Morgunblaðið - 10.10.1986, Page 30

Morgunblaðið - 10.10.1986, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 Landsþing breska íhaldsflokksins: Heilbrigðismálin eru í sviðsljósinu Frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, Lundúnum. NORMAN Fowler, félagsmálaráðherra Bretlands, reyndi í gser að fullvissa fulltrúa á landsþingi breska íhaldsflokksins um að heilbrigð- ismál væru ekki eins ilia á vegi stödd og andstæðingar ríkisstjórnar- innar láta í veðri vaka. Félagsmálaráðherrann taldi upp ýmislegt sem ríkisstjóm íhalds- flokksins hefði afrekað í þessum málaflokki og gerði lítið úr gagn- rýnisröddum, sem haldið hafa því fram að bresk heilbrigðismál séu í miklum ólestri og íjársvelti. Vakti það einkum hrifningu landsfundar- fulltrúa er Norman Fowler hélt á lofti lista einum miklum og löngum er hafði að geyma upplýlsingar um fyrirhugaðar sjúkrahússbyggingar í Bretlandi á næstu árum. Skoraði hann einkum á ljósmyndara frá stjómarandstöðublöðunum að mynda þennan lista í bak og fýrir svo að lesendur fengju réttar upp- lýsingar um afrek og stefnu ríkis- stjómarinnar í heilbrigðismálum. Heilbrigðismálin hafa verið ýms- um íhaldsmönnum nokkurt áhyggjuefni, því að skoðanakann- anir sýna að almenningi þykir þjónustu á þessu sviði hafa hrakað í stjómartíð Margaret Thatcher. Fowler félagsmálaráðherra sagði að þetta viðhorf almennings byggð- ist á misskilningi og villandi frétta- flutningi fjölmiðla. Sagði hann ýmsar tölulegar upplýsingar sýna svo að ekki yrði um villst að heil- brigðismálum hefði síður en svo hrakað að undanfömum árum, meira fé væri nú veitt til þessa málaflokks en nokkm sinni fyrr og stefna ríkisstjómarinnar væri að draga stórlega úr þeim biðlistum vegna sjúkrahússvistar sem al- menningi hefði verið svo starsýnt á undanfarin ár. Áletrunin væri þó ekki að auka Qárveitingar til heil- brigðismála heldur koma á margví- Thatcher: Betri líðan Bournemouth.AP. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði við frétta- menn í Boumemouth í gær, er hún kom til fundar, á þriðja degi Lands- fundar breska íhaldsflokksins, að sér liði betur í fætinum, bólgan væri að minnka, en því miður kæm- ist hún ekki á árlegan dansleik flokkins sem fram færi á fimmtu- dagskvöld. Thatcher sneri sig á fæti sl. þriðjudag, er hún hrasaði fyrir framan bygginguna þar sem landsfundurinn er haldinn. slegri hagræðingu, sem stuðla mundi að betri nýtingu fjárins og þeirra sem því væri veitt til. Enda þótt fulltrúar á landsþingi íhaldsflokksins fögnuðu innilega ræðu Normans Fowler félagsmála- ráðherra með dynjandi lófataki og lö-ngu er ljóst margir flokksmenn taka með varúð ýmsum yfirlýsing- um og fullyrðingum ráðherrans um ástand heilbriðgismála. Einn efa- semdarmannanna sté í ræðustól og benti á að lítt stoðaði að halda því fram að allt væri eins og best yrði á kosið í heilbrigðismálum þegar almenningur hefði dag hvem fyrir augunum langar biðraðir á sjúkra- húsum og margir hefðu tilfinnan- lega orðið varir við niðurskurð í þessum málaflokki. Einnig hefur verið bent á að félagsmálaráðher- rann minntist ekki í ræðu sinni á þá staðreynd að Bretar veija nú hlutfallslega minna fé til heilbrigð- ismála en flestar aðrar Vestur- landaþjóðir, auk þess sem fjárveit- ingar til þessa málaflokks hafi undanfarin ár aðeins aukist um helming þess sem þurft hefur til að mæta auknum kostnaði. Em ýmsir efnis um að Norman Fowler og ríkisstjóminni munu takast að sannfæra almenning um að unnt verði að bæta heilbrigðisþjónustuna án þess að auka fjárveitingar til hennar. Er þetta mörgum íhalds- manninum áhyggjuefni þar sem fyrirsjáanlegt er að kjósendur muni mjög taka mið af frammistöðu ríkis- stjómarinnar í þessum málaflokki er næst verður gengið til þing- kosninga hér í Bretlandi. íhaldsmenn vilja inn- leiða dauðarefsingn á ný Ljóst er að góður hljómgmnnur er fyrir því að meðal fulltrúa á landsþingi breska íhaldsflokksins að dauðarefsing verði lögfest hér í Bretlandi á nýjan leik. Imprað var á þessu atriði er landsþingið fjallaði í gær um dóms- mál og löggæslu. Sté einn þingfull- trúinn í ræðustól og sagði að því fyrr sem íhaldsflokkurinn beitti sér fyrir lögfestingu dauðarefsingar því betur væri breskum borgumm og réttarfari öllu borgið. Er skemmst frá því að segja að landsþingið tók undir orð ræðumannsins með dynj- andi lófataki og fagnaðarhrópum. Lét Margrét Thatcher ekki stit eft- ir liggja en öðm máli gegndi um Douglas Hurd innanríkisráðherra, sem virtist láta sér fátt um finnast. I ræðu sinni á landsþinginu í gær tók innanríkisráðherrann ekki undir áskoranir um lögfestingu dauðar- efsingar en ljóst er að meirihluti flokksmanna er dauðarefsingu fylgjandi. Norman Tebbit, formaður íhaldsfiokksins, sagði til dæmis í sjónvarpsviðtali í dag að viðhorf meirihluta íhaldsmanna í þessu efni væri einfandlega í samræmi við afstöðu meirihluta bresku þjóðinn- ar, sem teldi dauðarefsingu nauð- synlega til að draga úr alvarlegum glæpum, sem fjölgaði nú ár frá ári. Dauðarefsing verður þó vitan- lega ekki lögfest nema meirihluti fáist fyrir því aí breska þinginu en slíkum meirihluta hefur ekki verið að heilsa. Norman Tebbit sagði að þingið hlyti fyrr eða síðar að sjá sig um hönd og hegða sér í sam- ræmi við meirihluta þjóðarinnar í þessu efni. Margaret Thatcher Bandaríkin: Skammtíma fjár- veitingar samþykktar Waahington, AP. FULLTRÚADEILD Bandaríkja- þings samþykkti í gær frumvarp um tímabundin fjárlög, sem veita munu stjórninni heimild til fjár- veitinga fram til föstudags. Þessi heimild á að renna út kl. 4.00 á fimmtudagsnótt. Samþykkti full- trúadeildin Iögin með 264 atkvæðum gegn 151 og sendi frumvarpið þannig til öldunga- deildarinnar. Þetta er í annað sinn, sem slík skammtímalög eru samþykkt, síðan þetta fjárhagsár ríkissjóðs Banda- ríkjanna hófst 1. okt. sl. Frumvarpið var samþykkt, eftir að Reagan for- seti tjáði andstæðingum sínum meðal demókrata, að krafa þeirra um að haldið verði fast við takmark- anir varðandi langdrægar kjarn- orkueldflaugar, ógnaði störfum stjómarinnar. Hafa deilur demó- krata við republikana og við Bandaríkjastjóm hindrað allar til- raunir til málamiðlunar varðandi fjárlagafrumvarpið, sem inniheldur ^árveitingar til 13 ráðuneyta fyrir allt fjárhagsárið. Á miðvikudag hafnaði Reagan tilboði frá demó- krötum, sem var á þann veg, að frestað yrði umræðum um eldflaug- amar, þangað til forsetinn sneri aftur heim eftir leiðtogafúnd hans og Gorbachevs á íslandi nú um helgina. „Hvaða gagn er í því?,“ var haft eftir forsetanum. „Maður- inn, sem ég ræði við hinum megin við borðið, myndi þá vita, að allt sem hann þarf að gera, væri að bíða og fulltrúdadeild þingsins myndi aðstoða hann við verkið." Reagan heldur því fram, að skil- yrði deildarinnar, sem m. a. fela í sér bann við kjanorkuvopnatilraun- um og takmarkanir á geimvopnatil- raunum, mjmdu binda hendur hans í viðræðunum við Sovétmenn. Noregur: Flaggaði f ölsku nafni í símanum Jan Erik Laure, fréttaritari Morgunblaðsins i Ósló. NORSKI þingmaðurinn Hallgrim Berg úr Hægriflokknum var staðinn að þvi að segja rangt tU Bandarískur læknir flýr til Sovétríkjanna: Kveðst hafa sætt ofsóknum ve&rna stjórnmálaskoðana Moskvn ápA*1 J Moskva, AP. BANDARlSKUR krabbameins-sérfræðingur baðst í gær hælis í Sovétríkjunum sem póUtiskur flóttamaður. Maðurinn segist hafa sætt ofsóknum af hendi stjómvalda i Bandaríkjunum vegna stjórn- málaskoðana sinna. Fréttir af flótta mannsins og fjölskyldu hans voru á forsíðum allra helstu dagfolaða í Sovétríkjunum. Fyrirsagn- imar vom flestar á sama veg; „Ég kaus frelsið". Maðurinn heitir Amold Lock- shin og hefur að sögn sovéskra fjölmiðla verið forstöðumaður krabbameinsdeildar Sankti Jósefs sjúkrahússins í Houston í Banda- ríkjunum síðustu fimm ár. Lockshin flúði til Sovétríkjanna ásamt eiginkonu sinni, Lorraine, og þremur bömum. Sovéska fréttastofan Tass átti ítarlegt samtal við fjölskylduna og birtist það bæði í sjónvarpi og dagblöð- um. „Við teljum að hér getum við alið upp böm okkar án þess að þau þurfi að lifa í sífelldum ótta. Auk þess vonast ég til að fá frið til að geta sinnt mínum störfum" sagði Amold Lockshin. Tass hafði einnig eftir Lockshin að hann og fjölskylda hans hefðu verið ofsótt sökum þess að hann væri ósam- mála stefnu Bandaríkjastjómar í utanríkismálum. Sagði hann að bandaríska alríkislögreglan , FBI, hefði m.a. látið hlera símtöl fjöl- skyldunnar. Talsmaður Bandaríkjastjómar sagði í gær að ásaknir Lockshins væru „fráleitar" en bætti jafn- framt við að Lockshin og Qöl- skyldu hans væri vitaskuld frjálst að flytjast úr landi. Yfirmenn sjúkrahússins í Houston í Texas sögðu að Locks- hin hefði verið vikið úr starfi í ágústmánuði „sökum vanhæfni í starfi". í viðtalinu við Tass lofaði Lock- shin mjög krabbameinsrannsóknir í Sovétríkjunum og kvaðst vonast til að hann gæti orðið að liði þeg- ar hann hefði náð völdum á rússneskri tungu. Hann lauk einn- ig lofi á stefnu Sovétstjómarinnar í afvopnunarmálum og sagði millj- ónir Bandaríkjamanna styðja einhliða bann þeirra við kjam- orkutilraunum. Fréttaskýrendur telja almennt að flótti Amolds Lockshin og fjöl- skyldu hans muni styrkja áróðurs- stöðu Sovétstjómarinnar gagnvart ásökunum ríkja Vestur- landa um mannréttindabrot stjómvalda þar eystra. nafns í sima og hefur heldur sett ofan fyrir tiltækið. Hann hringdi i útvarpsþátt þar sem verið var að ræða fjárlög stjórn- arinnar og þóttist vera annar en hann er. Hallgrim var á skrifstofu sinni í Stórþinginu þegar hann hringdi í norska ríkisútvarpið. Gaf hann upp nafnið „Reiulf Steinöygarden" og vildi leggja nokkrar spumingar fyr- ir Gunnar Berge, fjármálaráðherra Verkamannaflokksstjómarinnar. Það var sjálfsagt mál en stjómend- ur þáttarins báðu hann um að gefa upp símanúmerið til að þeir gætu hringt í hann aftur. Stjómendur þáttarins, blaða- menn, sem skrifa um stjómmál, þekktu númerið og könnuðust auk þess við röddina þótt Hallgrim reyndi að gera hana torkennilega. „Þetta var nú bara grín hjá mér og auk þess vildi ég athuga hve auðvelt er að komast að í svona þáttum," segir Hallgrim um uppá- tækið. Kveðst hann sjá eftir þessu og ætlar að skrifa útvarpinu afsök- unarbréf. Jo Benkow, forseti Stórþingsins, segir það heldur leitt, að þingmaður skuli haga sér svona en hann telur þó ekki ástæðu til að áminna hann sérstaklega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.