Morgunblaðið - 11.10.1986, Side 40

Morgunblaðið - 11.10.1986, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986 ILEIÐTOGAFUNDURIIMN í REYKJAVÍKl Morgunblaðið/Júlíus Siguijónsson Harry Rich (tv) og Justyn Trenn- er mótmæla framferði sovézkra yfirvalda gegn gyðingnm þar í landi fyrir utan Hótel Sögu í gærkvöldi. Mótmæltu við Sögu í alla nótt „VIÐ erum hér í nafni Brezku námsmannasamtakanna (NUS) og Heimssambands námsmanna af Gyðingaættum (WUJS). Við ákváð- um að koma ekki fleiri vegna afstöðu forsætisráðherra ykkar, þvi við viljum koma sjónarmiðum samtakanna kurteisislega á fram- færi og vekja jákvæð viðbrögð,“ sagði Justyn Trenner, ungur brezk- ur gyðingur, sem mótmælti með- ferð á sovézkum gyðingum við Hótel Sögu i alla nótt. Justyn stóð í rigningarveðri fyrir utan Sögu í gærkvöldi ásamt félaga ~ sínum, Harry Rich. Kaliaði sá síðar- nefndi upp nöfn 10.000 gyðinga sem neitað hefur verið um leyfí til að flytjast frá Sovétríkjunum. Flest- ir þeirra hafa sótt ítrekað um að fá að fara úr landi. Piltamir hófu mótmælaaðgerðir sínar klukkan 17 í gær, á sabbats- degi gyðinga, og lýkur þeim eftir hádegi í dag. Inn á milli nafnakalls- ins löggðust þeir á bæn við fordyri Hótel Sögu til að vekja athygli á ofsóknum, sem þeir kölluðu svo, gegn gyðingum í Sovétrríkjunum, sem ekki fá að iðka trú sína óáreitt- ir. „Við erum fylgjandi viðræðum stórveldanna því þær gætu orðið skref til betra lífs. En við höfum rökstudda ástæðu til að vantreysta sýndum vilja Sovétmanna til af- vopnunar meðan þeir treystast ekki til að tryggja eðlileg réttindi sovézkra gyðinga," sagði Justyn Trenner. Alþjóðleg samtök lækna gegn kjarnorkuvá: Allar kjarnorkusprengingar verði stöðvaðar þegar í stað í GÆR afhenti Dr. Lachlan Forrow, fulltrúi Alþjóðlegra samtaka lækna gegn kjarnorkuvá, sendiráðum Bandarikjanna og Sovétríkj- anna bænabréf, þar sem farið er þess á leit við leiðtoga stórveld- anna, að öllum kjarnorkusprengingum af þeirra hálfu verði hætt sem fyrst. Alþjóðleg samtök lækna gegn kjamorkuvá hlutu frið- arverðlaun Nóbels árið 1985. Einnig leggja læknasamtökin til, í bænabréfí sínu, að í kjölfar slíkrar stöðvunar verði hafnar við- ræður um alþjóðlegan sáttmála, er banni kjamorkusprengingar til langframa. í þriðja lagi er lagt til, að leiðtogar stórveldanna gefí út þá yfírlýsingu til samninga- manna sinna í afvopnunarviðræð- unum, að markmið þeirra eigi að vera algjör útrýming kjamorku- vopna, og loks, að leiðtogamir beini þeim tilmælum til samninga- mannanna, að sem fyrst verði komist að samkomulagi um bann við uppbyggingu nýrra kjamorku- vopnakerfa og sem mestum samdrætti á þeim vopnabúrum sem nú eru til staðar. I lok brefsins segir: „í tilkynn- ingunni um veitingu friðarverð- launa Nóbels 1985 til samtaka okkar lætur verðlaunanefndin í ljós þá von að „sú vakning al- menningsálitsins, sem nú er greinileg, bæði í austri og vestri og norðri og suðri, geti gefíð þeim afvopnunarviðræðum sem nú standa yfír nýja þyngd". Þessi vakning heldur áfram og þessi von er sterkari en áður. Við emm full- trúar 150.000 lækna frá 49 löndum, sem aðhyllast ólík trúar- brögð, menningu og pólítíska sannfæringu, en vitneskja okkar’ um afleiðingar kjamorkustríðs sameinar okkur ásamt þeirri frið- arlöngun sem þessi vitneskja vekur með okkur. Friður næst að okkar mati ekki með nýjum vopn- um eða nýrri tækni, né heldur með eintómum yfírlýsingum um það, hvað sé fyrirmyndarástand. Friður krefst ákveðinnar og áþreifanlegrar afstöðu,sem bygg- ist á þeirri staðrejmd, að á þessari kjamorkuöld verðum við annað- hvort að búa saman í sátt og samlyndi eða útrýmast." „Alþjóðleg samtök lækna gegn kjamorkuvá voru stofnuð af bandarískum og sovéskum lækn- Dr. Lachlan Forrow um er unnið höfðu mikið saman á sviði læknisfræðinnar og kom- ust að þeirri niðurstöðu sameigin- lega, að heiminum stafaði meiri hætta af kjamorkuvánni en nokkm öðm, og væri það því starfsskylda þeirra að upplýsa fólk um þessa vá“, sagði Lachlan Forrow í samtali við Morgun- blaðið. „En við teljum einnig að það sé ekki nóg að koma með sjúkdómsgreiningu, maður verður líka að koma með tillögur um meðferð. Eins og stendur ríkir ekkert traust á milli stórveldanna tveggja og því getur fyrsta skrefíð ekki byggst á trausti. Það verður að byggjast á einhveiju sem auðvelt er að hafa eftirlit með, en bann við kjamorkusprengingum er ein- mitt atriði, sem sérfræðingar telja mjög auðvelt að fylgjast með hvort staðið sé við. Síðan við lögðum fyrst fram þessar tillögu hafa Þingmanna- samtök um alþjóðlegar aðgerðir í þágu afvopnunar og þróunar (PGA), sem Ólafur Ragnar Grímsson veitir forstöðu, einnig lagt fram tillögur um þetta atriði og í síðasta mánuði samþykkti bandaríska Fulltrúadeildin áskor- un um stöðvun á kjamorkuvopna- tilraunum. Það eina sem þarf nú til þess að þetta verði að veruleika er samkomulag milli þessara tveggja manna, Reagans og Gorbachevs. Rússar áforma takmarkað- an brottflutningf herliðs síns Mottkvn. AP. ^ Moskvu, AP. ÁFORM Sovétstjómarinnar um að kalla heim hluta af herliði sinu í Afganistan í þessum mán- uði virðast eiga að konia í veg IIEIMDAU.UR Yfirheyrslur Hverjir verða þingmenn Reykjavíkur? — Eru framsóknarmenn á framboðslista? í dag, laugardaginn 11. október, mun Heimdallur, Félag ungra sjálf- stæðismanna i Reykjavik, gangast fyrir „yfirheyrslum" yfir frambjóð- endum í prófkjöri sjálfstæðismanna i Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Yfirheyrslurnar fara fram i Valhöll, Háaleitisbraut 1, og hefjast kl. 14.00. Ýmsar spurningar verða lagðar fyrir frambjóðendur sem brenna á vörum ungs fólks. Má nefna: Á að selja rás 2 og nýja útvarpshúsiö? Munu þingmenn Reykjavikur styðja kartöfluskattinn á ný? Á að leyfa áfengt öl? Með þessum spurningum og fleirum má komast að því hvort fram- sóknarmaöurinn blundi í einhverjum frambjóðanda. Allir sjálfstaeðismenn velkomnir. Heimdallur F.U.S. Reykjaneskjördæmi Fundur verður haldinn i kjördœmísráði Sjálfstæðisflokksins f Reykjaneskjördæmi fimmtudaginn 16. október 1986 kl. 20.00 i Sjálf- stæðishúsinu, Hamraborg 1, Kópavogi. Dagskrá: 1. Tillaga frá kjörnefnd um að kjördæmisráð falli frá ákvörðun sinni um prófkjör. 2. Tillaga um, að kjörnefnd viðhafi skriflega skoðanakönnun um sex frambjóðendur meöal aðal- og varamanna í kjördæmisráði, aðal- og varamanna i stjórnum fulltrúaráða og Sjálfstæðisfélaga svo og meðmælenda prófkjörsframbjóðenda 4. okt. 1986. Stjórnin. fyrir gagnrýni á leiðtogafundin- um í Reykjavík á nær 7 ára hersetu Rússa í Afganistan. Sovézkir embættismenn hafa haldið því óspart á loft að undanf- ömu, að fyrir dyrum standi brott- flutningur á tíunda hluta sovézka herliðsins í Afganistan. Hefur þetta verið’ endurtekið hvað eftir annnað í hinum ríkisreknu fjölmiðlum Sov- étríkjanna og að fyrirhugað sé að senda vestræna blaðamenn þangað til þess að þeir geti fylgzt með heim- för þessa herliðs. Fréttir af því, að ætlunin sé að byija þennan brottflutning á mið- vikudaginn kemur, komu fram samtímis því sem undirbúningur hófst undir leiðtogafundinn í Reykjavík og kann að vera ætlað að vekja þá skoðun, að nú sé unnið að því að binda endi á stríðið í Afganistan. Eduard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétreíkjanna, minntist á fyrihugaðan brottflutning herliðsins í heimsókn sinni til Bandaríkjanna og Kanada fyrir skömmu. Varð vestrænum blöðum tíðrætt um þessi ummæli hans, en hins vegar var ekki minnzt á þau í sovézkum fjöl- miðlum. Nikolai Shislin, einn af áróður- smálasérfræðingum kommúnista- flokksins, sem nú er staddur í Reykjavík vegna leiðtogafundarins, vildi ekki skýra blaðamönnum þar frá því í gær, hve margir sovézkir hermenn væru í Afganistan nú, en sagði hins vegar, að tölur vest- rænna fjölmiðla væru „að meira eða minna leyti nákvæmar", en sam- kvæmt þeim er talið, að í sovézka herliðinu í Afganistan séu 115.000 - 120.000 manns. Holland: Leiðtogafundur og landkynning Frá Eggert H. Kjartanssyni, fréttaritara Morgunbladsins í Hollandi. ÞAÐ HEFUR ekki farið fram hjá neinum hér í HoIIandi, að þeir Reagan og Gorbachev ætla að hittast í Reykjavík og ræða heimsmál- in. Oll helstu dagblöð og tímarit landsins auk annarra fjölmiðla hafa beint athygli sinni að fundinum og væntanlegri útkomu hans. Einnig hafa nokkur dagblaðanna gert landi og þjóð góð skil. Það er óhætt að fullyrða, að aldr- ei áður hefur verið um jafn almenna og jafn góða umíjöllun hollenskra fjölmiðla að ræða. Svona sem dæmi um áhrif fundarins og þau skil, sem honum hafa verið gerð, má nefna, að í umræðum þingmanna um stefnu ríkisstjómarinnar fyrir næsta ár var fundurinn í Reykjavík tekinn fyrir. Einnig birtist í veður- fregnunum orðið Reykjavík á skerminum og engu er líkara en að veðurguðimir séu búsettir ein- mitt þar þessa dagana. Fréttaritar- ar frá Hollandi, sem eru staddir á íslandi, hafa reynt að gera sér grein fyrir hegðun landsmanna eftir bestu getu og einn fullyrti, að Reykjavík samanstæði af 90.000 ríkis- og borgarstarfsmönnum á sama tíma og annar reyndi að átta sig á því, að á fimmtudögum er ekkert sjón- varp. Flestir hafa þó beint athygli sinni að sjálfum fundinum og hafa litlar áhyggjur af öðm. Greinilegt er, að vonir em bundn- ar við fundinn af hálfu opinberra aðila hér auk þess sem friðarhreyf- ingar og vel upplýstur almenningur lætur sig dreyma um, að á íslandi verði brotið í blað í vígbúnaðarkapp- hlaupinu og unnt verði að fara að vinna að auknum friði í heiminum. Ekki er laust við, að einstaka Hol- lendingur óski þess, að landið þeirra væri svo friðsælt, að þeir Reagan og Gorbachev hefðu valið það sem fundarstað, enda mikil og góð aug- lýsing. Það er því vonandi að Islendingum takist að fylgja um- ijölluninni.eftir til að nýta hana sem best. Er það skoðun þeirra, sem ég hef rætt við og eitthvað hafa með ísland og íslenskar vömr í Hollandi að gera.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.