Morgunblaðið - 16.11.1986, Síða 25

Morgunblaðið - 16.11.1986, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 C 25 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 17-18 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Bréfritari segir Sea Shepherdmenn hafa gengið of langt þegar þeir réðust á eigur Hvals hf.. Það ekki aðeins eitt fyrirtæki sem vegið hafi verið að heldur eigi öll þjóðin hlut að máli. Islenska þjóðin særð djúpu sári Kæri Velvakandi Mig langar að nota þetta tæki- færi til að taka undir leiðara Morgunblaðsins frá því á þriðjudag- inn ll. þessa mánaðar. Nú hefur það gerst að erlend öfl hafa ráðist á Island, nánar tiltekið eigur Hvals h.f.. Þessi glæpamaður, Paul Wat- son, hampar sér og mönnum sínum yfir því að enginn Islendingur skuli hafa særst. Islenska þjóðin hefur særst mjög djúpu sári. Sea Shep- herd hafa nú gengið of langt eins og atburðarásin mun væntanlega sýna. Dr. Jakob Jakobsson sagði ný- lega að fleiri og fleiri erlendir vísindamenn væru að uppgötva að hvalveiði í vísindaskyni á rétt á sér. Ætli þetta sé það sem Watson og hans menn eru hræddir við? Á sínum tíma setti Guð hvali í sjóinn til þess að við á norðurslóðum gætum lifað á þeim. Við höfum hans umboð til þess að stjóma þess- um miklu dýrum. Það er ekki ágóði í því fyrir íslensku þjóðina ef þessi dýr deyja út. Að lokum vil ég beina orðum mínum til þeirra Islendinga sem þykjast styðja Watson: Forðist land- ráðsaðgerðir. Virðingarfyllst Vilhjálmur Alfreðsson Troða tann- læknar eitri í tennur okkar? Kæri Velvakandi. Ég rakst á grein í helgarblaði Tímans þann 21. sept. með fyrir- sögninni: „Gull- og silfurfyllingar í tönnum valdar að alvarlegu heilsu- leysi?“ Greinin er eftir Ævar Jóhannesson og hafði hún, eftir því sem segir í blaðinu, birst áður í tímaritinu Heilbrigði og heilsu- gæsla. í áðurnefndri grein er talað um að „silfur Amalgam" sem fyll- ingar í tönnum geti valdið alvarlegu heilsutjóni. Eftir því sem mér skilst, er þetta blanda af kvikasilfri (sem er baneitraður málmur) og öðrum málmum, svo sem silfri, tini og jafn- vel gulli. Blöndu þessari er troðið með ærnum kostnaði í tennur fólks, sem síðan á það á hættu að verða sjúklingar vegna þessa. Væri ekki nær að nota annað efni, sem sam- kvæmt greininni er þegar komið á markaðinn? Þegar ég var búinn að lesa þessa grein gat ég ekki á mér setið að senda þér nokkrar línur í þeirri von að einhver sérfræðingur geti frætt almenning um þessi mál. Þar sem ég er bara leikmaður um þessi mál en verð að þola kvalir, bæði andlegar og líkamlegar, út af blessuðum tönnunum, svo ég tali nú ekki um hvað buddan mín tekur út, þá væri fróðlegt að fá álit fleiri kunnáttumanna um þessi mál. Kær kveðja, Anti Amalgam Þessir hringdu . . . * Isinn þreng’ir um of að fugl- unumí frostum Fuglavinur hringdi: Eg vil beina athygli borgaryfir- valda að fuglunum á Tjörninni okkar hér í Reykjavík. Mér sýnist það auðsætt, að þegar gerir mikil frost, þá verður vökin alltof lítil fyrir allan þann fjölda fugla er heldur þar til. Væri nú ekki hægt að auka eitthvað heitavatns- streymiið í tjarnarkrikann svo ísinn hopaði í frostum og meira rými skapaðist fyrir fuglana? Tapaði leð- urhúfu ysvæ stat t Móðir hringdi: Það var í seinasta mánuði að dóttir mín tapaði brúnni leðurhúr- húfu með loðkannti við Háaleytis- braut 14. Finnandi hringi í s. 36106. Fundarlaun. Þurf ið þið endilesra að rugla? Magnús Jörundsson hringdi: Ég vil spyija þá hjá Stöð 2 af hveiju þeir eru að rugla þessar útsendingar sínar? Týndi kvenhand- tösku við Hótel Sögu Kona hringdi og sagðist hafa týnt lítilli svartri kvenhandtösku fyrir utan Hótel Sögu á laugardags- kvöldið 8. nóvember. Finnandi hringi í s. 26452. Fundarlaun. Er Guð- mundarson Guðmundur Guðmundarson hringdi og vildi undirstrika að hann er Guðmundarson en ekki Guðmundsson eins og sagði í Velvakanda á fostudaginn var. Hjartanlegar þakkir til allra minna góÖu vina og vandamanna sem gerðu mér afmœlisdaginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Jóna G. Kjeld, Arnarhrauni 31, Hafnarfirði. Innilegar þakkir fceri ég öllum börnum mínum, skyldmennum, tengdafólki og vinum, sem glöddu mig og konu mína á sjötíu ára afmceli minu, meÖ heimsóknum, gjöfum og kveÖjum. Þetta verður mér minnisstœÖur hátíðisdagur. GuÖ blessi ykkur öll. Indriði Einarsson, Melum, Kjalarnesi. Til sölu björgunar- sveitarbifreið Til sölu Chevrolet Suburban árg. '80. Ekinn 19.000 mílur. Mjög góður bfll. Tilboð óskast. Skipti/skuldabréf. Upplýsingar í síma 50328 og 54100. Hjálparsv. skáta, Hafnarfirði. hitamælarþrýstimælar Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670 i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.