Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 11
C 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986
Hluti hinna nýju íslensku
skylmingamanna ...
næstmest stundaða greinin, það er
stunguíþrótt þar sem allur líkaminn
er markið. Þriðrja stigið heitir
„sabre", en þá eru notuð höggsverð
og bæði notuð högg og stungur
ofan mittis. Allar greinamar ganga
út á að koma lagi á andstæðingin
fimm sinnum og þegar það er búið
er sigur í höfn. Það eru tímamörk
í hverri keppni og ef fimm stungum
er ekki náð þegar leik er lokið, sigr-
ar sá sem oftast hefur stungið
andstæðinginn.
Rofinn í enda sverðsins kemur
við sögu í ríkum mæli, því án hans
væri ómögulegt að dæma í skylm-
ingum. Keppendur eru í vírvestum
Sonja Diðriksson skylmingakennari t.v. og Sigurður I. Bjömsson form
aður Hins íslenska skylmingafólags.
Sigurður sýnir nokkrum nemendum taktana með tilþrifum
fer fram ár hvert, eins og um alla
Evrópu, mikill §öldi móta þar sem
minni klúbbar eigast við. Það væri
áreiðanlega hægt að fá þátttöku-
rétt í einhveiju slíku móti.“
Það er kannski tími til að lýsa
íþróttagreininni eitthvað?
„Fyrst er þess að geta, að „sverð-
ið“ á lítið skylt við raunveruleg
sverð sem notuð eru til mannvíga.
íþróttasverðin eru einungis þunn
blöð, sveigjanleg með gúmmíkúlu á
endanum. I endanum er straumrofi
sem fer með mikilsvert hlutverk í
skylmingaríþróttinni. Og þá er best
að ég lýsi þessu skipulega:
Þetta er þrískipt íþróttagrein. Sú
sem mest er stunduð heitir „foil“.
Þessi grein gengur út á að stinga
í efri hluta búksins. „Epee“ heitir
og þegar rofinn í sverðinu nemur
við vestið, lokast straumrás og
þannig vita keppendur og dómari
þegar stig er skorað."
Er þetta ekki hættuleg íþrótt?
„Slys hafa orðið í skylmingum,
en þau heyra til algerra undantekn-
inga, enda er þetta ekki íþrótt sem
stofnar beinum, liðamótum eða
vöðvum í hættu. Þá eru keppendur
vel varðir og því fráleitt að þeir
skaðist af sverðunum."
Þetta eru þá allt aðrar skyhn-
ingar heldur en til dæmis eru
stundaðar i Þýskalandi þar sem
ótrúlegustu menn eru með ör í
andliti?
„Það er allt annað fyrirbæri. Þær
skylmingar eru aðallega stundaðar
í lejmilegum stúdentafélögum og
beitt er flugbeittum sverðum. Þessi
keppni gengur út á að skera andlit
andstæðingsins og fær hver kepp-
andi 5 högg, en menn standa við
afmarkaða línu. Keppendur eru með
leðurgrímur sem verja augu og
eyru, en að öðru leyti er andlitið
nakið. Það er læknir á staðnum til
að gera að meiðslum ef menn kæra
sig um. Menn fá þvi ráðið hvort
þeir vilja örin sem stofnað er til.
Allir alvöru Þjóðveijar eru að
minnsta kosti með eitt ör í andlit-
inu, þ.á m. Helmut Kohl svo
einhver sé nefndur. Nei, þetta fyrir-
bæri er eitthvert afsprengi skylm-
inga sem á ekkert skylt við
íþróttina."
Að lokum, hvaða framtíð held-
ur þú að skylmingar eigi á
íslandi?
„Það er alltaf erfitt að koma
nýrri grein að þar sem margar eru
rótgrónar 'fyrir. Við vorum hins
vegar afar ánægð með viðtökumar
sem fyrrgreind auglýsing fékk og
teljum við ef vel tekst til að halda
mannskapnum saman næstu mán-
uði þá séum við að minnsta kosti
komin með efnivið til að byggja á.
En þetta er í raun allt saman á
frumstigi hjá okkur og ekki hægt
að segja annað en að við vonum
það besta og erum hóflega bjartsýn.
Sonja sýnir upphitunaræfingu.
Morgunblaðið/RAX
- ««
Suðurnes:
Ritstjóra-
skipti á
vikublaðinu
Reykjanesi
Grindavík.
RITSTJÓRASKITPI verða nú á
næstunni við vikublaðið Reykja-
nes, sem gefið er út í Keflavík
af sjálfstæðismönnum á Suður-
nesjum.
Asmundur Einarsson, sem gengt
hefur starfinu frá því í febrúar sl.
hefur látið af störfum. „Til að byija
með mun Halldór Leví Bjömsson
ritstýra blaðinu þar til gengið hefur
frá ráðningu framtíðarritstjóra,"
sagði Ragnar Öm Pétursson, form-
aður útgáfustjómar, í samtali við
fréttaritara Morgunblaðsins og
bætti því við að útgáfustjómin
kæmi saman nú um helgina til að
ganga frá ráðningu nýs ritstjóra.
„Miklar breytingar eru fyrirhugað-
ar á blaðinu í kjölfarið. Með nýjum
manni breytist útlitið og þá á einn-
ig að fjölga síðum, breyta dreifíng-
unni og athuga breyttan útgáfu-
dag,“ sagði Ragnar.
Kr.Ben.
Mývatnssveit:
Vörubifreið
brann austan
Námaskarðs
VÖRUFLUTNINGABIFREIÐ af
gerðinni Bedford, árgerð 1978,
brann sl. miðvikudagskvöld aust-
an við Námaskarð i Mývatns-
sveit. Talið er að um rafmagns-
bilun hafi verið um að ræða.
Ökumaður hafði verið að flytja
hey frá Akureyri austur að
Grímsstöðum á Fjöllum og var hann
á heimleið er óhappið varð. Hann
var búinn að aka u.þ.b. 25 km leið
frá Grímsstöðum þegar upp kom
eldur undir mælaborðinu og varð
bíllinn alelda á svipstundu. Engin
umferð var þarna þegar óhappið
varð og þurfti ökumaður að ganga
um 10 km leið í Kísiliðjuna til að
gera viðvart. Bíllinn brann hinsveg-
ar á augabragði og ekkert fékkst
við ráðið, samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni á Húsavík.
Áhugahópur um bygg-
ingu náttúrufræðihúss:
Sýning í
anddyri
Háskóla-
bíós
SÝNING á lifandi fjörudýrum
og fjöruplöntum verður í and-
dyri Háskólabíós í dag, sunnu-
dag, frá kl. 16.00-19.00. Allir eru
velkomnir og aðgangur er
ókeypis, segir í frétt frá áhuga-
hópnum, sem stendur að sýning-
unni.
Hrefna Siguijónsdóttir líffræð-
ingur verður „safnvörður" sýning-
arinnar. Henni til aðstoðar er
Jörundur Svavarsson og Erlingur
Hauksson. Sýning þessi er sett upp
í tilefni af nýútgefinni handbók um
fjörulífverur. Bókin heitir „Fjörulíf
og er eftir líffræðingana Agnar
Ingólfsson, Hrafn Siguijónsson og
Karl Gunnarsson. Eggert Pétursson
teiknaði myndir í bókina.
Bókin sem er í handhægri kilju
verður kynnt á staðnum. í bókinni
eru teikningar með ábendingum um
ákveðin einkenni 143 algengra
fjörudýra og fjöruplantna.
Jafnhliða sýningunni verða sýnd-
ar skuggamyndir af lífinu í fjörunni.