Morgunblaðið - 16.11.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.11.1986, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 Bjarnfriður er mikið fyrir útíveru, hjólar og gengur mikið. Hér sést hún á hjóli upp við byggðasafnið að Görðum þar sem kútter Sigurfari sómir sér vel, uppgerður. Á Verkamannasambandsþingi 1979, við hlið félaga af Akranesi, f.v.: Garðar Halldórsson, Herdis Ólafsdóttir, Bjamfríður og Skúli Þórðarson. Skúli Halldórsson og Guðmundur Guðjónsson skemmtu með söng og undirleik á ballinu og ég spjallaði mikið við þá á bamum. Þeir buðu mér að koma í hús á eftir, hafa sennilega haldið að ég væri alvön drykkjumanneskja og þaulvön bar- setum. Þegar ballið var búið kom Jóhannes til mín með kápuna mína. Þá var tungan í mér orðin þykk, en ég sagðist ætla að fara í húsið sem mér var boðið í. Hann kom með mér þangað, en spurði fljótlega hvort ég vildi ekki koma heim, eins og ég var vön að spyija hann. En ég var aldeilis ekki á þeim buxunum og skemmti mér konunglega fram undir morgun. Daginn eftir var ég mjög illa haldin og krakkamir spurðu mig af hveiju ég væri svona skrýtin. Þá fékk ég auðvitað samviskubit. Jóhannes minntist hins vegar aldrei á neitt, en eftir þetta fóru að ganga sögur um að nú væri Bjamfríður byijuð að drekka. Fljótlega fórum við á aðra skemmtun og var mér þá boðið í glas. Ég þáði það og varð vel full og á eftir fórum við heim til vina- fólks. Þar kom til mín góður kunningi og sagðist ætla að kyssa mig. „Nei,“ sagði ég, „þú gerir það ekki neitt." Svo hljóp ég út úr hús- inu í einhveijum galsa og niður í §öru sem er rétt fyrir neðan, og maðurinn á eftir mér. Við hlaupum eitthvað um sandinn og ég ranka ekki við mér fyrr en ég heyri hús- bóndann kalla á okkur. Ég var á sokkaleistunum og því orðin söndug og illa til reika, og skammaðist mín mikið. Fólkið hafði allt orðið vart við þennan eltingaleik og sá ástand- ið á mér. Við Jóhannes fóram fljótlega heim og sagði hann aldrei orð um þetta, en aumingja kona mannsins sem elti mig gleymdi þe'ssu aldrei og hélt því lengi fram að við ættum vingott hvort við ann- að. En því var ekki að heilsa. Þetta seinna fyllerí gerði það að verkum að ég ákvað að drekka ekki áfengi oftar. Mér fannst þetta bijálað fjör og fann að ég var kom- in inn á svið sem ég gæti haft gaman að. Allt í einu var ég ekki lengur stíf og hrædd og með ásak- anir á manninn minn út af drykkju. Þegar manni finnst makinn leiðin- legur með víni, myndast spenna sem líklega getur aukið á drykkjuna. En nú hafði ég gert uppreisn og hugsaði bara um að skemmta mér. Ég fann hvað þetta var skemmti- legt og setti lit á lífið. Ég varð kæralaus og afslöppuð. En einmitt það atriði gerði mig hrædda. Ég vissi að óhófsdrykkja var til í föður- ætt minni og ég gæti lent í vand- ræðum. Jóhannes fann að hann yrði að passa mig ef ég neytti áfengis, en það breytti samt ekki drykkjuhneigð hans. Hann fór á sína túra eftir sem áður. Storkun við hann á þennan hátt var því heimskuleg. Ég fann að ég yrði að taka ábyrgð á heimilinu, annars færi allt í upplausn og ég vissi að fjölskylda mín var farin að óttast að ég myndi lenda í óreglu og vit- leysu. Ég tók mér því tak og ákvað að nú væri leikaraskapnum lokið. Næst þegar við fóram á ball saknaði ég þess að geta ekki verið jafn kæralaus og áður, en ábyrgðar- kennd mín gagnvart bömunum réði því að ég smakkaði ekki vín eftir þetta. Eftir að ég varð ein og böm- in uppkomin, kemur fyrir að ég dreypi á víni með vinum og kunn- ingjum. Það er þó allt í hófi, því óttinn við að ég geti ekki ráðið við drykkjuna blundar í mér. Mér er í fersku minni hvemig áfengið fór með manninn minn. Vegna afskipta sinna af verka- lýðsmálum á Akranesi um árabil, tók Bjarnfríður þátt í störfum Alþýðusambandsins og Verka- mannasambandsins. Hún sat í miðstjórn ASÍ 1976 tíl 1980, eftir Foreldrar Bjarnfríðar, Málfríður Bjarnadóttír og Leó Eyjólfs son, ásamt börnum sínum, f.v.: Bjamfríður, Hallgera Guðný og Ragnar. I sannleika sagt Eftir helgina kemur út hjá Forlaginu lífssaga Bjamfríðar Leósdóttur frá Akranesi, ogbókin heitið „ísannleika sagt“, skráð afEIísabetu Þorgeirsdóttur rithöfundi. Bjarnfríður er kunn bar- áttukona. Sem barn skynj- aði hún þann stéttamun sem var á fólki á Efri- ogNeðri- Skaga, ogfrá unglingsárum tók hún þátt ífélagsmálum á Akranesi. Hún satístjórn Verkalýðsfélags Akraness í aldarfjórðung og varfélagi í Alþýðubandalaginu frá stofnun þess ogsat um skeið á Alþingi. Bjarnfríður kvaddi flokkinn ífebrúar síðastliðnum, þegarhenni þótti hugsjónir hans fyrir borð bornar afforystu- mönnunum. ísögu sinni kemur Bjarnfríður víða við og seg- irfrá þvísem á daga hennar hefurdrifið. Þarsegir margt afmannlífinu á Akranesi, síldarsöltun og leikfélagi. Einnig greinir hún frá störfum sínum í verkalýðs- og stjórnmálum. Hér verður gripið niður á tveim stöðum íbókinni. Fyrst er þar komið sögu að Bjarnfríður er gift Jó- hannesi Finnssyni frá Flateyri ogþau eiga þijú böm. Frásögn hennaraflífi húsmóður og drykkju- mannskonu á sjötta og sjöunda áratugnum ereink- ar áhrifamikil. ið hjónin tókum mikinn þátt í menningarlífi á Akranesi. Oft var mikið um að vera, árlegar skemmtanir hjá mörgum Télögum, fyrir utan leik- listar- og kórlífið. Eftir framsýning- ar var vani að halda hóf og stundum var þó nokkur drykkjuskapur í kringum slíkan gleðskap. Ótti minn gagnvart víndrykkju Jóhannesar var stöðugur á öllum böllum sem við fóram á. Ef hann byijaði að drekka, gat það þýtt viku eða hálfs- mánaðar túr. Einu sinni voram við boðin á árshátíð hjá iðnaðarmönnum á hót- elinu, því við Þórleifur og Alfreð lékum þátt úr íslandsklukkunni á skemmtuninni. Við sátum því til borðs með Þórleifi og konu hans, Sigríði Hjartar, og Ninna og Ríkharður vora þarna líka. Jóhann- es var nýbúinn að vera á fylleríi og ég var logandi hrædd um að þetta ba.ll yrði til þess að hann dytti aftur. Á ballinu var í fyrsta sinn gefið leyfi til að hafa opinn bar, en venjulega kom fólk sem vildi drekka með vín með sér. Ég vildi því biðja Jóhannes að koma heim, þegar ég var búinn að leika, en þegar ég kem fram í sal er hann horfinn frá borðinu. Það er þungt í mér og mikil spenna, eins og vill verða þegar óttinn nag- ar mann að innan, og þegar ég sé að Jóhann- es er sestur við barinn, bregður mér mjög. En þá var allt í einu eins og égv gæfist upp og ég hugsaði með mér: Fyrst hann er dottinn, er best að ég reyni að skemmta mér, í stað þess að sitja uppspennt og ómöguleg eins og ég er vön. Ég sest því á barinn við hliðina á Jóhannesi og kunningi okkar stendur við hliðina á honum. Þegar hann sér mig, spyr hann hvort ekki megi bjóða mér í glas, og ég segi: „Jú takk, það má bjóða mér það sama og Jóhannes er með.“ Þjónn- inn þekkir mig og heldur að ég sé að leika mér og ætlar að leika leik- inn með mér. En þegar ég sé að hann ætlar að láta eintómt kók í glasið, segi ég að mér sé full al- vara, ég vilji fá tvöfaldan vodka eins og Jóhannes. Hann réttir mér þá glas með vodka í og ég segi við Jóhannes og vin hans: „Jæja, skál, strákar mínir!" En þá stendur Jó- hannes upp án þess að skála og skilur glasið sitt eftir. Hann sagði ekki orð við mig, svo það kom upp í mér þijóska og það sem eftir var dansleiksins sat ég á sama stað. Ég drakk úr mfnu glasi og glasinu hans líka og skemmti mér konung- lega. Barinn blasti við danssalnum og ég var í hvítum kjól, svo það fór ekki framhjá neinum hvað ég að- hafðist. Ninna systir kom til mín og sagði: „Ert þú að verða sjóðandi vitlaus?" „Láttu mig bara vera, ég ætla að vera hér,“ sagði ég þá og sat kyrr á bar- stólnum. Mér var boðið upp m í dans og ég dansaði, en i aldrei kom Jóhannes. Hann sat bara við borðið okkar og fylgdist með mér, en drakk ekkert. Að minnsta kosti kom hann aldrei að bamum til að ná sér í Bjarnfrxðar Leósdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.