Morgunblaðið - 10.10.1986, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986
Frumhlaup spretthlauparans
eftirdr. Gunnlaug
t Þórðarson
Eftir lestur greinar einnar í Morg-
I unblaðinu 30. f.m., sem Hilmar
*' Þorbjömsson lögregiuvarðstjóri kallar
* svar til mín, er mér óhjákvæmilegt
að leiðrétta nokkrar missagnir og
misskilning í þeim „ígrunduðu" skrif-
* um lögregiuvarðstjórans.
Sú skoðun hefur lengi búið með
mér að löggæslustörf geti haft sið-
I bætandi áhrif á þá, sem þeim gegna
■s og þyldr mér það Ld. hafa komið fram,
\ er lögregiumenn og tollveiðir sýndu
í þá þjóðhoUustu að afsala sér hinum
5 vafasama og vandmeðfama verkfaUs-
* rétti. Það hefur ekki heldur duUst
mér að lögregia okkar ber af í starfí
' í samanburði við starfsbræður ann-
* arra þjóða og hef þó aU víða farið,
, einkum sakir hjálpsemi og velvilja,
; þó aUtaf leynist örfáir gikkir innan
| um eins og gengur. Hina stundina
hefur mér þótt sem lögregiumönnum
'? okkar hætti tíl of mildUar afekiptasemi
| og stundum setja sig á háan hest af
í Utíu tilefrii.
í framhaldi af skrifum mínum 23.
» f.m. skal sérstaklega tekið fram að
samskipti mín við Rannsóknarlög-
regiu ríkisins og lögregiu hafa jafiian
f verið hnökralaus. Mér er fuUkomlega
jjiós sá mUdi vandi og sú ábyrgð, sem
störfum þessum fylgir. Samt er það
svo að þótt þorri þeirra virði þagnar-
skyldu sína, er því ekki að neita að
! svo virðist sem leyniþraaðir hafí legið
< mUU RLR og fjölmiðla. Þannig fann
L m.a. mætur þingmaður sig knúinn tíl
; þess að kreQast rannsóknar á þessu
atriði. Auðvitað voru það vonlaus til-
■ mæU, því fréttamenn eru bundnir
■ þagnarskyldu um heimUdir sínar og
sú dómvenja hefur myndast að virða
ber þessa skyldu. Jafnvel þótt sjálf
í RLR óskaði eftir slíkri rannsókn
| myndi það ekki duga. Það er ótvír-
ætt að sannindi hins gamla spakmæl-
< is: „Þjóð veit þá þrír vita“ mun
i halda gUdi sínu.
í grein lögregiuvarðstjórans segir
i --------------------------------
| SPRON-Sel-
: tjarnarnesi
styrkir meist-
aralið Gróttu
■i -
SPRON-Seltjamamesi hefur
' tekið þá ákvörðun að styrkja
meistaralið Gróttu í handbolta
karla á því keppnistimabili sem
nú er að hefjast.
30. september sl. voru 3 ár síðan
Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis opnaði fyrsta útibú sitt að
I Austurströnd 3, Seltjamamesi.
Þessi þijú ár hefur SPRON-Selt-
] jamamesi stutt æsku bæjarins með
' ýmsu móti eins og smágjöfum eða
, styrkjum til íþróttaiðkana o.fi. en
* vildi nú gera enn betur í tilefni af-
■ mælisins. Meistaraflokkur Gróttu í
handbolta spilar nú í nýjum búning-
œm sem merktir eru SPRON-Selt-
jamamesi og vom þeir formlega
f teknir í notkun á afmælisdegi úti-
búsins.
að RLR hafi i Hafsldpsmálinu far-
ið í skjóli sprenglærðra lögmanna
og starfsfélaga minna og ég leild
mér að gera rannsóknarmenn tor-
tryggilega í augum fólks og kallar
það„Þvílíka smekkleysu“ hjá mér.
Því er að svara að þannig hafa störf
þeirra sumra hverra birst í ijölmiðlum.
Hins vegar ætti lögregiuvaiðstjóri að
vita að rannsóknarlögregiumenn eru
ekld starfefélagar lögmanna, þótt þeir
séu lögfræðingar. Það má vera ljóst
að í rannsóknum sínum glíma þœsir
menn við æði misjafnlega harðsvírað
vandræðafólk, en þess á milli við
flekklausa þegna, sem hafðir hafa
verið fyrir rangri sök og að í þessum
málum er jafnan ástæða til að gæta
fyllstu alvöru. Eftir sem áður er það
álit mitt að RLR hefur hætt til að
fara offari og vera haldin gæsluvarð-
haldsgieði. Gæsluvarðhald getur verið
afdrifarík aðgerð og jafnan full
ástæða til að fara með gát Gæslu-
varðhald er sjaldan réttlætanlegt
nema í ofbeldismálum og eiturlyfja-.
í þeim málum, þó sérstaklega í of-
beldis- og þá kynferðisgiæpamálum
þykir mér aftur á móti á stundum
gæta full mildllar linku hjá dómsmála-
kerfinu.
Kaffibaunamálið talar sínu máli um
fánýti gæsluvarðhalds, því enda þótt
ekki hafí þótt ástæða til að hneppa
höfuðpaura Sambandsins í gæslu-
varðhald og þeir óhindrað getað borið
saman bækur sínar, þá hafa þeir ekld
komist hjá því að lenda í mótsögn
hver við annan og verða margsaga
fyrir rétti einfaldlega vegna þess að
gögn málsins töluðu um hvemig mjö-
lið var í pokanum. Mikið hefði málið
verið einfaldara ef þeir menn hefðu
gengið hreint til verks. Mér er minnis-
stætt atvik er átti sér stað fyrir þó
nokkru. Seint á sunnudagskvöldi einu
var ég kvaddur til ungrar konu í
Síðumúlafangelsi, í sambandi við mis-
ferii einhvers starfemanns sem átt
hafði sér stað í lánastofiiun einni hér
í borginni. Málið hafði RLR haft til
rannsóknar í 2—3 mánuði og um-
ræddan dag hafði verið látið til skarar
skríða. Stúlkan hafði verið til stöðugr-
ar yfírheyrslu í nærri 5 klukkustundir
og hafði maigsinnis verið látin skrifa
hin ýmsu mannanöfn, en málið sner-
ist um falsaðar undirskriftir. Þegar
ég kom á staðinn sögðu RLR-menn-
imir að þeir vissu að stúlkan væri
sek, en þeir vildu gefa henni kost á
að tala við léttaigæslumann áður en
henni yiði stungið í varðhald nætur-
langt Það tók mig 5 mínútur að átta
mig á því að konan væri höfð fyrir
rangri sök og eftir að ég hafði gert
grein fyrir skoðun minni, sem þeim
þótti fráleit, var fallist á að stúlkan
fengi að fara heim til eiginmanns síns
gegn því að vera tiltæk næsta dag
og mæta ekki í vinnu. Áður en ég
hvarf af vettvangi ásamt hinni niður-
brotnu ungu konu, varð mér á að
óska eftir því að fá að sjá nöfii og
nafnritanir fólks þess sem starfaði í
umræddri stofnun og hlyti að vera
til staðar. Það var strax orðið við til-
mælum mínum og það atvikaðist svo
að mér flaug í hug eitt nafii á listan-
um á manneskju, sem ég þekkti þó
ekki til og mér varð að orði að nafii-
ritunarinnar vegna myndi ég yfírheyra
þessa konu, sem þá var ógerL Næsta
moigun skrapp ég á heimili ungu
hjónanna og meðan ég var að ræða
við þau um atvik næturinnar, var
hringt frá RLR og með miklum afeök-
unarorðum var frúnni tilkynnt að
stúlkan, sem ég hafði bent á hefði
viðurkennt sinn hörmulega verknað
eftir 10 minútna yfirheyrslu. Konan
sem varð fyrir þessari óhugnanlegu
reynslu hefúr ekki enn náð sér eftir
þá lífereynslu sem því fylgir að verða
hótað innilokun og enginn virtist trúa
á sakleysi hennar. Það sorgiega er
þó að íÍLR-menn hafa ekki verið ein-
ir um að fara offari í sakamálum,
heldur hefur þetta hent suma yfir-
menn dómsmála okkar, en það er
önnur og Iengri sorgarsaga.
Þá skal vikið að umflöllun lögreglu-
varðstjórans um þær aðdróttanir, sem
fólust í beiðni Landssambands lög-
regiumanna í garð Jóns Helgasonar
dómsmálaráðherra út af því að hafa
Gunnlaugur Þórðarson
veitt Boga Nilssyni sýslumanni stöðu
rannsóknariögreglustjóra ríkisins,
sem hann afgreiðir með orðunum:
„Þvílíkt bull.“ Staðreynd þessa máls
er að stjóm Landss. lögreglumanna
leitaði umsagnar LMFÍ um lögmæti
umræddrar embætdsveitingar. Svar
Lögmannafélagsins var svohlj.:
„Stjóm LMFÍ þakkar Landssam-
bandi lögreglumanna það traust
að biðja hana umsagnar um það
álitamál, er nánar greinir í bréfí
Landssambandsins frá 4. sepL sL
Stjóm LMFÍ verður hins vegar að
hafna umræddri málaleitan nLa.
af eftirgreindum ástæðum: Hvorki
í lögum um málflytjendur né í sam-
þykktum fyrir LMFÍ er gert ráð
fyrir slíku umsagnarfalutverki
stjómar félagsins. Telur stjómin
það því hvorki vera hlutverk sht
né heppilegt út frá almennum sjón-
armiðum að verða við tilmælum
um lögfræðilega álhsgerð, er lýtur
að því hvort tiltekinn umsækjandi
uppfylli lagaskilyrði til sldpunar i
opinbera stöðu, þ.m.L i stöðu rann-
sóknaHögreghistjóra ríkisins.“
Það dylst engum að í þeirri um-
rjfe W't,
Meistaraflokkur Gróttu í handbolta ásamt þjálfara liðsins, Guðmundi Magnússyni, Margréti Kristjáns-
dóttur, formanni handknattsleiksdeildar Gróttu og Esther Guðmundsdóttur, markaðsstjóra SPRON.
sagnarbeiðni fólust aðdróttanir sem
engin dæmi eru tíl um embættísveit-
ingu á síðari tímum af hálfu ábvrgra
aðila. Varðstjóranum mun ekki takast
að telja öðrum trú um að eitthvað
annað hafí áttí að felast í þessari
aðför og getsökum í garð dómsmála-
ráðherra og þeim er embættíð hlauL
Svo vogar lögregíuvarðstjórinn sér
að segja í grein sinni að stjóm LMFI
„hafi ekki treyst sér að gefa um-
beðna umsögn“. Það er illt tál
afepumar, þegar lögregiuvarðstjóri
verður jafii ber að því að geta ekki
skilið mælt mál og leggja allt aðra
meridngu í það en aðrir eða hvaðan
kemur honum sú viska úr skrifum
mínum, að „ég öfundi dómsmála-
ráðherra af að þurfa að velja".
Ofund og metingur em eiginleikar
sem ég hef mestu óbeit á I grein
minni sagði að umrædd embættís-
veiting dómsmálaráðherrans væri
hafín yfír gagnrýni og það mun vera
einróma álit málsmetandi lögmanna.
Það er algjöriega úr lausu loftd
gripið hjá lögregiuvarðstjóranum að
„ég teiji ráðherra hafna yfír gagn-
rýni“ eða að þeir eigi að vera ein-
hveijir „liálfguðir“. Það þarf dálítið
sérstakan vilja til þess að fá svo undir-
gefiia hugsun úr skrifum mínum. í
grein minni er hvergi að finna orð í
þá átt, en hins vegar lýst ánægju
yfír að hópur manna glíkir lögreglu-
varðstjóranum skuli ekki eiga neinn
umsagnarrétt í krafti starfe sins um
slíkar stöðuveitingar.
í lok greinar sinnar gefur lögregiu-
varðstjórinn i skyn að ég hafi brotið
siðaregiur lögmanna í skrifum mínum
. Af máli hans má ráða að hann að
vonum viti lrtið um siðaregiur iög-
manna og fullyiði því um of.
í 5. gr. þeirra segir „Lögmaður
skal ekki í fréttamiðlum eða á öðr-
um opinberum vettvangi ræða eða
rita um mál sem hann hefur eða
hefur haft til meðferðar." í loka-
málsgrein sömu greinar segir að
málefnaleg tunræða og ritun um
mál sem er lokið... skal ogheimiL
í þessum ákvæðum felst m.ö.o. að
lögmanni er ekki heimilt að reeða eða
rita í fjölmiðla um eigin mál og mun
þetta ákvæði í mínum skilningi vera
sett til þess að lögmaður reyni ekld
að hafa áhrif á dómara og almenning
meðan það er á dómstígL
Það væri hrópleg hefting á mál-
frelsi Iögmanna ef siðareglur þeirra
væru í þeim anda sem varðstjórann
dreymir um og þá væri lögregluríkið
ískyggilega nærri.
Varðstjórinn er svo vinsamlegur að
vilja kenna mér að skrifa, en þar mun
ég ekki síður með ritstörfiim mínum
valda honum vonbrigðum. Á því sviði
mun honum vafalaust takast jafri Ola
og að ætla sér að kenna gömlum
hundi ættuðum úr Húnaþingi að virða
forskrúfaðar umferðarreglur.
í Ijósi þess að vaiðstjórinn er göm-
ul íþiéttakempa þykir mér það
undariegt að hann skuli halda að
sundfeiðir mínar, sem ég hef stundað
nærri daglega í tæpan áratug, séu tíl
þess geiðar að hlusta eftir gróusögum
í heitu pottunum. Hins vegar þyldr
mér ágætt að hinn gamli spretthlaup-
ari skuli hafa fengið mikla útrás með
þessu frumhlaupi sínu á ritvellinum.
Auðvitað þarf vaiðstjórinn ekki að
óttast að skrif hans fæli mig frá því
að lfta inn á kaffístofu lögregiunnar
við Hverfísgötu 113. Hann er líka
velkominn á lögmannsstofúna á Suð-
uriandsbraut 20 og má þar eiga von
á ljúfinannlegum viðtökum eins og
hann hefúr áður mætt þar.
Höfitndur er Kgmaður í Rcykjavík.
ap
grt
PHILIPS
FARSÍMINN
s atn
bandi?
©
HeimilístæKi hf
SÆTÚNI 8. SÍMI 27500 - HAFNARSTRÆTI 3 SIMI 20455