Morgunblaðið - 11.10.1986, Page 59

Morgunblaðið - 11.10.1986, Page 59
V MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986 59 Hrognamál Heill og sæll Velvakandi Leyfíst mér að leggja fáein orð í belg um eitt eða tvö margra orðs- krípa sem illu heilli slæðast inn í tungu vora um þessar mundir? - Sumir menn segjast þurfa að tékka á hinu eða þessu, þegar átt er við að þurfí að kanna það. Þetta er hvimleitt orðfæri og auk þess algerlega óþarft, sem og vænta má að flestir viti. En orðskrípið er einnig notað í annarri merkingu. Ég átti erindi á flugvöllinn nýlega. Þegar éggreiddi farmiða minn sagði stúlkan í miða- sölunni: Þú lætur svo tékka þig inn í annarri deild. - Ég spurði hvort hún ætti við að ég léti skrá mig þar. Stúlkan hikaði lítið eitt, en sagði síðan með nokkrum þjósti: Við höfum reynt að segja fólki að skrá sig, en það skilur ekki hvað við erátt, - og trúi nú hver sem vill! Unga fólkið segir stundum: Ég er bara að djóka, þegar það á við að gera að gamni sínu eða spauga; síðast nefnt orð er reyndar þýskætt- að, en ég tel ekki ástæðu til að amast við því, enda er það löngu fast í sessi, og auk þess er urmull þýskættaðra orða í daglegu máli voru, hingað komin með dönskum kauphöndlurum og öðrum danskrar ættar. Skylt er að geta þess að margar erlendar slettur eru horfnar úr málinu, sem voru á hvers manns vörum þegar ég var að alast upp fyrir rúmri hálfri öld, t.d. galosíur, bolsíur og fortó, svo fátt eitt 'sé nefnt. - Ætli ungt fólk nú á dögum skilji merkingu þess háttar mál- blóma? Bestu kveðjur Kjartan Ragnars (eldri) Þessir hringdu .. Svart peninga- veski er týnt Móðir hringdi: Það var á föstudagseftirmið- daginn síðasta að sonur minn ætlaði í Hagkaup í Skeifunni að kaupa föt og bækur fyrir skólann. Hann varð þá fyrir því óláni að tapa veskinu sínu, sem er svart á lit. í því voru engin skilríki en hins vegar umtalsverðir fjármun- ir. Ég vil nú beina þeim tilmælum til finnanda veskisins að hann hringi í síma 11036. Fundarlaun eru í boði. Týndi rauðri tösku og bláum jakka fyrir utan Evrópu Lolla hringdi: Pjórða október síðastliðinn glataði ég rauðri tösku með tveim- ur veskjum í og bláum jakka. Mér þætti afskaplega vænt um það ef fínnandi þessara hluta léti mig vita í síma 666583 (Lolla). Ósáttur við fréttatíma sjónvarps Björn Indriðason hringdi: Mér finnst það misráðið af for- ráðamönnum ríkissjónvarpsins að færa til fréttatímann. Ýmsir góðir þættir í útvarpinu hljóta að líða fyrir þetta, t.d. þátturinn um dag- inn og veginn. Einnig kemur þessi breyting fólki í sveitum landsins illa. Þá fínnst mér óþarfí að gera morgunútvarpinu það að láta dag- skrána byija kl. 6.45 í staðinn fyrir 7.00 eins og verið hefur í mörg ár. Handvirki bílasíminn og póstur og sími Magnús G. Jensson hringdi: Ég tók eftir því að í afmælis- mynd símans, sem sýnd var í sjónvarpinu, var hvergi minnst á fyrstu bílasímana.^ Ég keypti slíkan síma fyrir tveimur og hálfu ári síðan, hann er handvirkur sem þýðir að ég þarf ávallt að panta númerin í gegnum miðstöð og það gengur misjafnlega illa. Þegar ég keypti símann var mér sagt að hann myndi gagnast mér í sjálf- virka kerfínu þegar það yrði að veruleika. Þetta hefur þó ekki orðið og nú vil ég fá að vita hvað póstur og sími hyggst gera í mál- inu. Á að hjálpa okkur, þessum sem eigum handvirka bílasíma, að komast inn í sjálfvirka kerfíð eða þurfum við á nýjan leik að kaupa rándýr símatæki í bflana okkar til að geta notfært okkur farsímakerfið? Og af hveiju var ekki minnst á handvirku bflasím- ana í afmælismyndinni um starf- semi pósts og síma? Gestrisni í Blá lóninu Fyrir nokkru síðan fóru nokkrir kennarar Iðnskólans í Reylqavík og makar þeirra í Blá lónið. Þar var meðal annars farið í mat á hóteli Bláa lónsins þar sem ljúffengir físk- réttir voru bomir fram. Þaðan fór tæplega helmingur fólksins í bað í lóninu. Forstjóri hótelsins, Þórður Stefánsson, bauð okkur strax við komuna herbergi með sturtu til afnota og hvíta sloppa til að klæðast við vatnið. En þar sem við vorum svo mörg þáðum við aðeins herbergið (undir dótið okk- ar) en ekki sloppana. Þá var okkur boðinn lykill að sturtu og búnings- herbergi úti við vatnið, sem við þáðum með þökkum, og ljósaluktir, þar sem farið var að skyggja. Eftir baðið í lóninu var aftur far- ið á hótelið. Þar beið Qkkárhlaðborð með kaffí og glæsilegum tertum. Þeir sem ekki vildu kaffíð fengu frítt gos. Starfsfólkið aflt á bestu þakkir skilið fyrir sérlega lipra og góða Við hjónin komum að Geysi fímmtudaginrv 11. september s.l.. Þar er nýreist glæsilegt hótel og er það vel. Við fengum okkur þama að borða. Það var djúpsteiktur fiskur, en þannig var hann matreiddur, að þjónustu og elskulegheit. Fyrir þetta allt vil ég þakka fyrir hönd okkar allra, við eigum áreiðanlega eftir að koma aftur að Blá lóninu. Að lokum var allur hópurinn leystur út með smá minjagrip. K.G. hann var gegnharður orðinn og al- gerlega óætur. Ekki gerðum við neina kvörtun vegna þessa. Gestir kvarta sjaldnar en skyldi. Ég vil spyija: Hversvegna reyna veitingamenn ekki, hver og einn án undantekninga, frekar að bjóða gestum góðan mat og vel til búinn, heldur en óætan? Ég hefði nú haldið að betra og ábatasamara, væri fyrir þá, að geta frekar átt von á að gestir kæmu aftur, heldur en hið gagnstæða. Ég hygg að veitingamenn mis- skilji oft hlutverk sitt. Þeir þyrftu helst að vita að fínheitin ein og sér duga ekki til að laða að gesti. Við- mót starfsfólks og ósvikin vara er þar efst á lista. Gestur Þakkir Ég vil koma á framfæri þökkum til Margrétar Þorvaldsdóttur fyrir greinar hennar um mat og lands- mál. Mætti hún skrifa meira um landsmálin. Með kveðju, Þ.J. VISA VIKUNNAR LEIÐTOGAFUNDURINN í REYKJAVÍK I öfði - leiðtogafundur ►jóðsög^ulegu umhverfi ■ HMte. m rah var fyHr fraraka I^Cnlr krrrai. mA Imua. fyfcál HJJdi Beordikl-ymi. fcifi hi I U4aa Ht.Uk nr á (faraa tiw mi bmki Gnran, k.fM knTal þr. mð UUði yrM SmrnðL Vísu vikunnar: As they came to Iceland, most of the panic Reagan, if they would agree, the gost -Gorbachev and Reagan Hákur Góður matur - eða óætur SJÁLFSTÆÐISMENN REYKJAVlK! RÚNAR Á ÞING Kosningaskrifstofa, Klapparstíg 26e.h. s. 28843. Heiðruðu leikhús- og óperugestir Okkur er það einstök ánægja að geta boðið ykk- ur að lengja leikhús- eða óperuferðina Opnum kl. 5.30. Maturfyrirog eftirsýningu Matseðill: Léttreyktur áll Villigæs með blóðbergssósu Bláberjasorbet ARNARHÓLL Á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Boröapantanir í síma 18833. * DRAUM AFERÐ ÆVINNAR ÍSRAEL - EGYPTALAND 27. október tii 19. nóvember. Söguslóðir biblíunnar — MASADA — pýramídarnir. Innifalið: Flugferðir, flutningur til og frá flugvöllum erlendis, 2 nætur í London, valin hótel eða kibbuz, gisting með hálfu fæði allan tímann. Allar skoðunarferðir og aðgangseyrir. Myndskreytt prentuð ferðalýsing fyrir þátttakendur. Með öðrum orðum 24 daga draumaferð á hreint ótrúlegu verði kr. 64.790,- Fararstjóri hefur kvöldstund með skráðum þátttak- endum fimmtudag- inn 16. október. Bæklingur, mynd- band og nánari upplýsingar á skrif- stofu Faranda í síma 622420. Ferðaskriímtofan IFarandi Vesturgötu 5 í Grófinni. h' co in co Blaðid sem þú vakrnr við!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.