Morgunblaðið - 10.10.1986, Page 64

Morgunblaðið - 10.10.1986, Page 64
SEGÐU [RNARHÓLL PEGAR W EERÐ ÚTAÐ BORÐA ----SÍMI18833-- STERKTKORT FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Shultz og Kjarval Morgunblaðið/ÓI.K.Mag. MIKIÐ mun mæða á bandariska utanríkisráð- herranum George Shultz næstu daga. Hann kom með Reagan forseta í gærkvðldi og mun búa á Hótel Holti á meðan dvölinni hér stendur. Shultz og aðrir nánustu samstarfsmenn forset- ans funda i bandaríska sendiráðinu fyrri hluta dagsins en siðdegis heimsækir Reagan Vigdisi Finnbogadóttur á Bessastöðum. Shultz er hér í anddyri Hótel Holts og á veggnum er eitt Iistaverka Kjarvals. Tilraunasending* á lambakjöti til Bandaríkj anna TILRAUNASENDING á lamba- kjöti fer til Bandaríkjanna á næstunni. Búið er að taka frá 7 tonn af kjöti i sendinguna og næstu daga verður það unnið eftir óskum kaupenda. Áður hafa farið sýnishorn sem líkað hafa vel og ef tilraunasendingin fær svipaðar viðtökur má búast við að hægt verði að selja verulegt magn af kjöti til þessa kaupanda. Jóhann Steinsson deildarstjóri í búvörudeild SÍS sagði í samtali við Morgunblaðið að verið væri að und- irbúa tilraunasendinguna og færi hún innan tveggja vikna. Valið væri úrvalslqot í þessa sendingu, en verðið væri heldur lágt, eða 30% af heildsöluverði hér innanlands. Auk þess ber söluaðili kostnað af birgðahaldi ytra. Ef af meiri út- flutningi til þessa aðila verður má búast við að söluaðili verði að hafa birgðahaldið með höndum, en það er þó ekki endanlega afráðið, að sögn Jóhanns. Kjötið fer til verslanakeðju í New York. Fulltrúar Landssamtaka sauðfjárbænda komust í samband við þennan kaupandi í fyrra eftir að þeir slitu samstarfí við sinn fyrri samstarfsaðila. Búvörudeildin tók að sér að sjá um hugsanleg við- skipti við þennan kaupanda en það er gert í samráði við fulltrúa sauð- Qárbænda. í nótt var enn óvíst um komutíma Gorbachevs Koma hans gæti rekist á setningu Alþingis ^ÞEGAR Morgunblaðið fór í prentun í nótt var ekki orð- ið Ijóst hvenær flugvélin, sem flytur Mikhael S. Gorbachev leiðtoga Sov- étríkjanna, Raisu konu hans, og föruneyti, til ís- lands lendir á Keflavíkur- flugvelli. Að sögn Kornelíusar Sigmundsson- ar sendifulltrúa í utanrikis- ráðuneytinu höfðu tveir möguleikar verið nefndir, annars vegar að vélin kæmi um hádegi í dag og hins vegar að hún kæmi um kvöldmatarleytið. Sovét- menn höfðu hvorugan möguleikan staðfest. Talsmenn Sovétstjómarinnar sögðu á blaðamannafundi á Hótel Sögu um sexieytið í gær, að Gorbachev væri væntanlegur til íslands um nónbil í dag. „Ef flugvél Gorbachevs lendir í Keflavík á sama tíma og verið er að setja Alþingi þá getur Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands því "Ifniður ekki tekið á móti honum á flugvellinum. Hún verður að sinna þeirri embættisskyldu sinni að setja Alþingi," sagði Halldór Reynisson, forsetaritari, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Af sömu ástæðu gæti Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ekki tekið á móti Gorbachev og kæmi það í hlut Matthíasar Á. Mathisesen utanríkisráðherra að taka á móti leiðtoganum. Alþingi verður settí dag kl.l4:00 að lok- inni guðsþjónustu í Dómkirkj- unni, sem hefst kl. 13:30. Forsetaritain sagði, að Sovét- mönnum hefði verið bent á það, hvenær forseti íslands myndi setja Alþingi. Síðustu fréttir sem Morgun- blaðið hafði seint í gærkvöldi voru þess efnis að Gorbachev myndi koma á sama tíma og Reagan, eða klukkan 19. Var þetta haft eftir yfírmanni útvarps- og sjón- varps í Sovétríkjunum. Sama óvissa ríkir um dvalar- stað Gorbachev-hjónanna hér. Þrír staðir koma til greina, Hótel Saga, soveska sendiráðið og sov- éska skipið George Ots. Ekki verður tilkynnt um dvalarstað fyrr en hjónin koma til landsins. 109. löggjafar- þingið: Alþingi sett í dag Alþingi íslendinga, 109. löggjafarþing, verður sett með hefðbundum hætti í dag. Þingmenn sitja guðsþjónustu i Dómkirkjunni klukkan 13,15. Séra Þorleifur Kjartan Kristmundsson, Kolfreyju- stað, predikar. Forseti ís- iands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, setur síðan Alþingi í þinghúsinu klukkan, 14,00. Hér er um hefðbundna þing- setningu að ræða að öðru leyti en því að erlendar sjónvarps- stöðvar, sem hér hafa úthald vegna leiðtogafundar stórveld- anna í Reykjavik, hafa komið sér fyrir á Austurvelli og munu fylgjast með göngu þingheims frá dómkirkju til þinghúss. Þingstörf hefjast síðan eftir helgina, væntanlega með fram- lagningu Ijárlagafrumvarps fyrir komandi ár, eins og hefð stendur til. Þing það sem hefst í dag er síðasta þing líðandi kjörtímabils. Nýtt þing verður kjörið að vori og þá samkvæmt breyttum stjómskipunar- og kosningalög- Frú Gorbachev heimsækir Búrfell: „Ætli ég spili ekki eitt lítið lag fyrir Raisu í kirkjunni“ Selfossi. Frú Raisa Gorbaehev heimsæk- ir Búrfell í Grímsnesi á sunnu- dag ásamt fylgdarliði. Gestgjafar frú Raisu á Búrfelli verða ábúendurnir þar Böðvar Pálsson og Lísa Thomsen. Böðvar sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann myndi fyrst fara með gestina inn í kirkjuna á staðn- um, en hún var byggð árið 1845. „Ætli ég spili ekki eitt lítið lag fyrir Raisu I kirkj- unni,“ sagði Böðvar í samtali við Morgunblaðið. Hann var áður organisti kirkjunnar, en er nú meðhjálpari. Þau Böðvar og Lísa eiga 5 böm og em tvö þau yngstu heima, en hin við nám í Reykjavík og á Laugarvatni. „Þetta kom nú sennilega til vegna þess að Búr- fell er í leiðinni ofan frá Þingvöll- um, nú og svo þekkir Edda Guðmundsdóttir, forsætisráð- herrafrú, til okkar, en við erum systkinaböm", sagði Böðvar um ástæðuna fyrir því að Búrfell varð fyrir yalinu. Frú Raisa hafði og óskað eftir að heimsækja venju- legan bóndabæ þar sem böm væm í heimili og Búrfell passar Böðvar Pálsson við orgelið sem hann ætlar að spila á fyrir frú Raisu. Dæturaar Anna Ýr og Lára fylgjast með. vei inn í þá mynd. „Mér líst vel á þessa konu og þykir hún með þeim giæsilegustu rússnesku konum sem ég hef séð“, sagði Böðvar. „Eftir að þetta kom til hrökk ég upp við það að það var margt sem ég ætlaði að gera í sumar en kom ekki í verk og væri betur að lokið væri núna. Það kemur vonandi ekki að sök og við vonum að konan verði ánægð anð komuna hingað". Ein varúðarráðstöfun verður gerð á þessum friðsæla stað þegar gestimir koma, sem er að hund- amir verða lokaðir inni svo þeir valdi ekki óþarfa tmflun. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.