Morgunblaðið - 10.10.1986, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986
45
Kveðjuorð:
Sigmar Jóns-
son - fulltrúi
Fæddur 18. janúar 1943
Dáinn 18. september 1986
Hann Sigmar mágur minn er
dáinn. Mér fínnst það alveg óskilj-
anlegt. Þessi fallegi maður, sem
geislaði af hreysti og lífsgleði, veikt-
ist fyrir tveimur mánuðum og er
nú allur.
Drottinn gaf og drottinn tók. Við
verðum að sætta okkur við það
hversu erfítt sem það nú er.
Sigmar fæddist hér á Blönduósi
18. janúar 1943, sonur hjónanna
Sigurlaugar Valdimarsdóttur og
Jóns Sumarliðasonar, elstur fímm
bama þeirra.
Sigmar var hár og dökkur yfirlit-
um og einkenndi hann rólegt fas
og glæsileiki. Hann var heiðarlegur
og samviskusamur í störfum sínum
ög samskiptum við fólk.
Við kynntumst fyrir tæpum 9
árum og kom það mér þægilega á
óvart hvað hann hafði líflega og
skemmtilega kímnigáfu, undir ró-
legu fasinu. Hann var vinsæll og
vinmargur og óhætt held ég sé að
fullyrða að óvin hafí hann engan
átt.
í júlí 1968 giftist hann konu
sinni, Sigrúnu Kristófersdóttur frá
Skagaströnd. Þau voru eins og
sköpuð hvort fyrir annað, samhent
og glæsileg hjón. Þau eignuðust tvö
böm, Önnu Kristrúnu, f. 1968 og
Jón Kristófer, f. 1972, sem bæði
em gædd góðum kostum foreldr-
anna.
Síðustu 5 árin var aðeins eitt hús
á milli heimila okkar og hittumst
við því oft. Minningamar em marg-
ar og góðar. Ogleymanleg em
gamlárskvöldin heima hjá þeim, þar
var öll Qölskyldan saman komin og
ungir sem aldnir heilsuðu nýju ári
saman. Hjá þeim var gott að vera
og oft fannst mér ég vera betri
manneskja eftir heimsóknir til
þeirra.
Sigmar mætti veikindum sínum
af æðmleysi, það var ekki hans
deild að kvarta, enda var hann mjög
trúaður maður.
Við hlið hans stóð Sigrún nótt
sem dag og gerði allt sem í hennar
valdi stóð, tii að létta honum lífíð
þar til yfír lauk. Hún á alla mína
aðdáun fyrir kjark sinn og dugnað.
Það er basði sárt og erfítt fyrir
Sigrúnu og bömin að sætta sig við
orðinn hlut og það tekur tíma að
græða þau sár.
En minningin um fallegan og
ljúfan eiginmann og föður verður
notaleg þegar frá líður.
Dóttir mín sagði að það hefði
dottið stjama af himninum þegar
hann dó. Það er nokkuð til í því.
Stjaman okkar er fallin. En
minningin um hana er björt og fög-
ur.
Sigrúnu og bömum, foreldmm,
tengdaforeldrum og systkinum
votta ég mína dýpstu samúð og bið
algóðan guð að styrkja þau í sorg-
inni.
Mági mínum þakka ég ljúf-
mennskuna í alltof stuttri en
ánægjulegri samfylgd.
Guð blessi ykkur öll.
Agatha S. Sigurðardóttir
Kynning á WOLTZ snyrtivörum
ídagkl. 12.00-18.00
Miðbær
Vestmannaeyjum
Förðunarmeistari farðar viðskiptavinina
KASKO
tryggir þér lyklavöl
að eigin sparifé!
U€RZIUNARBANKINN
-vúutur oteð (