Morgunblaðið - 11.10.1986, Side 48

Morgunblaðið - 11.10.1986, Side 48
(U> mr MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986 Minning: Einar Hjartarson frá Geithálsi Kveðjuorð Fæddur 31. janúar 1926 Dáinn 31. ágúst 1986 Þegar ég svo skyndilega sé á bak vini mínum Einari Hjartarsyni vél- stjóra á Lóðsinum eftir að hafa þekkt hann í áratug og verið náinn samstarfsmaður hans sækir að mér sár sökunuður sem þó er blandinn gleði yfir því að hafa fengið að njóta samveru hans. Hann var þéttur á velli, léttur í lund. Hann var góður og skemmti- legur félagi og oft var skipst á ákveðnum skoðunum um borð í Lóðsinum. Skapmaður sem hafði gaman af að §alla um menn og málefni og ófeiminn að halda fram skoðunum sínum. Einar fæddist á Geithálsi hér í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru hjónin Katrín Sveinbjöms- dóttir og Hjörtur Einarsson en þau eignuðust sjö böm. Einar tók þátt í íþróttum á æskuárum og var mikill Týrari og fylgdist alla tíð vel með á því sviði, og nú á síðustu árum er dóttursyn- ir hans vom að keppa. Á yngri ámm stundaði Einar siglingar víðsvegar út í heimi og heyrði ég margar skemmtilegar sögur úr þeim ferðum. Hann var háseti og vélstjóri í mörg ár á báta- flota Vestmannaeyja. Einar lærði rennismfði í vélsmiðj- unni Magna og vann þar í mörg ár en síðan var hann verkstjóri í Völundi þar til í janúar 1973. Þá fór hann á Lóðsinn og var við björg- unarstörf á gostímanum. Eftir það starfaði hann hjá Landsvirkjun í Sigöldu. Árið 1976 tók hann við vélstjóm á Lóðsinum og gegndi því starfí til síðasta dags. Mér er minnisstæð umhyggja Einars fyrir vélinni í Lóðsinum. Þegar hann fór niður í vélarrúm lagði hann höndina á smurkassann, strauk henni aftur með vélinni, stoppaði við gangráðinn og sagði: „Þú ert besta vél sem fyrirfinnst." Eitt sinn er við vomm á Lóðsinum á leið fyrir Klettinn í vonsku veðri heyrðum við vélina hiksta á einum sílindranum. Þaut Einar þá niður og allt varð eðlilegt. Þegar hann kom upp spurði ég hvað að væri. Þá svaraði Einan „Ekkert, ég sagði henni að hún væri besta vél sem fyrirfínndist." Þetta atvik finnst mér lýsa Ein- ari vel, umhyggju hans og árvekni í starfi. Einar tók þátt í starfi Sveinafélags jámiðnaðarmanna. Var mörg ár í Slökkviliði Vest- mannaeyja. Hann var bróðir í Oddfellow-reglunni hér í bæ. Allt frá æsku fylgdi Einar Al- þýðuflokknum að málum og stóð þar þéttur fyrir í vöm og sókn fyr- ir málstað flokksins. Hann var mikill Vestmanneying- ur. Dáði sumarfegurð Eyjanna en tókst á við vetrarveðrin eins og mannlíf Eyjanna. Dáði það sem vel fór, reyndi að betmmbæta hitt með harðri málsókn. Einar kvæntist 31. desember 1949 Sigríði Stefánsdóttur frá Ak- ureyri. Heimili þeirra og dætranna tveggja var á Geithálsi. Þær em Ragnheiður, sem gift er Guðjóni Rögnvaldssyni og eiga þau þijú böm, og Aðalheiður Jóna, sem gift er Njáli Kolbeinssyni og eiga þau eina dóttur. Heimilið stóð hjarta Einars næst. Fjölskyldan á Geithálsi og síðan bamaböm var þungamiðjan í tilvem hans ásamt starfinu. Þau hjónin Einar og Sigríður áttu fallegt heim- ili á Geithálsi og vom mjög samhent enda góð heim að sækja. Ég vil nota þessar línur til að þakka fyrir þær ágætu stundir sem við Einar áttum saman. Eftirlifandi eiginkonu, dætmm, bamabömum og tengdasonum flyt ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ágúst Bergsson Þegar ég hringdi í Einar tengda- föður minn sunnudaginn 31. ágúst sl. var hann hress og kátur eins og venjulega. Ekkert benti til þess að þetta yrði okkar síðasta samtal. Var ég að reyna að fá hann til okkar í sumarbústað í nokkra daga. Spurði Einar um dótturson sinn, Hlyn, sem þá var að koma úr sínu fyrsta fótboltaferðalagi. Ætlaði Einar síðan að athuga málið með ferðina en þegar ég hringdi stuttu seinna fékk ég ekk- ert svar. Skjmdilega hallaði sumri — Haustið var komið og í þetta sinn allt of fljótt. Við spyrjum af hveiju — og enn fáum við ekkert svar. Einar Hjartarson fæddist að Geithálsi í Vestmannaeyjum 31. janúar 1926. Þar ólst hann upp og bjó alla tíð. Foreldrar hans vom þau hjónin Katrín Sveinbjömsdóttir og Hjörtur Einarsson, en þau em bæði látin. Böm þeirra vora sjö. Jó- hanna, Sveinbjöm, Alfreð og Einar, sem em öll látin fyrir aldur fram, Svanhvít, sem býr við Búrfell, og Gísli og Guðný Ragnheiður, sem búa í Reykjavík. Einar ólst upp við ástríki sam- hentra foreldra og var augasteinn afa síns og nafna sem bjó á loftinu á Geithálsi. Snemma kynntist Einar sjó- mennskunni. Þegar seinni heims- styijöldin skall á var hann í siglingum á mb. Skaftfellingi, sem síðan sigldi öll stríðsárin með nýjan fisk til Englands. Oft komst áhöfn- in í hann krappan, en þegar Einar sagði frá þessum siglingum var á þeim ævintýrabragur. Frásagnir Einars vom lifandi og skemmtilegar og honum líkar. Sjómennsku stund- aði Einar af og til á yngri ámm. Sautján ára gamall hóf Einar nám í rennismíði í vélsmiðjunni Magna. Vann hann þar í mörg ár en fór þaðan sem verkstjóri í vél- smiðjuna Völund og vann þar fram að gosinu í Heimaey. Þann 31. desember 1949 kvænt- ist Einar eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Stefánsdóttur. Hún er fædd og uppalin á Akureyri, dóttir hjónanna Ragnheiðar Jóns- dóttur og Stefáns Amasonar, sem em bæði látin. Einar og Sigga bjuggu allan sinn búskap að Geithálsi. Fyrstu árin ein en síðan með dætmm sinum tveim- ur, Ragnheiði og Aðalheiði. Ragnheiður er konan mín og eigum við þijú böm, Einar Þór, Hlyn Rafn og Ástu Sigríði. Aðalheiður er gift Njáli Kolbeinssyni og eiga þau eina dóttur, Marý. Að koma inn í þessa samhentu litlu fjölskyldu var ljúfara en ég hefði getað hugsað mér. Mér var vel tekið frá fyrstu tíð svo ekki sé meira sagt og vil ég þakka fyrir það allt sem Einar og Sigga vom mér og minni fjölskyldu. Heimilið, dætumar og síðan bamabömin var það sem líf Einars og Siggu snerist um. Á meðan á gosinu stóð starfaði Einar hjá Viðlagasjóði við björgun- arstörf. Eftir að því erfíða tímabili lauk réð Einar sig til sjós á Krist- björgu VE og var þar eina vertíð. Síðan lá leið hans á allt aðrar slóðir er hann hóf störf hjá Lands- virkjun við Sigöldu. Þar vann Einar við niðursetningu á vélum ásamt mági sínum, Bolla Þóroddssyni, og fleiri mætum mönnum. Síðustu 10 árin var Einar vél- stjóri í fullu starfí á hafsögu- og björgunarskipinu Lóðsinum, en hafði oft áður verið þar íhlaupamað- ur. Þessu starfi fylgdi mikið álag, enda áhöfnin á vakt allan sólar- hringinn árið um kring. Eftirtektar- verð vom áhugi og alúð Einars fyrir starfi sínu, en höfnin og málefni Eyjanna vom honum afar kær. Betri málsvari fyrir Eyjamar er vandfundinn. Við fyrstu kynni mín af Einari vakti athygli mína hversu hreinskil- inn hann var. Hann sagði jafnan skoðun sína hreint og umbúðalaust þó að sviði undan stundum. Sóttist ég ásamt fleiram að heyra skoðanir hans. Þannig var Einar, hreinn og beinn í öllu sínu iífi. Maður sem hollt og gott var að þekkja. Kímni hans og glaðværð yljuðu mörgum og áttu sér oft stað miklar og fjöragar umræður í Hafnarskýl- inu, enda var þar gestkvæmt. Nú er skarð fyrir skildi í vinahóp Einars. Við söknum vinar í stað. Mestur er þó missir Siggu. Megi Guð gefa henni styrk á þessum erfiðu tímamótum. Minningar um sannan dreng hjálpi okkur öllum. Blessuð sé minning Einars Hjart- arsonar. Guðjón Rögnvaldsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð f Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðs- ins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á þvf vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gild- ir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu lfnubili. Litlan stúlkan okkar, + HREFNA ÞÓRDÍS, lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 9. okt. Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni 13.30. Hafnarfirði miövikudaginn 15. okt. kl. Sigrún Einarsdóttir, Póll Bergþór Guðmundsson, Vilfríður Þórðardóttir, Guðmundur Pólsson, Þóra Marteinsdóttir, Einar Gíslason. t Litli sonur okkar og sonarsonur, THOR EGIL ÁGÚSTSSON, lóst af slysförum þann 8. október í Noregi. Anne S. Svenson, Þórður Ágústsson, Sigurlaug Jónsdóttir, Ágúst Kristjánsson. t Maöurinn minn, GUÐMUNDUR ÞÓRIR GUÐMUNDSSON, Hvassaleiti 26, lést í Borgarspítalanum miövikudaginn 8. október 1986. Jaröarförin verður auglýst síöar. Fyrir hönd ættingja, Guðrún María Björnsdóttir. t INGVAR ÓLAFSSON, málarameistari, lést á Grensásdeild 1. október. Jaröarförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Eiginkona, börn, barnabörn og barnabarnabörn. + Konan mín og móðir okkar, JÓHANNA METHÚSALEMSDÓTTIR, er látin. Stefnir Runólfsson og börnin. + Eiginmaður minn, BIRGIR HALLDÓRSSON, andaðist að heimili sínu Þórshöfn Langanesi 7. okt. Fyrir hönd aöstandenda. Guðbjörg Guðmannsdóttir. + Innilegustu þakkirtil allra þeirra sem vottuðu samúð vegna andláts BJÖRNS AXFJÖRÐ og sýndu minningu hans virðingu. Sérstaklega öllum þeim sem stuðluðu að hans vellíöan á efri árum. Blessuö sé minning hans. Jónína Halblaub, Kristín A. Clark, Matthfas Björnsson, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn. + Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og jarðarför ARA RUNÓLFSSONAR, fró Hálsum. Fyrir hönd systkina Hörður Runólfsson. + Þökkum innilega samúð og hlýhug viö andlát og útför, SIGRÍÐAR ELINAR TÓMASDÓTTUR fró Stykkishólml. Fyrir hönd aðstandenda, Ingvi Kristjónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.