Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SÚNNUDAGÚR 16. NÓVEMBER 1986 "> C ^7 í Bolzano í Tyrol, þar sem hún söng á tónleikum að tilhlutan kennara síns meðal annars með Mario Mal- agnini, sem nú er eftirsóttur tenórsöngvari á Ítalíu og víðar. í janúar síðastliðnum tók hún svo þátt í tónleikaferð um Norður-Ítalíu á vegum Pomeriggi Musicali Di Milano, sem er stærsta tónlistarfé- lag í Mílanó og söng G-dúrmessu Schuberts. Elín Ósk var ekki alls óvön að koma fram því haustinu áður hafði hún haldið sína fyrstu einsöngstón- leika í Gamla bíói. Hún segir að það hafí verið stór stund, en stærstu stundina átti hún eftir, eins og hún orðar það; það var að syngja Toscu á fjölum Þjóð- leikhússins. „Búið var að orðfæra það við mig að koma heim og prufusyngja fyrir Toscu. Það kom mér þó mjög á óvart að ég skyldi fá hlutverkið, því það er stórt og erfítt bæði hvað varðar söng og leik og mitt fyrsta óperuhlutverk. En ég er ákaflega þakklát fyrir þetta tækifæri," segir hún hæglátlega. Elín Osk hélt því aftur til Ítalíu og lærði hlutverk Toscu hjá þekkt- um óperuþjálfara Roberto Negri að nafni. Einnig æfði hún sönginn hjá kennara sínum. „Ég hræddist ekki hlutverk Toscu raddlega heldur hugsaði um að fínna þessu skapmiklu konu,“ segir hún. „Ég rótaði í huga mér og kom upp með það sem ég átti til líkt með Toscu. En ég hef sjálf litríkt skap og er tilfínninganæm, mér fínnst ég því skilja Toscu." — Gætir þú hugsað þér að fóma lífí þínu fyrir ástina líkt og Tosca? „Það er aldrei að vita. Ég hef ekki komist í þessa aðstöðu en ég skil þessa miklu ást.“ — Franski leikritahöfundurinn Victorien Sardou, sem samdi leikrit- ið La Tosca og óperan byggir á sagði eitt sinn: „Ástfangnar konur Prímadonnur eins og Tosca láta ekki bjóða sér hvað sem er. eru allar eins, hvort sem þær heita I Kleopatra, Theodora eða Tosca.“ Ert þú sammála? „Það er mikið til í þessu. Ást- fangnar konur beijast fyrir sínu þær geta einnig verið ógurlega af- brýðisamar og það er Tosca." — Hefði ekki verið „skynsam- legra" fyrir Toscu að láta að vilja Scarpía í stað þess að drepa hann og þannig fyrirgera lífí þeirra beggja? „Við verðum að hafa í huga að prímadonnur eins og Tosca láta ekki bjóða sér hvað sem er.“ — Stefnir þú að því að verða „prímadonna"? „Hveija dreymir ekki um það. Svo er annað mál, hver getur orðið „prímadonna“.“ — Gefur það ekki draumnum byr undir báða vængi að fá hlutverk Toscu? „Þó að ég sé metnaðargjöm þá hef ég ekki byggt mér neinar skýja- borgir. Tíminn leiðir í ljós hvað verður." Eins og áður hefur komið fram liggja sýningar á Toscu niðri þar til 21. nóvember n.k. vegna þess að Kristján Jóhannsson, sem syngur elskuga Toscu, Mario Cavaradossi, er að syngja í Bandaríkjunum. Þær Elín Ósk og Elísabet F. Eiríksdóttir munu syngja Toscu til skiptis. „Mér fínnst slæmt, að koma fram á einni sýningu og verða svo að bíða í þijár vikur eftir næstu sýn- ingu," segir hún og áhyggjusvipur er á andlitinu. .,Ég var búin að byggja upp ákveðin „karakter", sem ég fór með inn á sviðið. En við hléið má segja að maður detti út úr „rullunni“ og verði síðan að byggja persónuna upp aftur.“ — Hvemig undirbjóst þú þig andlega fyrir jafn stóra stund og að koma fram í þínu fyrsta ópem- hlutverki? „Ég fer ekki í launkofa með það, að ég hef alla tíð verið trúuð og beðið fyrir sjálfri mér áður en ég tekst á við stóra hluti. Það gerði ég líka fyrir þessa stund.“ — Ert þú mjög trúuð kona? „Ég er ekkert meira trúuð en gerist og gengur heldur á mér mína barnatrú. Ég er ósköp venjuleg manneskja og hef ekki oftrú á neinu.“ — Hvemig leið þér þegar á svið- ið var komið? „Ég var hissa hve ég var róleg meðan ég söng hlutverkið. En það er svo með mig, að að ég er venju- lega ekki mjög taugaóstyrk, þegar á hólminn er komið. Mér fannst líka allan tímann frá því ég kom inn á sviðið, að það bæmst til mín stórkostlegir straum- ar bæði baksviðsfrá og úr salnum. Það var líka ólýsanleg tilfínning að heyra þessi miklu fagnaðarlæti frá fullu húsi, en ég hafði ekki búist við slíkum móttökum.“ — Afhveiju ekki? „Ég er rétt að byija og hef ekki látið í mér heyra í tvö ár. Auk þess sem það er mjög krefjandi að syngja Toscu. En ég fór inn á sviðið með það í huga að gera mitt besta.“ En hvað tekur við af Toscu? Elín Ósk segir það freistandi að fara utan aftur. Það hafí staðið til áður en hún kom heim síðastliðið vor, að hún pmfusyngi við ópemhús á Ítalíu. Það hefði þó ekki orðið af því þar eð hún fór að takast á við Toscu. Við spyijum hana hvort hún hafí mikinn áhuga á að vinna erlendis? „Baráttan við að koma sér afram ytra er mikil og ég veit ekki hvort mig langar til að þeytast um allar jarðir, til að verða mér út um hlut- verk, þvi ég er í rauninni mjög heimakær," segir hún. „Ef ég hygg á störf erlendis yrðu næstu skrefín þau, að kynnast góð- um þjálfara til að vinna með ópemr, því ópemsöngkona verður að hafa á valdi sínu svo og svo margar ópemr.Ég hef þegar lært fímm óperuhlutverk þau em Mimi i La Boheme eftir Puccini, Destemonu í Othello eftir Verdi og Fiordiligi í Cosi Fan Tutte eftir Mozart og Leonora í II Torvatore, eftir Verdi, hlutverk Leonom þarf ég að læra betur. Þvi næst væri að komast í sam- band við umboðsmann, sem kemur söngvaranum i pmfusöng við óper- umar,- Það má því segja að ég standi á tímamótum og verði að gera upp hug minn. Á ég að setj- ast að hér á landi eða freista gæfunnar erlendis? ísland togar þó alltaf í mig.“ Texti: Hildur Einarsdóttir Sálfræðistofa Hef opnað sálfræðistofu að Þangbakka 10, Mjóddinni. Sálfræðileg meðferð fyrir börn og fullorðna. Hjóna- og fjölskyldumeðferð. Svava Guðmundsdóttir sálfræðingur. Tímapantanir kl. 18.00-21.00 í síma 38651. fj M V T T M V T T IM Y I I — l\l Y I I WJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Pils, blússur, peysur, jakk- ar, vesti. Glæsilegt útval. CLVCGINN, LAUGAVEGI 40, KÚNSTHÚSINU. SÖGUÞRÆÐIR SÍMANS Þróunarsaga íslenskra símamála, gefin út í tilefni af 80 ára afmæli landssíma á íslandi. Bókin skiptist í 15 kafla, en heiti þeirra eru: 1. Upphaf ritsíma og hugmyndir um ritsímalínu um ísland 1854—1882. 2. Talsími kemur til sögunnar á íslandi. 3. Símamálið í ræðu og riti 1891—1904. Aðdragandi sæsímalagningar til íslands. 4. Viðbrögð við ritsímasamningnum - loftskeytamóttaka hefst. Bænda- fundurinn 1905. 5. Símastaurar rísa — sæsími lagður 1906. 6. Sæsímasamband tekið í notkun — landssími opnaður — fyrstu starfsárin. 7. Bæjarsímakerfm og einkalínur í dreifbýli - einkarekstur og opinber rekstur. 8. Loftskeytasamband við ísland. 9. Þróun símakerfisins innanlands 1926—1940. 10. Talsamband við útlönd opnað. 11. Símamálin og hemámið. 12. Síminn frá stríðslokum og fram um 1960. 13. Frá handvirkni til sjálfvirkni í þéttbýli. Árin 1961—76. 14. Gervihnettir og örbylgjur — tímabilið 1976—86. 15. Alþjóðlegt samstarf — nýir þræðir. HEIMIR ÞORLEIFSSON Bókin er 2S5 bls. aö stærð, prýdd fjölda ljós- mynda ásamt nafna- og myndaskrá. Verð bókarinnar er kr. 1.980,- og fæst hún í öllum bókaversiunum landsins. Dreifingu annast Almenna bókafélagið, Aust- urstræti 18, Reykjavík. Pöntunarsimi 73055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.