Morgunblaðið - 10.10.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.10.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐEÐ, PÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 53 Helga Hannesdóttir, formaður skólanefndar Fósturskóla íslands Fósturskóli íslands 40 ára: Afmælisins var niinnst með há- tíðardagskrá FÓSTURSKÓLI íslands hélt upp á 40 ára afmæii sitt 1. október sl., en sama dag árið 1946 stofn- aði Barnavinafélagið Sumargjöf skóla er skyldi veita stúlkum nauðsynlega undirbúnings- menntun til þess að taka að sér forstöðu- og fóstrustörf við leik- skóla, barnaheimili og barnale- ik-velli. Þessi skóli hlaut nafnið Uppeldisskóli Sumargjafar. Árið 1957 var nafninu breytt í Fóstru- skóla Sumargjafar. í 25 ár var skólinn rekinn af Bamavinafélaginu Sumargjöf með styrk frá ríki og borg. Einkum tók Reykjavíkurborg þátt í rekstri skól- ans. Árið 1973 var Fósturskóli íslands stofnaður sem ríkisskóli og hefur ríkið séð um rekstur skólans síðan. Fyrsti skólastjórinn var frú Valborg Sigurðardóttir og starfaði hún sem skólastjóri fram á vor 1985 og var því 39 ár í starfi. Núverandi skólastjóri er Gyða Jó- hannsdóttir. Árið 1946 hófu níu nemendur nám við skólann og luku þeir allir prófi tveimur árum síðar. Starfsmenntun fóstra tekur nú þtjú ár. Afmælisins var minnst með hátí- ð ardagskrá. Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri skólamáladeildar menntamálaráðuneytisins, færði skólanum ámaðaróskir Sverris Her- mannssonar menntamálaráðherra og afhenti styrk til þýðingar á er- lendu námsefiii. Valborg Sigurðar- dóttir flutti erindi um þróun Fósturskóla íslands og Gyða Jó- hannsdóttir ræddi um hlutverk og framtíð skólans. Þar kom fiam að í vor mun útskrifast fjölmennasti árgangur í sögu skólans. Fóstrur, sem hófu nám við Uppeldisskóla Sumargjafar, sem nú er Fósturskóli íslands, 1. okt. 1948. Frá vinstri: Valgerður Kristjánsdóttir, Elín Torfadóttir, Halla Bachmann, Jóhanna Pétursdóttir og Þórunn Einarsdóttir Hluti gesta á afmælishátfð Fósturskóla íslands Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjómar, færði skólanum ámaðarkveðjur borgarstjóra, sem þá var erlendis. Magnús tilkynnti jafnframt að borgin myndi veita sérstaka flárveitingu til skólans á næsta ári í því skyni að efla störf hans á sviði endurmenntunar fyrir þá sem þegar hafa lokið námi í skólanum. Einnig fluttu ávörp þær Helga Hannesdóttir, formaður skólanefndar, og Ingibjöig K. Jóns- dóttir, formaður Fóstmfélags íslands, og afhenti hún skólanum peningagjöf. Þómnn Einarsdóttir, fóstra, flutti ávarp frá eldri nemendum og af- henti að gjöf málverk af frú Valborgu Siguðrardóttur, málað af Einari Hákonarsyni. Jón Freyr Þór- arinsson, formaður Sumargjafar, flutti skólanum áraaðaróskir og peningagjöf til kaupa á kennslu- tækjum. Gréta Matthíasdóttir, fulltrúi nemenda Fósturskólans, af- henti skólanum vefstól að gjöf frá nemendum skólans. í lok hátíðar- innar þakkaði Gyða Jóhannsdóttir fyrir þann hlýhug, sem skólanum hefði verið sýndur. \aó0 jspi® VW-^^ \ ***£$&* 6« - *j *£«&#*** ^Osí'®'09 <>*£$** 0ám Ikaupstaður ■ r UJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.