Morgunblaðið - 16.11.1986, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986
C 19
Chanel fer hér „ný-klassíska“
leið með pilsaþyt.
Ber er hver
aðbakí
lutverk tískufatnaðar er að
gera eigandann meira aðlaðandi,
sérstaklega í augum gagnstæða
kynsins. Lengi vel hefur það þótt
snjallt að hafa kvenkjóla flegna til
þess að gera barminn augljósari,
en nú kann svo að fara að sú regla
reynist ekki lengur örugg.
Nýjasta nýtt er að sýna bakið
og fatahönnuður um allan heim
keppast nú við að upplýsa bakhlið-
ina á konunni. „Barmurinn er
fyrirbæri frá sjötta áratugnum",
segir Marc Boham, hjá Dior. „Nú
er það afturhliðin, sem fær að njóta
sín.“ Fatahönnuðurinn franski,
Louis Feraud spyr: „Hversvegna
ættum við að sýna bakhlið muster-
is minni virðingu en framhlið?"
Og hversvegna? Christian La-
croix, hjá Patou-tískuhúsinu, gekk
skrefi lengra í vor þegar hann
kynnti alls kyns slaufur og skraut
annað til þess að bera á afturhlut-
anum. Menn áttuðu sig á því að
jafnmikilvægt var að fara og að
koma.
Flestir hönnuðir telja að ekki
hafi verið nóg fyrir bakið gert.
„Það er ekkert meira kynæsandi
en kjóll, sem hylur ffamhlutann
algerlega en skilur bakhlutann eftir
óvarinn", segir Bob Mackie.
Hins vegar er hætt við að sumir
karlmenn hafi þó eitthvað við þessa
tísku að athuga, þar sem að nú
þurfa þeir að beina sjónum sínum
annað.
Karl K. Berndsen ásamt sýningarstúlku með hárgreiðsluna.
V erðlaunahárgr eiðsla
Fyrir nokkru efndi tímaritið Hárogfegurð til keppni meðal hár-
greiðslumeistara um glæsilegustu hárgreiðsluna á forsíðu tímaritsins.
Sigurvegari var Karl K. Bemdsen og hlaut hann að verðlaunum ferð
til Lundúna á World Hairdress Congress, sem er ein umfangsmesta
hárgreiðslusýning veraldar.
Mikil er snilli mannanna!
Þessir stæðilegu Stórdanir eru óneitanlega reisnarlegir þar sem þeir
gægjast yfir garðhlið eigenda sinna í Richmond í Virginíu-fylki í
Bandaríkjunum.
Ox, til vinstri er með torkennilegan eymabúnað, en þetta em
umbúðir eftir aðgerð, sem gerð var á Ox, svo eyru hans standi upp-
rétt eins og á tvíburabróður hans Antemusi.
Þetta em hvolpar, ekki nema 10 mánaða gamlir, en samt á stærð
við meðalkálfa.
COSPER
— Er þetta heimatilbúið rauðvín? Ég hélt að þetta værí heima-
bruggað hvítöl.
ÚRVALS vörur
ÚRVALS verð
SALERNI.
Við bjóðum þér vönduð
salerni af ýmsum gerðum.
Ásamt ýmsum áhöidum á
baðherbergið. Sérlega
hagstætt verð.
BAÐMOTTUR.
Mikið úrval af baðmottum
og ýmsum gerðum af bað-
hengjum. Svo og öðrum
smáhlutum á baðherberg-
ið.
STÁLVASKAR?
Vandaðir stálvaskar í ýms-
um stærðum og gerðum.
í
GUFUBÖÐ.
Bjóðum nú gufu og sauna-
böð, er henta hvaða heimili
sem er. Allt í einum pakka.
BLÖNDUNARTÆKI.
Ótrúlegt úrval af blöndun-
artækjum. Stílhrein/faileg.
STURTUKLEFAR. t
Sturtuklefar er ganga hvar
sem er. Af öllum stærðum
og gerðum.
LÍTIÐ VIÐ - VANDIÐ VALIÐ.
VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK
SÍMAR: VERSLUN 686455, SKRIFSTOFA 685966
mrdas