Morgunblaðið - 16.11.1986, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986
C 13
Armann Kr. Einarsson rithöf-
undur
og sjálfur hef ég haft mikla ánægju af
að skrifa þær.
- Hvað finnst þér um þær barnabækur
sem komið hafa út síðasta áratuginn eða
svo?
Vandamála-
bækur
Það hefur allt of lítið komið út af góðum
íslenskum bamabókum undanfarið. Þá
finnst mér að alls konar vandamálabækur
séu alltof mikið ríkjandi. Þessi stefna hef-
ur verið sérstaklega áberandi í bambókum
á Norðurlöndum og hefur farið út í öfgar.
Ég var t.d. nýlega að lesa norska verð-
launabamabók - hún íjallar um tíu ára
strák og er hún full af yfirjiyrmandi vanda-
málum og hugarkvöl. Eg tel að svona
bækur hafi vond áhrif á böm - það á að
leyfa bömunum að lifa glaða og áhyggju-
litla bemsku.
- Hvað um útgáfu barnabóka?
Bamabækur em mjög dýrar í útgáfu
vegna teikningana sem í þeim em. Svo
verður að. halda verði þeirra langt fyrir
neðan verð annarra bóka til þess að þær
seljist eitthvað. Stjómvöld gera útgáfima
enn erfiðari með því að taka söluskatt af
bókunum og hefur ríkið þannig meiri
hagnað af hverri seldri bók en höfundur-
inn. Ég vil nota tækifærið hér og skora á
stjómvöld að þessi söluskattur verði felld-
ur niður.
- Nú hefur framboð afþreygingarefnis
fyrir böm og unglinga aukist mjög t.d.
með tilkomu myndbanda og bamaefnis í
tveim sjónvarpsstöðvum auk annars - em
böm og unglingar minna spennt fyrir bók-
um en áður?
Bamabókin heldur furðanlega velli. Ég
hef haft aðstöðu til að fylgjast með þessu
þar sem ég er í hlutastarfí sem bókavörð-
ur á skólabókasafni og þar hef ég orðið
var við að krakkar lesa enn furðu mikið.
Ef til vill er þetta vegna þess að bókin
hefur þá sérstöðu að vera alltaf til staðar
- það er alltaf hægt að grípa til hennar.
V erðlaunasióður
ísleuskra barna-
bóka
- Talið snýst að sjóð sem bókaforlagið
Vaka stofnaði með fjölskyldu Ármans í
tilefni af 70 ára afmæli hans í fyrra. Sjóð-
ur þessi nefnist Verðlaunasjóð íslenskra
bamabóka.
Tilgangur þessa sjóðs er að örfa ungt
fólk til að skrifa bam- og unglingabæk-
ur, sagði Ármann. Sjóðurinn. virðist hafa
náð tilgangi sínu því undirtektir rithöfunda
hafa verið mjög góðar, í fyrra bámst 45
handrit. Verðlaunin 1985 hlaut Guðmund-
ur Ólafsson fyrir bók sína Emil og Skundi.
Nú er verið að auglýsa eftir handritum
fyrir næsta ár með skilafrest til áramóta.
Það er fimm manna dómnefnd sem fer
yfir handritin og er það nýmæli hjá okkur
að einn dómnefndarmanna er fulltrúi
ungukynslóðarinnar. Var það síðast stúlka
í efstabekk gmnnskóla hér í Reykjavík
sem valin var í dómnefndina. Þetta hefur
mælst vel fyrir - krakkamir em sjaldnast
sjálf spurð um gæði barnabóka þó almenn-
ir lesendur séu jafnan bestu gagnrýnend-
umir. Næst höfum við I hyggju að velja
dreng úr gmnnskólanum á Akureyri í
þetta hlutverk.
- Hvað er framundan hjá þér núna,
Ármann?
Ég er að vinna að nýrri bók sem senni-
lega kemur út á næsta ári. Þetta er
unglingasaga með töluvert öðm sniði en
ég hef samið áður.
Viðtal: Bragi Óskarsson
ÁRMANN KK. E/NAPSSON
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Bamabókín heldur
furðanlega velli
Rætt við Ármann Kr. Einarsson rithöfund
Bókin Hvalveiðimenn
í bjamarklóm eftir
hinn kunna bama-
bókahöfund Ár-
mann Kr. Einarsson
kom út hjá bókafor-
laginu Vöku-
Helgafell í síðustu
viku. Bókin, sem er í bókaflokknum Ævin-
týraheimur Ármanns, fjallar um þá
félagana Óla og Magga og er endurútgef-
in með lítilsháttar breytingum, en alls
komu út sjö bækur um þessar söguhetjur
á ámnum 1960 - 1967. Er bókin prýdd
nýjum teikningum eftir Aðalbjörgu Þórð-
ardóttur. Ármann hefur verið afkastamik-
ill rithöfundur - hann hefur skrifað um
40 bamabækur en einnig liggja eftir hann
3 skáldsögur auk smásagnasafna. Nokkr-
ar bamabóka hans hafa komið út á
erlendum tungumálum og hin síðari ár
hafa margar þeirra verið gefnar út á ný.
í upphafi samtals okkar spurði ég Ár-
mann hvað hafi orðið til þess að hann
lagði út á rithöfundabrautina.
Byrjaði að skrif a
um fermingu
Mér þótti sjálfum mjög gaman að sögum
og það heillaði mig þegar í æsku að setja
saman sögur sjálfur, sagði Ármann. Eg
byrjaði að skrifa um fermingu og varði
til þess verulegum hluta tómstunda minna
þegar á unglingsárum. Fyrstu smásögum-
ar mínar birtust í tímariti sem þá var
gefið út fyrir böm og unglinga, Unga ís-
land, en fyrsta bókin sem kom út eftir
mig var smásagnasafn fyrir fullorðna og
hét Vonir. Fyrsta bamabókin sem kom á
prent eftir mig var hins vegar Margt býr
í fjöllunum og var henni vel tekið - það
hvatti mig til að halda áfram.
Það er erfítt að skrifa skáldsögur og
ekki síður erfitt að skrifa fyrir böm og
unglinga en fyrir fullorðna. En ég held
hins vegar að það sé skemmtilegra að
skrifa fyrir yngstu kynslóðina, böm em
svo opin og segja manni bæði kost og löst
á bókunum alveg hiklaust. Og ef krökkum
fellur sagan vel geta þau lesið hana aftur
og aftur, en því er ekki að heilsa með
bækur fyrir fullorðna.
- Hefurðu gert mikið af því að bera
Kápumynd bókarinnar um félagana
Óla og Magga sem nú kemur út í ann-
að sinn
efni bóka þinna undir bömin sjálf?
Já, ég hef haft góða aðstöðu til þess
þar sem ég hef verið kennari í 50 ár, ég
útskrifaðist úr Kennaraskólanum 1937.
Ég hef gjaman sagt bömunum úr sögum
sem ég hef verið að skrifa, og þannig feng-
ið ágæta gagnrýni um efni þeirra jafn
óðum og ég hef samið þær. Þetta hefur
verið mér mikil hjálp og mótað sögumar
mínar töluvert. Ég hef einnig leitast við
að hafa sögumar spennandi þannig að þær
haldi fastri athygli lesandans og eitthvað
knýi hann stöðugt til að fletta yfir á næstu
blaðsíðu.
- Hveijar af bókunum þínum eru þér
hugstæðastar?
Það em kannski tvær bækur sem ég
skrifaði um barnabömin mín, strák og
stelpu: bækurnar Afastrákur og Ömmu-
stelpa. Þessum bókum var vel tekið og
fékk Ömmustelpa verðlaun fræðsluráðs
Reykjavíkur 1977.
I Árnabækurnar
Svo er það auðvitað Árnabókaflokkur-
inn, sem er átta bærkur gefnar út á
tímabilinu 1952 - 1960. Þessar bækur
vom á sínum tíma geysivinsælar og ég
veit að þær em mikið lesnar ennþá. Það
er svolítið skondið að oft hef ég talað við
miðaldra fólk sem kann söguþráð þessara
bóka betur en ég sjálfur. Ámabækumar
hafa einnig gengið vel eriendis en þær
hafa verið þýddar á öll norðurlandamálin
nema fínnsku. Því hefúr verið hreyft við
mig að undanfömu að verðugt væri að
gera kvikmynd sem byggði á þessum bóka-
flokki, mynd fyrir alla fjöskylduna, og hef
ég að sjálfsögðu áhuga fyrir því.
- Hvers vegna hættir þú að skrifa
sögur um Áma og félaga?
Það var komið svo mikið að ég ákvað
að breyta til og fást við aðrar og feskari
hugmyndir sem leituðu á mig. Þá fór ég
að skrifa bókaflokkinn um félagana Óla
og Magga og urðu þær bækur sjö alls.
- Hefurðu orðið ríkur af þessum skrif-
um?
Ég hef óneitanlega haft töluverðar tekj-
ur af þessum bókum en peningamir hafa
aldrei verið aðalatriðið í mínum augum í
sambandi við skriftimar. Mér fínnst meira
um vert að bækumar mínar séu lesnar,
fyrst að ég hef eytt öllum mínum frístund-
um í þetta um æfina. Það hefur því glatt
mig mikið að bækur sem ég skrifaði fyrir
40 - 50 áram era lesnar mikið ennþá, og
tel mig ekki hafa til einskis barist. Börnin
kunna jafn vel að meta þessar bækur og
áður og virðist bókasmekkur þeirra lítið
breyst mikið þó aldarandinn sé allur annar
en var fyrir hálfri öld.
- Er einhver sérstakur boðskapur í
bamabókunum þínum?
Ég hef alltaf forðast predikanir en hins
vegar hef ég jafnan látið það góða fara
með sigur af hólmi. Kannski verður það
lesendum ósjálfrátt til eftirbreyttni og er
þá vel.
Ég held að lesefni krakka geti haft
mótandi áhrif á þau og þess vegna sé
ekki sama hvernig bamabækur era skrif-
aðar. í þessu allsnægtaþjóðfélagi þurfa
foreldrar að gera sér Ijóst að bömin þurfa
meira en mat og fatnað - það er fyrst
og fremst hið innra líf sem gerir fólk ham-
ingjusamt, það getur verið óþijótandi
uppspretta gleði og ánægju. Ég vona að
bækur mínar hafi hjálpað lesendum mínum
til að gera líf sitt fyllra og ánægjulegra