Morgunblaðið - 20.01.1987, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 20.01.1987, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1987 37 M .(BRONLAND . 1;2000«íí0 Tom Höyem, Grænlandsmálaráðherra dönsku ríkisstjórnarinnar. endur hafí mótmælt þegar útsend- ing á knattspymuleik var stöðvuð vegna útsendinga frá leiðtogafund- inum. Áhorfendur höfðu að sjálf- sögðu gert sér ljóst að Reykjavíkur- fundurinn var þýðingarlaus. Knattspyman var mikilvægari. Bandaríska þjóðir. styður í einu og öllu afstöðu Reagans forseta. Varðandi einangmnarstefnu í framkvæmd er það staðreynd að bandarísk vopnatækni er að þróast með þeim hætti að einangranar- stefna verður raunhæfur möguleiki. Það era aðeins heimskingjar sem gera grín að SDI — geimvamaáætl- uninni. Leiðtogar Sovétríkjanna gera ekki grín að SDI og þeir era ekki heimskingjar. Þeir taka SDI óhemju alvarlega. SDI er nýr sjón- deildarhringur tækninnar sem er að koma í ljós. Enginn veit afleið- ingamar en allir hljóta að sjá að eitthvað afgerandi mikilvægt er að gerast. Það er ljóst að tímabil sókn- arstefnu og ógnana er að ljúka og við tekur tímabil vamarbúnaðar. Á eftir lásboganum kom virki Nor- manna o.s.frv. Menn era í vafa hvað snertir NATO. Það hafa menn lengi verið í Evrópu án þess að nokkur hafí tekið það mjög alvar- lega. Það sem er nýtt er að allt annað fólk, valdamikið hér í Banda- ríkjunum, setur nú spumingarmerki við tilvist NATO. Litið er á NATO sem hrikalegt styrkjakerfí fyrir Evrópulöndin. Bandaríkin greiða fyrir vamimar. T.H.: Nú er það víst ekki bara okkar vegna að Bandaríkin era í NATO? L.G.: Nei, en þetta virkar eins og styrlqakerfi. Evrópuþjóðimar yrðu neyddar til að veijast án NATO. Þar með myndu þær neyð- ast til að stjóma efnahagsmálum sínum af meira raunsæi. Tilvist háþróaðra evrópskra velferðarríkja er aðeins möguleg fyrir tilverknað bandaríska styrkjakerfísins en samtímis er velferðarkerfí Banda- ríkjanna sjálfra lítilfjörlegt. Sú hugmynd sem nýtur æ meira fylgis hjá íhaldssömum Bandaríkjamönn- um er að rétt væri að láta Evrópu- menn sjálfa um að veija sig. Þar með yrðu vamir Evrópumanna sterkari en jafnframt yrðu Evrópu- menn jákvæðari gagnvart hervöm- um, þótt þeir yrðu að vísu fátækari. Evrópumenn kæmust niður á jörð- ina. Eg er ekki að segja að þetta séu mínar skoðanir. En ég álít að skoðanir Bandarílqamanna séu með þessum hætti. Þetta era ekki ennþá viðteknar skoðanir en fyrstu bæk- umar, þar sem þær birtast, era komnar út. Eftir 10 ár verða þær vafalaust orðnar almennar. Einmitt núna er óánægja með Evrópu og NATO mjög útbreidd. Líta ber á SDI í þessu samhengi. Viðbrögðin í Evrópu við Reykjavíkurfundinum sýna að fólk er byijað að skilja að Evrópumenn muni ekki sjálfkrafa hagnast á afvopnunarsamningi milli Bandaríkjamanna og Sovétmanna. Hann getur þvert á móti leitt til þess að Evrópumenn neyðist til að annast sjálfír um vamir sínar. T.H.: SDI verkar á marga Evr- ópumenn eins og hálf íjarstæðu- kennd nútímatækni. I bókum þínum fæst þú mjög við nútímatækni — og einnig persónulega en þú tókst þátt í baráttu í Svíþjóð til stuðnings kjamorkuveram. Er munur á af- stöðu Bandaríkjamanna og Evr- ópubúa gagnvart nútímatækni? L.G.: Já, það held ég. Andstæð- umar era margar. Bandaríkjamenn, sem standa fremst í heiminum í tækni, era jafnframt í hópi trúuð- ustu þjóða — og á mörgum sviðum í hópi þeirra fomfálegustu. Heimur- inn er ekki alveg eins og honum er lýst. En auðvitað era Bandaríkja- menn jákvæðari gagnvart tækni en Evrópumenn. Hin þröngsýna, næst- um miðaldalega tæknihræðsla í Evrópu, birtist í mótmælum gegn friðsamlegri notkun kjamorku, hatri á tölvutækni og andúð á iðn- væðingu, sem á sér sömu rætur og fasisminn á fjórða áratugnum. Þýski nazisminn var á sama hátt andvígur nútímanum, gegn alþjóð- legum fjármagnsflutningum og nýtískulegri alþjóðahyggju. Sé skyggnst undir skrápinn er þýski nazisminn afar gott dæmi um slíka afturhaldssemi. Þegar stúdentar í Heidelberg brenndu bækur árið 1939 óku þeir bókunum á bálið á gamaldags, þríhjóla dráttarvögn- um. Það er svo auðvelt fyrir okkur, sem aðeins þekkjum andlega strauma fjórða áratugarins frá fréttamyndum þess tíma, að halda að þýsku nazistamir hafí verið hug- fangnir af tækni. En það urðu þeir fyrst á stríðsáranum. Fyrir stríð vora þeir fjandsamlegir tækni. T.H.: Þú hefur tvisvar búið í Texas. í fyrra skiptið á áttunda áratugnum og svo aftur núna. Ertu í eins konar fríi eða ertu í útlegð frá Evrópu? L.G.: Eg er í útlegð. Ég bý hvergi í Evrópu, á ekkert heimili þar. T.H.: Svíþjóð er þó föðurland þitt. L.G.: Æskuheimili mitt er í Svíþjóð og ég á sumarbústað þar en þar get ég ekki átt heimili. Mikil- væg ástæða þess að ég bý í Texas er að hér get ég lifað af skriftum. Ég get ekki lifað af því í Svíþjóð. Það geta engir rithöfundar. 80% tekna fara í skatta og aðrar félags- legar álögur. T.H.: Bækumar þínar koma þó út í miklu upplagi. L.G.: Það dugar ekki. Þótt ég ynni mér inn 10 milljónir sænskra króna á ári, þá tæki skatturinn meira en 100%. Maður hefur ekki í sig og á sem rithöfundur í Svíþjóð — en það gengur hjá stjómmála- manni úti á landsbyggðinni. T.H.: En er þetta lfka andleg útlegð? Málsmetandi menn í Svíþjóð hafa kallað þig Svíahatara. L.G.: Nei, ég er enginn Svíahat- ari. Það hefur komið greinilega í ljós í bókum mínum. Eg hygg að ég elski föðurland mun meira en þeir stjómmálamenn sem era að leggja rakt, grátt teppi yfír alla Svíþjóð. Skáldsögur mínar, einkum Sprickoma íMuren era jafnvel þjóð- emissinnaðar! Svíþjóð er að verða ófullkomið lýðræðisríki. T.H.: Ófullkomið lýðræðisríki? L.G.: Já, Jane Kirkpatrick notaði hugtakið einræðisríki í sambandi við t.d. Chile, E1 Salvador og nokk- ur önnur ríki í Rómönsku Ameríku. Þ.e.a.s. til era alræðisríki, þar sem reynt er að hafa algjöra stjóm á einstaklingunum. Síðan era til ein- ræðisríki, sem era jafnfjandsamleg tjáningarfrelsi, hugsanafrelsi og fundafrelsi og alræðisríkin en hafa á hinn bóginn ekkert á móti trú- frelsi og leyfa einkaeign. Þetta eru einræðisríkin. Chile er einræðisríki. Ég vil bæta við þriðja hugtakinu, nefnilega ófullkomnu lýðræðisríkj- unum. Þau eru sem sagt stutt frá lýðræðinu en langt frá alræðinu. Mexíkó er dæmi um ófullkomið lýð- jtrstu áíslandi i öðrum forsendum hjá LÍN. Ég . held að það sé ekki raunhæft að 1 reikna með því að hægt sé að i lengja skólann hér og útskrifa ) okkur með BM-próf, því hér hefur r maður verið í 4—5 ár hjá sama kennaranum og það er ekkert æskilegt að vera lengur. Það eru t. ekki heldur margir kennarar hér tt sem hægt er að flakka á milli, i( áður en maður fer út. r. í skólanum úti hef ég haft frá- í bæran kennara, Ani Kavafían, í a einkatímum mínum og ég er mjög ánægð með hana. En það er mik- i- ið að gera í skólanum. Maður er j. í hljómsveit annaðhvort á morgn- *ð ana eða um eftirmiðdaginn, eftir !g því hvort hentar manni betur, ;r síðan eru allir aukatímamir. Oft tð er maður að frá morgni til kvölds, r- svo varla er hægt að fínna eina í klukkustund til æfínga." 3t Hvað tekur við eftir námið? )s „Það er allt saman óráðið. Mig ;u langar mest heim. Hér er það ,ti náttúrlega Sinfóníuhljómsveitin. •á Þar er enn hægt að komast að, Gréta Guðnadóttir fiðluleikari á æfingu, ásamt undirleikara sínum, Jónasi TngimundarBjmi. en mér skilst að sú leið lokist bráð- Á verkefnaskrá Grétu í kvöld 1 f G-dúr, Einleikssónata, nr. 2 lega. Ég ætla bara að bíða og sjá eru Lítið Kreislerstykki, prelud- fyrir fíðlu eftir Ysaýe og Tzigan til.“ ium og allegro, Brahmssónata nr. eftir Ravel. ræðisríki. Sameiningarflokkur stjómar með kosningasvindli og spillingu en þar er einnig frelsi sem hvorki fínnst í Chile né Sovétríkjun- um. Annað dæmi um ríki, sem færist í átt til ófullkomins lýðræðis, er Svíþjóð. T.H.: Þ.e.a.s. er að verða ófull- komið lýðræðisríki? L.G.: Já, reyndar. í Svíþjóð era aðstæður svo ólýðræðislegar að hundrað þúsunda era þvinguð til aðildar að stærsta sljómmála- flokknum. Fólk j stéttarfélögum verður sjálfkrafa félagar í flokki sósíaldemókrata. Annað dæmi er að þess er ekki gætt að ný lög séu í samræmi við stjómarskrána. Þetta merkir að hægt sé að setja lög sem með fárán- legum hætti stríða gegn stjómar- skránni. Gott dæmi era lögin um greiðslutryggingu. Vakni granur um skattaskuld er hægt að leggja löghald á allar eignir einstaklings án dómsúrskurðar. Mér fínnst það éiginlega ekkert sérstaklega ögrandi að segja frá þessu. Það er alls ekki vottur um hatur á Svíþjóð. Það er frekar til- raun til að sýna að kreppuástand ríkir í Svíþjóð. Tilraun til að hjálpa Svíum úr þessari kreppu. T.H.: En þetta er önnur mynd en heimurinn, sérstaklega þriðji heimurinn, gerir sér af Olof Palme. Bæði Svíþjóð og ekki síst Palme urðu fordæmi til eftirbreytni, lifandi hugsjónir. L.G.: Já, en það á fyrst og fremst við um þjóðir sem sjálfar skortir allt lýðrseði. Tanzania er t.d. dæmi- gert einræðisríki. Maður á borð við Senghor, forsetá Senegal, hafði ekki þetta álit á Svíþjóð. Á áttunda áratugnum ræddi ég mikið við Senghor. Olof Palme var sannar- lega ekkert átrúnaðargoð í hans augum. Palme var mjög innihalds- lítill og ekki skapandi stjómmála- maður en mjög snjall í að búa til ímynd af sjálfum sér. Hann var stjómmálamaður sem af kostgæfni fór að fyrirmælum Machiavellis:. það skiptir engu máli hvaða eigin- leika leiðtoginn raunveralega hefur, bara ef hann er ákveðinn í fram- göngu. Stefna Palmes út á við var þannig. Já, afstaða mín til Svíþjóð- ar er sú að ég elska landið. En mér líkar alls ekki við núverandi stjóm- arfyrirkomulag þess. Fyrst og fremst þá gæti ég ekki verið jafn skapandi í Svíþjóð. Ég á ekkert heimili í Svíþjóð. Hins vegar fer ég áreiðanlega aftur til Evrópu — til Englands eða Frakklands. Það eru ágæt lýðræðisríki með ágæta menningu og vel í sveit sett. Fréttastofa Sjónvarpsins: 12-14% niður- skurður á fjárframlagi FRÉTTASTOFU Sjónvarpsins hefur verið úthlutað rúmlega 60 miiyónum króna til reksturs fréttastofunnar á þessu ári.. Það þýðir 12-14% niðurskurð frá þvi í fyrra, en þá hafði fréttastofan til umráða um 67 miiyónir króna. Ingvi Hrafn Jónsson, frétta- stjóri, sagðist í samtali við Morgunblaðið að hann teldi sig geta rekið sterka og öfluga frétta- stofu með þessu fjármagni þrátt fyrir niðurskurðinn og hafa gott svigrúm til að geta mætt sam- keppni. „Ég gerði ýmsa góða samninga í fyrra í spamaðarskyni. og má þar nefna samning við Póst og síma um notkun á 2,8 metra diski við móttöku á erlendum fréttasendingum í stað Skyggnis. Áður þurfti fréttastofan að leggja 16.000 krónur á dag fyrir móttöku fréttaefnis í gegnum Skyggni, en .sá kostnaður nú kominn niður í 2.000 krónur á dag,“ sagði Ingvi. '
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.