Morgunblaðið - 11.10.1986, Síða 49

Morgunblaðið - 11.10.1986, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986 49 Asgerður Ágústs- dóttir - Minning Fædd 31. ágúst 1901 Dáin 3. október 1986 í dag, laugardaginn 11. október, er til moldar borin hún amma okk- ar, frú Asgerður Agústa Agústs- dóttir, fyrrum húsfreyja á bænum Lýsudal í Staðasveit á Snæfells- nesi. Ásgerður amma var fædd 31. ágúst árið 1901 að Keisbakka í Skógarstrandarhreppi á Snæfells- nesi. Foreldrar hennar voru sæmdarhjónin þau Kristín Jóhann- esdóttir og Ágúst Ingimarsson trésmiður. Eignuðust þau tíu böm, níu dætur og einn son. í dag eru §órar dætur þeirra á lífi. Ásgerður giftist Jónasi Guðmundssyni frá Kolviðamesi í Eyjahreppi í Hnappa- dalssýslu 12. júní árið 1926. Amma og afi hófu búskap sinn á fardögum sama ár að bænum Lýsudal í Staða- sveit á Snæfellsnesi. Þau eignuðust átta böm, fjórar dætur og fjóra syni, en amma átti fyrir einn son. Böm þeirra sem á lífi eru: Harald- ur, Sigríður, Kristján, Sigurborg, Gunnar, Guðmundur og Inga Fanny. Þau amma og afi sáu á eft- ir tveimur bömum, sem þau misstu í desember 1938. Sex ára gamalli stúlku og andvana fæddum dreng. Döpur hafa jólin verið þá í Lýsu- dal. Amma og afi vom af þeirri kynslóð sem borin var í þennan heim um síðustu aldamót og upp- lifði hún þær mestu breytingar sem riðið hafa yfir íslenskt þjóðfélag fyrr og síðar. Frá sjálfsþurftarbú- skap bændasamfélagsins tii þess tæknivædda þjóðfélags sem við þekkjum í dag. Við, unga fólkið sem lifum í dag við alsnægtir, getum vart ímyndað okkur hvemig lifsskil- yrðin vom í þá daga. Uf ömmu var ekki átakalaust því hún missti mann sinn af slys- fömm árið 1964. Amma brá ekki búi eftir lát afa því dyggan stuðn- ing fékk hún frá Guðmundi syni sínum sem var en í heimahúsum og héldu þau bú saman allt til árs- ins 1968. Þá fluttist amma með syni sínum suður til Reykjavíkur og bjó á heimili sonar síns og konu hans Bergþóm eftir það. í dag er bærinn Lýsudalur notaður sem sumarhús fyrir afkomendur ömmu og afa. Eftir að amma fluttist til Reykjavíkur dvaldi hún oft á tíðum í Lýsudal yfir sumartímann og hafði mikla ánægju af. Á stundu sem þessari koma margar minningar upp í huga manns. Ef lýsa ætti ömmu í örfáum orðum þá var amma ákaflega félagslynd kona, prúð í allri framkomu og ávallt fínlega klædd. Hún var ósérhlífin og starf- aði mikið fyrir kvenfélagið í Staðasveit og var hún heiðursfélagi þess er hún dó. Minningar um lífið í sveitinni hjá afa og ömmu fyrir vestan ylja manni um hjartarætum- ar, því alltaf voru bamabömin velkomin til þeirra. Mikið af bama- bömunum dvöldu sumar eftir sumar hjá afa og ömmu í góðu yfirlæti. Eftir að amma fluttist hingað til Reykjavíkur var hún tíður gestur á heimilum okkar afkomendanna og fylgdist hún með öllu sem var að gerast af lífí og sál. í dag em af- komendur ömmu og afa að nálgast töluna eitt hundrað. Við biðjum al- góðan Guð að blessa ömmu okkar, minningin um hana mun lifa í hjört- um okkar um ókomna tíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. F.h. systkina minna, Ásgerður J. Flosadóttir Það mun hafa verið í apríl 1952 sem ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna Asgerðar og Jónasar í Lýsu- dal og þá sem tilvonandi tengdason- ur þeirra. Mér kom Ásgerður fyrir sjónir sem hljóðlát og hógvær sóma- kona, sem vann verk sín hávaða- laust með festu og dugnaði og þannig var hún í mínum huga alla tíð og mun verða. Vorið 1926 giftist Ásgerður Ágústsdóttir Jónasi Guðmundssyni og hófu þau búskap í Lýsudal. Jónas var kunnur sem sómamað- ur og þrekmenni mikið og dugnað- arforkur til allrar vinnu, sem kom sér vel fyrir einyrkjann í þá daga til að sjá sér og sínum fyrir fram- færslu og öryggi, sem þeim hjónum tókst með mikilli prýði. Þau bjuggu í Lýsudal þar til Jónas fórst af slys- förum árið 1964 eða samfleytt í 38 ár. Eftir það er Ásgerður hjá böm- um sínum, mest hjá Guðmundi. Ásgerður hafði eignast son þegar kynni þeirra Jónasar hófust, Harald Breiðfyörð, sem ólst upp hjá móður sinni og Jónasi eftir að þau hófu búskap. Eftir það eignuðust þau hjón 8 böm saman. Tvö dóu ung en sex eru á lífi. Þau eru, talin eft- ir aldri: Kristján Ágúst, Sigríður Elín, Sigurborg Guðrún, Guðmund- ur Haffyörð, Gunnar Fannberg, Inga Fanney. Allt er þetta myndar- og dugnaðarfólk, sem hefur hækk- að niðjatölu þeirra hjóna mikið. Ásgerður átti 69 afkomendur á lífi þegar hún dó. Fæðingardag allra þessara niðja sinna og tengdabama mundi hún og gaf þeim afmælis- ogjólagjafir eftir þvf sem hún hafði efni til. Það sýnir best ást hennar og umhyggju fyrir sínu fólki. Nú er hún horfin augum okkar en minning hennar mun lifa hjá vinum og ættingjum, sem hin milda góða móðir og amma. Friðgeir Ágústsson Elsku amma mín, Ásgerður Ágústa Ágústsdóttir, var svo blíð, róleg og góð. Það var friður og ástúð sem frá henni streymdi alla tíð. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Blessuð sé minning ömmu okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Sigurveig og börn HVAR ER V.P. ROZDESTVOV? TAÍ HAXOAMTOJ B.TÍ.T03AECTB06? Amnesty International, hópur 168, Sverige STÆRSTA OG GLÆSILEGASTA TÖLVUSÝNING SEM HALDIN HEFUR VERIÐ Á ÍSLANDI opin daglega írá kl. 10,00 - 22.00 í fyrsta skipti á (slandi eru öll stærstu tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækin saman komin á einum stað. Meira en 40 aðilar sýna, á u.þ.b. 1700 m2 sýningar- svæði, allt það nýjasta sem tölvutækn- in býður. Sýningargestir fá tækifæri til að kynn- ast tölvum og hugbúnaði af eigin raun í „Skjáverinu". Þar gefst einnig tæki- færi til að reyna hæfileika sína í æsispennandi og skemmtilegum leik sem nefnist „dulrænir hæfileikar". Verðlaunin eru LASER PC tölva frá Gunnari Ásgeirssyni og aukavinn- ingar. Pétur Hjaltested tónlistarmaður heldur tónleika á u.þ.b. klukkustundar fresti og leikur eingöngu á tölvur. Sérfræðingar halda fyrirlestra um mál- efni sem tengjast tölvum í íslensku þjóðlífi. Aðgöngumiðinn er jafnframt happ- drættismiði. Verðlaunin eru glæsileg: VISO PC tölva, helgarferð fyrir tvo til Húsavíkur með Flugleiðum, tölvunámskeið hjá Stjórnunarfélaginu og Framsýn o.fl. Missið ekki af einstæðri sýningu! Fyrirlestrar dagsins: Salvör Giccí' 1400 flylur ennTu^0^ 1 ,ramhaillr?.ken"$l tennart u á tölvur Stórkostleg sýníng - frœðandi og skemmtileg □03 Tölvusýning í Borgarleikhúsinu 8.-12. október. VERÐLAUNAGETRAUN Á sýningunni „Tölvur og þjóölíf" gefst þér tækifæri á að gerast þátttakandi í léttri og skemmtilegri getraun. í sýningarbási Gísla J. Johnsen sf. færðu afhentan Gátu-Pésa með spurningunum þrem sem eru hér til hliðar. Svörin færðu svo í Frétta-Pésa sem einnig er afhentur í básnum. Fyrstu verðlaun eru ERGO PC tölva frá Gísla J. Johnsen, önnur verðlaun eru WordPerfect ritvinnsluforrit ásamt nám- skeiði í Tölvuskóla GJJ og þriðju verðlaun eru grunn- og stýrikerfisnámskeið í Tölvu- skóla GJJ. 1. Hvaö heitir mest selda tölvan hjá Gísla J. Johnsen? a. ERGO PC b. GJJ PC c. IBM PC 2. Hvaö heitir nýja tölvan frá Gísla J. Johnsen? a. ERGO PC/XT b. Super PC c. GJJ PC 3. í hvaöa landi eru höfuðstöðvar Facit fyrirtækisins? a. Noregi b. Svíþjóö c. Danmörku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.