Morgunblaðið - 16.11.1986, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986
Bjamfríður tók þátt i starf-
semi Leikfélags Akraness í
15 ár. Hér er hún í hlutverki
Snæfríðar, í ísiandskluk-
kunni, ásamt Ólafi Bjarnasyni
sem lék Eydalín lögmann.
að hafa verið einn af forystu-
mönnum „órólegu deildarinnar"
sem lét mikið að sér kveða á
ASÍ-þingi 1976. Hér er gripið
niður í kafla um Verkamanna-
sambandið og baráttu kvenna
innan þess.
Oft urðu heitar umræður á þing-
unum þegar skarst í odda, en það
kom oft fyrir. Þessi hópur var mörg-
um skrefum á undan heildinni í
áherslum og viljayfirlýsingum. Við
bárum alltaf fram ályktun um brott-
för hersins, gegn harðri andstöðu
varaformanns Verkamannasam-
bandsins, Karl Steinars Guðnason-
ar, sem hefur verið varaformaður
frá 1975, jafn lengi og Guðmundur
J. formaður. Hann er einnig for-
maður Verkalýðsfélags Keflavíkur
og nágrennis og á mikilla hagsmuna
að gæta, því margt af félagsfólki
hans vinnur hjá Bandaríkjamönnum
á Keflavíkurflugvelli.
Ég hef aldrei treyst Karli Stein-
ari til starfa fyrir verkafólk, og
vann að því að hann yrði ekki endur-
kjörinn á Verkamannasmbands-
þinginu á Akureyri 1979. Okkur
fannst að konur ættu að hafa meiri
áhrif í sambandsstjóminni, því þær
I
eru fjölmennari en karlar í sam-
bandinu, og staða þeirra á vinnu-
markaði alltof slök, þrátt fyrir lög
um launajafnrétti. í Verkamanna-
sambandinu verður að gæta póli-
tískra valdahlutfalla, eins og annars
staðar, og þar sem Guðmundur J.
er alþýðubandalagsmaður, verður
varaformaðurinn að vera úr öðrum
flokki og þá helst alþýðuflokksmað-
ur. Við reyndum mikið að fá konu
úr þeirra röðum til að taka að sér
varaformennsku; Rögnu Berg-
mann. Guðríði Elíasdóttur eða
Guðrúnu Ólafsdóttur úr Keflavík.
En það gekk ekki.
Á endanum fengum við Þórð
Ólafsson, verkalýðsformann í Þor-
lákshöfn, til að bjóða sig fram á
móti Karli Steinari. Þórður er fram-
sóknarmaður svo það átti að vera
í lagi, en lengi tókst að halda sjálf-
stæðismönnum frá sambandsstjórn
VMSÍ. Það hefði þótt hreinn yfir-
gangur að bjóða alþýðubandalags-
mann fram í þetta embætti, jafnvel
þó það væri hæfasti maðurinn.
Pólitíkin lifir góðu lífi þama, þótt
forystumenn séu að reyna að bera
það af sér.
Rétt áður en kom að kosningum
til varaformanns, kvað Guðmundur
J. sér hljóðs og hélt þá mestu áróð-
ursræðu sem ég hef heyrt. Það telst
almennt siðgæði að halda ekki fram
ágæti þess sem í kjöri er, rétt áður
en kosið er um hann. En Guðmund-
ur studdi Karl Steinar af miklum
ákafa, og var púaður niður og fund-
arstjóri víttur fyrir að leyfa honum
að halda þessa ræðu óáreittur.
Samt sem áður var Karl Steinar
endurkjörinn og þeir vinimir sitja
enn í embættunum. Þessi íhlutun
Guðmundar sýnir hver siðgæðisvit-
und hans er. Vakti framkoma hans
lengi mikla reiði og almenna
óánægju.
Næsta þing var á Hótel Loftleið-
um 1981. Allir samningar voru
lausir og mótuðum við í kvenna-
deildinni kröfu í sex liðum og
sendum til sambandsins. Einn liður-
inn var, að yfirvinna yrði felld niður
í áföngum með óskertu kaupi, þ.e.
að sama kaup fengist fyrir átta tíma
og var fyrir tíu tíma. Eftir klukkan
fímm síðdegis tæki síðan við yfirtíð,
sem væri 100% álag á dagvinnu-
kaup. Þannig er yfírvinna reiknuð
hjá félögum BSRB.
Fyrir þingið boðuðu konur í sam-
bandinu til fundar í Ölfusborgum
til að ræða áhrifaleysi sitt í sam-
bandsstjóminni og almennt um
stöðu kvenna í launamálum. Góð
samstaða náðist um þennan fund,
því miklar umræður höfðu átt sér
stað um karlveldið í verkalýðs-
hreyfingunni, og gerði ég mér vonir
um nokkurn árangur. Við konur
myndum nú sýna hvers við værum
megnugar ef við stæðum saman.
En ég fór of geyst að mati sumra
kvennanna. Fyrir fundinn birtist
viðtal við mig í Tímanum, þar sem
ég var spurð hvort konur ætluðu
að kljúfa verkalýðshreyfinguna. Ég
sagði ómögulegt að vita hvað úr
samvinnu okkar kæmi. Við ætluð-
um okkur eitthvað með fundinum,
og gætum vel ógnað karlveldinu ef
við vildum.
En þetta mátti ég víst ekki segja,
það gat sært einhvem. Að minnsta
kosti sá Guðríður Elíasdóttir ástæðu
til að skamma mig fyrir þessi um-
mæli í upphafí fundarins. Ég sá þá,
að ekki borgaði sig að vera of bjart-
sýn á að konur væru tilbúnar að
hrista af sér ok karlanna. Viðbrögð
Guðríðar sýndu mér að sumar kon-
ur voru hræddar við að styggja þá,
og vildu fara leynt með þennan
fund. Þær treystu ekki kynsystrum
sínum til ábyrgðarstarfa.
Bjöm Bjömsson hagfræðingur
ASÍ og Jón Sigurðsson frá Þjóð-
hagsstofnun héldu erindi á fundin-
um. Bjöm rakti sögu kjaramála
kvenna og benti meðal annars á
að tímalaun í físki þyrftu að vera
10% hærri að meðaltali á mánuði,
til að ná kaupmætti ársins 1977. I
kjarasamningum, fyrr á árinu 1981,
hækkaði fískvinnslutaxtinn 2,4%
minna en aðrir taxtar. Það var
upphaf þeirrar stefnu að halda
tímakaupi í fiskvinnu niðri vegna
bónussins. Þessir samningar ollu
mikilli óánægju hjá konum á Akra-
nesi eins og annars staðar. Ríkis-
stjóm Gunnars Thoroddsen og
félaga sat við völd, svo það var
erfitt að vera alþýðubandalagsmað-
ur og sjá hvemig verkalýðsforystan
kiknaði í hnjáliðunum.
Á Ölfusborgafundinum var mikið
rætt og kom fram vilji hjá konum
til að auka verulega áhrif sín í sam-
bandsstjórninni, en ekki náðist
samstaða um að hrófla við for-
mannssætunum. Hópnum, sem
þingaði þarna, var gefíð nafnið
„Systrafélagið" og hafði þau áhrif,
að á þinginu var mun fleiri konum
stillt upp í sambandsstjóm en áður.
Um leið var fjölgað í stjóminni, eins
og oft vill verða þegar koma þarf
konum að; annars hefðu einhverjir
karlar þurft að víkja. í fyrri sam-
bandsstjóm vom þijár konur af
nítján, en fjölgaði í tíu af tuttugu
og fimm. Framkvæmdastjóm er
kosin úr sambandsstjóm og var^
skipuð sjö mönnum. Þar sat ein
kona áður. Þórunn Valdimarsdóttir
í Framsókn, og var tveim konum
bætt við, en jafnframt fjölgaði í
framkvæmdastjóm um tvö, þannig
að enginn karlmaður þurfti að víkja
fyrir konu. í framkvæmdastjóm
fóm auk Þómnnar Jóhanna Frið-
riksdóttir úr Vestmannaeyjum og
Guðríður Elíasdóttir, Hafnarfírði.
Ég var ein þeirra kvenna sem
hlaut kosríingu í sambandsstjóm
samkvæmt uppstillingu kjömefnd-
ar, en það var að venju gert
nákvæmlega eftir pólitískum hlut-
föllum. Óflokksbundnum róttækl-
ingum, sem á þinginu sátu, fannst
nóg um flokkadrættina og hugðust
koma með mótframboð. Þegar það
var í bígerð fengu þeir hins vegar
að vita, að ef af mótframboði yrði,
myndi ég ekki verða kosin í stjóm-
ina. Var því ákveðið að taka ekki
þá áhættu að eyðileggja áfangasig-
urinn sem náðist með uppstillingu
svo margra kvenna á lista kjör-
nefndar.
c 5
SAUNA BOÐ
GUFUBÖÐ
ALLTÍ
EINUM
PAKKA
KLEFAR
/ öllum stærðum
og gerðum
OFNAR
ásamt öllum
hugsanlegum
aukahlutum
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
OG LÍTTU VIÐ
VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK
SÍMAR: VERSLUN 686455, SKRIFSTOFA 685966
SNIGILDÆLUR
OG KVARNIR
og hægt að fá
með stuttum
afgreiðslufresti.
Kynntu þér Seepex,
áður en þú velur annað.
Þekking Reynsla Þjónusta