Morgunblaðið - 10.10.1986, Qupperneq 50
»
50
I73H01
aia/wravmoROM
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986
félk í
fréttum
Lífði á gulrótum
og appelsínusafa
Rætt við signrvegarana í Ljómarallinu
Sigurvegararnir í Ljómarallinu, Gunnlaugur Rögnvaldsson og Þór-
hallur Krisjánsson.
Hver segir að
smá rall sé
eitthvað mál?
SIGURVEGARANIR í Ljómarall-
inu 1986 voru, eins og kunnugt
er, þeir Þórhallur Kristjánsson
og Gunnlaugur Rögnvaldsson,
sem var aðstoðarökumaður. Það
var reyndar Gunnlaugur sem
átti hugmyndina að þvi að blaða-
maður yrði með í förinni fyrstu
sérleiðina og að hans sögn, tók
Þórhallur í fyrstu dræmt í að
hafa farþega með.
„Þetta var nú allt í lagi," sagði
4| Þórhallur eftir að sigur var í höfn
og ljóst var að nærvera blaða-
mannsins hafði ekki haft neikvæð
áhrif á úrslit keppninnar. „Ég hafði
miklar áhyggjur af því fyrir rallið
að hafa farþega með, en þetta gekk
ágætlega."
Alls eru fimm röll á ári hérlendis
og gefa þau öll stig til baráttunnar
um íslandsmeistaratitilinn. Þannig
gefur sigur í ralli 20 stig, annað
sæti 15 stig, þriðja sæti 10 stig og
þar fram eftir götunum.
Þórhallur varð íslandsmeistari í
fyrra, en er í öðru sæti núna, þegar
eitt rail er eftir, svokallað Norðdekk
rall, í lok mánaðarins. Jón Ragnars-
son er efstur að stigum, en þijú
stig skilja þá Þórhall að. Þórhallur
er búinn að skipta nokkuð ört um
aðstoðarökumenn á árinu; fyrst
keppti Sigurður Jensson með hon-
um, þá Ulfar Eysteinsson og loks
Gunnlaugur Rögnvaldsson, sem
mun væntanlega einnig keppa með
honum í síðasta rallinu. Og svo var
að sjálfsögðu blaðamaðurinn að-
stoðarökumaður í mjög skamman
tíma.
„Ég er ekki í neinum vafa um
það að Þórhallur er besti ökumaður
4 lf landsins," segir Gunnlaugur um
ralikappann, en sjálfur er Þórhallur
mjög hógvær og vill helst ekkert
tala um árangur sinn í rallkeppnum.
Gunnlaugur hefur sjálfur margoft
keppt í röllum, en segist þó enga
löngun hafa til að taka í stýrið þeg-
ar Þórhallur situr við stjómvölinn.
Skiljanlega var nokkur taugatitr-
ingur í þeim félögum áður en rallið
hófst og ekki skánaði ástandið eftir
að keppnin var komin í fullan gang.
„Ég gat engu komið niður
fimmtudaginn sem rallið hófst og
borðaði ekkki mikið á meðan á því
stóð,“ segir Þórhallur, en Gunn-
laugur hvíslar því að blaðamannin-
um að Islandsmeistarinn hafi verið
að narta í gulrætur öðru hvoru alla
keppnina og skolað þeim niður með
appelsínusafa.
„Þetta var nokkuð strembið rall,
en samt eru stuttu rallin mikið erf-
iðari, því þá keyrir maður með allt
í botni," segir Þórhallur. Aðspurður
segist _ Þórhallur munu reyna að
vinna íslandsmeistartitilinn, en dul-
býr svarið með því að segjast bara
stefna að því að sigra Jón Ragnars-
son. „Það var nú samt alltaf
draumurinn að vinna Ljómarallið,"
segir hann og brosir.
Þórhallur vill alls ekki gangast
við því að hafa verið bílatöffari eða
mótorhjólagæi í æsku, en segist
hafa fengið bílabakteríuna með
bflprófinu.
„Mér fannst alltaf svo gaman að
keyra; ég var meira að segja farinn
að fara á skíði upp í Bláfjöll bara
til að geta keyrt þangað og til
• baka,“ segir hann.
í rallinu sem var á undan Ljómar-
allinu, fór bíll Þórhalls útaf og
skemmdist mikið.
„Ég er búinn að vera að gera
við bflinn í rúman mánuð fyrir
Ljómarallið, en hann fór nokkuð
illa í Húsavíkurrallinu. Ég hef sjald-
an dottið út úr ralli, nema þá vegna
vélarbilunar. Það eru helst tækni-
legar bilanir, sem setja strik í
reikninginn fyrir rallökumenn. Það
kom nú fyrir Jon í þessari keppni."
Gunnlaugur og Þórhallur sögðu
báðir að mikill keppnisandi ríkti á
meðal rallökumanna almennt, en
sögðu jafnframt að bjátaði eitthvað
á, væru allir tilbúnir til að hjálpa.
Sem dæmi má nefna að Þórhallur
og Gunnlaugur voru búnir að fá
marga viðgerðarmenn til liðs við
sig, og áttu þeir að vera til taks til
að laga bílinn, ef eitthvað kæmi
fyrir, en kvöldið fyrir keppnina, kom
í ljós að fæstir þeirra gátu tekið
þátt í rallinu, þar sem þeir komust
ekki frá vinnu sinni. A öðrum degi
rallsins, lenti svo bfll Þórhalls í
gijóti í sandhlíð, þannig að stýri-
búnaðurinn skekktist og þurfti
Þórhallur að nota bensíngjöfina til
að stjórna bflnum í beygjum. Það
reyndist þó ekki nóg í einni beygj-
unni og rann bíllinn i gijótinu tæpa
100 metra. Þórhallur og Gunnlaug-
ur héldur að nú væri öllu lokið og
allt færi undan bflnum vinstra meg-
in. Þeir luku þó við sérleiðina og í
næsta viðgerðarhléi, tóku viðgerð-
armenn Jóns Ragnarssonar til
hendinni og hjálpuðu þeim félögum
að laga bflinn. Jón var þá dottinn
út úr keppninni og voru því viðgerð-
armennirnir þá boðnir og búnir til
að hjálpa Þórhalli.
Rallið var í heild um 1500 km,
en þar af voru 600 km á sérleiðum.
Á milli þess sem rallararnir aka
sérleiðirnar, keyra þeir svokallaðar
feijuleiðir, sem er í almennri um-
ferð og keyra þá allir á löglegum
hraða, enda varðar það við brottvís-
un úr ralli að aka hraðar en leyfilegt
er á ferjuleiðum. Sérleiðimar eru
allar merktar og lokaðar á meðan
bflamir aka þær á miklum hraða.
Staða rallökumanna í keppni
ákvarðast af refsitíma, sem er sá
tími sem það tekur þá að komast
frá rásmarki hverrar leiðar, að
endamarki. Refsitími Þórhalls og
Gunnlaugs var 7 klst. 16 mín. og
23 sek.
Starf aðstoðarökumanns er mjög
mikilvægt í ralli, þar sem hann leið-
beinir ökumanninum, og sér að
mestu um allt, sem varðar rallið,
nema sjálfan aksturinn. Auk þess
er mikilvægt fyrir ökumanninn að
aðstoðarmaðurinn tali hann til,
hvetji hann eða fái hann til að draga
úr hraða, eftir því sem við á og
veiti honum andlegan stuðning.
Gunnlaugur vildi meina að sigurinn
í rallinu væri að nokkru leyti því
að þakka, að þeir félagamir óku
sérleiðimar áður en rallið hófst og
skráðu allar beygjur í stflabók. Þeg-
ar Þórhallur ók svo leiðimar í rallinu
sjálfu, gat Gunnlaugur sagt honum
nákvæmlega til með hvers væri að
vænta handan beygjunnar, eða
blindhæðarinnar, þannig að hann
gat ekið mun hraðar og af meira
öryggi.
Þegar rallið hófst í Kópavogs-
gryfjunum vom 22 þátttakendur,
en ekki luku nema níu keppninni.
Þrátt fyrir að Þórhallur og Gunn-
laugur hafi komist að mestu
klakklaust í mark, gekk þó á ýmsu
á leiðinni. Á öðrum degi losnaði
háspennuþráður og tók bfllinn að
hökta mikið. Þeir félagar héldu að
vélin væri að gefa sig, en svo reynd-
ist ekki vera og einungis þurfti að
festa þráðinn. Síðar sama dag drap
bfllinn á sér og höfðu þeir ekki
hugmynd um hvað var á seyði.
Tvær bensíndælur eru í Peugeot
Talbot bílnum hans Þórhalls og
skiptu þeir þá yfir á varadæluna
og var þá loks hægt að ræsa bílinn.
Á einni sérleiðinni tóku kappamir
báðir eftir því að bfllinn var orðinn
nokkuð bensínlítill, en hvorugur
þorði að nefna það á nafn, svo hinn
yrði ekki taugaóstyrkur. Gunnlaug-
ur var þá farinn að svipast um eftir
bensíndælum á þeim sveitabæjum
sem þeir óku framhjá, en þá hittu
þeir óvænt á aðstoðarbfl við veginn,
sem hafði aukabensín.
Þórhallur og Gunnlaugur fara
nú að undirbúa Norðdekk rallið af
fullum krafti og yfirfara bflinn á
ný. Þórhallur segist óviss um fram-
haldið á rallakstri eftir síðasta rallið
í ár, enda sé ákaflega erfitt að sam-
ræma vinnu og rallakstur af
einhverri alvöru. Þá er að sjá hvort
honum takist að veija íslandsmeist-
aratitilinn, áður en hann kveður
tómstundagamanið - ef hann lætur
þá verða nf bví að hætta.
„ÞAÐ ER vissara að þú takir
þetta með þér,“ sagði einn sam-
starfsmaður minn og rétti mér
augnaleppa, eins og flughræddir
nota gjarnan til þess að festa
svefn um borð í flugvélum, áður
en ég lagði i hættuförina miklu.
Ég hló hæðnislega og þóttist
hvergi smeyk við „smá rall,“ en
laumaði samt leppunum ofan í
vasa. „Smá rallið" var hvorki
meira né minna en Ljómarallið
sjálft, sem á meðal rallkappa er
talin ein mikilvægasta keppnin í
raUakstri hér á landi.
Í Ljómarallinu nýafstöðnu, var
bryddað upp á þeirri nýjung að
bjóða farþegum að sitja við hlið
ökumanna fyrsta spölinn og þótti
við hæfi að forstjóri Smjörlíkis hf.,
sem framleiðir Ljóma, sæti í fyrsta
bflnum, þar sem sat við stjómvöl-
inn, Jón Ragnarsson, landskunnur
rallkappi. Annar bfllinn, sem var
ræstur, var bfll Þórhalls Kristjáns-
sonar, íslandsmeistarans frá því í
fyrra. Honum til trausts og halds
var enginn annar en undirritaður
blaðamaður, sem aldrei hefur ná-
lægt ralli komið áður.
„Þú ert ekkert bflhrædd, er það?“
var ég spurð. „Ekki neita ég því,
ég þori helst ekki í strætó."
Þórhallur hefði eflaust hugsað
sig þrisvar um, ef hann hefði vitað
af bflhræðslu minni og sjálfsagt
þvertekið fyrir þennan rúnt með
mig innanborðs. En það varð ekki
aftur snúið. Þama var ég komin,
innan um 200 bflatöffara og með
hjálminn í hendi. Beltin spennt og
búið að festa undirritaða á filmu
hjá breskum kvikmyndagerðar-
mönnum, sem fylgdust með fyrsta
spottanum í Ljómarallinu. Af al-
kunnu örlæti, bauðst ég til að lána
Davíð Scheving augnaleppana, en
hann hugði sjálfur á óbrigðult ráð;
að taka bara niður gleraugun.
Fyrsti spottinn í rallinu var svo
sem engin ósköp, rúmir tveir kfló-
metrar í gryfjunum í Kópavogi.
Rásmarkið var við endann á Fífu-
hvammsvegi og átti að „tæta“ þessa
fáu kflómetra á miklum hraða, en
þó ekki svo að lífi bæði áhorfenda
og farþega væri stofnað I hættu.
Ég hafði laumast til að skoða leið-
ina kvöldið áður í eigin bfl og keyrði
moldarveginn á svona 45 km hraða
á sjö mínútum. Þórhallur keyrði
leiðina á einni mínútu sléttri.
Rallbflamir 22 röðuðu sér hvor
á eftir öðrum eftir Fífuhvammsveg-
inum og klukkan 18 var fyrsti
bíllinn ræstur. Þar fór Jón Ragnars-
son með hinn dýrmæta farm af stað
og þá fór mér ekki að lítast á blik-
una. „Er maðurinn með stífkrampa
í fætinum? Mikið ósköp fer hann
hratt,“ hugsaði ég með mér.
Mér varð litið á þykku Morgun-
blaðsúlpuna, sem ég hafði fengið
að láni og fannst ég sjá hreyfingu
koma innanfrá. „Getur það verið
að hjartað sé á leiðinni út úr jakkan-
um?“
Einni mínútu síðar var okkur
gefíð merki um að halda af stað.
Þá greip ég traustataki um ein-
hveija stöng meðfram hurðinni og
hélt mér fast. í fyrsta skipti á
ævinni óskaði ég þess að ég hefði
ekki fullkomna sjón; ég hefði alveg
verið til í að taka niður gleraugun,
eins og Davíð.
En mér til mikillar undrunar, leið
mér ekkert illa. Þórhallur keyrði
að sjálfsögðu eins og bijálaður
maður, en ég varð aldrei hrædd -
allar 60 sekúndumar. Ég bara
fylgdist með áhorfendunum, sem
höfðu raðað sér meðfram veginum
og sumir kannski fullnálægt öku-
leiðinni. Að vísu verð ég að viður-
kenna að í einni beygjunni lokaði
ég augunum og átti alveg eins von
á því að sitja í moldarbarði í næstu
andrá. En ekkert gerðist og Þór-
hallur hélt ótrauður áfram að keyra
eins og óður maður.
Allt í einu sá ég fjöldann allan
af fólki, fjöldann allan af bílum og
Ijöldann allan af myndatökumönn-
um á miðjum veginum og var að
því komin að rúlla niður bflrúðunni
og kalla til þeirra vamaðarorðum.
Það var þá endastöðin og leið 2,
Kópavogsgryfjur, var komin á leið-
arenda. Ég rúllaði niður og afhenti
verðinum tímakort, sem mér hafði
einhvem vegin tekist að titra nafn-
ið mitt á og setti upp kæruleysis-
svip.
Þórhallur kom bílnum fyrir og
við stigum út. Mikið varð ég hissa
að ég héldi jafnvæginu; fætumir
titmðu svo mikið að ég hélt að
hjálmurinn myndi loks koma í góð-
ar þarfir, til að skýla höfðinu þegar
ég dytti í yfírliði á götuna. Allt
gekk þó eins og í sögu og fyrr en
varði var einhver að óska mér til
hamingju með fyrsta rallið mitt.
Ég þakkaði pent og tók þá eftir því
að ég var komin í hóp rallkappa
og reyndi þá af fremsta megni að
taka þátt í umræðunum:
Ég jánkaði eða hristi höfuðið eft-
ir því sem mér fannst viðeigandi,
þegar ég var spurð um háspennu-
þræði, yfirliggjandi knastás, tvöfalt
pústkerfi, tveggja hólfa blöndunga
og beina innspýtingu. Ég vonaði
að engann gmnaði að ég vissi ekki
einu sinni hvar á að setja vatn á
rúðupissið á bflinn hennar mömmu.
„Þetta er náttúmlega bilun," var
það fyrsta sem kom upp úr barkan-
um, þegar ég var spurð hvemig
mér hafi fundist að sitja í rallbif-
reið. „Og þó; þetta var nú svolítið
gaman, ég varð að minnsta kosti
ekkert ótrúlega hrædd.“
Svo fékk ég far sömu leið til
baka með „undanfaranum,“ öku-
tækinu sem fer á undan keppnis-
bflunum og tilkynnir að rallið sé
að hefjast og áhorfendum sé viss-
ara að forða sér af veginum. Ballið
- eða rallið - var búið dg Þórhallur
sjálfsagt feginn að losna við hinn
bílhrædda aðstoðarrökumann. Hinn
rétti aðstoðarrökumaður, Gunn-
laugur Rögnvaldsson, var sestur við
hlið hans og tekinn við. Þá hófst
Ljómarallið fyrir alvöru og bflamir
bmnuðu út úr bænum.
Texti/Helga Guðrún Johnson
Sigurvegarinn i Ljómarallinu, ÞórhaUur Kristjánsson, brosmildur í
upphafi rallsins, enda ókunnugt um bílhræðslu fyrsta aðstoðaröku-
mannsins.