Morgunblaðið - 11.10.1986, Side 43

Morgunblaðið - 11.10.1986, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986 43 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Vinnudýr og félagsmálatröll Ég ætla í dag að fjalla um samskipti Vogar (23. sept.—22. okt.) og Steingeitar (22. des.—20. jan.). Einungis er fjallað um hið dæmigerða fyrir merkin og lesendur minntir á að hver maður á sér nokkur stjömumerki. Spenna Á milli Vogar og Steingeitar er 90 gráðu hom. Það táknar að spenna er milli merkjanna og þau að mörgu leyti ólík. Vog er frumkvætt, jákvætt loftsmerki og Steingeit frumkvætt, neikvætt jarðar- merki. Vogin Vogin er félagslynd og lætur stjómast af hugsun, skyn- semi og fagurfræðilegum sjónarmiðum. Jafnvægi á öll- um sviðum skiptir hana miklu, s.s. rétt samsetning lita í klæðnaði og það að frið- ur, samvinna og réttlæti ríki í umhverfi hennar. Vogin er oft á harðahlaupum milli manna og málefna, til að ná sáttum, greiða úr ágreinings- efnum og sjá til þess að allir njóti sín. Hún er hinn fæddi sáttasemjari. Því mótast framkoma hennar yfírleitt af tillitssemi, er vingjamleg, þægileg og opin. Það að allir fá sitt tækifæri og bros er aðlaðandi eiginleiki í fari Vogarinnar. Steingeitin Steingeitin er ólík Voginni í skapferli. Hún er iðulega heldur þurr á manninn og lokuð gagnvart öðru fólki. Einstöku sinnum virkar hún beinlínis köld og stíf. Hún er ekki jafn félagslynd og Vog- in, er hlédrægari og varkár- ari. Steingeitin er jarðbundin skynsemisvera, ákaflega skipulögð og yfírveguð. Hún er gjöm á að leggja öðrum línuna, annað hvort með því að skipa fyrir og ráðskast með umhverfið eða með því að benda fólki á það skyn- samlega í stöðunni. Þar sem hún veit að aðrir em ekki jafn hagsýnir, skipulagðir og skynsamir og hún, axlar hún oft ábyrgð annarra. Heima og úti Mögulegir árekstrar milli þessara merkja í samskiptum em fólgnir í félagslífí og vinnu. Steingeitin er ábyrgð- armikið vinnudýr en Vogin skemmtanaglaður fagurkeri. Það þýðir að Steingeitur mega oft ekki vera að því að fást við annað en vinnu, það að fullnægja metnaði sínum og takast á við sífellt þyngri ábyrgð. Þetta á við hvort sem Steingeitin er stjóri einhvers staðar eða mamma. Mamma Steingeit gleymir iðulega að lifa vegna ábyrgðar á heimili og bömum. Vog sem vill gjaman fara í bíó, í leikhús, í heimsókn, á ball, í ferðalag eða taka þátt í annarri félags- legri uppákomu gæti átt erfítt með að þola vinnuástríðu Steingeitarinnar til lengdar og þörf hennar til að sitja síðan heima og slappa af, loksins þegar vinnudegi er lokið. Þroskandi andstœÖur Ef félagslegar móttökur em hluti af vinnu Steingeitarinn- ar á samband þeirra strax betri möguleika. Hætt er þó við að hvort fínni sitt og þau fjarlægist síðan smátt og smátt. Það sem endanlega skiptir þó máli er hvar önnur merki lenda hjá viðkomandi. Ef þau em lfk geta þau átt ágætlega saman. Eða og þar segir, samband ólíkra ein- staklinga er lærdómsríkt og þroskandi. TOMMI OG JENNI T!L HAMIUGJU <)££> AFM/EUe?, ( FtZh 0/dOJS\ \ l!ka ! I ( 6,N£/, þ!E> tSEeiÐ þAE> EKKI1 É(5 \gEK<l SPREHGWKdKURHAK. Wft IX UOSKA SMÁFÓLK NO ONE KN0W5 LOHERE THE FLU EFIPEMIC OF 1918 5TARTER 5UT IT 5PREAP ALL AROUNP THE WORLP. 8EF0RE IT ENPEP IN 1919, TUJENTV MILLION PEOPLE MAP PIEP... Enginn veit um upptök inflúensufaraldursins 1918, en hann breiddist út um allan heim ... Áður en honum lauk 1919 höfðu 20 milljónir manna látist... Spyijið flugkappann úr fyrra stríði, hann var þar... Ég veiti ekki viðtöl! Bridshöfundurinn Martin Hoffman frá Bretlandi, sem sumir muna kannski eftir frá Bridshátíð 1984, hrósaði ind- verskum andstæðingi sínum Roftt Robi, fyrir að vinna fjögur hjörtu í eftirfarandi spili. Spilið kom upp á HM á Miami. Norður ♦ ÁKG ♦ 985 ♦ K9763 + 86 Vestur ♦ D9763 + K ♦ D10854 ♦ D5 Austur + 5 VG732 ♦ G2 ♦ Á97432 Suður ♦ 10843 VÁD1064 ♦ Á ♦ KG10 Hoffman hélt á spilum vesturs og hitti á gott útspil, lítinn spaða. Robi drap fyrsta slaginn á ás blinds og rúllaði hjartaníunni yfír á kóng Hoffmans. Hoffman ætlaði nú að vera geysisnjall og fæla Robi frá spaðasvíningunni með því að spila spaðaníunni. En Robi svínaði og austur trompaði. Austur hélt auðvitað að spaðanían væri hliðarkall, sem vísaði á túgul, og spilaði þar til baka. En sagnhafí átti slaginn á tígulás og tók trompin í botp^ Hoffman varð að halda í tvo spaða og þijá tígla, svo hann neyddist til að henda lauffim- munni. Þá fór Robi inn á blindan á spaðakóng, henti spaða niður í tígulkóng, spilaði laufí og fór upp með kónginn þegar austur setti lítið! Drottningin kom undir og sagnhafí gat sótt tíunda slag- inn á lauf. Vel spilað. Hins vegar má vinna samninginn þótt austur spili litlu laufi en ekki tígli efti*F* að hafa fengið stunguna. Þá er auðvitað nauðsynlegt að fara upp með laufkóng, en síðan er hægt að vinna spilið á kast- þröng, sem byggist á stíflunni í lauflitnum. Áhugasamir lesend- ur geta reynt að leysa úr því dæmi. A Við skulum líta á það nýjasta í Najdorf-afbrigðinu, uppáhaldi Bobby Fischers: Hvitt: Lobron, Svart: Chandler, v-þý2ku deild:^1' keppninni í ár. 1. e4 — c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - a6, 6. Bg5 - e6, 7. f4 - Be7, 8. Df3 - Dc7, 9. 0-0-0 - Rbd7, 10. g4 - b5, 11. Bxf6 - Rxf6, 12. g5 - Rd7, 13. f5 - Rc5, 14. f6 - gxf6, 15. gxf6 - Bf8, 16. Hgl!? (Yfírleitt er hér leikið 16. Dh5) - Bd7, 17. Hg7! - Bxg7, 18. fxg7 - Hg8, 19. e5 - d5? (Browne lék hér 19. — 0-0-0 gegn Ungveijanum Perenyi á New York Open og hékk á jafn- tefli.) 20. Df6! — b4 og nú fléttaði Lobron laglega: 21. Rf5! (Ég sé ekki betur en 21. Rdb5! vinni einnig, sbr. 21. — axb5, 22. Rxb5—- Bxb5, 23. Bxb5+ - Rd7, 24. Hfl og 22^ — Rb3+ er svarað með 23. Kbl) ' 21. - exf5, 22. Rxd5 - Dd8, 23. Dd6 - f6, 24. Bc4 - Be6, 25. Rc7+ - Kf7, 26. Bxe6+ og Chandler gafst upp. Najdorf-afbrigðið á í nokkurri vök að veijast um þessar mund- ir, ekki sízt vegna þess að Fischer er hættur taflmennsku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.