Morgunblaðið - 20.01.1987, Page 52

Morgunblaðið - 20.01.1987, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1987 -J AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JONATHAN MIRSKY Tökin hert í Kína Á síðustu tveimur vikum hefur Deng Xiaoping, leiðtogi Kínverja, bundið enda á mótmæli stúdenta, hafið sókn gegn „of frjálslynd- um“ menntamönnum og losað flokkinn við Hu Yaobang, formann, sem hefur verið hægri hönd Dengs. Hu, sem er 71 árs, þótti of viðmótsþýður við stúdenta. Á sérstökum fundi stjórnmálaráðs -^flokksins 16. janúar játaði hann mistök sín í mikilvægum málum og sagði síðan af sér. Zhao Ziyang, forsætisráðherra, var settur flokksformaður. Hann fylgir Deng að málum, vill aukið fijáls- ræði í efnahagsmálum en stendur fastari fyrir en Hu gagnvart þeim, sem vilja lýðræðislega stjórnarhætti. Blaðamenn með þekk- ingu á kínverskum málefnum telja sig sjá ýmis teikn á lofti vegna siðustu atburða, eins og sjá má á þessari grein, sem var rituð, áður en Hu Yoabang fór út í kuldann. Akvörðun kínverskra yfír- valda, að reka tvo æðstu stjómendur einnar helstu tækni- og vísindastofnunar Kína frá störfum, er til marks um þróun, sem minnir aðeins á daga menn- ingarbyltingarinnar. Mennimir tveir störfuðu við Tækni- og ' vísindaháskólann í Heifei í Mið- Kína. Þeim var vikið frá 12. janúar, í sama mund og mikil fundahöld hófust meðal æðstu manna Kommúnistaflokksins í Peking um stúdentaóeirðimar að undanfomu. Hinir brottreknu heita Guan Weiyuan, forseti há- skólans, og Fang Lázhi, varafor- seti. Guan var borið á brýn, að hann hefði „látið orð og athafnir í þágu borgaralegrar ftjálshyggju sem vind um eyru þjóta". Hann var þó ekki sá, sem stjómvöld voru á eftir, heldur Fang, varaforseti. Bæði stúdentar, sem styðja Fang, og hinir, sem eru honum andvíg- ir, kalla hann gjaman „Sakharov Kína“. Fang er þekktur víða um lönd vegna vísindastarfa á sviði stjameðlisfræði. Heima fyrir hef- ur hann orðið einskonar fyrirliði þeirra, sem beijast fyrir nýjum háttum í vísindum og stjóm- málum. 15. desember síðastliðinn birtist langt viðtal við hann í rit- inu Peking Review, sem kínversk stjómvöld gefa út til dreifingar erlendis. Upphaflega birtist það í dagblaðinu Guanming, sem eink- um er lesið af kínverskum menntamönnum. Daginn áður en Fang var rek- inn úr starfi bárust fréttir um að Deng Xiaoping, flokksleiðtogi, vildi hann á brott úr flokknum. Og í blaðinu Guanming tóku menn undir með flokksleiðtoganum með því að ráðast á þann „fámenna hóp flokksfélaga, sem telur sig í sérflokki, og leggur sig fram um að grafa undan flokksforystunni í því skyni að losna við hana“. Þetta orðalag minnir aðeins á menningarbyltinguna. Og það var hert á því, þegar Fang hafði verið rekinn: „Fang Lizhi boðaði borg- aralega frjálshyggju, rægði forystumenn og embættismenn flokksins, gerði lítið úr afrekum flokksis síðustu áratugi og hall- mælti hinu sósíalíska þjóðfélags- kerfi. Athafnir Fangs eru í andstöðu við grundvallarhags- muni flokksins, þjóðarinnar og meginstrauma sögunnar." Orðrómur er á kreiki um að fleiri frammámenn úr hópi menntamanna verði látnir víkja úr embættum og hverfa úr flokkn- um. Andrúmsloftið í Peking gengur þvert á fyrri hvatningar til þeirra um að láta „hundruð blóm blómstra" að nýju. Þegar Maó formaður flutti þennan boð- skap fyrst á árinu 1958 og hvatti menntamenn til að segja það, sem þeim bjó í bijósti, leið ekki á löngu, þar til harðlínumenn þög- guðu niður í þeim. Síðan hófust væru „óhjákvæmileg afleiðing veikleika sumra flokksbræðra í baráttunni gegn útbreiðslu borg- aralegrar frjálshyggju . . . Sumir félaga okkar hafa lokað augunum fyrir þessu, en nú er tími til kominn fyrir þá að vakna“. Þessi orð var aðeins unnt að skilja á einn veg. Vegið var að flokknum sjálfum og horfið var frá tilraun- um til að skrifa mótmælin á reikning yfirvalda á Taiwan, bandarísku útvarpsstöðvarinnar Kínverskir stúdentar brenna blöð á götum úti í Peking. Það minnti marga borgarbúa á martröð menningarbyltingarinnar og auðveldaði stjórnvöldum að grípa til gagnaðgerða. hreinsanir og voru mörg fóm- arlömb þeirra ekki endurreist fyrr en 20 árum síðar. Verði enn á ný sett ofan í við þá Kínveija, sem hafa djörfung og vit til að hreyfa nýjum hugmyndum, yrði það áfall fyrir hina nýju framfarastefnu, sem hingað til hefur verið tengd nafni Dengs Xiaoping. Fari sem horfír þarf sá einstaklingur mikið hugrekki, er þorir að ganga fram fyrir skjöldu í Kína og hvetja til þess, að tekið sé mið af því, sem er að gerast í Svíþjóð, Banda- ríkjunum og Vestur-Þýskalandi. Framsækni af því tagi sýnist ekki lengur eiga upp á pallborðið hjá ráðamönnum. Eftir að opinskáar umræður um stjómarfar og stjónarhætti fengu að dafna á síðasta ári meðal menntamanna og stúdenta, vakti það ugg og undrun hjá stúdentum í bytjun þessa árs, þegar flokkur- inn hóf áróðursherferð til að minna á áhrif menningarbylting- arinnar. I sjónvarpinu hefur landsþekkt Ieikkona komið fram og minnst með hryllingi sjálfsvíga starfsfélaganna á blómaskeiði Rauðu varðliðanna. íslamskur trúarleiðtogi lýsti því þar yfir að 36 milljónir múhameðstrúar- manna í Kína stæðu sameinaðir gegn nýrri menningarbyltingu. Ihaldssöm öfl meðal kínverskra ráðamanna beindu spjótum sínum æ fastar gegn stúdentum. Eftir að stúdentamir límdu upp ólögleg veggspjöld, efndu til ólöglegs mótmælafundar og fóru í hóp- göngu að aðaltorginu í Peking, þrátt fyrir bann yfirvalda, færðu andstæðingar þeirra sig upp á skaftið. Og til að bæta gráu ofan á svart og minna á martröð menn- ingarbyltingarinnar hjá öllum Pekingbúum 25 ára og eldri, þá brenndu stúdentamir opinberlega stafla af Peking-dagblaðir.u, „málpípu vinstristefnunnar" eins og þeir kalla blaðið. Þeir saka rit- stjóra þess um að hafa æst borgarbúa upp á móti sér. Blaðabrennan gekk fram af Dagblaði alþýðunnar. Daginn eft- ir hana sagði í ritstjómargrein blaðsins, að mótmæli stúdenta Voice of America og fyrrum Rauðra varðliða. Svo sló blaðið út trompi íhalds- mannanna. Það fékk heimild til að nota nafn Dengs til að minna lesendur á markvissa baráttu hans gegn Lýðræðismúmum svo- nefnda í marz 1979. Þá festi Wei Jinsheng, illræmdasti andófsmað- urinn í átökunum við múrinn, upp veggspjald með þessum boðskap: „Gamla hataða stjómmálakerfíð hefur ekkert breyst. Þegar þjóðin krefst lýðræðis er hún aðeins að fara fram á það sem henni ber.“ Þetta vakti reiði Dengs. Hann hafði verið sáttur við Lýðræðis- múrinn vegna fordæminganna, sem þar birtust, á Fjórmenning- aklíkuna svo- nefndu. Wei Jing- sheng hlaut 15 ára fangelsisdóm. Árið eftir, 1980, hinn 16. jan- úar, (sama dag og Hu sagði af sér formennsku nú innsk. þýð.) réðst Deng grimmilega á þessa „svonefndu lýðræðissinna og and- ófsmenn, sem opinberlega standa gegn sósíalisma og forystu kom- múnistaflokksins, eins og Wei Jingsheng og hans líkar. Án flokksins," sagði Deng, „hefst á ný skeið ósamlyndis og glundroða í Kína.“ Nú eins og þá hefur lýðræðis- hreyfingin gengið þvert á hugmyndir Dengs um flokksaga og stöðugleika. I því skyni að halda áfram samstarfi við útlend- inga í efnahagsmálum er Deng tilbúinn að hallmæla verðmæta- og gildismati útlendinga. Þetta er gömul valkreppa hjá kínversk- um leiðtogum, sem má rekja aftur á miðja nítjándu öld: þeir þarfnast vestrænnar tækni en fyrirlíta vestræn siðalögmál. Því má ekki heldur gleyma að þegar Deng sér róstusama stúd- enta hlýtur hann að minnast ára sinna í útlegð á tímum menning- arbyltingarinnar og Rauðu varð- liðanna, sem vörpuðu syni hans út um glugga háskóla í Peking með þeim afleiðingum að sonurinn lamaðist og verður að búa við það til æviloka. Höfundur er blaðamaður við breska blaðið The Observer. Recensus Páls Vídalíns og Deo, regi, patriæ Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Páll Vídalín: Recensus poetarum et scriptorum Islandorum hujus et superioris seculi. Viðauki séra Þorsteins Péturssonar. I. Texti. Jón Sainsonarson bjó til prentun- ar. Islensk bókmenntasögurit. Stofnun Árna Magnússonar á ís- landi. Rit 29. Rvík 1985. Páll Vídalín og Jón Eiríksson: Deo, regi, patrae — Um viðreisn íslands. 1699 — 1768. Steindór Steindórsson íslenskaði. Örn og Örlygur 1985. Af þeim brotum og köflum sem varðveist hafa úr Skálda- og rithöf- undatali Páls lögmanns Vídalíns sést að það hefur tvímælalaust verið snilldarverk um málfar og skýrleika og ein merkasta heimild um bók- menntir 16. og 17. aldar. Þegar slík verk lenda fyrir klaufaskap, dofin- skap eða fyrir slysni í höndum skillít- ils lýðs og týnast, þá rýrist íslenskur menningararfur í hlutfalli við ágæti verksins. Því er það mjög svo þakkarvert Íiegar Stofnun Áma Magnússonar á slandi gefur nú út þau brot og kafla sem varðveist hafa úr heildarverki PV og útgefandinn, Jón Samsonar- son, leitast við að nálgast það sem á vantar í ritum þeirra höfunda, sem notað hafa efni úr Recensus í eigin rit. Hálfdan Einarsson skólameistari á Hólum skrifaði ágrip af riti PV, að hluta latínutextann, „en inn á milli er textinn þýddur á íslensku og þá oft styttur..." (Formáli Jóns Samsonarsonar.) Hálfdan stytti texta PV og sleppti ýmsum höfund- um, en það má ráða af þýðingu á texta PV, sem sr. Þorsteinn Péturs- son á Staðarbakka gerði. Hann stytti textann, en þó minna en Hálfdan Einarsson. HE notaði texta úr Rec- ensus í bókmenntasögu sína, „Sciagraphia historiae literariae Is- landicæ", sem kom út í Kaupmanna- höfn 1777. Þorsteinn á Staðarbakka notar texta PV í tvö rit sem hann setti saman, „Biskupsannál" og „Lærdómssögu hina meiri", hvort- tveggja í handriti. Tveir og þrír textar eru á hverri síðu og auk þess þýðing Jakobs Bene- diktssonar á latínutextunum, í bókarlok er prentaður viðbætir Þor- steins Péturssonar um skáld átjándu aldar. Á þennan hátt er leitast við að komast sem næst latínutexta PV þar sem ekki verður stuðst við kafla og brot hans, sem varðveist hafa annars staðar eins og hann gekk frá þeim. Þegar Páll Vídalín lést í Víðidals- tungu 18. júlí 1827 var ritið ófullgert þar í handriti. Handritið hverfur um 1778. Ævisögur sr. Hallgríms Péturs- sonar og Jóns Magnússonar sýslu- manns hafa varðveist í frumgerð PV og er það að þakka Jóni Olafssyni frá Grunnvík, sem fékk þær sendar af Bjarna Halldórssyni sýslumanni í september 1740. Greinin um sr. Hallgrím Pétursson er skrifuð af næmleika og skilningi og óbrigðulum smekk á tungu og bókmenntir, og virðingu fyrir ágætasta skáldi tung- unnar. PV hefur talið upp ýmis verk skáldsins og segir síðan: „Cuncta vero, non ejus tantum, sed nostra- tium omnium opera, in eo genere, vincit carmen, qvo senior affecta valetudine Historiam Passionis Dom- ini persecutus est, incomparabile, et nostra laude majus, immortale futur- um, et qvoad ulla pietatis scintilla superfuerit Ecclesiæ Christi intra Islandiam, et viventi et victuræ pro- futurum." í þýðingu Jakobs Benediktssonar: „En fram úr öllum verkum af þessu tagi, ekki aðeins hans sjálfs, heldur allra landa vorra, sköruðu þó sálmar 53 hans sem hann orti gamall og heilsu- lítill út af píslarsögu drottins, óvið- jafnanlegir og ofar voru lofi, ódauðlegir um alla framtíð og styrk- ur kirkju Krists sem lifir og lifa mun á Islandi meðan nokkur guðræknis- neisti er óslökktur." Páll Vídalin var sjálfur ágætt skáld sbr. Vísnakver hans gefið út í Kaupmannahöfn 1897. í Recensus verður PV tíðrætt um tungu og málsnilld og athugasemdir hans um þýðingar ýmissa skálda eru athyglisverðar svo sem: „Ámi Þor- varðsson ... maður furðu gestrisinn og óvenju vel lærður. Hann þýddi fræðin frá Wittenberg (Sá Stærri Catechismvs, Samantekinn af þeim Catechsmo Lutheri.. . Skálholti 1688) og annan hlutann af sálmum Kingos á íslensku. Hann þræddi orðalag höfundanna vandlega, en þó neita ég því ekki að kveðskapur hans hefði verið skáldlegri hefði hann ein- göngu haldið sig að meiningu höfundanna og látið kynboma stílsnilld tungu vorrar njóta sín með fijálslegri hætti.“ Um Svein Símonarson í Holti í Önundarfirði, föður Brynjólfs bisk- ups, segir hann: „Hann var maður strangur og guðrækinn að fornum sið. Hann þýddi á íslensku Vinaspeg- il (Siegmund Svevus: Speculum amicitiæ Það er Wina spegill... Holum 1618)... Það er falleg bók og þeim mun dýrmætari sem hún ein af öllum heimspekiritum fyrri manna hefur komist á vora tungu og stíllinn er þekkilegur vegna nátt- úrlegrar málsnilldar og laus við nýstárlegar erlendar slettur." Það kemur glöggt fram í Recensus hversu ljóðagerð og rímnakveðskap- ur var almenr.ur á 16. og 17. öld. Mikill hluti þeirra manna sem koma við sögu þjóðarinnar á þessum öldum ortu. Höfimdur rekur jafnframt ýmsa viðburði og furður svo að ritið verður margþættara en titillinn segir til um. í viðauka Þorsteins Péturssonar er umsögn hans um Pál Vídalín þar sem hann tekur upp vitnisburð Jóns Eiríkssonar í Deo, regi, patriæ og bætir ýmsu við, svo sem: „og lærði fyrst að lesa á vora gömlu Jónsbók, hvar af innrættist strax í hann elska og ástundan til að kunna lög (hvörs ég minnist hér til að sýna, hvað gagn það geti gjört, með framtíðinni, ef ungmenni eru vanin til að læra fyrst að lesa á það kver sem einhver sér- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1987 deilis skynsemi er í og eftirtektar- verðugt innihald." PV var talinn lærðastur manna í lögfræði um sína daga og samdi m.a. „Skýringar yfir fomyrði lög- bókar þeirrar, er Jónsbók kallast" Rv. 1954. Merkasta heimildasafn um lands- hagi á síðari öldum var sett saman af Páli Vídalín og Áma Magnússyni, Jarðabókin. En áður en það starf hófst setti PV saman ritið „Deo, regi, patriæ“, skrifað 1699. Rit þetta notaði Jón Eiríksson sem uppistöðu í rit sem gefíð var út í Sórey 1768: „Udtog af afgangne Lavmand Povel Vidalins Afhandling om Islands Opkomst under Titel Deo, Regi, patriæ; samt nogle andres af samme Indhold anvendt paa nær- værende Tider." Eins og sjá má af titlinum birtir Jón Eiríksson útdrátt úr riti Páls og kennir ritið við hann, þótt hann sjálfur semdi meginhluta þess ásamt því efni sem hann birtir úr ritum ýmissa annarra nafn- greindra höfunda. Rit þetta er álitið vera gefið út sem nokkurs konar varnarrit fyrir Innréttingar Skúla Magnússonar en „viðfangsefni þess varð miklu víðtækara, eða almenn viðreisn islensku þjóðarinnar á öllum sviðum þjóðlífsins, en þó fremur öllu helgað atvinnuvegum og efna- hagslífi". (Steindór Steindórsson: Um bókina og höfundana.) Jón Eiríksson var um þetta leyti prófess- or við Akademíið í Sórey og þar samdi hann þetta rit, sem ætla má að Skúli Magnússon hafi einnig átt sinn hlut að. Hann og Jón Eiríksson kostuðu útgáfu ritsins í sameiningu. Ritið vakti mikla athygli á lands- högum og á Jóni sjálfum. Hann hafði lengi verið talinn meðal færustu lagamanna í ríkjum Danakonungs og ritið vottaði þekkingu hans á málefnum ættjarðar hans og hug- kvæmni varðandi atvinnumál og fjármál og þar með viðreisn lands og lýðs. Ritið er landshagsaga Páls Vídalíns aukin og stað- og tímafærð til síðari hluta 18. aldar og er eitt- hvert skeleggasta barátturit fyrir hugmyndum þeirra manna, sem stefndu að uppkomu borgaralegs samfélags á Islandi með auknum iðnaði og fijálslegri verslunarháttum og bættri tækni við landbúnað og fiskveiðar. Endursögn á riti PV spannar 146 blaðsíður í frumútgáfu af alls 361 blaðsíðu „og af þeim 146 síðum eru þó 32 blaðsíður verk Jóns“. (St.St.) í inngangi rekur JE ástæðumar fyrir því að hann gerði útdrátt úr riti PV. (Handritið er varðveitt f Stofnun Áma Magnússonar á íslandi — AM. 192 a. 4to). „Engum bland- ast hugur um að hann verður talinn einn lærðasi maður samtíðar sinnar á Islandi. . . ritgerðir hans bera ör- uggast vitni um óskeikula smekkvísi hans og trausta dómgreind, víðfeðm- an skilning á norrænu máli og fomum fræðum ásamt djúpsettri þekkingu á hinum fomu lögum vor- um.“ Síðan rekur JE meginástæð- umar fyrir ritun verksins, sem voru fyrst og fremst hörmungarástand þjóðarinnar einkum á síðari hluta 17. aldar. Sautjánda öldin var hallæraöld víðar en hér á landi. Kuldaveðráttan sem oft er nefnd Litla-ísöldin þjakaði þjóðir Evrópu. Þar sem landbúnaður var höfuðlífsbjörg þjóðanna munaði lækkun meðalhita um eina eða tvær gráður öllu. Framleiðslan dróst sam- an og afleiðingin var hungur og upplausn. Meira að segja í einu besta landi álfunnar, Frakklandi, var ástandið þannig um 1660 að sjötti hver íbúi Parísarborgar var betlari og hjarðir flækinga, misindismanna og vanheilla voru á stöðugu stijáli um héruð landsins, þjófnaður og gripdeildir pláguðu þá sem úr ein- hveiju höfðu að spila og þótt reynt væri að lina hörmungamar, var kuldaveðráttan magnaðri en þær vanburða tilraunir. Framleiðslan þar og hér rétt nægði þegar sæmilega áraði eins og öll saga Evrópu vottar, líf meginhluta þjóðanna var stöðug barátta við skortinn. Hér var það kuldinn og ísinn sem þjakaði þjóðina. Verslunar- hættimir máttu oft teljast til land- plágu, þrátt fyrir stöðugar kvartanir Alþingis og landstjómarmanna, réyndust allar úrbætur stjómvalda ófullnægjandi. Því meiri sem mið- stýring verslunarinnar varð því verra varð ástandið. Ef framleiðsla land- búnaðar varð meiri en meðallag eða fiskafli, þá gilt sá kvóti, sem tak- markaður markaður konungsríkisins markaði. Miðstýring og einokun hamlaði öllum öðrum úrkostum. Af öllum þessum orsökum jókst fjöldi umferðarmanna og hreinna flæk- inga, sem oft urðu landplága og af öllu þessu spratt urræðaleysi og hirðuleysi, deyfð og dofínskapur. í öðrum hluta ritgerðar PV er fjall- að um tillögur hans til viðreisnar landinu og tengist það efni síðan til- lögum Jóns Eiríkssonar og fleiri höfunda. Þetta rit er hagsaga landsins í útdrætti og tillögur til úrbóta á stöð- ugt versnandi ástandi. Stjómvöld höfðu fullan hug á úrbótum og styrktu framkvæmdir eftir miðja 18. öld í þeim tilgangi, en þegar leið á öldina tókst hagsmunahópum einok- unar og kvótasinna að lama allar viðreisnartilraunir og síðan dundu yfir ósköp Móðuharðindanna. Það er þarft verk að koma þessu riti til skila í íslenskri þýðingu þess eftir rúmlega 200 ár því að það er meðal þýðingarmestu heimilda um ástand lands og þjóðar á fyrri öldum og einkum heimild um hugsunarhátt og mat þeirra ágætu manna, sem sáu þá úrkosti, sem gætu orðið til viðreisnar landi og þjóð á hættutím- um. Barðaströnd: Fauk um 50 metra Barðaströnd. AÐFARANÓTT sunnudags 18. þessa mánaðar gerði hér aftaka- veður af suðvestri. Svo hvasst var að á bænum Haga fauk bfll af bilastæði og stórskemmdist. Fauk hann um 50 metra vega- lengd. Viðar urðu smáskemmdir vegna veðurofsans. SJÞ Leiðrétting í MORGUNBLAÐINU 17. janúar sl. birtist frétt um samkomulag sem orðið hefði um greiðslu bóta fyrir hunda er voru aflífaðir á sl. ári.— Frétt þessi átti að vera merkt Suð- urnesjum en ekki Vogum sérstak- lega. Mótmæla ákvörðun Ríkisútvarpsins STJÓRN ímark — íslenska mark- aðsklúbbsins mótmælir þeirri ákvörðun Ríkisútvarpsins að hætta að láta Miðlun í té upplýs- ingar um auglýsingabirtingar, segir í frétt frá ímark. I fréttinni segir ennfremur: „Ástæða þessarar ákvörðunar er sögð vera sú að einhveijir auglýs- endur telji óeðlilegt að upplýsingar um auglýsingabirtingar þeirra- séu gerðar opinberar. Hér eigast við tvö sjónarmið. Annars vegar hagsmunir fárra auglýsenda sem telja auglýs- ingabirtingar sínar vera trúnaðar- mál og hinsvegar hagsmunir þess flölda auglýsenda og markaðsfólks sem telja upplýsingar forsendu fag- legra vinnubragða. Að láta sjónar- mið leyndarinnar ráða tilvist upplýsinganna er óeðlilegt og í al- geru ósamræmi við það opna upplýsingaþjóðfélag sem við göngum til móts við. Upplýsingar um markaðsmál þ.m.t. auglýsingar eru forsenda þess að sú þekking og menntun sem til er í landinu á sviði auglýsinga- og markaðsmála nýtist til fullnustu. Stjórn Imark skorar á útvarps- stjóra að endurskoða afstöðu sína í þessu máli og leggja þannig lið baráttu fyrir bættum vinnubrögð- um á sviði markaðsmála." » Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.