Morgunblaðið - 10.10.1986, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986
+
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.
Mikhail Gorbachev
í Reykjavík
Mikhail Gorbachev, aðalritari
sovéska kommúnistaflokks-
ins, er fyrsti leiðtogi Sovétríkj-
anna, sem kemur til íslands. í
tilefni af því, að hann gerði tillögu
um það til Ronalds Reagan,
Bandaríkjaforseta, að þeir hittust
á íslandi, hefur það verið rifjað
upp, að árið 1942 stakk Jósef
Stalín, forveri hans, upp á því við
þá stríðsbræður sína, Winston
Churchill, forsætisráðherra Breta,
og Franklin D. Roosevelt, forseta
Bandaríkjanna, að þeir hittust á
fundi á Islandi. Þær ráðagerðir
runnu út í sandinn.
Mikhail Gorbachev er fimmti
leiðtogi Sovétríkjanna frá því að
Stalín hvarf af sjónarsviðinu
1953. Hann er raunar hinn fyrsti
þessara fímm, sem hafði ekki
hafíst til vegs í kommúnista-
flokknum á Stalínstimanum. í
mörgu tilliti er hann fulltrúi nýrr-
ar kynslóðar Kremlveija. Margt
er því til staðfestingar og meðal
annars það, að enginn fer í graf-
götur um hver er eiginkona hans,
Raisa. Komi hún með manni
sínum til íslands verður dvöl henn-
ar hér á landi tii að veita leið-
togafundinum sérstakan glæsi-
leik.
Þegar Gorbachev tók við völd-
um, sagðist hann mundu beita sér
fyrir ýmsum breytingum. Meðal
þess sem mesta athygli hefur vak-
ið út á við er barátta hans gegn
áfengisvandamálinu en drykkju-
sýki er sannkallað þjóðfélagsböl í
Sovétríkjunum. Þá lýsti hann yfir
því, að sovésk stjómvöld myndu
leggja sig fram um að skýra fyrr
og ítarlegar en áður frá atburðum
heima fyrir. Sovétmenn voru sein-
ir að taka við sér í þessu efni,
þegar kjamorkuslysið varð í
Chemobyl, en síðan hefur þótt
koma í ljós, að þeir fara ekki jafn
leynt með hluti og áður. Regluleg-
ir blaðamannafundir þeirra hér á
landi í tilefni leiðtogafundarins og
geðþekk ummæli þeirra um land
og þjóð eru til marks um þetta
sama.
Mikhail Gorbachev þarf ekki
að hafa áhyggjur af almennings-
áliti heima fyrir. Hann er valinn
til síns háa embættis úr hópi
manna, sem hefur öll völd í hinu
víðáttumikla ríki í hendi sér. En
til að treysta stöðu sína innan
þess hóps og auka virðingu sína
meðal þjóðarinnar er leiðtoga-
fundur með Bandaríkjaforseta
einstakt tækifæri. Kremlveijum
er ekkert kærara en að sjást í
einkaviðræðum við forseta Banda-
rílq'anna með öllu því umstangi,
sem því fylgir og við íslendingar
höfum fengið að kynnast síðan
Reagan valdi Reykjavík eftir til-
lögu Gorbachevs. Aðalritari
sovéska kommúnistaflokksins á
andstæðinga heima fyrir eins og
aðrir valdamiklir menn. Sumir
telja raunar, að Gorbachev hafí
óskað eftir leiðtogafundi í
Reykjavík fyrir umsamda för sína
til Washington til að átta sig á,
hvort hann tæki of mikla hættu
með Bandaríkjaferðinni vegna
skorts á samningsvilja hjé Reag-
an.
Þótt Sovétmenn segi í öðru orö
inu, að þeir hafi gert tillögu um
Reykjavík sem fundarstað vegna
þess, að þeir hafí vænst þess að
þar yrði erfítt fyrir fjölmiðla að
gera alltof mikið veður út af fund-
inum, hafa þeir í hinu orðinu lagt
sig fram um að auka á eftirvænt-
inguna um niðurstöðu fundarins
og draga að honum athygli með
því að boða komu Raisu Gorba-
chev. Þessi útrás gagnvart fjöl-
miðlum á sama tíma og gefíð er
til kynna, að kannski komi Raisa
ekki og enginn fær staðfesta vitn-
eskju um dvalarstað Gorbachevs,
sýnir ef til vill í hnotskum þá
tækni, sem Gorbachev á eftir að
beita gagnvart Reagan í viðræð-
um þeirra. Með þessum aðferðum
er ekki unnt að komast að sam-
komulagi um jafti viðkvæm mál
og leiðtogamir ræða í Reykjavík
— en Gorbachev hefur sýnt á þeim
missemm, sem hann hefur stjóm-
að í Kreml, að hann hikar ekki
við að breyta um stefnu í þeim
málafiokkum, sem ber hæst, þeg-
ar rætt er um takmörkun vígbún-
aðar.
Gorbachev er sem sé maður
ýmissa mikilvægra breytinga.
Hann vill þó ekki og getur varla
hróflað við því valdakerfí, sem
hefur hafíð hann sjálfan til æðstu
metorða. Þótt einn og einn andófs-
maður fái að hverfa frá Sovétríkj-
unum, eru völd KGB hin sömu og
áður. Þótt nokkrar herdeildir séu
kallaðar heim frá Afganistan,
berst sovéski herinn áfram fyrir
fullum yfírráðum yfír landinu.
Með því að gera tillögu um ís-
land sem fundarstað þeirra leið-
toganna hefur Mikhaii Gorbachev
beint ftölmiðlaljósum alls heimsins
að landi okkar. Hann hefur líka
fært okkur heim sanninn um, að
ráðamenn í Moskvu hugsa til okk-
ar, þegar mikið liggur við.
Samskipti Sovétríkjanna og ís-
lands hafa einkennst af því, að
hvort ríki veit um afstöðu hins
og fer ekki í launkofa með hana,
þegar nauðsyn krefst. Viðskipta-
tengsl þjóðanna hafa verið mikil
í rúma þijá áratugi og Sovétmenn
reka Qölmennasta sendiráðið í
Reykjavík. Löngum hefur verið
ljóst, að Sovétmenn vildu ísler.d-
inga úr NATO en á hinn bóginn
óttast þeir jafn mikið ævintýra-
mennsku í öryggismálum í við-
kvæmum heimshlutum og aðir.
Morgunblaðið fagnar komu
Mikhails Gorbachev til íslands, og
vonar, að honum takist á fundin-
um irieð Reagan að færa allar
þjóðir heims nær hver annarri
með því að draga úr tortryggni.
Mikhail S. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna:
Boðberi breytir
í so vésku samf(
MIKHAIL Sergeyevich
Gorbachev, leiðtogi Sov-
étríkjanna, sem í dag kemur
til Reykjavíkur til fundar við
Ronald Reágan, Bandaríkja-
forseta, er 55 ára gamall,
yngsti ráðamaðurinn í
Kreml í rúmlega 60 ár. Það
er þó ekki aðeins aldursins
vegna, að hann hefur
nokkra sérstöðu meðal sov-
éskra forystumanna. Við
hann eru bundnar meiri von-
ir en nokkum fyrirrennara
hans, vonir um, að hann
geti hrist doðann og drang-
ann af sovésku þjóðlífi og
ef nahagslífi og opnað dálítið
það lokaða þjóðfélag, sem
Sovétríkin era.
Gorbachev tók við leiðtogaemb-
ættinu þegar Konstantin Chem-
enko lést árið 1985 og það fór
ekki framhjá sovéskum almenn-
ingi, sem var orðinn vanur slapp-
leikanum, sem einkenndi
Brezhnev-tímann og stutt valda-
skeið tveggja eftirmanna hans, að
nýr tími var að renna upp. Gorba-
chev réðst þó ekki til atlögu við
kerfíð sjálft, hinn miðstýrða áætl-
unarbúskap, heldur boðaði hann
strax umbætur á þvi og beitti sér
fyrir víðtækum mannabreytingum.
Skipt var um helming 80 ráðherra
og yfirmanna ríkisnefnda og á
flokksþinginu í febrúar sl. tóku 137
nýir menn sæti í miðstjóminni,
einni helstu valdastofnun komm-
únistaflokksins. Á efnahagsmálun-
um vill hann reyna að ráða nokkra
bót með því að hvetja til aukinnar
iðjusemi, aga og vandaðri vinnu-
bragða og hann hefur einnig skorið
upp herör gegn því böli, sem áfeng-
isneyslan er í Sovétríkjunum og
gegn spillingunni, sem tröllríður
þjóðfélaginu. Hafa margir valda-
miklir menn, sem gerst hafa sekir
um að skara eld að sinni köku,
verið látnir víkja af þessum sökum,
t.d. Viktor Grishin, fyrrum formað-
ur kommúnistaflokksins í Moskvu.
Á sovéskan mælikvarða er
Gorbachev opinskár og einlægur
og hann er fyrsti Kremlarherrann,
sem notað hefur sjónvarpið til að
höfða til almennings í landinu og
skorað á fólk að styðja þær tak-
mörkuðu umbætur, sem hann vill
beita sér fyrir.
Mikhail S. Gorbachev fæddist
2. mars árið 1931 í þorpinu Pri-
volnoye skammt frá Stavropol,
fijósömu akuryrkjuhéraði norður
af Kákasus-fjöllum. Samkvæmt
opinberum ævisögudrögum vann
hann sem landbúnaðarverkamaður
jafnframt skólanámi en árið 1950,
þegar hann var 19 ára, settist
hann í lagadeild háskólans í
Moskvu. Gorbachev stundaði nám
á mjög forvitnilegum en erfíðum
tíma. Stalín lést árið 1953 og nið-
urbæld ónægja þjóðarinnar lýsti
sér best í ræðunni um Stalín, sem
Krúsjeff, eftirmaður hans, hélt á
flokksþinginu árið 1956. Rússar,
sem þekktu til Gorbachevs á þess-
um árum, segja, að hann hafí gert
sér grein fyrir og gagnrýnt glæpi
Stalíns áður en Krúsjeff flutti ræð-
una frægu en samt sem áður var
hann framarlega í flokki í Komso-
mol, æskulýðssamtökum komm-
únistaflokksins, sem hann gekk í
árið áður en Stalín lést.
Gorbachev sneri sér ekki að lög-
fræðistörfum að námi loknu,
heldur fór til starfa fyrir flokkinn
í Stavropol og var orðinn formaður
hans aðeins 39 ára gamall. Þar
vakti hann á sér athygli fyrir sæmi-
legt ástand í landbúnaðarmálun-
um, þessu eilífa vandamáli allra
rússneskra ráðamanna, og vegna
góðrar frammistöðu sinnar í þeim
efnum var hann árið 1978 kallaður
til Moskvu og gerður að ritara
miðstjómarinnar í landbúnaðar-
málum.
Margir hafa furðað sig á skjót-
um frama Gorbachevs, hann varð
fljótlega fullgildur félagi í stjóm-
málaráðinu, en læiklegt er, að hann
eigi hann tveimur mönnum að
þakka, Mikhail Suslov, hugmynda-
fræðingi flokksins um þriggja
áratuga skeið, og Yuri Andropov,
sem tók við leiðtogastöðunni að
Brezhnev látnum. Þeir vildu fínna
Raisa Gorbasjev
Glæsileg ásýndum,
sögð vera fróð og vís
ÞAÐ er kunnara en frá þurfi
að segja að einhverra hluta
vegna hafa sovézkir valda-
menn lengi verið þeirrar
skoðunar, að eiginkonur leið-
toga og annarra áhrifamanna
ættu að láta sem minnst á sér
kræla. Nína Krúsjef var á
sínum tima undantekning og
vakti athygli, þótt ekki væri
það beinlínis fyrir glæsileik
eða áberandi klæðaburð. En
Nína þótti vinaleg og var bros-
mild eins og maður hennar.
Grunur lék á þvi, að Leonid
Brezhnev hefði verið kvænt-
ur, að minnsta kosti komst upp
um, að hann ætti dóttur. Aftur
á móti hvíldi þvilik leynd yfir
hjúskaparstöðu Yuri Andro-
povs, að menn höfðu ekki
hugmynd um að hann ætti
konu, fyrr en ekkjan birtist
við útförina. Eiginkona Tjera-
enkos sást að því er bezt er
vitað einu sinni opinberlega
og síðan við jarðarför eigin-
mannsins.
En með Raisu Gorbasjev hefur
skipt um. Raisa hefur komið fram
á sjónarsviðið og safnað að sér eftir-
telrt, forvitni og aðdáun hvert sem
hún fer. í fyrstu vegna þess að hún
er ólík þeim hugmjmdum sem menn
á Vesturlöndum hafa gert sér, og
með réttu um eiginkonur sovézkra
leiðtoga. Þær hafa einatt verið
kauðalega klæddar og lítt mann-
blendnar og hafa þá aðeins sézt á
almannafæri að þær væru nánast
tilneyddar.
Raisa hefur augsýnilega gaman
af því að vera innan um fólk og
nýtur þeirrar athygli sem hún vek-
ur. Hún er vei klædd, glaðleg í fasi
en þó virðuleg. Hún fór með manni
sínum í umtalaða ferð til Bretlands,
áður en hann tók við leiðtogaemb-
ætti. Blaðamenn og ýmsir þeir aðrir
sem fylgdust með heimsókninni
áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa
hversu viðfelldin og skemmtileg hún
væri. Sögðu að hún væri hámenntuð
og gáfuð, en laus við allan hroka.
Hún væri afar fróð og víðlesin. Var
þetta meðal annars haft eftir brezk-
um aðstoðarmanni Thatchers,
forsætisráðherra, sem fór með
henni í skoðunarferð meðan þau
Mikhail, maður hennar, og Marga-
ret Thather ræddu alþjóðamál.
Þetta bendir til ákveðinnar hug-
arfarsbreytingar há Gorbasjev og
öðrum leiðtogum. Blöð í Sovétríkj-
unum birtu framan af sjaldan
myndir af henni, en gera það oftar
nú, enda er hún oftast í för með
manni sínum. Fyrir leiðtogafundinn
í Genf bolialögðu blaðamenn hvort