Morgunblaðið - 11.10.1986, Síða 64

Morgunblaðið - 11.10.1986, Síða 64
SIERKTKDRT LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Leiðtogafundurinn: Hryðjuverkamenn á leið til íslands? „ÉG hvorki játa þvi né neita að við höfum fengið ábendingar um hryðjuverkamenn, en við höfum kannað nokkra aðila, aðallega útlendinga, sem hafa kannski ætlað sér að koma hingað og talist óæskUegir gestir", sagði Böðvar Bragason, lögregiustjóri i Reykjavík í gær. Sá orðrómur komst á kreik í gær að hryðjuverkamenn frá Líbýu væru á leið til íslands vegna leiðtogafund- arins. Böðvar sagði að öryggisverðir frá Bandaríkjunum og Sovétríkjun- um, auk íslendinga sem störfuðu að öryggismálum, hefðu komið sér í T^aman um að skiptast á upplýsing- um um alla þá sem kynnu að vera ógnun við leiðtogana. „Öryggis- verðimir erlendu hafa að sjálfsögðu upplýsingar um slfka aðila og fslenska lögregian hefur leitað til erlendra aðila, t.d. á Norðurlönd- Lögregla og ^júkralið í óhöppum um“, sagði Böðvar. „Það er ekkert hættuástand f landinu, svo mikið er víst.“ Þorgeir Þorsteinsson, lögreglu- syóri á Keflavíkurflugvelli, sagði að lögreglan fengi iðulega upplýs- ingar um hættulega menn, sem þeir reyndu að koma í veg fyrir að kæmust inn í landið. „Ég vil ekki staðfesta eitt né neitt um það hvers eðlis þessar upplýsingar eru“, sagði Þorgeir. „Okkur berast alltaf upp- lýsingar um menn M Interpol og sérstaklega ef ástæða er til að ætla að þeir ætli sér að koma hingað. Öryggisráðstafanir á Keflavíkur- flugvelli verða áfram með sama sniði og verið hefur M því að Mtt- in um fundinn barst.“ Hjá Flugleiðum gaf Sæmundur Guðvinsson þær upplýsingar að það mætti búast við að enn strangar yrði fylgst með þeim sem koma til Islands vegna þess að nú væru leið- togamir báðir komnir til landsins. „Slík öiyggisgæsla er þó meira bak við tjöldin en að hún snerti far- þegana beint“, sagði Sæmundur. „Þeir sem að þessum málum starfa fá upplýsingar um nöfn þeirra sem skráðir eru sem farþegar og mesta öryggisgæslan fer því í raun Mm fyrir utan flugvellina sjálfa." Eftir fund forseta íslands og Bandaríkjanna sýndi Vigdfs Finn- bogadóttir Ronald Reagan umhverfi Bessastaða. Morgunbia«ð/RAX Viðræðum um síldarkaup Sovétríkj- anna frestað SAMKOMULAG í viðræðum ís- lendinga og Sovétmanna um kaup þeirra síðamefndu á saltsíld héðan hefur ekki náðst og hefur viðræðum verið frestað eftir þriggja daga samningaum- leitanir. I viðskiptasamningi íslands og Sovétríkjanna er gert ráð fyrir árlegri sölu á 200.000 til 250.000 tunnum af saltaðri sQd tQ Sovétrikjanna, en sovézku samningamennirnir hafa nú til- kynnt, að þeir hafi aðeins heimild tU að ræða um kaup á 40.000 tunnum. í frétt frá Síldarútvegsnefnd seg- ir að sovézku samningamennimir hafí gefíð þá skýringu, að ákvörðun um fjárveitingar vegna innfiutnings á árinu 1987 séu ekki teknar fyrr en í byijun nóvember, en unnið sé áfram að því að ákvörðun um und- anþágu varðandi frekari saltsfldar- kaup frá Islandi verði hraðað. „Ekkert samkomulag hefur tekizt um söluverð og vísa sovézku samningamennimir til þess, að þeir hafí þegar gengið frá samningum við Kanadamenn um kaup á salt- aðri sfld á langtum lægra verði en samið var um við íslendinga á síðastiiðnu ári. Heimsókn leiðtoganna til Bessastaða: Reagan og Gorbachev sögð- ust vongóðir um árangur LÖGREGLA og sjúkralið lentu í óhöppum í umferðinni i gær og slasaðist lögregluþjónn nokkuð á höfði er bifhjól hans skall á fólks- bifreið. Óhappið varð í Tryggvagötu við enda Pósthússtrætis skömmu eftir hádegið í gær. Þá varð árekstur á mótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs um þrjúleytið og skullu þar saman sjúkrabifreið og fólks- bifreið. Sjúkrabifreiðin gat haldið áfram á ætlunarstað og engin ^ppiðsli urðu, utan það að farþegi í fólksbifreiðinni kvartaði undan eymslum í fæti. Fólksbifreiðin eyði- lagðist við áreksturinn. LEIÐTOGAR stórveldanna heim- sóttu Vigdfsi Finnbogadóttur, forseta íslands, á Bessastöðum í gær. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, sátu einnig fundina. Á fundunum kvað forseti íslands íslendinga binda miklar vonir við þær umræður sem leiðtogar stórveldanna hefðu valið stað hér á landi. Eftir fundina sagði forsætisráðherra: „Leið- togarnir voru vongóðir um árangur og afstaða þeirra jákvæð, þó áherslumar væm nokkuð mis- munandi." Forsætisráðherra sagði að Reagan hefði lagt áherslu á mannréttindamálin. A hinn bóginn hefði Gorbachev einkum rætt af- vopnun og fækkun kjaraorku- vopna. Matthías Á. Mathiesen, utanríkis- ráðherra, sagði að hér hefði verið um kurteisisheimsókn til forseta íslands að ræða og íslenzkir ráðamenn hefðu ekki minnst á sérmál íslendinga að fyrra bragði. Gorbachev hefði rætt almennt um samskipti og viðskipti þjóðanna. Á hinn bóginn hefði Reag- an vikið að einstökum málum, sem hafa verið til umfjöllunar og úrlausn- ar, s.s. Rainbow-málinu, og umsókn um lendingarheimild fyrir Flugleiðir í Boston, sem forsetinn sagðist vona að senn yrði veitt. „Leiðtogamir Qölluðu almennt um þá þýðingu, sem fundur þeirra hefði og kom fram hjá báðum viss eftir- vænting um að héðan væri tíðinda að vænta," sagði utanríkisráðherra. Forsætisráðherra sagði einnig: „Gorbachev tók mjög sterkt undir það, þegar ég lýsti þeirri von okkar að nokkur árangur næðist á þessum fundi í afvopnunarmálum. Hann sagði það vera vilja sinn og kvaðst sannfærður um að Reagan vildi það einnig; samkomulag byggðist á sveigjanleika. Það kom skýrt fram að leiðtogamir voru jákvæðir í garð hvors annars og það þótti mér at- hyglisvert." Steingrímur sagði að komið hefði fram í ummælum leiðtoganna að þeim litist vel á land og þjóð. Þeir hefðu báðir lýst yfir ánægju sinni með það að tekist hefði að skipuleggja fundinn með svona stuttum fyrirvara. Reagan var í tæpar 40 mínútur á Bessastöðum og færði Vigdísi Finn- bogadóttur uglustyttu að gjöf við komuna. Gorbachev staldraði við í rúma þijá stundarfjórðunga og var kona hans Raisa í för með honum. Slæmar fréttir frá Moskvu: Meinað að bjarga dauðvona bróður Hvítblæðisjúklingur á líf sitt undir beinmergsaðgerð GYÐINGNUM MikhaU Shirman, sem fyrir sex árum fékk brott- fararleyfi frá SovétrQyunum, . barst óvænt símtal frá systur sinni, Inessu Fleurov, í Moskvu þegar hann kom fram á blaða- mannafundi í Reykjavík i gær. Shirman er með hvítblæði og þarf að fá beinmerg frá systur sinni tU þess að eiga lífs auðið. „Ég vU hitta manninn, sem er að myrða mig,“ sagði Shirman m.a. á fundinum og átti þar við MikhaU Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna. Systir hans var sett í tveggja kiukkustunda gæsluvarðhald á miðvikudag og í gær fór hún á fund sovéskra yfírvalda vegna yfir- lýsinga sovésks blaðamanns og embættismanna um að hún geti farið af landi brott hvenær sem er. í símtalinu, sem var mjög stutt, kom í ljós að engin breyting hefur orðið á afstöðu sovéskra yfirvalda. Málið er þannig vaxið að Inessa Fleurov hefur fengið leyfí til að f lok blaðamannafundar með Mikhail Shirman og fleiri gyðing- um, sem berjast fyrir tílvera bræðra sinna í Sovétríkjunum, hringdi síminn og var systir hans f Moskvu á línunni. fara frá Sovétríkjunum, en hún verður þá að kveðja §ölskyldu sína hinsta sinni, því hún fær ekki að snúa aftur til fæðingarlands síns. Nikolas Sislin, félagi miðstjóm- ar sovéska kommúnistaflokksins, sagði á blaðamannafundi á mið- vikudag að sovésk yfírvöld af- greiddu mál þeirra, sem á læknishjálp þyrftu að halda með mannúðlegu hugarfari. Viktor Fleurov, maður Inessu, fær ekki að fara frá Sovétríkjunum nema faðir hans gefí til þess leyfi. Faðirinn er hræddur um að sovésk yfírvöld hefji ofsóknir á hendur sér ef hann samþykki brottflutning sonarins. Shirman heldur fram að Sovét- menn hafí fundið upp hjá sér að faðirinn þurfi að koma nálægt máli sonarins, sem er 38 ára, til þess að setja Inessu afarkosti. Hann vill ekki að systir sín fómi flölskyldu sinni fyrir aðgerð, sem brugðist gæti til beggja vona. Ef Shirman fær ekki beinmerg frá systur sinni á hann skammt eftir ólifað, í mesta lagi tvö ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.