Morgunblaðið - 16.11.1986, Síða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986
Rætt við Eíín Ósk Óskarsdóttur
óperusöngkonu
Ilmandi blóm í þéttum röðum á
öllum borðum, heillaóskakort,
sem liggja upp á rönd eins og
dyr, sem standa í hálfa gátt og
skúkkulaði í skál, bera vitni um
kvöldið, sem Elín Ósk Óskarsdóttir
kom fram í sínu fyrsta óperuhlut-
verki, hlutverki Toscu á fjölum
Þjóðleikhússins.
Venjulega fá óperusöngkonur
þetta erfiða sópranhlutverk ekki í
hendumar fyrr en röddin hefur náð
þroska líkt og blómin, sem geyma
minninguna um þennan atburð. En
ekkert er algilt og frumraun Elínar
þótti takast vel. I umsögn Jóns
Ásgeirssonar tónlistargagnrýnanda
Morgunblaðsins segir meðal ann-
ars: „Það er sannarlega ekki allra
að að hlaupa inn í mótaða sýningu,
eftir fáar og ófullkomlega uppsettar
æfíngar og komast ekki aðeins vel
frá verki, heldur bókstaflega að slá
í gegn. Vissulega er það varasöm
ráðstöfun að fá ungri og lítt reyndri
söngkonu svo erfítt hlutverk en
Elín Ósk tókst á við Toscu af skyn-
semi, ofgerði sér aldrei og hafði
full tök, bæði á söng og leik.“
Það em ekki margir, sem þekkja
til Elínar Ósk enda hefur hún að
mestu dvalið erlendis eftir að ein-
sögvara námi hennar við Söngskól-
ann í Reykjavík lauk fyrir tveim
ámm síðan. Það þykir því eflaust
ýmsum fróðlegt að fá meira að
heyra.
Elín Ósk innritaðist í Söngskól-
ann í Reykjavík 17 ára gömul. Fram
að þeim tíma hafði hún átt heima
á Hvolsvelli þar sem faðir hennar
Guðmundur Oskar Jónsson er kjöt-
matsmaður en móðir hennar héitir
Áslaug Fanney ÓlafsdóttirA
Það ríkti mikill tónlistaráhugi á
heimili hennar og Elín Ósk var ekki
há í loftinu þegar hún ákvað að
söngkona vildi hún verða. Hún þótti
líka snemma hafa athyglisverða
rödd. Reyndar byijaði hún á því að
læra á píanó í Tónlistarskóla
Rangæinga en svo lá leiðin ófrávikj-
anlega í Söngskólann. Fyrstu tvö
árin eftir að hún kom til Reykjavík-
ur bjó hún hjá skyldfólki sínu. Og
henni famaðist námið vel undir
handleiðslu Þuríðar Pálsdóttur, sem
húp segir að hafí reynst sér einstak-
lega vel.
Elín þurfti að vinna fyrir námi
sínu sjálf. Hún gerði það með því
að vinna alla almenna vinnu, sem
bauðst á sumrin en á haustin vann
hún sem kjötmatsmaður við Slátur-
húsið í Djúpadal við hliðina á pabba
sínum, því Elín hafði lært kjötmat
meðal annars af föður sínum ein-
mitt með það í huga að vinna sér
inn fljóttekna peninga í þeirri miklu
töm sem sláturtíðin er.
„Það er ekki mjög „söngkonu-
legt" að vinna sem kjötmatsmaður,"
segir hún og hlær; Að handíjatla
dauða kindaskrokka í hvítum vinnu-
slopp í stað þess að standa á sviði
í glæstum konsert kjól. Kuldin á
heldur ekki vel við því kvef er einn
versti óvinur raddarinnar. Ég var
því ekki alltaf vel fyrirkölluð, þegar
ég byijaði í skólanum á haustin,"
segir hún, þegar hún riíjar upp
fyrstu skólaárin.
En ýmislegt verða menn að
leggja á sig til að sjá drauma sína
rætast. Róðurinn léttist þó þegar
hún kynntist unnusta sínum Kjart-
ani Ólafssyni á þriðja námsárinu.
Kjartan var líka í Söngskólanum
og lauk þaðan söngkennaraprófi
sama ár og Elín Ósk.
„Eftir að við kynntumst hjálpuð-
umst við að og unnum að okkar
málum í sameiningu,“ segir hún og
nikkar höfðinu í átt til dyranna en
frammi í forstofunni má heyra
Kjartan blístra stef úr þekktri aríu.
„Við Kjartan einbeittum okkur
að náminu þessi ár og það var ekki
mikill tími til skemmtana eða ann-
arra tómstunda enda er svo margt
meira heillandi en að troðast inn á
skemmtistöðum og vera svo sjúsk-
aður og vitlaust daginn eftir. Miklar
vökur og vont loft koma líka alltaf
niður á röddinni," segir hún ákveð-
in.
En við förum hratt yfir sögu.
Meðan Elín Ósk var við námið í
Söngskólanum tók hún þátt í keppni
ungra einsöngvara í sjónvarpinu og
lennti í öðru sæti og þegar hún lauk
söngnáminu vorið 1984, segir hún,
að ekki hafí annað komið til greina
af sinni hálfu en að halda náminu
áfram auk þess sem hún fékk
hvatningu til þess úr ýmsum áttum.
Þau Kjartan he[du því til Ítalíu
til frekara náms. Þau settust að í
borginni Piacenza, sem er um sjötíu
kílómetra frá Mílanó og þar hafa
þau bæði stundað söngnám hjá
kennara sem heitir Pier Miranda
Ferraro.
„Það er gott að búa á Ítalíu,
meðal annars vegna þess hve tón-
listarlífíð þar er mikið,“ segir hún.
„Það kom mér á óvart fyrst eftir
að ég kom út, hve almenningur er
vel að sér um óperutónlist en óperu-
hefðin er mjög sterk á Ítalíu.
Námið gekk þannig fyrir sig, að
ég fór tvisvar í viku til Mílanó og
æfði í 1-2 tíma með kennaranum
mínum. Sá tími, sem eftir var vik-
unnar fór í undirbúning fyrir næstu
tíma. Ég þurfti að læra heilu óper-
umar utan að og það tók sinn tíma.
Ég slóra aldrei heldur sest niður
og læri eins vel og ég get.
Við eignuðumst ágæta kunningja
þama úti og hittum stundum Is-
lendinga. Við fórum líka stundum
til annarra borga með lest til að
hlusta á ópemr annars fór mestur
tíminn í að sofa, borða og vinna.“
Þó að gott hafi verið að dvelja á
Ítalíu var það ekki alveg án trega
að Elín kvaddi ísland. Hún þurfti
ekki aðeins að sjá af góðri fjöl-
skyldu og vinum heldur einnig
hestinum Fána, sem hún varð að
selja til að komast utan. Þennan
hest hafði Elín eignast ijögurra
vetra og hafði tamið hann sjálf og
unnið á hann gullverðlaun í alhliða
gæðingakeppni.
Þar eð undirrituð er hestaeigandi
skildi hún Elínu vel þegar hún
sagði: „Mér var það mjög þung-
bært að þurfa að selja Fána, en ég
hef haft fréttir af honum og veit
að honum líður vel og að eigandinn
hefur unnið á honum nokkur verð-
laun.“
Elín kynntist hestamennskunni í
gegnum foreldra sína en þau áttu
marga ágæta hesta. Heimili þeirra
var vinsæll áningastaður hesta-
manna í nágrenninu. Þeim var þá
oft fylgt úr hlaði af heimilisfolkinu
og spretturinn tekinn „út völlinn",
eins og það er kallað í áttina að
Djúpadal eða í Fljótshlíðina.
Víkjum aftur að Ítalíudvölinni.
Meðan Elín Ósk var þar við nám
kom hún fram á tónleikum. Fyrst
Lietamaðurinn Karl Lagerfeld hefur i samvinnu við CHLOÉ-safnið í Paris hannað þcssi
gullfallegu matar og kallistell ..Kalablómið 'sem Mutschenreuther framleiðir úrpostulíni
af bestu gerð.
@ SILFURBÚÐIN
Laugavegi 55, Reykjavík Sími 11066
mBNU
SÍMTALI
■JJ.hJ.II-T
heimtuaðferðinni.
Eftir það verða
■:HNJI.H'/.'ll.]Mf;T.l’LIIM
greiðslukortareikning
■.'Æi.rr.pnr
SÍMINNER
691140-
691141
f$l$r<0ttt#liifritt
Lærið í USA
Pacific Lutheran University (PLU) er staðsettur í
Tacoma, 60 km suður af Seattle á norðvesturströnd
Bandarikjanna.
Skólinn var stofnaður af skandinavískum innflytjendum árið 1890
og hefur ávallt haldið sambandi við Noröurlöndin. Yfir 60 skand-
inavar stunda nú nám við PLU.
Námið inniheldur m.a. listir, viðskipti, hjúkrun, kennaramenntun,
fjölmiðlafræð/ og iþróttir.
Fulltrúi frá PLU mun halda 2 fræðslufundi á Hótel Esju kl. 19.00
báða dagana:
Þriðjudaginn 18. nóvember.
Miðvikudaginn 19. nóvember.
Allir velkomnir.
PACIFIC LUTHERAN UNIVERSITY
TACOMA, WA 98447.
Stýrimannaskólinn
í Reykjavík
4. stig — varðskipadeild — verður hald-
in á vorönn 1987. Innritun daglega í
síma 13194 frá 9.00-14.00.
Inntökuskilyrði:
1. Lok skipstjórnarprófs 3. stigs með fyrstu
einkunn.
2. Fyrsta einkunn í siglingafræði, ensku og
stærðfræði.
Nemendur mæti í skólann 5. janúar nk.
kl. 9.00.
Skolastjori.