Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1987 49 Úr heimi gyðinganna Maximillan Schell i hlutverki sínu í myndinni Hinir útvöldu. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Hinir útvöldu (The Chosen). Sýnd í Regnboganum. Stjörnu- gjöf: ☆ ☆ >/2 Bandarísk. Leikstjóri: Jer- emy Paul Kagan. Handrit: Edwin Gordon, byggt á sögn eftir Chaim Potok. Framleið- endur: Edie og Ely Landau. Kvikmyndataka: Arthur Orn- itz. Tónlist: Elmer Bernstein. Helstu hlutverk: Maximillan Schell, Rod Steigar, Bobby Ben- son og Barry Miller. Mánudagsmynd Regnbogans að þessu sinni er bandarísk frá 1981 og heitir The Chosen (Hinir útvöldu). Hún er um gyðinga í Bandaríkjunum og er falleg og hugljúf í kvikmyndatöku Arthur Omitz og efnismeðferð leikstjór- ans Jeremy Paul Kagans. Sögu- svið hennar er þröngt og sértækt en um leið athyglisvert og hún veitir m.a. forvitnilega sýn inn í heim strangtrúaðra gyðinga. Myndin er öðrum þræði um árekstur tveggja hugmyndaheima gyðingdómsins, Zíonista og Hassidíka, sem kristaílast m.a. í deilum um réttmæti þess að stofna Israelsríki en myndin geist um og eftir stríð. Fulltrúar hinna stríðandi afla em Malter (Maxim- illan Schell), sem tekur þátt í baráttu Zíonista fyrir stofnun Israelsríkis, og rabbíinn Saunders, sem er bókstafstrúarmaður og foringi hinna strangtrúuðu Hassidíka, sem halda fast í fomar hefðir og vilja frekar bíða þess að Messías komi og leiði þá aftur til Israels en berjast fyrir gyðing- aríkinu með vopnum. Þótt Malter sé ólíkur Saunders ber hann mikla virðingu fyrir honum og því sem hann stendur fyrir. Ef það væri ekki fyrir gyðinga eins og Saund- ers er ekki víst að gyðingdómur- inn hefði lifað af aldalangar ofsóknir, segir hann. Hin ólíka hugmyndafræði kem- ur sterklega fram í vinskap tveggja gyðingjadrengja sem til- heyra sitthvomm arminum og þótt þeir séu líkir að mörgu leyti og fari vel á með þeim þá skilja hinir ólíku heimar þá að án þess að þeir fái við nokkuð ráðið. Og Hinir útvöldu er líka um sam- skipti föður og sonar og hvemig gamli tíminn hopar fyrir hinum nýja þegar hinn strangtrúaði rabbíi Saunders (Rod Steiger) veitir syni sínum frelsi til að læra það sem hann vill í stað þess að láta hann taka við af sér eins og skyldan býður. Best er myndin þegar hún íjall- ar um vináttu strákanna, sem aldir em upp á svo gerólíkan hátt. Danny (Robby Benson) heldur fast í gamlar venjur, siði og klæðaburð Hassidíkanna og hann vogar sér ekki að bijóta gegn vilja föður síns. Reuven (Barry Miller) hefur aftur verið kennt að spyija og efast og hann aðhyllist öllu fijálsari hugmyndafræði síns föð- ur-. í annan stað er myndin mjög yfirborðskennd eins og t.d. í með- ferð sinni á deilunni um stofnun Israelsríkis, sem em lítil sem eng- in skil gerð þótt allt snúist raunvemlega um hana. Hún dett- ur formálalaust niður án þess að kafað sé í hana af neinu viti og sama er að segja um tilfínningar gyðinganna gagnvart hinum ótta- legu fjöldamorðum nasista á trúbræðmm þeirra í Evrópu. Maximillan Schell leikur föður Reuven og er eins og sniðinn í hlutverk hins fíjálslynda og skiln- ingsríka baráttumanns; Rod Steiger leikur hinn strangtrúaða rabbía sem rígheldur i gamlar hefðir með samblandi af skap- vonsku, stífni og elskulegheitum; Barry Miller leikur Reuven, sögu- mann myndarinnar, sem furðar sig á ströngum siðum gyðinga- hópsins og Robby Benson er kíminn og skemmtilegur í hiut- verki Danny, sem á hægan en ákveðinn hátt finnur sér sína eig- in leið í lífínu. RAFMAGNSSPIL ^eoo*'* Ótrúlegt 0Í£ J Electro-fan sjálfvirk rafniagnW'fta" . . , vélar SPa,a,e'dSnn'MnarmM „rtnl oa Dlllllf' „ norð >PABLÆjUR en din9u DRIFLOKUR p/rir gf * lhjóladnfsblla :[>eSINGAR iTTAKANTAR ; snjó og ^irburð óviðjatnanle va í Suzuki Landcruiser o /VI4RT Aðeins 15% útborgun. Eftirstöðvar á 4 — 6 mánuðum Fyrsta afborgun í MARS. Vatnagörðuml4 Sími 83188
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.