Morgunblaðið - 10.10.1986, Page 60

Morgunblaðið - 10.10.1986, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 ILEIÐTOGAFUNDURINN í REYKJA Fjölmiðlar óábyrgir í bókunum - segir forstjóri Ferða- skrifstofu ríkisins mHMBB Æfing á Höfða v 'mmMm uauaariKjamenn og Kussar ærou 1 gær „viðræðufund í Höfða“. Það er bandarísl bifreiðin, sem er komin að húsinu» þegar Jí tók bessa mvnd. en hin er rétt á eftir. EMBÆTTISMENN stórveldanna hafa enn ekki tilkynnt formlega hversu margir eru væntanlegir til landsins á þeirra vegum vegna leiðtogafundarins. Að sögn Kjart- ans Lárussonar forstjóra Ferða- skrifstofu ríkisins er búist við allt að 700 manns frá Bandaríkjunum, þar með taldir blaðamenn Hvita hússins, og um 350 manns frá Sovétríkjunum. Þá er reiknað með að hingað komi milli 12 til 14 hundruð fréttamenn frá sjón- varps- og útvarpsstöð vum víða um heim auk anuarra sem eru á eigin vegum. „Okkar stærsta vandamál hefur verið hvað mikill losarabragur hefur verið á bókunum og hvað margar fréttastofur og dagblöð hafa verið óábyrg í sínum bókunum," sagði Kjartan. Hann sagði að Flugleiðir og Amarflug hefðu orðið fyrir því, að þeir sem bókað hefðu sæti Iétu %rsig vanta jafnvel þótt búið væri að staðfesta pantanir. Sem dæmi nefndi Póstur og sími: Undirbúningi að ijúka Leyfi þegar veitt fyrir sjö jarðstöðvum til gervihnattasendinga PÓST- og símamaálastjórn hefur veitt leyfi fyrir sjö jarðstöðvum til gervihnattafjarskipta á sjónvarpsrásum vegna komu þjóðarleið- toganna til landsins. Að auki er verið að semja við Evrópsku sjónvarpsstöðina EBU fyrir tvær jarðstöðvar. Rúmlega sjö hundruð símar hafa verið afgreiddir til fréttamanna sem hingað eru komnir og skorar Póst- og símamálastjómin á landsmenn að nota sima sína sem minnst laugardag og sunnudag, svo að hægt verði að veita sem besta þjónustu. hann að fullbókað var í vél frá Bandaríkjunum, en þegar lent var í Keflavík vantaði 100 farþega í þær þijár langferðabifreiðar, sem flytja áttu farþegana til Reykjavíkur. „Við höfum verið með fólk í vinnu dag eftir dag til að fínna þeim sama- stað sem búist var við og búið var að bóka,“ sagði Kjartan. „Eitt símtal þar sem tilkynnt er að ekki verði af komunni áður en skellt er á og allt ^er unnið fyrir gíg.“ Kjartan sagði að starfsfólk allt, sem væri gott fagfólk á sínu sviði hafi staðið sig með ágætum og leyst vekefni sín vel af hendi, jafnvel betur en búist var við með tilliti til þess hvað fyrirvarinn var stuttur. Hann sagðist ekki geta gert sér grein fyrir hvort eða hversu miklum tekjum mætti búast við vegna fundarins. „Ef okkur tekst vel til á öllum sviðum eins og ég geri mér góðar vonir um, allt gengur upp og gestir kveðja ánægðir, þá verð ég ánægður," sagði Kjartan. „Við stöndum uppi reynsl- unni ríkari og ég yrði ánægður ef við slyppum á sléttu og ef allir sem hingað koma verði jákvæðir í okkar garð.“ „Þá höfum við breytt jarðstöðinni Skyggni þannig að í stað einnar sjón- varpsrásar eru komar þijár sem senda út samtímis," sagði Þorvarður Jónsson yfírverkfræðingur pósts og síma. Hann sagði að þessar rásir væru þegar bókaðar, ein fyrir send- ingar til Sovétríkjanna, önnur fyrir evrópsku sjónvarpsstöðina EBU og sú þriðja til „Bright Staar“, sem er flutningafyrirtæki. Reiknað er með að tíu sjónvarpsrásir sendi stöðugt’ út allan tímann eða í 500 klukku- stundir samtals. í gegn um Skyggni hafa einnig verið bókaðar hljóðvarpssendingar um allan heiin auk þess sem banda- ríska fjarskiptastöðin CBS hefur sett upp jarðstöð fyrir átta slíkar dagskrárlínur í samvinnu við aðrar útvarpsstöðvar. Talrásum hefur verið flölgað til útlanda úr 220 rásum í 300 og eru 40 línur leigðar beint til fjölmiðla á meðan á fundinum stendur. Bætt hefur verið við rásum til Banda- ríkjanna og sjálfvirka stöðin auk þess verið tengd 35 línum þangað í gegn um London. Línur hafa verið lagðar víða um borgina til þeirra staða sem erlendu frétta- og sjón- varpsstöðvamar hafa komið sér fyrir. Sérstakar línur hafa verið lagðar að Höfða, Hótel Loftleiðum, Hótel Sögu, Hagaskóla, Melaskóla og við gamla Verslunarskólann í Þingholtunum fyrir sendiráð og hót- el í hverfínu. í Hagaskóla rekur Póstur og sími þjónustumiðstöð fyrir fréttamenn. Þar eru símar, ritsími, telex, telefax og póstafgreiðsla. Þar hafa verið settir upp svokallaðir kortasímar, en það eru símar sem sérstök kort þarf til að hringja úr. Hvert kort hefur eitthundrað skref og er hægt að tala án truflunar svo lengi sem þau endast. í Melaskóla hefur íslenska sjónvarpið komið sér fyrir og aðrar stöðvar sem senda á vegum þess. „Við höfum yfírleitt mætt mjög mikilti ánægju hjá þeim sem við höfum unnið fyrir,“ sagði Þorvarð- ur. „Okkar starfsmenn, sem skipta hundruðum hafa unnið myrkranna á milli síðan ákvörðunin um fundar- stað lá fyrir." Þorvarður treysti sér ekki til að segja hver kostnaður væri að þessum framkvæmdum, en taldi að hann skipti milljónum. „Við stefnum að því að tekjumar verði ekki minni. Hér eiga fyrirtæki í hlut, sem hægt er að treysta og við teljum að þau loforð sem við höfum fengið fyrir greiðslum standist," sagði hann. Morgunblaðið/Júlíus Bílalest Reagans Bandaríkjaforseta og fylgdarliðs hans var löng. Á þessari mynd, sem tekin er af brúnni á Bústaðavegi yfir Kringlumýrarbraut, sést að lestin nær frá brúnni og allt inn f Kópavog, við öndvegissúlurnar sem eru við borgarmörkin. Morgunblaðið/Júllus Fjöldi fólks hafði safnast saman þar sem bflalestin fór um og hér sjást forvitnir áhorfendur teygja sig til að sjá betur bifreið Bandaríkjaforseta er hún beygir inn á brúna yfir Kringlumýrarbraut. Ekið á löglegnm hraða til Reykjavíkur „Móttaka Reagans fór nákvæmlega eftir áætlun og ekkert óvænt kom upp á“, sagði Böðvar Bragason, lögreglustjóri f Reykjavík í gær. Böðvar sagði það ekki vera rétt að ekið hefði verið á 'miklum hraða til Reykjavíkur, en í gærkveldi var talað um 120 kílómetra hraða bflalestarinnar frá Keflavík. „Ég fylgdist sjálfur með hraðanum og það var oftast ekið á 60 kflómetra hraða, en tvisvar sinnum var farið upp í 75 kflómetra á klukkustund", sagði Böðvar. „Þetta var að sjálfsögðu afar stórt verkefni, en lögreglan stóð sig mjög vel. Lögreglumenn frá Keflavík, Hafnarfirði, Kópa- vogi og Reykjavík störfuðu þama saman, en ekki hef ég tölu á þeim fjölda. Ég er afar ánægður með það hvemig allt gekk snurðulaust fyrir sig og lögreglan er reynslunni ríkari fyrir komu Gorbachevs í dag.“ Er Böðvar var inntur eftir því hvaða viðbúnaður yrði við dvalarstað Reagans á Laufásvegi sagði hann að við- búnaður yrði að sjálfsögðu mikill, en kvaðst ekki geta gefíð upp hversu margir lögreglumenn yrðu þar að störf- um. „Aðgerðir okkar missa nokkuð marks ef of mikið er gefíð upp um þær“, sagði lögreglustjórinn. /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.