvikudagsmorgun. eg beini þeim tilmælum til foreldra og for- ráðamanna bama að þau athugi hvort hjólið kunni að vera í hjóla- geymslum í þeirra umsjá. eg heiti góðum fundarlaunum fyrir hjólið. Upplýsingar í síma 91-72468. Kvartað yfir fréttatíma 3213-9728, hringdi: Mig langar til þess að kvarta yfír fréttatíma sjónvarpsins. Hvemig á fólk sem vinnur til kl sex eða sjö á kvöldin að geta hugsað um kvöldverð, borðað og gengið frá áður en fréttimar hefj- ast. Það var svo þægilegt að geta sest fyrir framan sjónvarpið, eftir að vera búinn að elda og vaska upp. Ég skora á forráðamenn sjónvarps að setja fréttimar á sama tíma og áður var. Kettlingur í óskilum Helga, hringdi: Mig langaði til þess að láta vita um kettling, sem er í óskilum um það bil fímm mánaða gamall. Hann fannst á föstudaginn. Þetta er grábröndótt læða með hvítan maga og hún er á dýraspítalanum skyldi eigandinn vilja vitja hennar. Rallkeppni ljót íþrótt Kona í Reykjavík hringdi: Biskupinn yfír íslandi sendi prestum landsins orðsendingu og bað þá um að biðja fyrir árang- ursríkum fundi Gorbachevs og Reagans. Ég myndi vilja skora á alla bænheita landsmenn að gera slíkt hið sama og biðja fyrir árangursríkum fundi þjóðarleið- toganna. Þá vil ég taka undir orð hennar Maríu úr Kópavogi um rallkeppn- ir í þessum dálki. Bflaröll flokkast að mínu mati með hnefaleikum. Þetta er ljót íþrótt og skaðlegt fyrir ungt fólk, að þeir menn skuli vera gerðir að hetjum, sem sitja undir stýri og misþyrma farar- tækjum og gróðri með þessum hætti. Ég vil hvetja fréttamenn útvarps og sjónvarps til þess að láta þessarar íþróttar ógetið í sínum fjölmiðlum. Röll ýta áreið- anlega undir hraðakstur ungs fólks, meðal annars vegna þess hvemig þau eru kynnt í fjölmiðl- um. Fánar í röngum litum Reykvíkingur hringdi Ég vil að gerð verði gangskör að því að losa bæinn við íslenska fána, sem eru í röngum litum. Blái liturinn í íslenska fánanum á að vera heiðblár en ekki dimm- blár, eins og blái liturinn í norska eða breska fánanum. Ég held að þessa sé getið í lögum um íslenska fánann. Þrátt fyrir það er flaggað í bakarabrekkunni fána í röngum Iit og sama gildir um fána sem seldir eru í búðum. Nú þegar von er á fjölda fólks hingað til lands er mál að gera gangskör að þvi að bæta þetta ástand. Borvél tapaðist Kona hringdi: Borvél tapaðist nýlega ein- hvers staðar á svæðinu í kringum Njarðargötu og Ei- ríksgötu. Vélin er af gerðinni Black og Decker. Þeir sem ein- hveijar upplýsingar geta gefið eru beðnir um að hringja í síma 91-54551 eða 91-34680. HÖGNI HREKKVlSI Víkverji skrifar Fólk talar varla um annað þessa dagana en leiðtogafundinn, sem haldinn verður hér um næstu helgi. Yfírleitt er umtalið allt á einn veg. Þjóðin er ákaflega stolt yfir því, að ísland hefur orðið fyrir val- inu, sem fundarstaður forystu- manna þessara tveggja stórvelda. Landsmenn munu leggja metnað sinn í að sýna, að þessi fámenna þjóð geti tekið á móti tveimur gest- um og u.þ.b. 3000 manns sem fylgja þeim eftir (!) með þeirri t-eisn og myndarskap, sem hæfír. Áhuginn, sem þetta staðarval hefur vakið á íslandi erlendis er ótrúlegur. Þeir, sem eru í aðstöðu til að fylgjast með þeim þætti málsins muna ekki annað eins. Þessi mikli áhugi mun skila sér á skömmum tíma í bein- hörðum peningum. Hitt er svo annað mál, að margir hugsa sitt í sambandi við þetta fundarhald og sums staðar skjóta upp kollinum efasemdir um, að það sé landi og þjóð til gæfu, að athyglin beinist svo mjög að þessari litlu eyju í norð- urhöfúm. Fyrstu viðbrögðin af þessu tagi, sem Víkveiji heyrði á fömum vegi voru þau er ung stúlka sagði, þegar hún heyrði fréttimar: Hvað vilja þessir tveir gömlu karlar hing- að? Áf hverju geta þeir ekki látið okkur í friði? Skömmu síðar hafði annar viðmælandi Víkveija á orði, að þessum fundi gætu fylgt hættur fyrir þjóðina. í kjölfar leiðtoganna tveggja mundu hryðjuverkamenn reyna að gera strandhögg á íslandi. Svipaðar áhyggjur heyrði Víkveija skömmu síðar hjá þriðja aðila, sem velti því fyrir sér, hvort fundarhald þetta hér gæti á nokk- um hátt orðið til góðs fyrir okkar litlu þjóð. Röksemdafærslan var eitthvað á þessa leið: Við höfum lifað hér í sæmilegum friði um ald- ir. Fáir taka eftir okkur. Þess vegna höfum við losnað við margvísleg óþægindi eins og t.d. hryðjuverka- menn. Nú væri svo komið, að í París þyrði fólk ekki lengur að sitja á kaffihúsum og ræða saman af ótta við sprengingar. Mundi leið- togafundurinn flytja þennan nútíma til okkar? Sami aðili varpaði hins vegar fram þeirri spumingu, hvort ríkis- stjóm ísland hefði getað.neitað að taka á móti leiðtogafundinum. Nið- urstaðan var sú, að ef ríkisstjórnin hefði gert það, hefði ísland vakið athygli um heim allan fyrir það eitt að vilja ekki leggja sinn skerf af mörkum til þess að stuðla að friði í heiminum. XXX Umhugsun af þessu tagi er eðli- leg. Hún auðveldar lands- mönnum að gera sér grein fyrir stöðu íslands í stómm heimi. Næstu daga verður land okkur í miðdepli heimsfrétta. Um riæstu helgi verður það miðdepill heimsatburða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.