Morgunblaðið - 16.11.1986, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.11.1986, Qupperneq 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 Skylmingar eru í upphaf i hernaðarlist og ná að minnsta kosti aftur til ársins 10.000 fyrir Kristsburð. Sverðið hefur spilað stórt hlutverk í hernaðarsögu heimsins. Má þar nefna notkun rómverska hersins á verðum, síðar norrænna víkinga og fleira mætti nefna. Framan af voru sverð afar stór og þung vopn, til þess gerð að bijóta brynjur og hjálma. Högg voru greidd með þeim, en ekki stungur, eða miklu síður. Tækni þurfti litla, en þess heldur mikla vöðva til þess að geta beitt vopnunum á þeim hraða sem nauðsynlegur var til að hafa betur og drepa andstæðinginn áður en hann hafði betur. Þannig eru sverðin fram undir árið 1400. Þá koma byssur til skjalanna og hlutverk sverðsins breytist mikið. Eftir þetta léttast sverðin og tekin er upp kennsla í notkun þeirra. Tegundum sverða fjölgar. þrítugt. Ég ætti að taka það strax fram, að menn geta náð mjög langt í skylmingum þótt þeir æfi ekki sleitulaust frá bamsaldri til þrítugs, þar átti ég við heimsmælikvarðann. Þeir sem á annað borð eru efnileg- ir, geta orðið mjög frambærilegir skylmingamenn á svo sem þremur árum. Einn byijaði hjá okkur fímm- tugur og er býsna góður.“ En miðað við afföllin, er ekki hætta á þvi að allt saman detti niður í dróma á ný? „Við þurfum auðvitað að vera á varðbergi gagnvart því. En við tók- um góðan hóp í haust og ætlum að einbeita okkur að honum f vet- ur, taka svo annan næsta vor ef möguleiki er á. Stefnan í fyrstu er I Ef til vill á þessi íþróttagrein framtíd á íslandi Skylmingar með sverðum byija sem íþrótt um eða upp úr 1700 og skipti þar sköpum, að grímur voru hannaðar til notkunar í skylmingum. Þá fóru menn fyrir alvöru að rejma með sér. Þegar hér er komið sögu, er sverðið ekki síst orðið að einvígisvopni, og ekki latti það þróun kennslu í skylmingum þegar aðalsmenn gátu átt líf sitt undir því að þeir kynnu að skylm- ast almennilega. Var þá fokin gamla trúin að sá hefði betur sem Guði var þóknanlegur. Menn treystu sem sagt aðeins meira á tækni og lipurð, en minna á Guð almáttugan þótt auðvitað væri gott veganesti í einvígið að hann væri hliðhollur. Allt frá þessum tíma hefur sverð- ið haft lítið sem ekkert vægi sem hemaðarvopn. Þess í stað hefur það þróast annars vegar sem íþrótta- tæki, hins vegar sem siðatákn. Ef til vill á þessi íþróttagrein framtíð Ekki verður sagt að skylmingar hafi verið sérstaklega í hávegum hafðar hjá íslendingum nema ef vera skyldi á söguöld og þá allt annars konar skylmingar en hér um ræðir. Hér er átt við skylming- ar sem íþróttagrein, en þær eiga miklum vinsældum að fagna víða erlendis og þykja bæði krefjandi og skemmtileg íþróttagrein. í kring um 1950 var að vísu nokkuð öflug starfsemi í Reykjavík og m.a. starf- andi tvö skylmingafélög. Þau lognuðust út af og heyrst hefur að ein af hugsanlegum ástæðum hafi verið sú að það var aldrei hægt að fínna óhlutdræga dómara þegar keppni stóð fyrir dyrum, en rígur mikill ríkti milli félaga. Fyrir tveim- ur árum var svo Hið fslenska skylmingafélag stofnað og stóð að því svo sem 20 manna hópur. Af- föll eru mikil meðal skylmingafólks, ekki bókstafleg, heldur er átt við að margir heltast úr lestinni, og þegar virkir félagar voru orðnir inn- an við hálfan tug, var gripið til þess ráðs að auglýsa eftir áhuga- sömu fólki til æfinga og sfðan starfa fyrir félagið. Auglýsingin birtist fyrir fáeinum vikum og viðbrögðin lofuðu sannarlega góðu, rúmlega 70 manns létu í sér heyra og marg- ir af þeim hafa þegar haflð æflngar. Formaður hins unga félags heitir Sigurður I. Bjömsson og ræddi Morgunblaðið við hann á fomum vegi fyrir skömmu. Hann var fyrst spurður um tilurð Hins íslenska skylmingafélags. Sigurður svarar „Eg segi fyrir mig, ég fékk áhuga á skylmingum erlendis og svo vor- um við nokkrir sem höfðum áhuga á því að stunda þetta hér heima. Það reyndist erfitt, það vantaði kennara, húsnæði, tæki og raunar allt sem til þarf. Svo fór að rætast úr, við komumst í kynni við Tómas Tómasson sem hafði lært skylming- ar í Boston og tók hann að sér kennsluna sem fór fram í íþróttasal Menntaskólans í Reykjavík. Síðan skynntumst við Sonju Diðriksson, sem er sérmenntuð í skylmingum. Hún hóf einnig að kenna og er okkar helsti kennari í dag. Hins vegar fækkaði okkur mjög, þannig er það í skylmingum, afföllin á mannskapnum eru mikil. Því veld- ur, að fólk finnur sig ekki í íþrótta- greininni, skortir þolinmæði í mörgum tilvikum, því marga fyrstu tímana er þjálfunin með þeim hætti að skylmingamar í allri sinni dýrð eru alls ekki stundaðar." En þið auglýstuð ykkur upp. „Já, við máttu til,m það hefði verið afleitt að láta félagið veslast upp, en orðin var viss hætta á því. Og svörunin var afar góð, e.t.v. fór hún fram úr okkar björtustu vonum. Það kom á daginn, að fáir vissu af þessu félagi, en margir höfðu áhuga á því að kynna sér það bet- ur. Það höfðu rúmlega 70 manns samband við okkur og flestir þeirra hafa mætt á æfingar að undanfömu og það er ekkert launungarmál að margt af þessu fólki er afbragðs efni í góða skylmingamenn. Flest er þetta ungt fólk, en fullorðið inn á milli, enda eru skylmingar íþrótt sem strangt til tekið má stunda meðan menn geta staðið á fótunum, enda er þetta ekki kraftaíþrótt. Hún gengur meira út á tækni, snerpu og hraða. Eru eintómir karlmenn i þessu? „Svarið við þessari spumingu er það eitt að líta á helsta kennarann okkar, hann er kvenmaður. Hitt er svo annað mál, að hlutföllin hjá okkur eru karlkyninu stórlega í hag, það eru ekki nema 4—5 stelp- ur í þessu ennþá. Vissulega eiga þær fullt erindi í skylmingar, íþrótt- in hentar þeim prýðilega ekki síður en körlum eðlis síns vegna. En hvað með bakgrunn, þarf ekki sérstakt uppeidi til þess að ná virkilegri fullkomnun i þess- ari iþrótt eins og sumum öðrum? „Standardinn" hjá okkur er nú ekki sérlega hár á alþjóða mæli- kvarða eins og er, við ættum enga möguleika ef við færum að keppa við þrautþjálfað fólk erlendis. Hitt er svo annað mál, að það besta væri að böm byijuðu æfíngar um 4-5 ára aldur og miðað við þann tíma sem það tekur menn að ná heimsmælikvarða, myndu viðkom- andi böm vera á toppnum um að byggja upp svo sem 20 manna kjama. Þá má fara að hugsa um , öflugra kynningarstarf, enda er slíkt til muna aðgengilegra þegar flöldi manna stendur að baki. Nú, svo má nefna, að við emm farin að þreifa fyrir okkur með íþrótta- hreyfínguna, emm komin t.d. í íþróttabandalag Reykjavíkur." En hvað með keppni og slíkt, nú er þetta þannig íþrótt? „Ja, við emm bara eitt félag og þótt hægt sé að halda innanfélags- mót, þá jafnast auðvitað ekkert á við keppni félaga í milli. En það er ekki hægt sem stendur og auðvit- að væri æskilegt að stofnað yrði . annað skylmingafélag. Við emm samt bjartsýn, við vitum að íþrótt þessi verður ekki byggð upp í landinu á einum degi. Það þarf i mikla vinnu og seiglu. Það er rétt, íþróttin gengur út á keppni og það endist enginn í að æfa endalaust án þess að geta spreytt sig. Þess vegna hefur það kitlað að taka þátt í mótum erlendis og við höfum raun- ar verið að hugsa um að láta verða af því einhvem tíman í náinni framtfð. Þá helst í Bretlandi, en þar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.