Morgunblaðið - 05.10.1986, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.10.1986, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 B 31 Of mikil svailsýni um vöxt eyðni - segir Ólafur Ólafsson, landlæknir, um spá ríkisstj ómarinnar „SPÁ um fjölda sýktra af eyðni árið 1988 sem rikisstjórnin hefur látið frá sér fara ber vott um allt of mikla svartsýni“ sagði Ólafur Ólafsson, landlæknir, i samtali við Morgunblaðið. „Ég trúi því ekki að þróunin hér verði á þessa leið. Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að sjúkdómur- inn breiðist jafn hratt út hér eins og í Bandaríkjunum. Það getur einfaldlega ekki staðist." um notkun á verjum" sagði Ólafur. „Aðgerðir gegn þessum sjúkdómi kunna að vera fjárfrekar, en í því sambandi vil ég minna á að sam- kvæmt bandarískum og breskum útreikningum kostar sjúklingur með eyðni þjóðfélagið frá hálfri upp í eina milljón króna á ári. Þetta eru erfiðar staðreyndir, sem við verðum að horfast í augu við. Það borgar sig að eyða meiri peningum í vam- ir.“ Flokkur U.N.I. Aðeins 249 kr. kg. Allt skorið og pakkað KJÖTMIÐSTÖÐIN Slmi 686511 Ólafur taldi að höfundar spáarinnar hafi gefið sér rangar forsendur. Eins og þeir sjálfir tækju fram væri þetta „ítrasta svartsýnisspá." Gert væri ráð fyrir því að tala sýktra tvöfaldaðist á hveijum 6 mánuðum. Miðað við það ættu 198.000 íslendingar að ganga með AIDS-veiruna árið 1990 og 396.000 árið 1991. „Mér finnst þetta heldur svartsýnt, því samkvæmt þessu þurrkast þjóðin út fyrir árið 2000, og ef þetta reynist rétt þarf ríkis- stjómin ekki á neinum framtíðarsp- ám að halda" sagði Ólafur. „Það er mjög varhugavert að senda slíka spá frá sér, því eins og sést er þetta það eina sem talið er fréttnæmt." Hann benti á að hér á landi vant- aði marga þeirra þátta sem stuðla að útbreiðslu sjúkdómsins. A ís- landi væru t.d. ekki sá Qöldi heróínneytandi vændiskvenna sem eru í ýmsum borgum Banda- ríkjanna. „Læknar í Evrópu em margir hveijir komnir á þá skoðun að sjúkdómurinn muni ekki breiðast jafn hratt út í álfunni eins og í Bandaríkjunum. Vestra em allt aðrar aðstæður, og þar er gengið út frá því hvemig eyðni smitast í borgum eins og Los Angeles þar sem myndast hafa nýlendur homma, sem jafnvel hafa fulltrúa í bæjarstjóm. Við getum að sjálf- sögðu ekki miðað við þessar for- sendur." Heilbrigðisyfirvöld leggja nú mikla áherslu á það að kynna eyðni og stuðla að vömum gegn sjúk- dómnum að sögn Olafs. I því skyni hefur landlæknir lagt til að ráðinn verði erindreki landlæknis sem ferð- ist um landið og veiti fræðslu um eyðni í skólum, á vinnustöðum og víðar. „Við höfum reynt að eiga góða samvinnu við ijölmiðla til þess að reka áróður fyrir því sem getur vamað sýkingu. Á síðastliðnum mánuðum hafa að meðaltali þrisvar í viku birst greinar með upplýsing- um um feril, afleiðingar og vamir gegn sjúkdómnum frá heilbrigðis- yfirvöldum, læknum eða úr lækna- tímaritum. Með hliðsjón af því að dagblöðin fara á hvert heimili lands- ins er hér um mjög útbreidda fræðslu að ræða.“ „Meðal þess sem við setjum nú á oddinn em upplýsingar og áróður „Fjallaborg- in“ í Tónabíói TÓNABÍÓ sýnir bráðlega myndina „Fjallaborgin". Mynd- in gerist í Indlandi um 1865. Englendingurinn Ashton Hilaty var alinn upp af hindúakonunni Situ. Hann er sendur til náms til Englands og kemur aftur sem foringi í breska hemum. Þá logar allt í ófriði í Indlandi. Hilary hitt- ir aftur bemskuvinkonu sína, Anjuli prinsessu og það verða þáttaskil í lífí hans. LYKILUNN AD... Útsendingar hefjast fimmtudaginn 9. október næstkomandi. Sjónvarpsdagskráin er ýmist læst eða opin. Læsta dagskráin verður send út í yfir 60 tíma á viku og er eingöngu ætluð áskrifendum. Áskriftar- gjaldið er 950 kr á mánuði. Opna dagskráin spannar um 20 tíma á viku til viðbótar. Staðgreiddur kostar lykillinn (afbrenglarinn) 11.200 kr. Boðið er upp á mjög sveigjanleg greiðslukjör. T.d. er hægt að fá lykilinn með 2500 kr útborgun og afganginn á 10 mánuðum. Einnig er mögulegt að semja um mun lægri útborgun og mun lengri greiðslufrest. Áskriftarsíminn er (91) 62 12 15. ...1X51HJÁ OKKUR! Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - SÆTÚN 8 SÍMI 27500

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.