Morgunblaðið - 10.10.1986, Side 2

Morgunblaðið - 10.10.1986, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 Sandgerði: Eldsvoðií íbúðarhúsi Morgunblaðið/Einar Falur Tæknimenn hjá Stöð 2 unnu að því i gærkvöldi að finna hvað olli biluninni í tækjabúnaði stöðvarinnar. Stöð 2: Fréttaútsending féll niður vegna bilunar í tækjabúnaði FRÉTTAÚTSENDING féU niður á fyrsta útsendingardegi nýju sjónvarpsstöðvarinnar, Stöðvar 2, í gær. Að sögn Jóns Óttars Ragnarssonar, sjón- varpsstjóra, stafaði það af bUun í tækjabúnaði, sem upp kom á síðustu stundu. „Við tókum áhættu og því miður kom upp bilun sem olli því að við náðum ekki sambandi inn í upptökuherbergið. Þar af leið- andi tókst okkur ekki að senda út fréttimar", sagði Jón Óttar. Ekki var ljóst hvað olli biluninni þegar Morgunblaðið ræddi við Jón Óttar í gærkvöldi. „Það greip auðvitað um sig taugatitringur hjá okkur þegar þetta kom upp, en við þessu var ekkert að gera og við vonum það besta í fram- haldinu", sagði hann. Það vakti athygli að Jón Óttar flutti ávarp sitt á sama tíma og ríkissjónvarpið var með beina útsendingu frá komu Reagans Bandaríkjaforseta á Keflavíkur- flugvelli. Jón Óttar var spurður hvað hefði valdið þeirri tímasetn- ingu og hvort ekki væri líklegt að færri en ella hefðu hlustað á ávarp hans af þessum sökum: „í sjálfu sér skiptir ekki höfuð- máli hvort fleiri eða færri hlust- uðu á þetta ávarp. Hitt var verra að geta ekki sent út fréttir á þessari stundu. Skömmu áður en ég flutti ávarpið töldum við að tækin væru komin í lag og því var ákveðið að láta slag standa og ætlunin var að senda fréttim- ar út strax á eftir. En því miður tókst það ekki“, sagði Jón Óttar. Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, ávarpaði áhorfendur stöðvarinnar að loknum umræðu- þætti á tíunda tímanum í gærkvöldi. Páil sagði þá meðal annars: „Við telfdum á tæpasta vað, en töpuðum. Við sátum hér heldur niðurlút þar til símhring- ingum fór að rigna yfir okkur, með ámaðaróskum og þeirri hvatningu að fall væri farar- heill". Páll þakkaði stuðninginn og sagði að lögð yrði áhersla á að útsendingar frá stöðinni sjálfri gætu hafíst sem allra fyrst. Sjá frásögn á bls. 25. ELDUR kom upp í íbúðarhúsi í Sandgerði um kvöldmatar- leytið í gærkvöldi. Engan sakaði í eldinum en talsverðar skemmdir urðu á húsinu af völdum eldsins, reyks og hita. Eldurinn kom upp í þvottahúsi íbúðarhússins, þar sem verið var að sjóða feiti í potti. Lögreglunni í Keflavík var þegar gert aðvart og var slökkviliðið í Sandgerði kvatt út. Tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins en húsið, sem er einlyft timburhús, hafði þá orðið fyrir tlasverðum skemmd- um. Lýsing h.f Nýtt hlutafélag um fjármögnunarleigu Auglýsingar á erlendum málum í Morgunblaðinu í gær birtist auglýsing frá Verksmiðjunni Vífilfelli hf., sem var aðallega á ensku, þótt hinn enski texti birtist jafnframt á íslenzku. í blaðinu í dag eru auglýsingar, sem eru bæði á ensku og rússn- esku, en einhver íslenzkur texti að auki og hugsanlegt að fleiri slíkar birtist um helgina. Aug- lýsingar þessar birtast í tengsl- um við leiðtogafundinn, sem haldinn er hér á landi um þessa helgi. Af þessu tilefni vill Morgun- blaðið ítreka þá meginstefnu blaðsins, að allur texti, hvort sem er ritstjómartexti eða auglýsinga- texti skuli vera á íslenzku. Um þetta var fjallað í forystugrein Morgunblaðsins fyrir allmörgum mánuðum og þar var afstöðu blaðsins lýst á þennan veg: “Það hefur jafnan verið grund- vallarregla í útgáfu Morgunblaðs- ins að birta ekkert, hvorki ritstjómartexta eða auglýsingar, á öðm tungumáli en íslenzku. í einu eða tveimur tilfellum hefur undantekning verið gerð, þegar birtur hefur verið texti í blaðinu á færeysku.í örfáum tilfellum hefur vegna sérstakra aðstæðna verið fallizt á að birta auglýsingu bæði á íslenzku og öðru tungu- máli. En það er meginregla, sem haldið hefur verið fast við, að birta auglýsingar ekki á öðru tungu- máli en íslenzku. Þrátt fyrir ákveðnar reglur og skýr svör held- ur þrýstingur á blaðið áfram frá ýmsum aðilum um að birta aug- lýsingar á erlendum málum. Stundum hefur þetta gerzt vegna mistaka." Þótt undantekning hafi verið gerð með birtingu þeirra auglýs- inga, sem fyrr voru nefndar, vegna þess sérstaka fundar, sem hér verður haldinn og er einstæð- ur viðburður á Islandi, mun Morgunblaðið halda fast við þá meginreglu, sem hér hefur verið lýst. STOFNAÐ hefur verið í Reykjavík nýtt hlutafélag til að annast fjármögnunarleigu, en slík starfsemi færist nú mjög í vöxt og miðar að því að auðvelda rekstraraðilum útvegun véla, tækja og tæknibúnaðar. Hlutafélagið nefnist Lýsing h.f. Stofnendur eru Landsbanki íslands og Búnaðarbanki íslands, sem eiga 40% hvor, Brunabótafélag íslands sem á 10% og Sjóvátryggingarfélag íslands og Líftryggingarfélag Sjóvá h.f. sem eiga 10%. Þessir aðilar, sem annars standa í innbyrðis sam- keppni sín á milli, hafa hér tekið höndum saman til að mynda alís- lenskt fyrirtæki á sviði fjármögnun- arleigu, sem er nægilega öflugt til að tryggja að forystan á þessu mik- ilvæga sviði viðskiptalífsins sé í íslenskum höndum. Nýja félagið er stofnað með 50 milljón króna hlutafé og heimild til aukningar þess í 100 milljónir króna. Stjóm félagsins skipa Helgi Bergs bankastjóri formaður, Jón Adolf Guðjónsson bankastjóri vara- formaður, Ingi R. Helgason forstjóri ritari, Einar Sveinsson fram- kvæmdastjóri, Sólon Sigurðsson aðstoðarbankastjóri og Brynjólfur Helgason framkvæmdastjóri. Framkvæmdastjóri félagsins verður ráðinn innan skamms og að því búnu verður aðsetur félagsins aug- lýst. Talsmenn So vétslj órnarinnar: Útiloka ekki lengri fundarhöld TALSMENN Sovétstjórnarinnar útilokuðu ekki þann möguleika á blaðamannafundi á Hótel Sögu í gær, að fundur þeirra Reagans og Gorbachevs í Reykjavík um helgina kynni að verða lengri, en gert er ráð fyrir í núverandi dagskrá. Talsmennimir sögðust ekki geta sagt, hvenær Gorbachev færi af landi brott, en á þessari stundu væri stefnt að því að það yrði á sunnudaginn. Sirius væntanlegur á laugardagsmorgun: Engar óskir um afskipti Landhelgisgæslunnar - „Höfnin lokuð fyrir óviðkomandi umferð,“ segir hafnarstjóri SIRIUS, skip Grænfriðunga, er væntanlegt til Reykjavíkur um klukkan hálf níu á laugardags- morgun. Að sögn Þrastar Sig- tryggssonar, skipherra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, hafa engar óskir borist frá yfir- völdum um afskipti Landhelgis- gæslunnar vegna komu skipsins. Grænfriðungar höfðu sótt um leyfí fyrir skipið til að leggjast við bryggju í Reykjavík á laugardag. Gunnar B. Guðmundsson, hafnar- stjóri, sendi beiðni skipsins áfram til utanríkisráðuneytisins. Hann sagði í samtali við Mogunblaðið að máiið væri f athugun í dómsmála- ráðuneytinu, en engin formleg ákvörðun hefði borist þaðan. Hir vegar væri Reykjavíkurhöfn loki fyrir óviðkomandi umferð um helj ina og því Ijóst að Sirius fengi ek leyfí til að leggjast við bryggju Reykjavík. Gunnar sagði hugsai legt að Sirius myndi leggjast v ankeri á ytri höfnina eða þá fai til Hafnarfjarðar. Eins og fra hefur komið í fréttum mun þí vera ætlun Grænfriðunga að hak hér uppi mótmælum gegn kjar orkuvígbúnaði á meðan á leiðtog fundinum stendur. Reykj aví kurhöf n: Eldur í g*ræn- lenskum bát ELDUR kom upp í litlum grænlenskum fiskibát i Reykjavíkurhöfn laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Tveir menn eru á bátnum og voru þeir báðir i landi er eldurinn kom upp. Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt á vettvang og var enn við slökkvistörf er Morgunblaðið fregnaði síðast, laust eftir mið- nætti í nótt. Ekki var vitað um eldsupptök, en báturinn mun hafa skemmst nokkuð í eldinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.