Morgunblaðið - 11.10.1986, Síða 4

Morgunblaðið - 11.10.1986, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986 Morgunblaðið/Kr. Ben. Mikil öryggisgæsla er nú á Keflavíkurflugvelli vegna leiðtogafundarins og þurfti Joan Baez að opna gftartðskuna fyrir tollverði. Joan Baez held- ur tvenna tón- leika á Islandi Seinni tónleikunum sjónvarpað beint ÞJÓÐLAGASÖNGKONAN Joan Baez kom til landsins snemma í gærmorgun. Hún er hér í boði íslenskra friðarsamtaka og mun halda tvenna tónleika á fslandi. Verða þeir báðir í dag, laugar- dag, í Islensku óperunni, kluk- kann 14.00 og 21.00. Seinni tónleikunum verður sjónvarpað beint. Joan var hress eftir ferðina og greinilega ánægð yfír að vera kom- in til landsins. Hún gerði að gamni sínu við tollverðina, sem útskýrðu fyrir henni að mikil öryggisvarsla væri vegna leiðtogafundarins. Hún þurfti því að ppna gítartöskuna og taka spegilfagran dýrgripinn upp, svo tollverðimir gætu gengið úr skugga um, að hún bæri ekki vopn eða annan tollskyldan vamingþar. Joan Baez var einn af forystu- mönnum þeirrar þjóðlagabylgju sem gekk yfír Bandaríkin á sjötta áratugnum. Hún sló fyrst í gegn á fyrstu þjóðlagahátíðinni í Newport árið 1959 og fyrsta breiðskífa henn- ar kom út árið eftir. Nokkmm ámm sfðar átti hún svo stóran þátt í því, að Bob Dylan sló í gegn með þvf að syngja lög hans og láta hann koma fram á tónieikum sínum. Joan Baez hefur ávallt verið mik- iil friðarsinni og er nú forseti friðarsamtakanna „Humanitas Int- emational". Henni var kunnugt um leiðtogafundinn á íslandi þegar haft var samband við hana og tók strax vel f að koma hingað, enda Joan Baez MorgunblaM/Kr. Ben. oft látið til sfn taka við tækifæri sem þessi. Joan Baez og aðstoðarkona hennar Martha Henderson dveljast á einkaheimilum meðan á dvöl þeirra hér stendur. Þær fara utan sfðdegis á sunnudag. Nautakjötsfjallið hefur tvöfaldast Sláturfélagið boðar verðlækkun til framleiðenda í SS-póstinum, fréttabréfi Sláturfélags Suðurlands, sem nýlega er komið út segir að eink- um sé vandamál með sölu á ungneytakjöti. Siðan segir: „Nú mun talsvert um það, að undirboð séu viðhöfð á þessum afurðum á markaðnum. Þetta gæti leitt til þess að lækka þyrfd verð naut- gripakjöts til framleiðenda á Reglugerð um framleiðslugjald á umframmjólk LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur gefið út reglugerð um fram- leiðslugjald á mjólk sem framleidd er umfram mjólkurkvóta. Tilgang- urinn er að jafna niður tapinu af vinnslu og útflutningi afurða úr umframmjólkinni en rikið greiðir ekki útflutningsbætur vegna henn- ar, eins og kunnugt er. í framhaldi af útgáfu reglugerðar- innar hefur Framleiðsluráð landbún- aðarins sent mjólkursamlögunum reikninga vegna framleiðslugjaldsins, sem samtals nema 91—92 milljónum kr. Mesta umframmjólkin var á svæði Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi og hefur samlagið fengið reikning upp á rúmlega 51 milljón kr. en samlagið á hærri upphæð í ógreiddum útflutn- ingsbótum vegna vinnslu úr umfram- mjólkinni og því skuldajafnast þessar upphæðir að verulegu leyti. næstunni." Út úr slátrun nautgripa á síðasta verðlagsári komu 3.195 tonn af kjöti sem er 25% aukning frá árinu á undan. Sala nauta- kjöts jókst um rúm 7%, en það dugði ekki til að halda í við fram- leiðsluaukninguna svo að birgðir nærri tvöfölduðust á verðlagsár- inu. Birgðiraar samsvara nú 5—6 mánaða sölu. Framleiðsluráð hefur tekið saman bráðabirgðaskýrslu um framleiðslu og sölu á nautgripakjöti fyrir verð- lagsárið sem lauk þann 31. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt henni voru birgðir í upphafí verðlagsársins 580 tonn. Út úr slátrun komu 3.195 tonn af nautgripakjöti, sem er 643 tonnum eða 25,2% meira en fram- leitt var árið á undan. Seld voru 2.629 tonn, sem er 180 tonnum eða 7,4% meira en í fyrra. Munar litlu að nautakjötafjallið hafí tvöfaldast á árinu, það stækkaði úr 580 tonn- um í 1.143 tonn, eða um 562 tonn, sem er 96,9% aukning. Inn á þessar skýrsiur kemur að sjálfsögðu ekki það kjöt sem fram- leitt er og selt „framhjá kerfínu" en sumir halda því fram að stór hluti nautakjötsneyslunnar fari þá leiðina. Ekki kemur heldur fram hvað mikil framleiðsla er væntanleg á markaðinn á næstu tveimur árum, en hún er áræðanlega veruleg, því mikið hefur verið sett á af kálfum undanfarin tvö ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.