Morgunblaðið - 11.10.1986, Side 21

Morgunblaðið - 11.10.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986 21 Fjöldafundur í Paris, haldinn til að minnast hinna fjölmörgu pólitisku fanga, sem á hveiju ári hverfa sporlaust. Þátttakendur bera hvítar grimur til að minna á umkomuleysi hvers þess manns, sem ofsóttur er af pólitískum sökum. Lettlendingar settir um borð i gripavagna jámbrautalestar. Sjá má hveraig mennirair þyrpast í gættina á vagninum til að lita föðurl- andið hinsta sinni áður en ferðin hefst i þrælkunarbúðirnar. (Myndin er að minnsta kosti 25 ára gömul) hefur einnig verið hleypt úr landi. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir „illkynjaðar óspektir", sem líkast til færi betur að kalla friðarfundi. Vafasöm siðfræði Shcharansky og Orlov voru báðir látnir lausir eftir baktjaldamakk stórveldanna. Orlov var hluti af við- leitni stórveldanna til að koma á pólitísku jafnvægi fyrir Reykjavík- urfundinn, segir í leiðara breska dagblaðsins The Times á þriðjudag og telur höfundur slíka viðskipta- hætti bjóða gagmýni heim. í ieiðaranum segir að það sé vafasöm siðfræði að skiptast á fólki fyrir pólitískan ávinning eins og tíðkast í auknum mæli í samskipt- um austurs og vesturs. „í raun virðist stjóm Sovétríkj- anna hagnast á stefnu, sem er ósamræmanleg okkar hugsunar- hætti. Ráðamenn í Moskvu geta vegið upp á móti gagnrýni og ámæli fyrir að fangelsa og ofsækja andófs- menn með því að láta þá lausa. Þeir fáu, sem látnir em lausir, skyggja á hina, sem í haldi eru, vegna þess að fjölmiðlar kjósa frem- ur að greina frá undantekningunni en reglunni, sigrum fremur en ósig- rum,“ segir í leiðaranum og bætt er við að nú þurfi að efla baráttuna fyrir Andrei Sakharov og Yelenu Bonner, sem sitja í útlegð í Gorkí. Klykkt er út með því að nú verði menn að gera sér grein fyrir því að nú séu aðstæður að breytast og baráttan fyrir mannréttindum í Sovétríkjunum verði þess vegna að beinast að því að allir Sovétmenn fái að búa, þar sem þeir vilja, og andmæla viðhorfí stjómvalda á frið- samlegan hátt án þess að eiga á hættu fangelsisvist. Minnihlutahópur í eig'in landi Örlög gyðinga eru ekki einsdæmi í Sovétríkjunum. Lettar hafa átt undir högg að sækja síðan Sovét- menn hemamu Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Litháen öðm sinni 1945. Sovétmenn sóm reyndar í friðarsamningunum 1920 að þeir myndu aldrei sölsa undir sig þessi ríki. Sovétmenn hafa ítrekað gert til- raunir til að fremja þjóðarmorð í Lettlandi og Lettlendingar em nú í þeirri sérkennilegu aðstöðu að vera minnihlutahópur í eigin landi. Þeir taka við skipunum og fyrir- mælum frá Rússum og eiga stöðugt á hættu að vera sendir í rússneskar þrælkunarbúðir og fangelsi. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem á fímmtudag lenti á Keflavíkurflugvelli ásamt Ronald Reagan, flutti fyrr í vikunni ræðu á samkomu með þrjú hundrað leiðtogum bandarískra gyðinga. Hann hét því að málefni gyðinga í Sovétríkjunum yrðu ofarlega á baugi á fundi leiðtoganna í Reykjavík. „Það þarf að færa Sovétmönnum heim sanninn um að þeir verði að taka sig á í mannréttindamálum - og á ég þar einnig við réttindi til að flytjast af landi brott - ef þeir vilji bæta samskiptin við Banda- ríkjamenn," sagði Shultz. Þess er aftur á móti ekki að vænta að Reagan reyni að draga mannréttindamál inn í samninga um fækkun meðaldrægra eldflauga, svo að dæmi sé tekið. Bandarískur embættismaður sagði á frétta- mannafundi fyrr í vikunni að afopnunarmálum yrði haldið að- skildum frá mannréttindamálum á Reykjavíkur fundinum: „A síðasta áratug virtist fólk vera farið að trúa því að hegðun Sovétmanna mjmdi breytast á einu sviði ef hægt væri að knýja þá til samkomulags á öðm sviði. Aftur á móti er víst að Sovét- menn skirrist frekar við að fremja mannréttindabrot ef þau em dregin fram í sviðsljósið. Sovéskum yfír- völdum er annt um mannorð sitt á alþjóðlegum vettvangi og þeim stendur ekki á sama um almenning- sálit í vestrænum ríkjum. Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu mér hlýhug og xináttu á 90 ára afmceli mínu þann 6. október. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Kristjánsdóttirfrá Hjalteyri. Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu mig með gjöfum og kxeðjum á áttrœðisafmceli minu 26. september sl. Valgarður Sigurðsson, frá Hjalteyri. frumsýnir vinsælustu fjölskyldumynd seinni ára, teiknimyndina: Þessi spennandi og gullfallega kvikmynd var sýnd viö alveg ótrúlegar vinsældir í Banda- ríkjunum, Englandi og víðar sl. ár. Nú geta börnin, pabbinn og mamman, afinn og amman notið góðrar skemmtunar. Aukamynd: JARÐARBERJATERTAN Sýnd kl. 3, 5 og 7. Miðaverð 130.00 krónur SJÁLFSTÆÐISMENN í REYKJAVÍK PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS. MARIA E. INGVADÖITIR KOSNINGASKRIFSTOFA í NÝJABÍÓHÚSINU, LÆKJARGÖTU. SÍMAR: 12540,14494,14558. OPIÐ FRÁ 14.00-22.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.