Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1987 Alþýðuflokkur Vesturlandi: 68 xuur^unuiauiu/juiius Á stærri myndinni má sjá skemmdirnar á strætísvagninum og á innfelldu myndinni sést hvemig fólksbíllinn var útleikinn eftir áreksturinn. Harður árekstur á Listabraut MJÖG harður árekstur varð á Listabraut í Reykjavík um klukkan 20.00 á sunnudag. Þar lentu saman strætisvagn og fólksbifreið með þeim afleið- ingum að ökumaður fólksbif- reiðarinnar var fluttur á slysadeild. Svo virðist sem ökumaður fólksbílsins hafi misst bílinn yfir á vinstri vegarkannt í veg fyrir strætisvagninn sem kom úr gagn- stæðri átt. Við áreksturinn skemmdist strætisvagninn tals- vert og fólksbíllinn er talinn nánast ónýtur. Ökumaður fólks- bílsins slasaðist talsvert og var hann fluttur á slysadeild lærbrot- inn og með höfuðáverka. Fram- boðs- listi ákveðinn FRAMBOÐSLISTI Alþýðu- flokksins í Vesturlandskjördæmi var ákveðinn á fundi kjördæmis- ráðsins í Borgarnesi sl. laugar- dag. Listinn verður þannig skipaður: 1. Eiður Guðnason, alþingismaður, Reykjavík. 2. Sveinn Gunnar Hálfdánarson, innheimtustjóri, Borgamesi. 3. Málfríður Hrönn Ríkharðs- dóttir, kennari, Akranesi. 4. Guðmundur Vésteinsson, framkvæmdastjóri, Akranesi. 5. Sveinn Þór Elínbergsson, yfir- kennari, Ólafsvík. 6. Guðrún Konný Pálmadóttir, húsmóðir, Búðardal. 7. Davíð Sveinsson, skrifstofu- maður, Stykkishólmi. 8. Ásta Dóra Valgeirsdóttir, hús- móðir, Hellissandi. 9. Sigrún Hilmarsdóttir, húsmóð- ir, Grundarfirði. 10. Bragi Níelsson, læknir, Akra- nesi. Hafnir: Xaxeldisstöðin Silfurgen hf. að rísa við Kalmanstjörn Grindavík. í LAXELDISSTÖÐ Silfurgens hf. sem nú er að rísa við Kal- manstjöm í landi Hafnahrepps á Reykjanesi, er meðal annars ætl- unin að saltvenja milljón seiði á ári. í samtali við Júlíus B. Kristinsson framkvæmdastjóra Silfurgens hf. kom fram að kostnaður við bygg- ingu stöðvarinnar verður um 30 -milljónir króna. „Nú er í smíðum 650_fm hús með Qórum 50 fm kerjum. í þessum keijum verða seiði til útflutnings, m.a. saltvanin og lætur nærri að um þau fari milljón seiði á ári. Seið- in koma frá Silfurlax hf. í Ölfusi en Silfurgen hf. er dótturfyrirtæki þess,“ sagði Júlíus og bætti við að lauslegar áætlanir væru um að reisa annað hús eða íjögur útiker, eins og eru í nýja húsinu. „Þetta svæði býður okkur upp á ótrúlega marga möguleika. Hér getum við í framtíðinni verið með seiðaeldi og alið upp okkar eigin kynbótafísk. Hér fáum við bæði saltvatn og ferskvatn með mismunandi hitastigi eða kjörhita til laxeldis. Þá er að- staða hér ákjósanleg til hafbeitar en við gerðum einmitt tilraun sfðasta sumar með hafbeit og ár- angurinn kemur í ljós næsta sumar. Stækkunarmöguleikamir eru fyrir hendi því allur vatnsöflunar-, súrefnis- og rafmagnsbúnaður er hannaður með það fyrir augum," sagði Júlíus. Framkvæmdir við fyrsta áfanga hófust í október og á að ljúka í mars. Það er Húsagerðin í Keflavík sem sér um byggingarframkvæmd- ir og Hafnasandur um jarðvegs- vinnu. Uppdrættirogteikningareru frá Teiknistofunni við Óðinstorg, Almennu verkfræðiskrifstofunni og Rafhönnun í Reykjavík. - Kr.Ben. 'é, '4 Morgunblaðið/Kr.Ben. Laxeldisstöð Silfurgens hf. að rísa við Kalmanstjörn. Í forgrunn myndarinnar er mælingarmaður frá Orkustofnun að mæla vatnsyfir- borðið í öðrum ferskvatnsbrunninum. Borgarnes: V erslunarmanna- félagið óháð stj órnmálaflokkum —segir í athugasemd frá félaginu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Verslunarmannafélagi Borgar- ness: „Stjóm Verslunarmannafélags Borgamess getur ekki liðið að hún sé borin þeim sökum að stunda pólitískar ofsóknir (fyrir það eitt að standa gegn skattahækkunum). Oddviti Borgameshrepps ætti að varast að blanda vafasömum og órökstuddum fullyrðingum um pólitíska afstöðu fólks inn í málið. „Verslunarmannafélag Borgar- ness er og hefur alltaf verið óháð stjómmálaflokkum", þetta ætti oddviti að vita vel sjálfur. Á hreppsnefndarfundir 14. jan- úar sl. var ráðist að formanni Verslunarmannafélagsins algjör- lega að ástæðulausu og ósekju. Stjóm félagsins gat ekki unað því að einn maður væri tekinn þannig fyrir vegna ályktunar félagsfundar og bréfs sem ritað var í nafni félags- ins. Oddviti segir í blaðaviðtali sl. laugardag að sannleikanum sé hagrætt og ekki rétt farið með töl- ur í bréfum Verslunarmannafélags- ins, en fer svo síðan ekki sjálfur rétt með í nýútkomnu fréttabréfí Borgameshrepps og auk þess er í blaðagreininni sleppt úr bókun hreppsnefndar þeim hluta sem stjóm félagsins hefur gagnrýnt. Verslunarmannafélagið Borgar- ness hefur aldrei efast um að ákvörðun hreppsnefndar væri í samræmi við gildandi lög en félagið hefur hins vegar gagnrýnt að skatt- ar skuli vera hækkaðir án sýnilegra ástæðna. Það er von stjórnar Verslunar- mannafélags Borgamess að fulltrú- ar meirihlutans í hreppsnefnd láti af svona ásökunum í framtíðinni og taki heldur málefnalega afstöðu til tilmæla stéttarfélaganna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.