Morgunblaðið - 10.10.1986, Side 7

Morgunblaðið - 10.10.1986, Side 7
5()V MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 Börnin í borginni 1930 . . . . . . og núna. Afmælisbók um Reykjavík ÚT er komin ný bók um Reykjavík, í tilefni 200 ára af- mælis borgarinnar, „Reykjavík 200 ára, Saga höfuðborgarinnar í myndum og máli“. Texti bókar- innar er eftir Pál Líndal. Útgef- Jóhann Friðrik Margeir Guðmundur íslenskir stórmeistarar um einvígið í Moskvu: Sá sterkari vann í skemmtilegu einvígi EINVÍGI Anatoli Karpovs og Gary Kasparovs um heimsmeistaratitil- inn í skák lauk í Moskvu í gær. Þeir íslensku stórmeistaranna sem blaðamaður Morgunblaðsins leitaði til, voru ekki undrandi á þessum úrslitum. „Þetta var skemmtilegt einvígi, og Kasparov verðskuldar sigurinn" sagði Margeir Pétursson, en í grein i Morgunblaðinu 27. júlí spáði Margeir einmitt, að Kasparov hlyti 12 ‘Avinning en Karpov 11 '/í, eins og raunin varð á. Guðmundur Siguijónsson taldi þann sterkari hafa sigrað í þessu einvígi. „Ég vonaði að Kasparov ynni, en verð ^ð viðurkenna að mér leist ekki á blikuna þegar hann tap- aði þremur skákum í röð undir lok einvígisins" sagði Guðmundur. Friðrik Ólafsson taldi að Kasparov hefði falli í gildru í 17. einvígsis- skákinni, og undir það tók Jóhann Hjartarsson. „í 17. skákinni tókst Karpov að finna mjög öflugt svar við þeirri byijun sem Kasparov hafði notað í nærri öllum skákunum. í skákinni sem þar fór á eftir var hann mjög heppinn og þegar hann vann þriðju skákina í röð náði Kasparov ekki að bæta fyrir hin fræðilegu mistök. Hann var þá augsýnilega kominn úr jafnvægi" sagði JÓhann. „Karpov sýndi það undir lokin hvílíkur snill- ingur hann er á taflborðinu" sagði Friðrik. „Ég held að Kasparov hafi verið orðin of öruggur, en eftir að hann hafði beðið ósigur í skákunum þremur tók hann sig saman í andlit- inu.“ ÍS-SPOR hefur framleitt minnis- pening í tilefni af Reykjavíkur- fundi Reagans og Gorbachevs og var Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra afhent fyrsta eintakið í gær. Minnispeningurinn er sleginn í takmörkuðu upplagi, hámark 1.000 peningar, og verður til sölu hjá frímerkja- og myntsölum, Ramma- gerðinni og fleiri stöðum eftir ástæðum. Söluverð Reagans-Gorb- achevs-minnispeningsins er 1.200 krónur með söluskatti. andi er Bókaútgáfan Hagall, Reykjavík. í ávarpi Davíðs Oddssonar borg- arstjóra sem birtist í bókinni segir hann m.a. að borgin muni tímana tvenna í sinni 200 ára gömlu sögu. Á þeim tíma hafi orðið stórkostleg- ar breytingar á umhverfi hennar og aðbúnaði borgaranna. Jafnvel þeir sem eru á miðjum aldri eiga í hugskoti sínu tvær myndir af borg- inni, önnur úr æsku og hina úr nútímanum. Síðar segir hann: „En tímamót eins og þau, sem borgarbú- ar eru að fagna, vekja upp áhuga á sögunni. Hvemig breyttist þessi staður, og hver var drifkrafturinn á bak við þær breytingar allar ? Segir það okkur eitthvað um, hvað framtíðin ber í skauti sér ? Ekki endilega næstu 200 árin, en t.d. þau næstu 20 ?“ Fremst í bókinn rekur Páll Líndal sögu höfuðborgarinnar í grófum dráttum með tilvísun í þær fjöl- mörgu myndir sem prýða bókina. Á hverri myndopnu er mynd úr lífi borgarinnar fyrr ognú og er gjam- an stillt saman myndum frá svipuð- um slóðum og við samskonar aðstæður, til samanburðar. Fremst em tvær elstu myndir af Reykjavík, sem fundist hafa og em frá ámnum 1847 til 1848. Ljósmyndarar sem eiga myndir í bókinni em: Des Clo- izeaux, Hjálmar R. Bárðarson, Jóhannes Long, Jón Freyr Þórarins- son, Karl Nielsen, Kristján Ingi Einarsson, Magnús Ólafsson, Ólaf- ur Magnússon, Ólafur K. Magnús- son, Páll Stefánsson, Peter J. Sörá, Pétur Brynjólfsson, Pétur Eyvinds- son, Rafn Hafnfjörð, Ragnar Axelsson, Sigfús Eymundsson, Sig- urður Guðmundson og Tempest Ar’erson. Samband rofnaði við ferjuflugvél LÍTIL tveggja sæta Piper Cup flugvél, sem var í feijuflugi frá Bandaríkjunum, lenti í erfiðleik- um skammt suður af íslandi í gærkvöldi. Mun vélin hafa misst afl og raf- magn og rofnaði sambandið við hana. Flugumsjónarmönnum á Keflavíkurflugvelli tókst að ná vél- inni inn á ratsjá og leiðbeina henni til lendingar á Keflavíkurflugvelli þar sem hún lenti heilu á höldnu laust eftir kvöldmat. Friðrik sagði að hann hefði orðið var við þetta sjálfstraust Kasparovs í fyrsta einvígi þeirra Karpovs. Hefði það þá verið meira en efni stóðu til. „Kasparov hefur tvímæla- laust meira úthald," sagði Jóhann, „og þessi úrslit sýna að hann er einfaldlega aðeins betri." Stórmeistaramir vom sammála um að Karpov myndi sennilega vinna Sokolov, áskoranda, í einvígi þeirra á næsta ári. Því myndu þeir Kasparov leiða saman hesta sína aftur. „Þetta er auðvitað komið út í algjöra vitleysu" sagði Guðmund- ur. „Eitthvað er að þessu kerfi þegar tveir menn tefla 100 ein- vígisskákir á 1 ári. Aðspurður hvort hér væri um mistök FIDE, alþjóð- lega skáksambandsins, að ræða sagði Friðrik: „Auðvitað er þetta FIDE að kenna. Ákvarðanir þeirra hafa verið teknar án nægilegrar forsjálni. Það er undarlegt að svona skuli hafa gerst - ég tel mig vita að þeir Karpov og Kasparov óski ekki eftir því að vera slfellt að tefla hvor við annan.“ Að mati Jóhanns felast möguleik- ar Sokolovs á vinningi í einvíginu á næsta ári fyrst og fremst í óhefð- bundnum skákstíl hans. „Karpov etur þama kappi við erfiðan and- stæðing. Maður getur aldrei reiknað Sokolov út, hann er „grísari" sem bjargar sér oft með óvæntum brell- um. Það hefði orðið auðveldara fyrir Karpov að vinna Jusupov, því þar fer skilgetið afkvæmi rússneska skákskólans." Heimsmeistaraeinvígi það sem nú er að baki var að mati Friðriks skemmtilegt. „En það tekur ekki fram einvígi Fischers og Spasskys sem hlýtur að vera það merkileg- asta um þennan titil frá upphafi" bætti hann við. Hann nefndi 11. einvígsskákina að þessu sinni sem þá tilþrifamestú, en henni lyktaði með jafntefli. Guðmundur taldi 16. skákina, sem Kasparov vann, eftir- minnilegasta. „Maður á örugglega eftir að kíkja yfir hana nokkmm sinnum í viðbót. í henni var mikill darraðadans" sagði Guðmundur. Penninn er vopnið í pólitík Ásgeir Hannes Eiríksson er einn af okkur. En þegar hann beitir pennanum er hann engum líkur. Sjálfstæðisflokkurinn þarf á þannig manni að halda á þingi. Kosningaskrifstofan eríTemplarasundi 3, 3. hæð. Símar 28575 og 28644.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.