Morgunblaðið - 10.10.1986, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986
61
Yosef Mendelevich talar við
fréttamenn við komuna til ís-
lands. Mopgunblaðið/Þorkell
Mikhail Shirman:
Hjðrð blaðamanna tók á móti Mikhail Shirman er hann kom til
Keflavíkur í gær.
Ferðin til íslands er
mitt síðasta hálmstrá
„Bregðumst við með mannúðlegu hugar-
fari,“ segja Sovétmenn um málefni gyðinga
HÓPUR gyðinga kom í gær hingað til lands frá ísrael í
því skyni að vekja athygli á málstað gyðinga í Sovétríkjun-
um. Meðal þeirra þrettán, sem lentu á Keflavíkurflugvelli,
voru Mikhail Shirman, sem haldinn er hvítblæði og þarfn-
ast beinmergs frá systur sinni í Sovétríkjunum, og Yosef
Mendeievich, er sat í fangelsi í ellefu ár í Sovétríkjunum
áður en hann fékk brottfararleyfi.
Shirman, sem á síðustu stundu
fékk leyfí frá læknum sínum til
að fara til íslands, sagði að hann
væri að beijast fyrir lífí sínu við
komuna í Keflavík. Hann þarf á
beinmergsaðgerð að halda og er
systir hans, Inessa Flerov, sú eina,
sem geturgefíð honum beinmerg.
„Eg þarfnast aðgerðarinnar inn-
an mánaðar, ef ég á að eiga lífs
auðið," sagði Shirman á flugvellin-
um. „Þess vegna kem ég hingað
til lands. Lífdagar mínir eru að
renna út og þetta er mitt síðasta
hálmstrá."
Lögreglan í Moskvu setti Inessu
Flerov í gæsluvarðhald í tvær
klukkustundir í gær fyrir mótmæli
við höfuðstöðvar sovéska Kom-
múnistaflokksins. Henni hafði
verið neitað um brottfararleyfí.
Fram kom á blaðamannafundi
með bandarískum stuðningssam-
tökum við gyðinga í Sovétríkjunum
í gær að Viktor Fleurov, maður
Inessu, væri nú í hungurverkfalli
vegna þess hversu treglega gengi
fyrir hana að fá leyfí til að fara
frá Sovétríkjunum. Sovétmenn
hafa reyndar veitt Inessu brott-
flutningsleyfí, en fari hún fær hún
ekki að koma aftur og neyðist til
að skilja mann sinn og tvö böm
eftir í Moskvu.
A fréttamannafundi Sovét-
manna á Hótel Sögu í gærmorgun
var spurt um mál Shirmans og
hvers vegna systir hans fengi ekki
leyfi til að fara frá Sovétríkjunum.
Um leið var kraflst svara um það
hvers vegna 400.000 gyðingar,
sem sótt hefðu um leyfí til að flytj-
ast brott frá Sovétríkjunum, fengju
ekki að fara.
Nikolas Sislin, sem situr í mið-
stjóm sovéska Kommúnistaflokks-
ins, sagði að spumingin væri
byggð á röngum upplýsingum. Að
hans sögn verður afstaða gyðing-
anna, sem komu í gær, tekin til
íhugunar „Eg get aðeins sagt að
sovésk stjómvöld afgreiða clíkar
beiðnir með mannúðlegu hugar-
fari. Yfirvöld bregðast við á
jákvæðan hátt þegar læknisaðstoð-
ar eða meðferðar er þörf. Hvað
Shirman viðvíkur er afstaðan slík.“
Þegar spumingin um það hvers
vegna Inessa fengi ekki að fara
var ítrekuð sagði Sislin: „Ég get
svarað þessu með annarri spum-
ingu: Hvemig veistu að hún fær
ekki að fara?“
Reis þá á fætur sovéskur frétta-
maður og sagði: „Systir Shirmans
getur farið frá Sovétríkjunum þeg-
ar henni sýnist. Ástæður þess að
hún er ekki enn farin eru þær að
ágreiningur er á milli manns henn-
ar og föður hans, sem sovésk
stjómvöld vilja ekki blanda sér í.“
Yosef Mendelevich var einnig
með í för. Mendelevich sat í fang-
elsi ellefu ár áður en honum var
leyft að fara frá Sovétríkjunum og
hann var mjög haðorður í garð
Mikhails Gorbachev er hann kom
til landsins í gær.
„Ofsóknir á hendur gyðingum í
Sovétríkjunum hafa aukist mikið
síðan Gorbachev komst til valda,"
sagði Mendelevich. „Gorbachev er
annar Stalín.“
„Við hyggjumst halda bæna-
stund á laugardag fyrir bræður
okkar í Sovétríkjunum," kvað
Mendelevich, sem dæmdur var til
13 ára fangavistar eftir að hann
reyndi að flýja af landi brott árið
1970 ásamt hópi vina 3Ínna. Hon-
um var lileypt úr landi 1981.
Rússar staðfesta að
Raisa Gorbachev
kemur til Islands
Gorbachev mun sjálfur velja dvalarstað sinn
nann kæmi til íslands.
í Morgunblaðinu í gær var haft
eftir Valentin Falin, yfírmanni Nov-
osti, að hann byggist ekki við að
frú Gorbachev kæmi til íslands. í
samtali við Morgunblaðið síðdegis
í gær kvað hann um lítinn misskiln-
ing hafa verið að ræða milli sín og
blaðamannsins. Rétt er að geta
þess, að í frétt Morgunblaðsins í
gær var það hins vegar haft eftir
öðrum heimildum, að frú Gorbachev
kæmi til íslands og hefði óskað
eftir að sjá Þingvelli og íslenskan
bóndabæ, og var þess sérstaklega
getið í fyrirsögn fréttarinnar.
TALSMENN Sovétstjórnarinnar
staðfestu í fyrsta sinn á blaða-
mannafundi í Reykjavík um
sexleytið í gær, að Raisa Gorbac-
hev kæmi með eiginmanni sínum
til íslands í dag. Þeir kváðust
ekki geta skýrt frá nákvæmum
komutima að svo stöddu.
Talsmennimir gátu heldur ekki
upplýst, hvar í Reykjavík Gorbac-
hev-hjónin myndu búa. Þeir sögðu
að þrír staðir kæmu til greina,
Hótel Saga, bústaður sovéska
sendiherrans og sovésku skipin í
Reykjavíkurhöfn, og myndi Gorbac-
hev sjálfur velja staðinn, þegar
Dagskrá heimsóknar
frú Raisu Gorbachev
í fylgdarliði frú Raisu Gorbachev, í heimsókn hennar hér á
íslandi, verða þau Sigrún Þ. Mathiesen, frú Kosareva, Kristín
Claessen, Hólmfriður Jónsdóttir, Þórður Einarsson, prótókoll-
stjóri, Helga Jónsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra,
HUdur Hafstað, túlkur, og tveir leiðsögumenn, sem enn er ckki
vitað hveijir verða.
Dagskrá heimsóknarinnar verður á þessa leið:
Laugardagur 11. október.
Skoðunarferð um Reykjavikurborg. Miðborgin, hafnar-
svæðið, sundlaugamar í Laugardal og Breiðholtið
skoðað.
Heimsókn i Stofnun Áma Magnússonar.
Heimsókn i Þjóðmiigasafnið.
Hlé
Hádegisverður i Ráðherrabústaðnum við Tjamargötu.
Alþingi íslendinga heimsótt.
Heimsókn i Æfingaskóla Kennaraháskóla Islands.
Fundur með nemendum, sem senda áskorun tilþjóðar-
íeiðtoga So vétríkjanna og Bandaríkjanna.
Heimsókn i Hnitbjörg - listasafn Einars Jonssonar.
Heimsókn i vinnustofu Leifs Breiðfjörð gierlistamanns.
Hlé
Kvöldverður i boði forsætísráðherraþjóna f Mávanesi
19, Garðabæ.
10.00-11.00
11.00-11.20
11.20-11.45
11.45-12.30
12.30-13.56
14.00-14.30
14.40-15.00
15.10-15.40
15.50-16.30
16.30-19.00
19.00
Sunnudagur 12. október
10.00-12.00 Ekið tíl Þingvalla. Þjóðgarðsvörður sr. Heimir Steins-
3on tekur á mótí gestum og veitir leiðsögn um staðinn
ogsöguhans.
Hádegisverður i Ráðherrabústaðnum á ÞingvöUum.
Ekið frá Þingvöllum að bóndabænum BúrfeUi I
Grímsnesi. Hjónin Böðvar Pálsson og Lisa Thomsen
taka á mótí gestum.
Siðdegiskaffi f Hotel Örk. íslenskur vamingur sýndur
gestum.
Heimferð.
12.00-13.00
13.00-14.30
14.45-15.45
15.45-16.20
Fráleitt að afgreiða
hvert mál fyrir sig
- segir Pamela Cohen, formaður baráttu-
samtaka fyrir gyðinga í Sovétríkjunum
Morgunblaðid/Ámi Steberg
Pamela Cohen, formaður bandariksra baráttusamtaka fyrir gyðinga
i Sovétríkjunum, svarar spumingum á fréttamannafundi í gær.
ÞRJÁTÍU manns, sem berjast
fyrir réttindum gyðinga í Sov-
étríkjunum, ætla að grípa til
aðgerða í Reykjavík á laugar-
dag. Bandarísk samtök, sem
nefnast „Union of Councils
for Soviet Jewry“, héldu i gær
blaðamannafund og sagði
formaður samtakanna, Pam-
ela Cohen, að ætlunin væri
að gefa út yfirlýsingu á al-
mennum vettvangi og hafa í
frammi einhver-s konar að-
gerðir á morgun.
Pamela sagði í ávarpi á fundin-
um að vandamál gyðinga í Sov-
étíkjunum væru það umfangsmikil
að ekki væri hægt að leysa þau
með því að afgreiða hvert mál fyr-
ir sig: „Tæplega hálf milljón
gyðinga hefur óskað eftir brott-
flutningsleyfí frá Sovétríkjunum.
Flestum þessara manna myndi
ekki endast líf til að bíða eftir vega-
bréfsáritun eins og málum er nú
komið.“
Hún lýsti yfír því að Sovétmenn
högnuðust á því að afgreiða hvert
mál fyrir sig og á þann hátt tæk-
ist þeim að hylma yfír ofbeldi og
mannréttindabrot, sem nú við-
gengjust í auknum mæli eystra.
Cohen kvaðst vilja skora á Ron-
ald Reagan Bandaríkjaforseta að
krefjast þess af Mikhail Gorba-
chev, leiðtoga Sovétríkjanna, að
fínna alhliða lausn á málum gyð-
inga í Sovétríkjunum og leggja
fram áætlun í fjórum liðum.
Sagði hún að brýnast væri að
Sovétmenn slepptu þegar öllum
samviskuföngum af gyðingakyni
úr haldi og veittu öllum þeim, sem
flytja vilji úr landi með fjölskyldum
sínum, vegabréfsáritun.
Cohen sagði að ekki hefði enn
fengist leyfí til að vera með mót-
mælaaðgerðir á laugardag.
Samtökin hygðust ræða við yfír-
völd í dag. Hún kvaðst bjartsýn
um að yfírvöld sýndu hjálpsemi
enda væru samtökin í góðri að-
stöðu. Forstöðukona samtakanna
útskýrði ekki nánar í hveiju þessi
góða aðstaða væri fólgin. Gyðingar
frá ísrael, Hollandi, Bretlandi,
Belgíu og fleiri löndum koma hing-
að til að vekja athygli á málstað
sfnum meðan á Reykjavíkur fund-
inum stendur.
Samtökin, sem Cohen gegnir
formennsku í, eru eins konar yfír-
samtök og eiga mörg smærri félög
í ýmsum fylkjum Bandarikjanna
aðild að þeim.
Viðbúnaður
svipaður og er
um áramótin
-segir Rúnar Bjamason
slökkviliðsstj óri
„Viil verðum í stórum dráttum
með svipaðan viðbúnað hér hjá
slökkviliðinu og vepjulega er fy»’-
ir áramót", sagði Rúnar Bjarna-
son, slökkviliðsstjóri, í samtali
við Morgunblaðið aðspurður um
undirbúning vegna leiðtogafund-
arins..
„Það verður aukamannskapur á
vaktinni svo að ef við þurfum að
fara í útkall verður lið eftir á stöð-
inni ef fara þarf í annað útkall.
Annars búumst við ekki við neinu
stórútkalli og það virðist líka vera
skoðun ráðamann því þeir hafa
ekki haft samband við okkur og
beðið um, að við værum reiðubúnir
fyrir slíkt.
En það verður mikill viðbúnaður
í sambandi við sjúkraflutninga. Við
verðum með tvo mannaðá bfla og
sá þriðji er í fylgdarliði Reagans,
bandaríkjaforseta. Það ætti því að
vera vel séð fyrir þeim hlutum".