Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1987 Á slysstað á Reykjanesbraut við Kúagerði í gærkvöld. Morgunblaðið/Júlíus Enn slys við Kúagerði ENN eitt slysið varð á Reykja- nesbraut við Kúagerði um k!. 19.00 í gærkvöldi. Tveir fólks- bílar rákust saman og voru ökumenn, karl og kona, fluttir á slysadeild Borgarspítalans. Bifreiðarnar voru af gerðinni Mazda og Daihatsu Charmant og draga þurfti þær burtu óökufærar með kranabíl. Töluverð bleyta var á Reykja- nesbrautinni í gær og á stöku stað sliddukrap. Að sögn lögregl- unnar í Keflavík virtist sem annar bílstjórinn hefði misst stjóm á bíl sínum og lent á hinum. Fjölmörg bifreiðaslys hafa orð- ið við Kúagerði, en slys þetta varð á svipuðum slóðum og fimm bíla árekstur varð fyrir tíu dögum síðan með þeim afleiðingum að einn bílstjóranna, kona, lést. Dollarinn niður fyrir 40 krónur í fyrsta sinn í langan tíma: Tvöföld gengisvið- miðun er hugsanleg - segir Matthías Bjamason, viðskiptaráðherra MATTHÍAS Bjarnason, viðskiptaráðherra, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að gengisskráning krónunnar væri í ákaflega þröngri stöðu milli afkomu í frystingu sjávarafurða og rauða striksins í kjara- samningum. Sú hugmynd bankastjómar Seðlabankans lægi fyrir, að tekin yrði upp tvöföld gengisviðmiðun á meðan línur skýrðust og sæist hvort og hve lengi genginu yrði haldið stöðugu. Á meðan færi fram endurskoðun á því, sem megin markmiði, hvað gera ætti. Til greina kæmi að skráningu yrði háttað þannig, að dollarinn lækk- aði minna en ella gagnvart krónunni og aðrir gjaldmiðlar hækkuðu þá minna. Þessar hugmyndir yrðu ræddar á fundi ríkisstjóraarinnar í dag. Grindavík; Maður slasaðist alvarlega í hvassviðri Grindavfk. MIKIÐ hvassviðri gerði í Grindavík á laugardags- kvöldið með þeim afleiðing- um að maður slasaðist alvarlega og járnplötur fuku af tveim fyrirtækjum. Aðkomumaður sem starfar hjá fiskvinnslufyrirtækinu Vísi hf. var staddur á athafnasvæði fyrirtækis- ins þegar mesta hvassviðrið gekk yfir upp úr miðnættinu. Skipti eng- um togum að fiskkar tókst á loft og fauk á manninn með þeim af- leiðingum að hann hlaut alvarlega áverka á höfði og liggur nú þungt haldinn á gjörgæsludeild Borg- arspítalans. Álls var lögreglan kölluð út tólf sinnum meðan versta veðrið gekk yfir frá klukkan 23.30 til að verða 01.00. Haft var samband við björg- unarsveitina Þorbjöm en björgun- arsveitarmenn voru á árshátíð sem nefnist Sprengjukvöld ásamt björgunarsveitarmönnum frá ná- grannabyggðarlögunum, í Félags- heimilinu Festi. Nokkrir komu af dansleiknum til aðstoðar auk manna sem voru heima hjá sér. Jámplötur voru byijaðar að §úka af húsnæði Fiskimjöls og lýsis svo og salthúsi Hraðfrystihúss Grindavíkur, en annars staðar voru smávægilegar skemmdir. Tókst að koma í veg fyrir að alvarlegt tjón hlytist af með fyrirbyggjandi að- gerðum. Kr. Ben. Drukknaði í Norðursjó PILTURINN, sem féll fyrir borð af togaranum Karlsefni í Norð- ursjó síðastliðinn laugardag, hét Eggert Eggertsson. Skipuleg leit, sem stjómað var frá björgunarstöðinni í Aberdeen, bar ekki árangur og er pilturinn talinn af. Hann var 17 áragamall. Sveirir Hermannson, mennta- málaráðherra, ræðir við_ Árna Johnsen, alþingismann. Á milli þeirra er Ólafur G. Einarsson. Alþingi hefur störf: Mál Sturlu utan dagskrár Alþingi hóf störf í gær. í dag er gert ráð fyrir utandagskrár- umræðu um þá ákvörðun Sverris Hermannssonar, menntamálaráð- herra, að vísa úr starfi Sturlu Kristjánssyni fræðslustjóra á Norðurlandi eystra. Sjá nánar um þingstörf gær- dagsins á þingsíðu Morgunblaðs- ins bls. 40 í dag. íslenska krónan hefur fallið um 4,42% frá áramótum, sem þýðir að erlendir gjaldmiðlar kosta að meðal- tali 2,48% meira en í ársbyijun. Verulegur þrýstingur er á að krón- an verði felld enn frekar til að vega upp lækkun dollars, sem hefur ekki verið lægri gagnvart krónunni frá desember 1984. Hækkun erlendra gjaldmiðla er mismunandi, allt frá 1,7% upp í 5,8%, en Bandaríkjadoll- ar hefur lækkað gagnvart krónunni um 1,2% og Kanadadollar er nær óbreyttur. Seðlabankinn hefur að undan- fömu haldið gengi dollars föstu gagnvart krónunni. Þetta þýddi að aðrir gjaldmiðlar hækkuðu í verði, en dollarinn hefur lækkað verulega í verði á alþjóðlegum mörkuðum. í gær var hins vegar ákveðið að lækka gengi dollarans og var skráð kaupgengi hans 39,82 krónur, en var fyrir helgi 40,12 krónur. Vilhjálmur Egilsson, hagfræð- ingur Vinnuveitendasambands íslands, sagði að fall krónunnar hefði slæm áhrif á verðlagsforsend- ur kjarasamninganna, sem gera ráð fyrir að meðalgengi verði óbreytt á þessu ári. Hann telur að 2,42% fall krónunnar hækki framfærsluvísi- töluna um 1%. Fall dollarans rýrir tekjur þeirra útflutningsgreina sem hafa tekjur í dollurum, og þá aðallega fisk- vinnslunnar. Lækkun krónunnar gagnvart gjaldmiðlum Evrópu kem- ur útflutningi til Evrópu til góða, þ.e. fleiri krónur fást fyrir sama verð erlendis. Lækkun íslensku krónunnar leiðir til þess að verð á innfluttum vörum hækkar, og hefur því áhrif á verðlagsþróun. Lækkun dollars hefur þau áhrif að íslendingar þurfa að greiða lægri afborganir af erlendum lánum sem bundin eru í dollumm. Samkvæmt bráðabirgðayfirliti Seðlabankans námu langtíma erlend lán um 75.500 milljónum króna í lok síðasta árs. Ekki liggja fyrir upplýs- ingar hver skipting lánanna var eftir gjaldmiðlum en í ársbyijun 1986 voru lán í dollurum um 52% af heildar lánum til lengri tíma. Lán í japönskum jenum voru 15,6% af heild, í v-þýskum mörkum 9,7%, í pundum 5,9% og í svissneskum frönkum 8,7%. Þannig vegur hækk- un þessara gjaldmiðla upp mikinn hluta ávinningsins af lækkun doll- arans. Vestur-þýska markið hefur hækkað um 5,5% frá áramótum, svissneskur franki um 5,4%, jap- anskt jen um 4,6%, sterlingspund um 2%, dönsk króna um 5,1%, norsk króna um 3,3%, sænsk króna um 1,9%, fínnskt mark um 4%, SDR um 1,8% og Evrópumyntin, ECU, um 4,8%. Byssumaður hand- tekinn í Hveragerði Hvera^erði. SÁ FAHEYRÐI atburður gerðist hér I Hveragerði síðdeg- is á laugardaginn 17. janúar að maður nokkur gekk út með riffil og hóf skothríð á nágranna sína. Fyrstu skotun- um var beint að tveimur drengjum sem voru að leik á götunni, en síðan að föður þeirra sem gekk út til að kanna hvað væri á seyði. Höfnuðu skotin I vegg á næsta húsi. Ekki urðu slys á fólkinu. Lögreglunni á Selfossi var þeg- ar gert viðvart og handtók hún manninn. Fréttaritari Morgunblaðsins Kváðu þau þetta hafa verið heimsótti hjónin að Dynskógum erfíða reynslu fyrir Q'ölskylduna, 12, þau Sigrúnu Siguijónsdóttur og Gunnar Jónsson, sem urðu fyrir þessari óskemmtilegu reynslu. Þau hafa aðeins búið þar í fjóra mánuði, ásamt börnum sínum, sem eru sex. Sögðu hjónin að aldrei hafí komið upp missætti á milli þeirra nágrannanna og afskipti nær engin verið. Hefðu þau enga skýringu á þessu atferli manns- einkum bömin. Einnig sögðu þau fólkið sem býr við Dynskógana mjög hugs- andi út af þessu máli, einkum með framtíðina í huga og hvort slíkt gæti endurtekið sig. Maður sá sem hér um ræðir, hefur búið hér í eigin húsi um árabil. - Sigrún. Morgunblaflið/Sigrún Synir hjónanna að Dynskógum 12, þeir Grétar Freyr 6 ára og Árai Rúnar 10 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.