Morgunblaðið - 10.10.1986, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986
Afmæliskveðja:
Pálína Jónas-
dóttir Akureyri
Kynslóðabilið er í hugum margra
ófrávíkjanleg staðreynd. Það að
ólíkir aldurshópar nái ekki saman,
fínnst ýmsum svo sjálfsagður hlutur
að um það tjói ekki að hirða frek-
ar. Örstutt heimsókn til Pálínu
Jónasdóttur, sem nú er 95 ára í dag
nægir þó fyllilega til þess að breyta
þessari skoðun. Láfsgleði hennar og
jákvætt viðmót heillar alla þá er
henni kynnast. Og einstakt lag
hennar að umgangast ungt fólk
sýnir það og sannar að enga nauð-
syn ber til þess að láta aldursmis-
mun koma í veg fyrir góð og einlæg
kynni.
Frænka mín, Pálína Jónasdóttir
er fædd 10. október 1891 í Heiðar-
húsum á Laugalandsheiði í Eyja-
fírði. Það var þá lítið býli, en er nú
í eyði. Foreldrar hennar voru Jónas
Ólafsson bóndi og sjómaður og kona
hans Guðrún Ámadóttir. Þama í
Heiðarhúsum dvaldist hún til eins
og hálfs árs aldurs, en flutti þá
með foreldrum sínum og systkinum
að Steinkoti í Eyjafírði og þar bjó
hún fram a sextugs aldur.
Steinkot var ekki stór jörð, jafn-
vel ekki á þeirra tíma mælikvaða.
En nægjusemi ríkti á heimilinu og
því leið öllum vel þó hópurinn teldi
fímm böm. Þau voru í aldursröð:
Ámi, Jófríður, Helga, Pálína og
Sigurbjörg. Sigurbjörg lést á öðru
Sautján ára japönsk stúlka með
áhuga á íþróttum og tónlist:
Mitsuyo Matsukage,
13-7 Minari 3-chome,
Fukui-shi,
Fukui,
910 Japan.
Hollenzkur piltur, líklega rétt
undir tvitugu, með mikinn knatt-
spymuáhuga:
Peter Petit,
Steenlaan 76,
NL-2282 BE Rijswijk,
Holland.
Ensk hjón á fímmtugsaldri, sem
eiga tvær dætur á táningsaldri,
vilja komast í samband við íslenzk
hjón sem hefðu áhuga á að þiggja
hjá þéim fæði og húsnæði í sumar-
leyfí í Bretlandi gegn samskonar
er þau heimsæktu ísland síðar:
Coral Rampley,
Cherry Tree Cottage,
Fressingfield,
Diss,
Norfolk,
IP21 5TB England.
Sextán ára japönsk stúlka með
áhuga á skíðum, tónlist o.fl.:
Motoyo Kawamura,
802 Ueda 3 White Castle 12-1,
Gotanda Ueda Tenpaku-cho,
Teenpaku-ku,
Nagoya 468,
Japan.
Fimmtán ára vestur-þýzk stúlka
með áhuga 'hestum:
Tanja Bruggemann,
Poggenkuhle 10,
D-2847 Bamstoft,
W-Germany.
aldursári en hin systkinin náðu öll
háum aldri og er Pála nú ein þeirra
á lífí.
Samheldni ríkti í Steikoti alla tíð.
Eins og tíðkaðist á þessum ámm
hjálpuðu bömin eftir föngum við
að afla heimilinu vista. Mest mun-
aði auðvitað þó um að Jónas
heimilisfaðirinn var duglegur sjó-
maður, sem réri eftir því sem færi
gafst. Á vetmm var hann á hákarla-
vertíðum en á síldveiðum eða á
öðrum fískveiðum þess á milli.
Eins og nærri má um geta var
sjómennska þeirra tíma kalsasöm
og erfíð. Bátamir opnir, hjálpartæki
engin og ekki nokkur lífsins leið
að láta af sér vita, ef eitthvað fór
úrskeiðis. Það var emmitt í slíkri
vetrarferð á hákarlaskipi, að báts-
ins sem faðir Pálínu var á, var
saknað. Þetta var árið 1882, sem
var annálað ísaár. Allir hákarlabát-
amir höfðu komið fram nema þessi
eini og fljótlega þótti einsýnt að
hann hefði farist. Það má nærri
geta að sorg hefur ríkt hjá fjöl-
skyldunni ungu. En þá gerðist
kraftaverkið. Tólf vikum eftir að
báturinn fór af stað í hákarlaleg-
una, kom hann fram. Allir vom
heilir á húfi. í tólf heilar vikur —
þijá mánuði — um hávetur hafði
báturinn setið fastur í ís. Mennimir
höfðu með sér nesti sem duga átti
í venjulega legu, en ekkert umfram
það. Skipveijamir héldu í sér lífinu
með þvf að veiða sér til matar og
drýgja það með skrínukostinum
sem þeir höfðu haft með sér að
heiman.
Þessi rúmlega hundrað ára
reynslusaga af föður Pálínu er af-
skaplega lærdómsrík. Hún kennir
okkur nútímafólkinu margt og auð-
veldar okkur að skilja betur lífsvið-
horf þeirra sem eldri em.
Á sextugs aldri fer Pálína frá
Steinkoti. Þaðan fluttist hún inn í
Glerárþorp að Árgerði. Gerðist hún
þar ráðskona hjá tveimur bræðmm,
þeim Hallgrími og Guðmundi. Móð-
ir þeirra bræðra, Steinunn, varjiar
einnig til húsa. Seinna flutti Ámi
bróðir hennar til þeirra og var hjá
beim þar til hann lést árið 1969,
þá níræður að aldri. Frá Árgerði
fluttust þau síðan að Svalbarða í
Glerárhverfí og þaðan í Lyngholt
þar sem þau bjuggu í 11 ár. Pálína
lét af ráðskonustörfum þegar hún
var 84 ára, er þeir bræður Halli og
Mundi fóm á Dvalarheimilið í
Skjaldarvík. Þá fluttist Pálína til
Hrefnu Svanlaugsdóttur og leigði
hjá henni í tvö ár uns hún 87 ára
að aldri flutti á Dvalarheimilið Hlíð
á Akureyri.
Árin í Svalbarða og í Lyngholti
em mér sérstaklega minnisstæð.
Við systkinin hlökkuðum alltaf til
að koma til Akureyrar og heim-
sækja Pálu frænku og Áma afa
(eins og við kölluðum hann ætíð).
Og ekki má gleyma þeim bræðmm,
Halla og Munda, sem alla tíð reynd-
ust okkur sem bestu frændur.
Samheldni þeirra fjögurra var ein-
stök. Á heimilinu ríkti hlýja og
umhyggjusemi í garð hvers annars.
Það er mjög athyglisvert að ræða
við Pálu frænku. Hún talar af æðm-
leysi um lífið og tilvemna. Hún
rifjar það líka upp að þó ekki hafí
verið mikið á milli handa fólksins
í Steinkoti, fylgdi heimilisfólkið
þeirri kristilegu reglu, að sælla sé
að gefa en þiggja. Lltil saga er til
frá þeim árum. Fátæk nágranna-
kona kom í heimsókn og kvaðst
ekkert eiga til að seðja svanga
munna bama sinna, nema mjólk.
Móðir Pálu fór þá í sínar fátæklegu
hirslur og sótti eitthvað matarkyns
og færði nágrannakonunni. Pála
sagðist hafa þá sagt við móður sína,
hvort þau mættu við þessu. En
móðir mín svaraði, sagði hún: „Þú
skalt gefa af þinni fátækt, það
margfaldast aftur hjá þér.“
Það dylst engum sem þekkir
Pálu, að hún hefur numið vel þessa
lífsskoðun móður sinnar. Henni
finnst sælla að gefa en þiggja. Þetta
fínnum við frændfólk hennar. Ekki
síst skynja þau vel gæsku hennar,
litlu bömin, sem vita fátt betra en
að vera návistum við þessa góðu
konu.
Iðjusemi og ástundun er Pálu í
blóð borin. Hún lét ekki nægja að
annast um heimili. Hún var eftir-
sótt til að aðstoða konur að loknum
bamsburði, lærði fatasaum og
stundaði það eftir föngum á meðan
heilsan leyfði.
Framan af áram var Pála heilsu-
veil. Kirtlaveik var hún og berklar
sóttu hana heim. Sem betur fer sigr-
aðist hún á þeim bölvaldi. Læknir
sem stundaði hana á þeim áram
sagði eitt sinn við hanæ „Þú þarft
ekkj að óttast þennan sjúkdóm frek-
ar. Það er búið að drepa bakteríuna
og hún mun því ekki heimsækja
þig aftur."
í dag myndi engan grana að
Pála hefði átt við vanheilsu að
stríða. Hún hleypur um létt á fæti.
Stígur jafnvel dansspor ef þannig
ber undir.
Heiðrudu leikhús- og
óperugestir
Okkur er það einstök
ánægja að geta boðið ykk-
ur að lengja leikhús- eða
óperuferðina
Opnum kl. 5.30. Maturfyrirog
eftirsýningu
Matseðill:
Léttreyktur áll
Villigæs með blóðbergssósu
Bláberjasorbet
ARNARHÓLL
Á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu.
Borðapantanir í síma 18833.
Síðustu árin hefur hún dvalið á
Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri.
Hún unir sér vel þar í skjóli góðs
starfsfólks, vina og frændfólks sem
sækir hana heim. En hún settist
þó ekki í helgan stein eftir að hún
flutti á dvalarheimilið. Þá fór hún
að sauma út og nú prýða veggi
herbergis hennar og heimili frænd-
fólks og vina fallegar útsaumaður
myndir, sem hin lífsglaða og síunga
kona hefur gert.
Það er öllum hollt að sækja
Pálínu Jónasdóttur heim. Hún er
jákvæð og full af orku og bjart-
sýni. Það dytti engum í hug að
þama færi kona sem ætti að baki
95 ár. Hjá henni fær maður uppörv-
un og trú á lífíð. Hún miðlar af
þeim sannindum sem henni vora
kennd í bemsku, að maður skuli
gefa af sinni fátækt af því að það
margfaldist aftur hjá manni sjálf-
um. Þetta era holl heilræði sem
gott er að kunna.
Því miður komumst við ekki til
að vera hjá Pálu á afmælisdaginn.
Við notum hins vegar daginn til að
rifja upp ánægjulega heimsókn _í
sumar og fyrri heimsóknir. Héðan
úr Bolungarvík sendum við hug-
heilar afmælisóskir og hlökkum til
næstu endurfunda.
Sigrún frænka
VERSL UNA RHÚSNÆÐ!
TIL LEIGU
Viljum leigja neðri hæð (götuhæð) hússins Grandagarði 1B.
Stærð 100 fermetrar. Góðir sýningargluggar og breyta má skrif-
stofu- og lagarplássi eftir hentugleikum Góð bifreiðastæði.
S. Stefánsson & co., hf., Grandagarði 1B, Reykjavik,
I sími 27544 og 41244 eftir kl. 17.
FRAM
Sölustjórinn
Leiðbeinandi:
Björn Viggósson,
markaðs- og
söluráðgjafi.
Staður:
Tölvuskólinn Framsýn,
Síðumúla 26, simar
91-39566 og
91-687434.
Tími:
1. námskeið
16. október
kl. 9.00—16.00.
2. námskeið
30. október
kl. 9.00-16.00.
Námskeið í markaðs- og sölumálum með
aðstoð nýjustu upplýsinga- og tölvutækni.
Námskeiðið er ætlað öllum framsæknum
fyrirtækjum sem þurfa að fylgjast með og
tileinka sér nýjustu aðferðir á sviði mark-
aðs- og sölumála.
Efni:
• Val á markhópum og hvernig á að afla
upplýsinga.
• Gerð markaðs- og söluáætlana með
sölustjóranum.
• Markaðsathuganir og kynningar.
• Söluaðferðir: Síminn — bréf — heim-
sóknir — auglýsingar.
• Röðun verkefna eftir mikilvægi.
• Gagnasafnskerfið í sölustjóranum.
• Dagbók, söluyfirlit og vinnuskýrslur
sölumanna.
• Útprentun s.s. límmiða og nafnalista
eftir vali.
Sölustjórinn er nýr íslenskur hugbúnaður
fyrir einkatölvur og það þarf litla sem enga
tölvukunnáttu til að nota hann.
SÖLUSTJÓRINN er hannaður af Birni
Viggóssyni og Kerfisþróun og settur upp
i íslenska gagnasafnskerfinu K-GRUNNI
sem Kristján Gunnarsson hjá Kerfisþróun
hannaði.