Morgunblaðið - 10.10.1986, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.10.1986, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 Táknmyndir Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er áberandi í verkum Erlu Þórarinsdóttur, sem þessa dagana sýnir í Gallerí Borg, að hvers konar frumstæð tákn eiga hug hennar allan. Hér sjáum við galdratákn, vúdú og totem, í bland við íslenzk áhrif frá landslagi og stemmningar frá New York o.fl. Þannig ganga áhrif frá frum- stæðri list, borgarmenningu og landslagi líkt og rauður þráður í gegnum myndir Erlu, en um leið leitast hún við að tengja þau íslensku sviði. Nám Erlu virðist allt hafa farið fram erlendis og þá aðallega í Kunstfackskolan í Stokkhólmi, auk þess sem hún hefur rétt fyllt tá á Rietwelt-listaháskólanum í Amst- erdam, þar sem hún nam í eitt misseri. Pastelmyndir og keramik — Af sýningu Erlu að marka í Gallerí Borg hefur hinn frumstæði og villti túlkunarmáti um margt róast og nú byggir hún myndir sínar meira upp á lífrænu samspili sterkra lita. Vinnur myndirnar gaumgæfilegar og íhugar meir vandamál og hrynjandi litanna. — Þetta er litrík og um margt hressandi sýning hjá Erlu, en nokk- uð framandi, þannig að engum kæmi á óvart, þótt hér væri útlend- ingur á ferð. En ísland er sem sagt á leiðinni inn í myndveröld Erlu Þórarins- dóttur, að því er hún sjálf segir, og þá er að bíða og sjá hver þróun- in verður, og það er alveg rétt, sem hún segir, að íslenzka landslagið sé svo dásamlega abstrakt. En það er nú engin ný uppfinning frekar en heita vatnið ... Erla Þórarinsdóttir Það er hin beina og opna tjáning og sterku áhrif frá nýbylgjunni, sem lengi einkenndu myndir hennar og um sumt í líkingu við myndveröld Helga Þorgils. Mannstákn með tunguna langt út úr sér í marg- faldri stærð og með stífan reður, einnig í myndarlegri yfirstærð, en þessi tákn voru mjög algeng í ný- list meginlandsins um árabil, sem og ennþá, og voru ekki lengi að skjóta rótum hér ásamt orminum, sem fylgt hefur listinni í margri mynd frá árdögum, sem tákn freist- ingarinnar, syndarinnar og hins illa. Myndir Erlu vöktu fyrst athygli mina á UM-sýningunni á Kjarvals- stöðum árið 1983 fyrir óhamda og villta tjáningu ásamt frumstæðum og ástríðuþrungnum krafti. í Gallerí Gangskör á Amt- mannsstíg 1 var opnuð sl. laugar- dag sýning tveggja listakvenna á pastelmyndum og blýantsteikning- um annars vegar en keramik hinsvegar. Það er Sigrid Valtingojer sem á heiðurinn af því fyrrnefnda, en hún er löngu þekkt fyrir vönduð og óaðfínnanleg tæknileg vinnu- brögð í grafík og hefur áunnið sér mikla virðingu og vinsældir á því sviði. Nýlega áskotnuðust henni t.d. verðlaun á grafískri sýningu í Japan, sem er mikill heiður. Að- dragandinn var sá að hér kenndi á námskeiðum í HMÍ framúrskar- andi japanskur grafíker er kynnti nýja aðferð á sviði málmgrafíkur og mun Sigrid hafa tileinkað sér þessa tækni með miklum ágætum. En að þessu sinni kynnir hún aðra hlið á sér og man ég t.d. ekki eftir að hafa séð olíupastel- myndir eftir hana áður. Hér eru vinnubrögðin sem fyrr óaðfinnan- leg hvað tæknilega útfærslu snertir og einkum kemur það vel fram í myndunum „Landslag lá- rétt“ (I), „Landslag lóðrétt" (2) og „Landslag fjarlægt" (3). Henni tekst að ná mikilli dýpt og víddum í myndir sínar og vinnur þær mark- visst og ákveðið auk þess sem formið er hreint og klárt. Tækni hennar og flínkheit koma og vel til skila í blýantsteikningunum, „Landslag nálgast“ (4), „Kvöld" (8) og „Fjallið" (9), en allar hafa þessar myndir yfír sér visst grafískt yfirbragð og eru huglægt útfærðar þótt merkja megi hlut- lægar útlínur. Nokkuð þykir mér Sigrid ólík sjálfri sér í olíupastelmyndunum „Fjall 1“ (5), „Fjall 11“ (6) „Fjall 111“ (10) og „Hóll“ (7). Hér er hún mun hlutlægari en í öðrum mynd- um sínum á sýningunni og þær skera sig mjög úr og valda nokk- urri heildarröskun og er dálítið erfítt að átta sig á þeim. Sýningin ber þess vott að lista- konan er enn að leita fyrir sér og hefur ekki með öllu fundið sér fastan grundvöll fyrir utan af- bragðs tækni, en það er í sjálfu sér mjög virðingarvert að leitast stöðugt við að víkka út tjáningar- svið sitt... Það er Kristín ísleif sdóttir sem á heiðurinn af hinum 23 keramikvösum er prýða sýningar- húsnæðið. Kristín er öllu minna þekkt á íslenzkum listavettvangi en stalla hennar en hefur þó haldið eina sýningu á leirmunum, er allir höfðu dökkt yfirbragð og vakti sú sýning mikla athygli kunnáttumanna. Að þessu sinni vinnur Kristín muni sína á öllu fjölbreyttari litasviði en hér er það samræmið og hófsemin sem öðru fremur ræður ferðinni og á það jafnt við um liti sem form. Kristín er lærð í Japan, sem er Þá hefur Erla tekið þátt í hinum margvíslegustu uppákomum víða og bæði inni sem úti, á götum sem í sýningarskálum, sem lengi hefur verið vinsælt hjá ungu fólki. E.t.v. eru þetta leifar af því, er listamenn voru sumir hverjir ein allsheijar uppákoma lífið í gegn og vöktu hvarvetna athygli fyrir skringileg- heit í framkomu sem og tilsvörum. Myndir Erlu eru um sumt all frá- brugðnar jafnöldrum hennar inn- lendum, sem getur stafað af því, hve lengi hún hefur dvalið erlendis og lítið haft af innlendum listhrær- ingum að segja, þannig að skyld- leikinn er aðallega falinn í svipuðum listhræringum, sem hafa með óhefta ástarfysn að gera og hijúft myndmál. Og hér verður hugmyndin í þeim mæli lifandi og sannverðug sem hún er sjónrænt útfærð og skynrænt upplifuð. Hugmynd um hljómmynd Sígildar skífur Konráð S. Konráðsson TESTSKTVA 1 Perspektiv, Opus 3, 79-00 Nokkur eru þau fyrirtæki hér í Skandinavíu, sem annast hafa út- gáfu tónlistar og getið sér gott orð um veröld víða. Hvorki þó sakir stærðar né afkasta, heldur vegna vandvirkni og nánast smámunasemi hvað varðar tæknilegan staðal. í dálkum þessum hefír áður verið vikið að tveim, Proprius og BIS, og er nú komið að því þriðja: Opus 3. Ifyrirtæki því hleyptu af stokkun- um í lok sjöunda áratugarins þeir tvímenningamir Bo Hansson og Jan-Erik Persson. Fyrirtækið er enn smátt í sniðum, enda þótt útgáfur þess skipti nú tugum ef ekki hundr- uðum. Félagamir Hansson og Persson hafa ávallt haft ákveðnar hugmyndir hvað varðar hljómgæði og upptökur, sem og útgefna hljóm- list enda tíðir gestir á síðum þeirra tímarita sem um slík mál ijalla, bæði hér í Skandinavíu, sem og annars staðar. Jan-Erik Persson hefur látið hafa eftir sér að tilgangurinn með stofn- un Opus 3 hafí verið tilraun til að spoma við þeirri öfugþróun að tón- list framin með hljómandi hljóð- færum á í vök að veijast sakir hins feikilega framboðs á rafvæddri hljóðverstónlist. Átti hann þá eink- um við sígilda tónlist, en einnig þjóðlagatónlist, sem og jass. Vildu þeir félagar þannig vekja athygli á þeirri tegund tónlistar, sem erfítt á uppdráttar þegar verslunarsjónar- mið ráða hinu listræna mati um of. En tilgangur Opus 3 var ekki ein- vörðungu listrænn. Þeir félagar hafa t.d. veist að aðferðum hinna stóm útgáfufyrirtækja, sem í upp- tökum sínum notast oft á tíðum við 24-rása segulbandstæki og 200 hljóðnema í senn og blanda síðan hljóðinu eftir eigin höfði og bæta á stundum við fölsku bergmáli til að beija í brestina. Á útgáfum Opus 3 er nær einvörðungu að fínna tón- list með hljómandi hljóðfærum, en hið mikilvægasta hvað varðar upp- tökuna er að þeirra mati að ná hinum sanna hljóm. Til þess að ná því markmiði sínu hafa þeir félagar notfært sér svo einfalda tækni að undrun sætir: Meginhljóðið er tekið upp með einum eða tveim hljóðnem- um. Við stærri upptökur eru svo einn eða tveir hljóðnemar að auki til hjálpar. Segulbandstækið er af venjulegri gerð með einungis tveim- ur rásum. Aldrei er notast við rafmögnun hljóðfæra né heldur er upptökunni blandað eða breytt eftir á. Við reynum að varðveita hinn náttúrlega hljóm hljóðfæranna eftir fremsta megni, lætur Jan-Erik Persson hafa eftir sér, og bætir við að með hinni einföldu upptökutækni þeirra félaga komi betur fram þrívíddarhljómur upptökusalarins, sem og eðlilegt bergmál hljóðfæra og söngs. Ekki er svo að skilja að þeir Hansson og Persson séu vandlætar- ar, sem auðveldast eiga með að gefa öðrum ráð. Eftir þá liggja fíöl- margar útgáfur í háum tæknilegum gæðaflokki, sem færa áheyrandan- um heim sanninn um réttmæti kenninga þeirra félaga, en til að leggja enn frekari áherslu á orð sín hafa þeir gefíð út þijár prófun- arskífur, þar sem sú skífa sem nú er til umræðu er sú fyrsta í röðinni. Titill prófunarskífu þessarar er: Fjarvídd. í undirtitli segir að hér sé komin fyrsta skífan í flokki þar n-at> TESTSKIVA1 Panpaktiv sem viðfangsefnið sé endursköpun hins upptekna hljóðs og lýsi hún tvívídd og ijarvídd; á útlensku; Stereo og perspektive. En hvað er átt við með þessum hugtökum? Hvað tvívídd varðar er okkur ágæt-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.