Morgunblaðið - 05.10.1986, Síða 30

Morgunblaðið - 05.10.1986, Síða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 Hanna Schygulla í vondra manna höndum í myndinni Lulu að eilífu. Hanna Schygulla ígamanmynd Hanna Schygulla er ein þekktasta kvikmyndaleikkona Evrópu. Hún hefur unnið með leikstjórum eins og Fassbinder (18 myndir), Jean-Luc Godd- ard, Ettore Scola, Andrei Wajda, Volker Schlöndorff og Wim Wenders. Hún hefur nú kosið að leika í sinni fyrstu bíó- mynd í Bandaríkjunum með óþekktum ísraelskum leik- stjóra, sem aðeins hefur gert tvær myndir áður. Með Schy- gulla leika tvær rokkstjörnur, önnur hefur verið kölluð „Garbo pönksins" en hin er söngvari hljómsveitar sem kall- ast Skyrturnar. Myndin var tekin sl. sumar, heitir Forever Lulu (Lulu að eilífu) og er leikstýrt af Amos Kollek, syni borgarstjóra Jerús- alem, Teddy Kollek. Schygulla er bókstaflega í hverjum einasta ramma myndarinnar en áður- nefndir meðleikarar hennar eru Deborah Harry úr hljómsveitinni Blondie, sem leikur titilhlutverk- ið, og Annie Golden sem leikur besta vin Schygulla. Söguþráðurinn er eitthvað á þessa leiö: Elaine Hines (Sch'y- gulla) er rithöfundur sem á heldur erfitt uppdráttur. Hún dýrkar Virginíu Woolf, býr í íbúð á stærð við fataskáp í nið- urníddu hverfi og á leið sinni til að fremja sjálfsmorð með byssu hræðir hún tvo vegfarendur; annar missir frakkann sinn sem í er dagsetning, tími og heimilis- fang og nafnið Lulu. Elaine heldur stefnumótið, lendir í byssubardaga og verður fræg fyrir. Hún fer um á milli hinna ríku og glæsilegu en leitar í sífellu að Lulu, lyklinum að ráð- gátunni. Schygulla er ánægð með hlutverk sitt í myndinni, það er rétt eins og hún vill hafa það, órökrétt, ruglingslegt, tvírætt." Schygulla var auðvitað spurð að því hvernig á því stæði að vinsæl og eftirsótt leikkona eins og hún léti hafa sig í lítið og ómei'kilegt fyrirtæki eins og Forever Lulu. „Hvers vegna?" hváði hún. „Ég vildi leika í gam- anmynd." Og svo sagði hún: „Amos kom til mín og spurði hvort ég vildi leika í þessari mynd þegar það var að renna upp fyrir mér að ég hafði aðeins leikið í þungum og alvarlegum myndum og mér var farið að leiðast það . . . Núna vil ég minnka við mig álagið, ég vil fást við auðveldari hluti, léttari og meira leikandi en áður." Nýja myndin hans David Lynch David Lynch, leikstjóri Eras- erhead, Fílamannsins og Dune, hefur sent frá sór nýja mynd sem hann nefnir Blue Velvet. Hún var frumsýnd fyrir nokkru í Bandaríkjunum og fékk mjög góða dóma gagnrýnenda. Með- al leikara í myndinni eru Kyle MacLachlan, sem lék aðalhlut- verkið í Dune, Isabella Rossell- ini, Dennis Hopper og Dean Stockwell. Þetta ku vera undar- leg mynd, vægast sagt, og sérlega áhrifarík enda öfug- uggahátturinn og afhrigðileg- heitin í henni ótrúleg að sögn. Myndin hefst á því að aðal- söguhetjan Jeffrey Beaumont (MacLachlan) finnur eyra í skóg- inum við smábæinn Lumberton, Eyrað, sem iðar af maurum, til- heyrir manni er rænt var ásamt syni sínum af Frank (Hopper), sem er uppdópaður geðsjúkling- ur. Frank hafði kúgað Dorothy (Rossellini), eiginkonu mannsins, og falið sig í fataskápnum henn- ar. Aumingja Jeffrey, sárasaklaus og Ijúfur, fékk að fylgjast með því þegar Frank svalaði viðbjóðsleg- um fýsnum sínum á henni og þegar Dorothy varð hans vör sagði hún: Meiddu mig. Jeffrey, heldur undrandi sagði: Nei, ég kom til að hjálpa þér. En svo féll hann fyrir löngunum hennar. Þá tók Frank Jeffrey í kennslustund. Hann smurði varalit á andlit sitt, kyssti Jeffrey á munninn og barði hann til óbóta. íbúar Lumberton veifa í myndavélina og Frank öskrar blótsyrði og hverfur. Allt virðist geta gerst, allir eru fórnarlömb allra og Tobe Hopper þykir ein- hver afbrigðilegasta og viðbjóðs- legasta persóna kvikmyndasög- unnar í hlutverki Franks. MacLachlan og Rossellini í Blue Velvet. UC I Í IMI IWirMTND/iNNA Aparmr gera árás. <* Laugarásbíó: Bandóðir bavíanar Timothy Bottoms. Laugarásbíó mun á næstunni frumsýna bandarísku spennu- myndina In the Shadow of Kilimanjaro eða í skugga Kili- manjaro með Timothy Bottoms í aðalhlutverki. Leikstjóri er Raju Patel en myndin gerist í Kenýa í mikilli þurrkatíð og segir frá því þegar stórir hópar bavíana taka upp á því að ráðast á fólk og drepa. Bottoms leikur þjóðgarðsvörð- inn Jack Ringtree. Hann fréttir af síendurteknum árásum hungr- aðra og eirðarlausra bavíana á fólk og reynir að vara menn við þeim en honum er tekið fálega. Árásir apanna aukast stöðugt, fjöldi þeirra er gríöarlegur og ekk- ert virðist geta stöðvað þá. Menn reyna hvað þeir geta að berjast á móti en aparnir eru 500 sinnum fleiri en íbúar héraðsins og gagn- árásir hafa lítið að segja. Apana hungrar í æti og enginn er óhult- ur. Ringtree og aðrir koma sér fyrir á hóteli í bænum Namanga og búa sig undir komu þeirra.. Leikstjórinn Patel fékk fyrst áhuga á að gera þessa mynd þegar hann var á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes árið 1980 og Jeffrey Sneller sýndi honum hand- rit sitt um óða bavíana í Kenýa. Eftir dágóðan undirbúning hófust tökur fjórum árum seinna. „Það kom margt skringilegt fyrir í Kenýa," sagði Patel í viðtali. „Myndin inniheldur nokkur atriði sem sýna bavianana ráðast á fólk og drepa en þau byggðu mjög á tæknibrellum sem líktu eftirblóðsúthellingum. Þorpsbúar í grenndinni af ætt Maasaia gerðu sér ekki grein fyrir gerfinu og héldu að við værum í raun og veru að drepa fólk og fréttir af þessari slátrun okkar bárust alla leið til yfirvalda í Nairobi áður en okkur tókst að leiðrétta mis- skilninginn." Patel segir einnig frá því að kvikmyndaliöið hafi verið dauð- hrætt við snáka og þegar einn virkilega baneitraður náðist fyrir utan búðir þess áttu þorpsbúar auðvelt með að fullvissa liðið um að það þyrfti lífsnauðsynlega á löngum stöfum að halda til að vera sig. „Og þeir seldu okkur stafi á óheyrilega háu verði," seg- ir Patel. Hann hefur aöeins eitt gott ráö handa hverjum þeim sem hyggst leggja kvikmyndaleik- stjórn fyrir sig eftir þetta æfintýri. „Gerðu ekki, undir neinum kring- umstæðum, þína fyrstu bíómynd með fleiri bavíönum en fólki."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.