Morgunblaðið - 10.10.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986
31
Redman tekur
við af Kalb
Washington, AP.
BLAÐAFULLTRÚI Shultz,
Beraard Kalb, sem sagði af sér
í gaer, hefur lýst því yfir, að af-
sögn sin fæli ekki í sér neina
andstöðu við utanríkisráðherra
Bandaríkjanna. Hrósaði hann
Shultz sem einstökum manni með
tilliti tií „heiðarleika, trúverðug-
leika, kjarks og styrks."
Aðstoðarmaður Kalbs, Charles E.
Redman, tekur við starfí Kalbs, en
sá síðamefndi hefur verið blaðafull-
trúi bandaríska utanríkisráðuneyt-
isins í nær tvö ár. í yfirlýsingu frá
Shultz, sem Redman las upp i gær,
sagði m. a.: „Mér þykir það leitt,
að sjá Bemie Kalb fara. Ég dáist
að honum sem snjöllum blaða-
manni, virði hann sem samstarfs-
mannog ráðgjafa og met hann sem
vin. Ég þakka Bemie fyrir störf
hans og bið honum heilla."
Einvíginu lokið:
„Var alltaf sannfærður
um að ég myndi sigra“
sagði Garn
Kasparov heims-
meistari í skák
Moskvu, AP.
GARRY Kasparov og Anatoly
Karpov sömdu um jafntefli í
24. og síðustu skákinni í einvígi
þeirra um heimsmeistaratitil-
inn i skák í Leningrad í gær.
Kasparov endurheimti heims-
meistaratitilinn og hafði tryggt
sér hann eftir 23 skákir. Úrslit
einvígisins urðu þau að Kasp-
arov hlaut 12,5 vinninga og
Karpov 11,5.
Með einvíginu er lokið 96 skáka
rimmu Kasparovs og Karpovs.
Hófst það í september 1984 með
48 skák einvígi, sem stöðvað var
í febrúar er staðan var 5-3 fyrir
Karpov. í fyrrahaust settust þeir
að tafli á ný og voru þá tefldar
24 skákir. Kasparov hlaut 13
vinninga gegn 11 vinningum
Karpovs og varð þar með heims-
meistari. Samkvæmt reglum
Alþjóðaskáksambandsins átti
Karpov rétt á því að skora á
heimsmeistarann að nýju.
Anatoli Karpov
Gary Kasparov
í ferbrúar á næsta ári mun
Anatoly Karpov heyja einvígi við
landa sinn Andrei Sokolov. Sigur-
vegarinn í því einvígi mun mæta
Kasparov í septembermánuði.
Flestir skáksérfræðingar telja
Karpov sterkari skákmann en
Sokolov og má því búast við að
hann mæti Garri Kasparov enn á
ný.
í viðtali við Tass fréttastofuna
sovésku sagðist Kasparov aldrei
hafa tapað sjálfstraustinu. Að-
spurður kvaðst hann hafa fyllst
oftrausti á eigin getu og því tapað
niður þriggja vinninga forskoti
sínu. „Eg fylltist ekki örvæntingu
þegar ég tapaði þremur skákum
í röð og glataði þar með öruggu
forskoti. Eg var alltaf sannfærður
um að ég myndi standa upp sem
sigurvegari", sagði Kasparov.
Heimsmeistarinn gagnrýndi þá
ákvörðun Alþjóðaskáksambands-
ins að láta einvígið fara fram í
London og Leningrad og lýsti
einnig yfir óánægju með nýjar
reglur sambandsins, sem kveða á
um að heimsmeistarinn skuli veija
titil sinn á tveggja ára fresti.
OPEC-rikin:
Sömu kvótar
til áramóta?
Genf, AP.
SVO virtist í dag sem olíu-
málaráðherrar Opec-ríkj-
anna væru að nálgast
samkomulag um að fram-
lengja núverandi olíu-
vinnslukvóta. Ef þeim tekst
það eru líkur á að olíuverð
hækki eitthvað en embættis-
menn segja, að enn séu ýmis
ljón í veginum.
„Enn eru eftir nokkrir hnútar,
sem þarf að höggva á, en við
ættum að geta náð samkomulagi
eftir fáa daga,“ sagði Arturo
Hemandez Grisanti, olíumálaráð-
herra Venezúela, í Genf í gær.
Kuwaitstjóm virðist einna helst
standa í vegi fyrir samkomulagi
og hefur hún hafnað tillögu um
að framlengja til áramóta núver-
andi samkomuiag um framleiðslu-
stjómun. Finnst Kuwaitbúum
hlutur sinn vera of lítill. Haft er
þó eftir heimildum, að líklega
muni þeir fallast á samkomulagið
gegn því að fá aukinn kvóta eftir
áramót.
„Þetta verður mjögauðvelt...
Þegar þú kemur þangað skaltu láta Reagan fá þetta umslag - við grípum hann, sökum um
njósnir og skiptum á honum og Vestur-Evrópu..."
Stórkostleg sýning - írœðandi og skemmtileg
Tölvusýning í Borgarleikhúsinu
8.-12. október.
STÆRSTA OG GLÆSILEGASTA TÖLVUSÝNING
SEM HALDIN HEFUR VERIÐ Á ÍSLANDI
opln daglega frá M. 10.00 - 22.00
[ fyrsta skipti á íslandi eru öll stærstu
tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækin saman
komin á einum stað. Meira en 40
aðilar sýna, á u.þ.b. 1700 m2 sýningar-
svæði, allt það nýjasta sem tölvutækn-
in býður.
Sýningargestir fá tækifæri til að kynn-
ast tölvum og hugbúnaði af eigin raun
í „Skjáverinu". Þar gefst einnig tæki-
færi til að reyna hæfileika sína í
æsispennandi og skemmtilegum leik
sem nefnist „dulrænir hæfileikar".
Verðlaunin eru LASER PC tölva frá
Gunnari Ásgeirssyni og aukavinn-
ingar.
Pétur Hjaltested tónlistarmaður heldur
tónleika á u.þ.b. klukkustundar fresti
og leikur eingöngu á tölvur.
Sérfræðingar halda fyrirlestra um mál-
efni sem tengjast tölvum í íslensku
þjóðlífi.
Aðgöngumiðinn er jafnframt happ-
drættismiði.
Verðlaunin eru glæsileg: VISO PC
tölva, helgarferð fyrir tvo til Húsavíkur
með Flugleiðum, tölvunámskeið hjá
Stjórnunarfélaginu og Framsýn o.fl.
Missið ekki af einstæðri sýníngu!