Morgunblaðið - 16.11.1986, Síða 20
20 C
'\r>')+ f-Trjcr*r'-T-'Tf\T t -V- rr .r, » rTTTTíVTTO 'TTn I TCrjST T'AOO'*
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986
KROSSGATUBLAÐIÐ
• VEGLEG VERÐLAUN •
AFÞREYING FYRIRALLA
13.750 kr. verðlaun
Gátur • Þrautir
Krossgátur
Skop • Leikir
Frá mormónum
við Saltavatn
í Bandaríkjunum
Við bjóðum vandaða, trausta og ódýra snjóbíla
og snjótroðara frá LOGAN verksmiðjunum sem
hafa smíðað slík tæki í 25 ár og eru í dag stærstir
í Bandaríkjunum.
Einnig getum við boðið notuð tæki frá kr.
400.000,- frá verksmiðju.
GÍSLIJÓNSSON & CO. HF.
SUNDABORG 11. SÍMI 686644.
Stykkishólmur:
Útf ör Gunnars
B. Guðmunds-
sonar, Stykkis-
hólmi
Stykkishólmi.
LAUGARDAGINN 8. nóvember sl.
var til moldar borinn frá Stykkis-
hólmskirkju Gunnar B. Gunnars-
son, verkamaður í Stykkishólmi, 88
ára að aldri, en hann lést í Landspít-
alanum í Reykjavík 28. október sl.
Gunnar var fæddur í Stykkis-
hólmi 6. október 1898 og átti þar
alltaf heima. Snemma fór hann að
vinna fyrir sér. Var meðal annars
til sjós og stundaði handfæraveiðar
á skútum, sem voru þegar hann
byrjaði aðalkostur sjósóknara þeirra
tíma. Einnig fékkst hann við öll
algeng störf. Var lagtækur og vel
virkur að hveiju sem hann gekk.
Hann átti alltaf kindur og annaðist
þær vel, því dýravinur var hann.
Hann var kvæntur Kristensu Val-
dísi Jónsdóttur ættaðri úr Eyrar-
sveit. Þau eignuðust 14 börn og
12 komust til fullorðinsára og eru
nýtir þegnar þjóðfélagsins.
Eins og gefur að skilja var
lífsbarátta þeirra hjóna hörð. Sein-
ustu bömin eignaðist Kristensa um
það bil sem ég kom til Stykkishólms
og var því nóg að gera á hennar
heimili. Var mér það oft undrunar-
efni hversu dugnaður hennar var
mikill að annast þennan hóp og
enginn sá annað en að það væri
gert til fyrirmyndar, því böm þeirra
hjóna voru alltaf vel upp færð og
báru góðu heimili vitni. Eg átti því
láni að fagna að kynnast þeim ná-
ið. Þau unnu bæði úti um langt
skeið til að drýgja heimilistekjumar.
Gunnar var lengi hreinsunarmað-
ur hér í bæ. Hann var fróðleiksfús
og eyddi stundum sínum sem af-
gangs voru í lestur góðra bóka.
Ferðasögur voru honum hugstæðar.
Kristensa er látin fyrir nokkmm
áram.
Seinustu árin dvaldi Gunnar á
dvalarheimilinu hér og þar leið hon-
um vel og vistina kunni hann vel
að meta.
Arni.
MBÐEINU
SÍMTALI
er hægt að breyta innheimtu-
aðferðinni. Eftir það verða
gTa-niíTTnwftimiTTiriifTn.ra
viðkomandi greiftslukorta
reikning mánadarlega.
SÍMINN ER
691140
691141
Umboðsmaðurinn Nicky Vaughan er á landinu ásamt 2 drottn-
ingum úr næturlífi heimsborganna. Kimberly Joan og Jilly Laine
verða hjá okkur í kvöld og næstu kvöld. Og auðvitað verður svo-
lítið íslenskt Pan.
Pan klúbburuinn — Upp og Niður klúbbur.
Bjartmar Guðlaugsson
og Pétur Kristjánsson
Syngja öll sín bestu lög hjá okkur
í kvöld og annað kvöld.
Meðlimir Blásarakvintetts Reykjavíkur eru, talið frá vinstri: Bern-
harður Wilkinson, flauta, Daði Kolbeinsson, óbó, Hafsteinn Guð-
mundsson, básúna, Einar Jóhannesson, klarinett, og Joseph
Ognibene, horn.
York Winds spila með
Blásarakvintettnum
Sameiginlegir tónleikar
kanadíska blásarakvintettsins
York Winds og Blaáarakvintetts
Reykjavíkur verða haldnir á
Kjarvalsstöðum mánudaginn 17.
nóvember og hefjast klukkan
20.30.
York Winds er einn fremsti blás-
arakvintett heims og hefur haldið
tónleika víða um heim. Kvintettinn
kom hingað á leið sinni úr tónlistar-
ferð um Evrópu og hefur verið hér
undanfarið með námskeið í Tónlist-
arskólanum í Reykjavík og haldið
tónleika fyrir Tónlistarfélagið. A
efnissskrá tónleikanna er Rondino
eftir Beethoven, Serenade í Es-dúr
eftir Mozart og Petite Suite eftir
Gounod.
Miðar á tónleikana verða við sölu
við innganginn.
mm
York Winds er þannig skipaður: Doglas Stewart, flauta, Gwillym
Williams, klarinett, Cynthia Steljes, óbó, Harcus Hennigar, horn, og
Gerald Robinson, fagott.
Sigmundur Guðbjamason, rektor HÍ, veitir bókagjöfinni viðtöku úr
höndum sendiherra Indlands á íslandi. Auk þeirra eru á myndinni
sendiherrafrúin og Þóra Einarsdóttir, fyrrverandi formaður Indland-
svinafélagsins
Háskóli Islands fær
bókagjöf frá Indlandi
HÁSKÓLA íslands barst bóka-
gjöf frá Indlandi í síðustu viku
og hafði Indlandsvinafélagið hér
á landi milligöngu um gjöfina.
Um var að ræða 39 bækur á
Hindi og 38 á Sanskrít. Bókagjöfin
var ákveðin af Indira Gandhi, en
hún hafði mikinn áhuga á að efla
menningarsamskipti Islands og Ind-
lands og hafði lýst áhuga sínum á
að heimsækja fsland. Þessi ákvörð-
un var tekin á fundi, sem Þóra
Einarsdóttir, fyrrverandi formaður
Indlandsvinafélagsins, átti með Ind-
ira Gandhi. Sendiherra Indlands á
íslandi, Anand, sem aðsetur hefur
í Osló afhenti gjöfina og hefur
sendiherrann látið í ljós að ind-
verska ríkið sé á næstu áram
reiðubúið að gefa HÍ fleiri ritverk
um menningu og sögu Indlands og
þá einnig á ensku.