Morgunblaðið - 10.10.1986, Side 26

Morgunblaðið - 10.10.1986, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 LEIÐTOGAFUNDURINN í REYKJAVÍK Eg býð yður velkominn til Islands - sagði Vigdís Finnbogadóttir for- seti Islands er hún tók á móti Ronald Reagan forseta Bandaríkjanna „ÉG BÝÐ yður velkominn til Íslands,“ var það fyrsta sem Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands sagði við Ronald Reagan forseta Bandaríkjanna þegar hún tók á móti honum á Keflavíkurflugvelli í gær. Ronald Reagan veifar til fólksins um leið og hann ekur inn á Laufásveg. MorgunblaÆð/Þorkell Forsetamir heilsuðust þama við landgang forsetavélarinnar og skiptust á nokkmm orðum. Forseti íslands minntist ánægjulegrar opinberrar heim- sóknar til Bandaríkjanna árið 1982, en hún fór þá til Wash- ington í tilefni af norrænu menningarkynningunni Scand- inavia Today sem haldin var í Bandarílqunum það ár. Þá hitti hún forseta Bandaríkjanna í hádegisverðarboði í Hvíta hús- inu. Vigdís kynnti Reagan fyrir öðram úr móttökunefndinni og síðan gengu þau að bfl hans. Þau ræddu um veðrið og rign- inguna sem helltist yfír þau þá stuttu stund sem móttöku- athöfnin stóð. Aður en þau kvöddust við bílinn færði Reag- an Vigdísi þakkir fyrir það að íslendingar hefðu tekið að sér að vera gestgjafar á þessum fundi leiðtoga stórveldanna. Klappað fyrir Reagan er hann ók inn á Laufásveg ríska sendiráðinu. Áhorfendur við gatnamót Laufásvegar og Skothúsvegar sáu forsetann þó brosa í bíl sínum og veifa og var þá klappað fyrir honum. Frétta- mönnum var haldið í um 100 metra fjarlægð við gatnamótin beggja vegna, en íbúar við göt- una fengu að fylgjast með af tröppum húsa sinna og út um lokaða glugga. íbúarnir, sem Morgunblaðið ræddi við í gær- kvöldi, töldu sig ekki hafa séð forseia Bandarikjanna við kom- una og töldu sumir að hann hefði ekki f.irið inn um aðaldyr húss- ins, en aðrir að öryggisverðir og fleira fólk hafi skyggt á forset- ann og hann hafi farið rakleiðis inn um aðalinnganginn. Laufásvegurinn var lokaður allri umferð á milli Skothúsvegar og Skálholtsstígs og engum hleypt þar inn í gærkvöldi nema íbúum og gestum þeirra. Blaðamönnum var ætlaður staður við gatnamótin beggja vegna en vegna þess hve skuggsýnt var orðið gekk mönnum illa að greina það, sem fram fór. Auk blaðamanna var nokkur fjöldi fólks við gatnamótin beggja vegna og fjöldi lögregluþjóna. Rétt fyrir klukkan átta komu tvær þyrlur fljúgandi yfír svæðið og sveimuðu þar um stund. Um klukkan átta kom bflalestin upp Skothúsveginn, um 25 bflar, og fór forsetabflinn yfír á rauðu ljósi á gatnamótum Skothúsvegar og Sóleyjargötu. Reagan brosti út um gluggann og veifaði til fólksins er safnazt hafði saman á homi Laufásvegar og Skothúsvegar um leið og bfll hans sveigði inn Laufásveginn að sendi- ráðinu. Fólkið klappaði og öryggis- verðir þustu út úr bflum sínum og gættu þess að fólkið héldi sig í hæfílegri fjarlægð. „Eigum eftir að sjá Reagan“ Steinunn Guðmundsdóttir er einn íbúa við Laufásveg 19, hússins við norðurhlið bandaríska sendiráðsins. Hún sagði í samtali við Morgun- blaðið, að hún, ásamt fleiri íbúum hússins, hefði staðið úti á tröppum og séð bflinn koma að. Hins vegar hefði allt gengið svo hratt fyrir sig, að þau hefðu ekki séð Reagan, en hún væri þess fullviss að hann hefði farið inn um aðaldymar. Hún sagð- ist halda að bannað hefði verið að taka myndir í götunni og þeim hefði ennfremur verið bannað að hafa glugga á suðurhlið hússins opna. Hún sagðist vera tiltölulega vön svona umstangi, það hefði verið svipað, þegar Nixon kom til lands- ins og sagðist ekkert hafa á móti þessu. „Ég tók í hendina á Nixon og tvö bama minna, þegar hann kom og ég er viss um að við eigum eftir að sjá Reagan," sagði Stein- unn. „Það var fíöldi fólks hér, en enginn sá neitt,“ sagði hún. „Við horfðum á þetta út um gluggann hjá okkur, en sáum ekki neitt," sagði Jóhanna Hannesdóttir, íbúi við Laufásveg 18a, í samtali við Morgunblaðið. „Hann hefur líklega farið inn í portið, að minnsta kosti fór einn bflanna þangað. Við vorum búin að koma fyrir mynda- tökuvél í einum glugganum og höfðum á honum hæfílega rifu, en síðan var okkur bannað að hafa gluggan opinn svo myndatakan varð engin. Þetta umstang allt hef- ur lítil áhrif á okkur og við höfum engin teljandi óþægindi af því. Ég vona bara að þeim takist að semja um varanlegan frið,“ sagðí Jóhanna Hannesdóttir. LÍTIÐ sást til Ronalds Reagan, forseta Bandaríkjanna, er hann kom að dvalarstað sínum á ís- landi meðan á fundarhöldum stendur, Laufásvegi 21, Banda- Morgunblaftið/Einar Falur Annríki hjá fjöl- miðlafólki ÞEIR starfsmenn fjölmiðla sem daglega fjalla um fréttir úr Hvita húsinu hafa undanfama daga fjölmennt til íslands. Eins og aðrir blaðamenn höfðu þeir í nógu að snúast í gær eftir að Reagan forseti kom til landsins. Myndin er tekin í miðstöð þeirra á Loftleiðahótelinu. Sjúkraþyrla til taks frá bandaríska hernum Sérstök sjúkraþyrla frá bandaríska hernum er kom- ín til landsins vegna leið- togafundarins. Verður hún til taks ef einhver hinna tignu bandarísku gesta veik- ist skyndilega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.