Morgunblaðið - 10.10.1986, Page 53
MORGUNBLAÐEÐ, PÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986
53
Helga Hannesdóttir, formaður skólanefndar Fósturskóla íslands
Fósturskóli íslands 40 ára:
Afmælisins var
niinnst með há-
tíðardagskrá
FÓSTURSKÓLI íslands hélt upp
á 40 ára afmæii sitt 1. október
sl., en sama dag árið 1946 stofn-
aði Barnavinafélagið Sumargjöf
skóla er skyldi veita stúlkum
nauðsynlega undirbúnings-
menntun til þess að taka að sér
forstöðu- og fóstrustörf við leik-
skóla, barnaheimili og barnale-
ik-velli. Þessi skóli hlaut nafnið
Uppeldisskóli Sumargjafar. Árið
1957 var nafninu breytt í Fóstru-
skóla Sumargjafar.
í 25 ár var skólinn rekinn af
Bamavinafélaginu Sumargjöf með
styrk frá ríki og borg. Einkum tók
Reykjavíkurborg þátt í rekstri skól-
ans. Árið 1973 var Fósturskóli
íslands stofnaður sem ríkisskóli og
hefur ríkið séð um rekstur skólans
síðan. Fyrsti skólastjórinn var frú
Valborg Sigurðardóttir og starfaði
hún sem skólastjóri fram á vor
1985 og var því 39 ár í starfi.
Núverandi skólastjóri er Gyða Jó-
hannsdóttir. Árið 1946 hófu níu
nemendur nám við skólann og luku
þeir allir prófi tveimur árum síðar.
Starfsmenntun fóstra tekur nú þtjú
ár.
Afmælisins var minnst með hátí-
ð ardagskrá. Sólrún Jensdóttir,
skrifstofustjóri skólamáladeildar
menntamálaráðuneytisins, færði
skólanum ámaðaróskir Sverris Her-
mannssonar menntamálaráðherra
og afhenti styrk til þýðingar á er-
lendu námsefiii. Valborg Sigurðar-
dóttir flutti erindi um þróun
Fósturskóla íslands og Gyða Jó-
hannsdóttir ræddi um hlutverk og
framtíð skólans. Þar kom fiam að
í vor mun útskrifast fjölmennasti
árgangur í sögu skólans.
Fóstrur, sem hófu nám við Uppeldisskóla Sumargjafar, sem nú er Fósturskóli íslands, 1. okt. 1948.
Frá vinstri: Valgerður Kristjánsdóttir, Elín Torfadóttir, Halla Bachmann, Jóhanna Pétursdóttir og
Þórunn Einarsdóttir
Hluti gesta á afmælishátfð Fósturskóla íslands
Magnús L. Sveinsson, forseti
borgarstjómar, færði skólanum
ámaðarkveðjur borgarstjóra, sem
þá var erlendis. Magnús tilkynnti
jafnframt að borgin myndi veita
sérstaka flárveitingu til skólans á
næsta ári í því skyni að efla störf
hans á sviði endurmenntunar fyrir
þá sem þegar hafa lokið námi í
skólanum. Einnig fluttu ávörp þær
Helga Hannesdóttir, formaður
skólanefndar, og Ingibjöig K. Jóns-
dóttir, formaður Fóstmfélags
íslands, og afhenti hún skólanum
peningagjöf.
Þómnn Einarsdóttir, fóstra, flutti
ávarp frá eldri nemendum og af-
henti að gjöf málverk af frú
Valborgu Siguðrardóttur, málað af
Einari Hákonarsyni. Jón Freyr Þór-
arinsson, formaður Sumargjafar,
flutti skólanum áraaðaróskir og
peningagjöf til kaupa á kennslu-
tækjum. Gréta Matthíasdóttir,
fulltrúi nemenda Fósturskólans, af-
henti skólanum vefstól að gjöf frá
nemendum skólans. í lok hátíðar-
innar þakkaði Gyða Jóhannsdóttir
fyrir þann hlýhug, sem skólanum
hefði verið sýndur.
\aó0
jspi®
VW-^^
\ ***£$&*
6«
- *j
*£«&#***
^Osí'®'09
<>*£$**
0ám
Ikaupstaður
■ r UJ