Morgunblaðið - 10.10.1986, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986
LEIÐTOGAFUNDURINN í REYKJAVÍK
Líf mitt er
að fjara út
„Mín eina von er, að systur minni verði
leyft að fara frá Sovétríkjunum“ -segir
gyðingurinn Mikhail Shirman sem kominn
er til landsins
Tel Aviv, AP.
CHAIM Herzog, forseti ísraels,
sendi i gær Vigdisi Finnboga-
dóttur, forseta Islands, bréf þar
sem hann biður hana um að ieyfa
gyðingum frá ísrael að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri
í Reykjavík meðan á leiðtoga-
fundinum stendur.
í gærmorgun fóru 12 ísraelar
áleiðis til íslands, m.a. Mikhail Shir-
man, sovéskur útflytjandi, en hans
bíður það eitt að deyja úr blóð-
krabbameini nema systur hans
verði leyft fara frá Sovétríkjunum
til að hún geti gefið honum bein-
merg.
„Líf mitt er að fjara út. Mín eina
von er, að systur minni verði leyft
að fara frá Sovétríkjunum," sagði
Shirman við fréttamenn á Ben Guri-
on-flugvelli þegar hann lagði af
stað til íslands.
Systir Shirmans, Inessa Flerov,
og Viktor, maður hennar, efndu til
mótmæla á miðvikudag fyrir fram-
an aðalstöðvar kommúnistaflokks-
ins í Moskvu en voru strax
handtekin og höfð í haldi í tvo tíma.
Viktor hefur sótt um að fá að flytj-
ast frá Sovétríkjunum en verið
neitað um brottfararleyfi.
íslensk yfirvöld hafa hvatt gyð-
inga til að koma ekki til landsins
til að mótmæla og trufla með því
leiðtogafundinn en samkomulag
hefur þó tekist um, að 10 banda-
rískir gyðingar komi á föstudag.
Þeim verður þó ekki leyft að efna
til mótmæla.
í bréfinu til Vigdísar Finnbogad-
óttur, forseta, biður Herzog hana
um að „leyfa fulltrúum sovéskra
gyðinga að koma málstað sínum á
framfæri við umheiminn" meðan á
fundinum stendur.
Richard Perle í föru-
neyti Reagans forseta
Washington, AP.
RICHARD N. Perle, einn helzti
harðlínumaðurinn í bandaríska
varnarmálaráðuneytinu, er full-
trúi þessa ráðuneytis í sendi-
nefndinni, sem kom með Reagan
forseta til íslands til viðræðna
við Gorbachev Sovétleiðtoga.
Þetta er í annað sinn sem Perle,
sem er aðstoðarvamarmalaráð-
herra með alþjóðaöryggismál sem
sitt sérsvið, fer með Reagan forseta
til viðræðna við Gorbchev en ekki
yfirmaður hans, Weinberger vam-
armálaráðherra.
Svo virðist þó sem þetta kunni
að verða síðasta verkefni Perles á
þessu sviði. í gær var það haft eft-
ir áreiðanlegum heimildum í
vamarmálaráðuneytinu, að Perle
hygðist segja af sér, sennilega fyrir
árslok.
Er Reagan hitti Gorbachev í
fyrsta sinn að máli í fyrra, hélt
Weinberger kyrru fyrir heima hjá
sér eftir að hafa háð mikla baráttu
fyrir því á bak við tjöldin, að forset-
inn tæki ekki neinu boði Sovét-
manna, sem gætu gert SALT II
samninginn varanlegan til lang-
frama.
Ekkert slíkt samkomulag var
gert og Reagan tilkynnti í sumar,
að Bandaríkin myndu falla frá tak-
mörkunum SALT II samningsins í
lok þessa árs, án þess að nýr samn-
ingur um takmörkun vígúnaðar yrði
gerður.
Að þessu sinni er Weinberger
staddur á miðju löngu ferðalagi, þar
sem hann mun m. a. ræða við þjóð-
arieiðtoga í Kína, Indlandi, Pakist-
an, Egyptalandi og Ítalíu.
Enda þótt Perle hafi ekki sömu
persónulegu áhrifin á Reagan og
Weinberger, þár er sagt, að
harðlínusjónarmið hans endurspegli
afstöðu Weinbergers, ef þau ganga
þá ekki enn lengra.
Perle, sem er 45 ára að aldri, er
álitinn frábær embættismaður jafnt
af vinum hans sem andstæðingum.
Hann er fylgjandi þeirri hugmynd,
að samið verði um fækkun meðal-
drægra eldflauga, sem settar hafa
verið upp í Evrópu. Hann heldur
Itichard Perle
hins vegar fast við það, að tillögur
Sovétmanna um fækkuh lang-
drægra kjamorkueldflauga, séu
óaðgengilegar, að Sovétmenn hafi
•bortið alla slíka samninga, sem
nokkru sinni hafi verið gerðir og
að forsetinn megi aldrei faila frá
„stjömustríðs“-áætlun sinni í því
skyni að ná samkomulagi.
Áskorun Evrópu-
þingsins:
• •
Oryggismál í
Evrópu rædd
Strasbourg, AP.
EVRÓPUÞINGIÐ skoraði í gær
á leiðtoga Bandarikjanna og Sov-
étrikjanna að ræða öryggismál
Evrópu á fyrirhuguðum fundi
þeirra i Reykjavík.
Lýsti þingið því yfír, að vonast
væri eftir því, að viðræður leið-
toganna leiddu til þess, að meðal-
drægar eldflaugar yrðu fluttar burt
frá Evrópu og að komið yrði á banni
við tilráunum með kjamorkuvopn
og komið i veg fyrir vígbúnað í
geimnum.
Reagan forseti kveður eiginkonu sína, Nancy, við brottförina
frá Washington i gær.
Nancy Reagan:
Hugulsöm eiginkona
Washington, AP.^
FORSETAFRÚ Bandaríkjanna,
Nancy Reagan, sá til þess að
maður hennar tæki með sér nóg
af hlýjum fatnaði i ferðina til
íslands og stakk einnig „ástar-
bréfi“ ofan i eina töskuna, að
því er talsmaður hennar, Elaine
Crispen, sagði fréttamönnum í
Washington.
Hún sagði að forsetafrúin hefði
m.a. annars látið Reagan taka
með sér hanska og trefil, en búist
væri við því að hitastigið verði
nálægt frostmarki í Reykjavík um
helgina þegar fundurinn verður
haldinn og vitað væri að þar skip-
ist skjótt veður í lofti. í november
í fyrra þegar leiðtogamir hittust
í Genf var kalt í veðri, en þeir
létu það ekki aftra sér frá því að
fara í smá gönguferðir.
Eiginkonur leiðtoganna tveggja
komu með þeim til Genfar í fyrra
og hittust þá oftar en einu sinni,
en tilkynnt var í Washington um
síðustu helgi að Nancy Reagan
færi ekki til Reykjavíkur og var
þeirri ákvörðun ekki breytt þegar
fréttist að von_ væri á Raiáu
Gorbachev til Islands. Crispen
sagði að Reagan hjónin myndu
að vanda hringja hvort í annað,
á meðan á ferðalagi forsetans
stæði.
Ósk vestur-þýzku
stjórnarinnar:
Skammdræg-
ar flaugar
gleymist ekki
Bonn, AP.
VESTUR-ÞÝZKALAND hefur
samþykkt verulega fækkun á
meðaldrægnm eldflaugum í Evr-
ópu en beðið Reagan Bandaríkja-
forseta um að gleyma ekki
skammdrægari eldflaugum Sov-
étmanna á fundi risaveldanna nú.
Var frá þessu skýrt af opinberri
hálfu í Bonn í gær.
Kohl kanslari hefur óskað þess,
að Reagan fari þess á leit við Sovét-
menn, að verði gert samkomulag við
þá um um meðaldrægar eldflaugar,
þá verði því fylgt eftir með samn-
ingaviðræðum um nýju skamm-
drægu eldflaugamar. Kom þetta
fram í bréfí, sem Kohl sendi Reagan
á þriðjudag.
Haft var eftir embættismönnum
í Bonn í gær, að engar eldflaugar
samsvarandi þessum skammdrægu
eldflaugum væri til á Vesturlöndum
og þær væru vandamál, sem yrði
að taka tillit til. Þessar eldflaugar
hefðu verið settar upp í Austur-
Þýzkalandi og Tékkóslóvakíu og
fælu í sér mikla hættu fyrir Vestur-
Þýzkaland.
Kohl krafðist þess hins vegar ekki
af Reagan, að gerður yrði einn
samningur, sem næði bæði til meðal-
drægra eldflaugam og skamdrægra,
eins og ýmsir í hægra armi Kristi-
lega demókrataflokksins, flokki
Kohls, höfðu hvatt hann til að gera.
Bréf Kohls var svar við ósk Reag-
ans um tillögur fyrir fund hans og
Gorbachevs Sovétleiðtoga í
Reykjavík um helgina.
Manfred Wömer, vamarmálaráð-
herra Vestur-Þýzkalands telur, að
Sovétmenn hafi komið fyrir 600 eld-
flaugum í Austur:Þýzkalandi og
Tékkóslóvakíu, sem dragi 150 til 600
km. Þessar eldflaugar em hins veg-
ar ekki teknar með í þeim tillögum,
sem búizt er við að ræddar verða á
íslandi, það er að meðaldrægum eld-
flaugum risvaveldanna í Evrópu
verði fækkað í 100.
Fréttamannafundur talsmanna Sovétríkjanna:
Mildari tónn í garð
Bandaríkj amanna
Herstöðin í Keflavík skiptir þá litlu máli
Tónninn í talsmönnum Sovétríkjanna í garð Bandaríkjanna
er mun mildari hér á íslandi en hann hefur verið á undan-
förnum árum. Fréttamenn sem 9taðsettir eru í Moskvu
veittu þessu sérstaka athygli á fréttamannafundi í gær þar
sem Nikolas Sislin, ritari miðstjórnar sovéska Kommúnista-
flokksins, Jevgenij Primalcov, starfsmaður Þjóðhagsstofn-
Sovétríkjanna, og Alexand Bovin, fréttamaður
unar
Izvestia, sátu fyrir svörum. Sislin sagði að fréttamenn
þyrftu að fá einkaviðtöl við talsmenn Sovétríkjanna ef
þeir vildu heyra harða gagnrýni á hendur Bandaríkjunum.
Hann sagði að mikið væri í
húfí að leiðtogafundurinn á ís-
landi gengi vel. „Stund sann-
leikans er runnin upp. Það þarf
að ryðja brautina hér svo að
hægt verði að halda annan
árangursríkan leiðtogafund."
Hann sagði að ísland hefði
verið valið sem fundarstaður
vegna landfræðilegrar legu
landsins og bandaríska her-
stöðin hér skipti Sovétmenn
engu máli. „Við viljum að öllum
herstöðvum verði lokað, en her-
stöðin í Keflavík er ekki efst á
blaði hjá okkur. Fyrst þarf að
ná samkomulagi um meðal- og
langdrægar eldflaugar og
kjamorkuvopnatilraunir."
Sovétmenn héldu frétta-
mannafundinn til að ræða
svæðisvandamál í heiminum.
Sislin hélt að leiðtogunum
myndi ekki gefast tími til að
ræða þau hér á Islandi en benti
á að þau voru rædd sérstaklega
í Genf. Hann nefndi Nicaragua,
Miðausturlönd og Áfganistan
sem svæði sem deilur standa
um. Svæðin voru nefnd í þess-
ari röð en Sislin sagði að ekki
mætti ráða af henni hvar Sov-
étmenn litu vandann alvarleg-
ustum augum. Hann sagði að
sovéski heraflinn í Afganistan
yrði kallaður heim. „Það veltur
á ýmsu hvenær það verður en
það gæti orðið fyrr en margir
halda," sagði Sislin.
Sovétmenn halda frétta-
mannafund um innanríkismál í
Sovétríkjunum í dag. Það verð-
ur þriðji fundur þeirra með
fréttamönnum í þessari viku.
Bandaríkjamenn hafa ekkert
haft sig í frammi til þessa en
Rozanne L. Ridgway, aðstoðar-
utanríkisráðherra Banda-
rflqanna sem fer með málefni
Evrópu og Kanada, mun halda
fund í eftirmiðdag í dag.