Morgunblaðið - 10.10.1986, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986
59
Af hverju var ekki minnst á
Matthías Einarsson lækni?
Reykvíkingur skrifar:
Það kom mér á óvart að í sjón-
varpinu á mánudagskvöldið er verið
var að ræða um „ábúendur Höfða"
fyrr og síðar, að þar skyldi ekki
minnst með einu orði á hinn merka
búanda þar, Matthías Einarsson
lækni. Sem Reykvíkingur leyfi ég
mér að gera þá kröfu til þeirra sem
taka að sér það hlutverk að upp-
lýsa, að þeir standi betur að verki
en hér var gert. Matthías Einarsson
læknir var auk þ^ss einn hinna
merkari manna fyrr og síðar í 200
ára sögu Reykjavíkur.
Þökken
ekki takk
Ágæti Velvakandi.
Hvers vegna segir þulurinn í
.sjónvarpinu alltaf takk fyrir? Veit
hann ekki að það heitir þökk á
íslensku? Það er tímabært að ís-
lendingar fari að þakka fyrir sig á
sínu eigin móðurmáli.
Svo er það orðið hvemig. Furðu
marga heyrir maður segja hvemin.
Einnig má nefna orðið þetta. Sumir
vilja klína stafnum ð aftan við það
og segja þettað.
Þetta er aðeins vinsamleg ábend-
ing en blessaðir hættið þið þessari
takk-slettu.
Þökk fyrir,
Ottó
HEILRÆÐI
Hjólreiða- og
bifhjóiamenn
Hafíð öiyggisbúnað hjól-
anna í fullkomnu lagi. Munið
ljósabúnaðinn og endurskins-
merkin. Klæðist ávallt yfir-
höfnum í áberandi lit með
endurskinsmerkjum.
Höfði í Reykjavík.
Þessir hringdu . . .
Jakki tekinn
í misgripum
Sólveig, hringdi:
Fyrstu helgina í september var
jakki tekinn í misgripum úr fata-
henginu í veitingahúsinu Kreml.
Jakkinn var blár og svartur að
lit. Getur sá sem tók jakkann
skilað honum aftur í veitingahúsið
Kreml eða haft samband í síma
91-687308.
Happdrættis-
vinningar á
flugsýningunni
Jónína, hringdi:
Á flugsýningunni í sumar fékk
maður númeraða miða í hendur,
þegar maður keypti sig inn og
gilti miðinn sem happadrætti-
smiði. Ég hef mikið reynt til þess
að fá að vita þvaða númer hlutu
vinning, en ekki haft árangur sem
erfíði. Getur einhver gefíð upplýs-
ingar um hvaða númer hlutu
vinning.
Reiðhjól
í óskilum
Ingibjörg Halldórsdóttir,
hringdi:
Ég fann blátt Super Star bama-
reiðhjól með gulum hnakk fyrir
utan hjá mér í Auðbrekkunni í
Kópavogi fyrir um hálfum mán-
uði. Eigandi hefur ekki gefíð sig
fram og hægt er að fá upplýsing-
ar hjá mér í síma 91-43082.
Svar til
stærð „35“
María Manda verslunareig-
andi hringdi:
Mér er það sönn ánægja að
gleðja stærð „35“ með því að
segja henni að loksins hafí eitt-
hvað verið gert i þessu máli og
þó fyrr hefði verið. Verslunin M.
Manda í Kjörgaði hefur nýlega
farið að versla með yfírstærðir
eingöngu. Á boðstólnum verður
íslenskur, fínnskur, þýskur og
franskur alfatnaður af öllum
gerðum.
Silfurarmband
týndist
á Borginni
Bryndís hafði samband:
Laugardaginn 9. ágúst týndi
ég breiðu silfurarmbandi í eða við
veitingahúsið Borgina við Austur-
völl. Það er mjög sérstakt í lögun
og mér er mjög annt um að fá
það aftur. Þeir sem geta gefið
einhveijar upplýsingar hafí vin-
samlegast samband í síma
91-13782.
Fundið kvenúr
Gróa, hringdi:
Ég fann kvenúr með leðuról á
Barónsstígnum á föstudaginn var.
eigandi getur haft samband í síma
91-615376.
Dýraspítalinn
birti lýsingar
Kattavinur,hringdi:
Mig langaði til þess að spyija
hvort Dýraspítalinn geti ekki birt
iýsingar á þeim köttum, sem kom-
ið er með á spítalann. eg frétti
af ketti þar, sem hefði getað ver-
ið kötur sem var í minni eigu, en
þegar ég grennslaðist fyrir um
þetta, var búið að farga kettinum.
SJALFSTÆÐISMENN REYKJAVIK!
RÚNAR Á ÞING
Kosningaskrifstofa, Klapparstíg 26 e.h. s. 28843.
zzSkólavörðustíg 6, sími 13469.—
Nú erum við
komin með .....
Söngmenn
Karlakórinn Fóstbræður getur bætt við sig söng-
mönnum.
Upplýsingar í síma 84870 eftir kl. 7 í kvöld og
næstu kvöld.
SOVESKIR DAGAR 1986:
Tónleikar og dans
í Hlégarði
Söng- og dansflokkurinn „Lazgí" frá Sovétlýðveldinu Úzbekistan
heldur kveðjutónleika og danssýningu í félagsheimilinu Hlógarði
í Mosfellssveit föstudagskvöldið 10. okt. kl. 20.30. Fjölbreytt efnis-
skrá. Missið ekki af sérstæðri skemmtun. MÍR
Dönsk
nytjalist
í miklu úrvali