Morgunblaðið - 11.10.1986, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.10.1986, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986 Tókuð þið eftir því hvað hún Vigdís okkar forseti var glæsi- leg er hún tók í hendina á forseta vinaþjóðar vorrar honum Ronald Reagan? Þegar hún Vigdís steig út úr þyrlunni yfirlætislausu hlupu ekki til öryggisverðir með brugðinn brandinn. Nei aldeilis ekki, þessi glæsilegi forseti heimsbyggðarinn- ar gekk óáreittur að íslendinga sið til móts við Reagan og síðan trítlaði hún inní flugstöðvarbygginguna með Steingrím og Halldór forseta- ritara sem lífverði. Af hveiju er maðurinn að minnast á þetta atriði? Jú skýringin er sú að ég tel per- sónulega að leiðtogamir hafi viljað hittast á íslandi einmitt vegna þess hversu allt er hér óþvingað, svo óþvingað að sá er hér ritar getur þess vegna labbað niðrí forsætis- ráðuneyti eftir helgina og heilsað uppá þau Vigdísi og Steingrím. Valdsmenn á borð við Ronald Reag- an og Gorbachev sem mega.ekki um fijálst höfuð stijúka vegna ör- yggisvarða, blaðamanna og skrif- finna, kunna vel að meta slíkt frelsi. í hugum þessara manna og í augum heimsins er og verður ísland lítil eyja þar sem jafnræði ríkir á milli valdsmanna og sauðsvarts almúg- ans. Hér er því gott fyrir valdsmenn að hittast og ræða saman. Mikið var ég annars glaður er Cadillac Reagans birtist á skjánum. Af fréttum undanfama daga hefir mátt ráða að Reagan ætlaði að kúldrast í Opel á leið sinni frá Ke'flavík til Reykjavíkur. Slíkt sæm- ir ekki leiðtoga voldugasta ríkis heims og ekki má gleyma því að leiðtogafundurinn er heilmikið sjón- arspil og þar • skiptir miklu að leiðtogar stórveldanna séu þokka- lega akandi og gisti í mannsæmandi híbýlum. Sjónvarpsáhorfendur vilja líka hafa smá skrautsýningu. En það var ekki bara stór dagur í sögu lands vors er Ronald Reagan drap hér niður fæti og tók í fram- rétta hönd forseta vors. Dagur Leifs Eiríkssonar var hátíðlegur haldinn og öllum heimi kunngert að sá ágæti maður er íslendingur en ekki Norðmaður. Þá urðu þau umskipti í sögu fjölmiðlunar á íslandi að fyrsta einkasjónvarpsstöðin, Stöð tvö, hóf starfsemi sína á degi Leifs Eiríkssonar. Því miður bilaði tækja- búnaður Stöðvar tvö á seinustu stundu þannig að engar fréttir vom sendar út en það fer nú svo margt úr skorðum þessa dagana. Gæti ég jafnvel trúað að andamir í Höfða fæm á stjá með óvenjulegum hætti þegar þeir Reagan og Gorbachev setjast á rökstólana. Tek ég undir með Páli fréttastjóra að ... fall er fararheill og ekki skemmdi um- ræðuþátturinn með Magnúsi Magnússyni sem vafalaust ratar inní alheimssjónvarpið. Til ham- ingju öll sömul og gangi ykkur vel. Lýk ég þessum pistli á tilvitnun í upphafsorð Jóns Ottars Ragnars- sonar sjónvarpsstjóra í fyrrakveld en þau orð eiga harla vel við þá leiðtogamir setjast á rökstólana í Höfða: En við stöndum ekki ein: að bakhjarli höfum við alla þá ís- lendinga frá aldanna öðli sem kusu frelsi fram yfir ófrelsi, andóf fram yfír undirokun; fólkið sem var sífellt reiðubúið að minna á að frelsi er manninum í blóð borið og af öllum þess tilbrigðum er tjáningarfrelsið æðst. Ólafur M. Jóhannesson P.S. Glæsilega gert hjá þér Ög- mundur Jónasson, að ná viðtalinu við Gorbachev á flugvellinum. Þar skutuð þið hjá RUV öllum öðmm sjónvarpsstöðvum heims ref fyrir rass. Hallveig Thorlacius hljóp hratt og vel í skarðið með frábærri þýð- ingu. ÚTVARP / SJÓNVARP Stöð 2 Herskólinn ■■■B Þeir sem sáu OOOO hina eftirminni- legu mynd, An Officer and a Gentleman, muna eflaust eftir Jeikar- anum David Keith. I kvöld mun hann fara með aðal- hlutverkið í myndinni Herskólinn. Eins og nafnið gefur til kynna er myndin um herskóla. Árið er 1964. í fyrsta skiptið í sögu skól- ans er svörtum manni veitt innganga. Will McClean (D. Keith) er falið að vemda blökkumanninn fyr- ir illa innrættum skóla- bræðmm. En það verður ekki án átaka og allt er laggt undir. Óp í fjarska ■■■■ í þessari mynd QQ35 John Hough fara svipir manna á kreik. Blandan er sígild en þrihymingurinn leiðir ekki til neins góðs, einhver hefur morð á pijón- unum. Aðalhlutverkin era í höndum David Carradine, sem leikið hefur margan skúrkinn á liðnum áratug- um, Stephanie Beacham og Stephen Greif. Rás 1: Júlíus sterki ■■■■ Strax á eftir ■j f*40 síðdegisfréttum, U “ dagskrá og veð- urfregnum byijar leikrit Stefáns Jónssonar, Júlíus sterki. Júlíus Bogason heitir hann fullu nafni, skapríkur og ákveðinn piltur. Hann hafði tekið það sérlega óst- innt upp þegar Jósef bóndi bannaði honum að fara í smalamennsku. Undir því ætlaði piltur ekki að sitja og strauk. En flóttinn mis- heppnaðist og nú er bara að setjast niður við út- varpstækið kl. 16.40 í dag og heyra framhaldið. Leikendur í þessum öðr- um þætti em, Borgar Garðarsson, Gísli Halldórs- son, Anna Kristín Amgrímsdóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Inga Þórð- ardóttir, Bessi Bjamason og Jón Júlíusson. Leikstjóri er Klemenz Jónsson. UTVARP LAUGARDAGUR 11. október 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur" Pétur Pétursson sér um þáttinn. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. 9.30 í morgunmund. Þáttur fyrir börn I tali og tón- um. Umsjón: Heiðdís Norðfjörð. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Útvarp frá komu Gor- basjofs og Reagans að Höfða til fyrsta fundar 10.40 Morguntónleikar Sagt verður frá því þegar þeir yfirgefa fundarstaðinn um kl. 12.30 í fréttaþættin- um Hér og nú sem verður útvarpað bæði á rás eitt og tvö. 11.00 Visindaþátturinn. Umsjón: Stefán Jökulsson. Frá útlöndum. 11.40 Næst á dagskrá. Stiklaö á stóru í dagskrá útvarps og sjónvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Þór Sverris- son. 12.00 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. 13.00 Tilkynningar. Tónleikar. ' 14.00 Sinna Þáttur um listinog menning- armál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tón- menntir á líðándi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Olafur Þóröarson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaleikrit: „Júlíus sterki" eftir Stefán Jónsson. Annar þáttur: „Veiðiferöin". Leikstjóri: Klemenz Jóns- son. Leikendur: Borgar Garðarsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Jón Júlíus- son, Beísi Bjarnason, Inga Þórðardóttir, Þorsteinn ö. Stephensesn, Jón Gunnars- son og Þórhallur Sigurðs- son. Sögumaður: Gísli Halldórsson. (Áður útvarp- að 1968.) 17.00 Að hlusta á tónlist. Annar þáttur: Um hrynjandi. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 18.00 Islenskt mál. Guðrún Kvaran flytur þátt- 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.46 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 „Hundamúllinn", gam- ansaga eftir Heinrich Spoerl. Guömundur Ólafsson les þýðingu Ingibjargar Berg- þórsdóttur. 20.00 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson. 20.30 Vinnukonan sem skrif- aði verölaunasögu. Ragnhildur Richter segir frá skáldkonunni Sally Salmin- en. (Áður útvarpaö 11. ágúst sl.) 21.00 íslensk einsöngslög — Magnús Jónsson syngur lög eftir. Sigfús Halldórsson, Eyþór Stefánsson, Jón Þór- arinsson og Sigvalda Kaldalóns. Ólafur Vignir Al- /Z SJÓNVARP LAUGARDAGUR 11. október 16.55 Fréttaágrip á táknmáli 17.00 Hildur — Endursýning. Fýrsti þáttur. Dönskunámskeið í tíu þátt- um. Saga íslenskrar stúlku á danskri grund. Stuðst er við samnefnda kennslubók. 17.25 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixsson. 18.50 Auglýsingarogdagskrá 19.00 Ævintýri frá ýmsum löndum (Storybook International) 13. Mánuöirnir tólf. Myndaflokkur fyrir börn. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaður Edda Þórarinsdóttir. 19.30 Fréttir og veður 20.00 Leiðtogafundurinn í Reykjavik 20.36 Fyrirmyndarfaöir (The Cosby Show) 21. þátt- ur. Bandarískur gaman- myndaflokkur. Þýðandi Guðni Kolbeins- 21.00 Afram læknir — Endur- sýning (Carry On Doctor) Bresk gamanmynd frá 1967. Leikstjóri Gerald Thomas. Áðalhlutverk: Frankie Howard, Kenneth Williams, Barbara Windsor og Charles Hawtrey. „Áfram"-flokkurinn hefur búið um sig í sjúkrahúsi, ýmist sem læknar, sjúkling- ar eða hjúkrunarfræðingar, og veröur spítalalífið því I meira lagi galsafengið. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. 22.36 Óp I fjarska (A Distant Scream) Bandarisk sjónvarpsmynd um dularfulla atburði. Leik- stjóri John Hough. Aðal- hlutverk: David Carradine, Stephanie Beacham og Stephen Greif. Gamall fangi rifjar upp þá óskiljanlegu atburði sem leiddu til þess að hann var dæmdur sak- laus fyrir morð. Þýðandi Stefán Jökulsson. 23.66 Dagskrárlok. STODTVO LAUGARDAGUR 11. október 10.20 Reagan — Gorbasjev — bein útsending frá Höföa. 12.25 Fréttir beint frá Höfða. 12.35 iþróttir. 15.00 Fréttir — samfelld dag- skrá um leiðtogafundinn. 15.30 Þýska Bundesligan 17.55 Teiknimyndir. 18.25 Whiz Kids — banda- rískur framhaldsþáttur fyrir börn. 19.26 Fréttir. 20.00 Blekkingin (Deceptions II). 21.30 Allt í grænum sjó (L'ove Boat). 22.00 Herskólinn (Lords of Dicipline), bandarísk kvik- mynd. 23.30 Náttfari (Nighthawks). bandarísk kvikmynd. 01.00 Myndrokk. 05.00 Dagskrárlok. bertsson leikur á píanó. 21.20 Guðað á glugga. Umsjón: Pálmi Matthías- son. (Frá Akureyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 VeAurfregnir. 22.20 Laugardagsvaka. Þáttur í umsjá Sigmars B. Haukssonar. 23.30 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. Umsjón: Jón örn Marinós- son. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.00. LAUGARDAGUR 11. október 9.00 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 12.00 Létt tónlist 13.00 Listapopp í umsjá Gunnars Salvars- sonar. 15.00 Við rásmarkið. Þáttur um tónlist, iþróttir og sitthvað fleira. Umsjón: Sig- urður Sverrisson ásamt iþróttafréttamönnunum Ing- ólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni. 17.00 Tveir gitarar, bassi og tromma 989 BYL GJAN LAUGARDAGUR 11. október 8.00—12.00 Bjarni Ólafur og helgin framundan. Bjarni Ólaf- ur Guömundsson stýrir tón- listarflutningi til hádegis, litur yfir viðburði helgarinnar og spjatlar við gesti. Fréttir kl. 8.00, 10.00 og 12.00. 12.00—15.00 Jón Axel á Ijúfum laugardegi. Jón Axel Ólafsson fer á kostum í stúdíói með uppáhaldslögin. Fréttir kl. 14.00. 15.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson leikur 30 vinsæl- ustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. Svavar Gests rekur sögu íslenskra popphljómsveita í tali og tónum. 18.00 Hlé 20.00 Kvöldvaktin Gunnlaugur Sigfússon. 23.00 Á nætun/akt með Ásgeiri Tómassyni. 3.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 MHz. AKUREYRI 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. Föstudagsrabb Inga Eydal rabbar við hlust- endur og leikur létta tónlist, les kveðjur frá hlustendum og greinir frá helstu við- burðum helgarinnar. 17.00—18.30 Vilborg Halldórs- dóttir á laugardagssíðdegi. Vilborg leikur notalega helgar- tónlist og les kveðjur frá hlustendum. Fréttir kl. 18.00. 18.30—19.00 í fréttum var þetta ekki helst. Edda Björgvins og Randver Þorláks bregða á leik. 19.00—21.00 Rósa Guöbjarts dóttir litur yfir fréttir vikunnar og spjallar við fólkiö sem kem ur við sögu. 21.00—23.00 Anna Þorláksdótt- ir i laugardagsskapi. Anna trekkir upp fyrir kvöldið og tónlistin ætti engan að svíkja. 23.00—4.00 Nátthrafnar Bylgj- unnar, Þorsteinn Ásgeirsson og Gunnar Gunnarsson halda uppi stanslausu fjöri. 4.00—8.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina einnig, sem fara snemma á fætur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.