Morgunblaðið - 20.01.1987, Síða 69

Morgunblaðið - 20.01.1987, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1987 69 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gylfi Guðmundsson formaður Félags byggingamanna í Árnessýslu, Agnar Péturson formaður meistarafélagsins, Valgeir Harðarson, Sigríður Runólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson, Peik Malmo Bjarna- son og Sigmundur Ámundason formaður prófanefndar. Selfoss: Fyrsta stúlkan útskrifuð sem sveinn í húsasmíði Selfossi. ÞAU tímamót urðu I sögu byggingamanna í Árnessýslu að stúlka tók í fyrsta sinn sveinspróf í húsasmíði. „Þetta er í fyrsta sinn sem við gerum stúlku að sveini,“ sagði for- maður byggingamanna í Árnessýslu, Gylfi Guðmunds- son, í kaffisamsæti þar sem nýbakaðir sveinar í húsasmíði, þrír piltar og ein stúlka, fengu skírteini sín. Stúlkan sem um ræðir er Sigríð- ur Runólfsdóttir frá Syðri Rauða- læk í Holtahreppi, búsett á Selfossi. Sigríður hefur mest starfað inni á verkstæði hjá SG-einingahúsum hf. á Selfossi og unnið við fram- leiðslu húseininga undir handar- jaðri meistara síns Sigurðar Guðmundssonar. „Ég var 15 ára þegar ég smíðaði hillu með aðstoð góðra manna," sagði Sigríður þegar hún var innt eftir því hvenær hún hefði byijað að smíða. „Eitthvað varð maður að læra og þetta kom alveg eins til greina og hvað annað," sagði Sigríður um ástæður þess að hún lærði smíðar. „Ég byijaði í hús- gagnasmíði í fjölbraut. Það voru allir vantrúaðir á að maður gæti þetta en ég þijóskaðist áfram til þess meðal annars að öðrum yrði ekki að ósk sinni," sagði Sigríður. „Jú, jú þetta eru ágætis karlar sem ég vinn með og það bjargar miklu að mér er ekkert hlíft frek- ar en öðrum í vinnunni. Maður Sigríður við vinnu sína þjá SG- einingahúsum hf. á Selfossi. bítur bara á jaxlinn þegar taka þarf á.“ Á prófskírteini Sigríðar er lýst verkefninu til sveinsprófs. Þar segir: „Smíðaður opnanlegur gluggi og gleijaður, felld útidyra- skrá í kubb, söguð kverksperra, horn geimeglt og brýnd verkfæri." Sig.Jóns. Húsavík: 2454. gesturinn á Síldina Húsavik. 2454. gesturinn kom sl. laugar- siðasta manntal 1. desember. dag á sýningu Leikfélags Þessi heiðursgestur var Guð- Húsavíkur á sjónleikinn „Síldin mundur Þorgrímsson, bæjarverk- kemur og síldin fer“ og hafa stjóri. Ekkert lát er á aðsókn að þá jafnmargir séð sýninguna leiknum og uppselt fyrirfram á og íbúar Húsavíkur voru við fleiri sýningar. Morgunblaðið/Sig.P.Bjömsson Heiðursgesturinn Guðmundur Þorgrimsson ásamt konu sinni Guðrúnu Gunnarsdóttur og formanni Leikfélagsins Maríu Áx- fjörð. Austurland: Rafmagnsverkstæði Leifs Haraldssonar, Seyðisfirði I Vestmannaeyjar: Geisli, Vestmannaeyjum j Suðurnes: Rafiðn, Keflavík « Vestfirðir: Póllinn, ísafirði | Norðvesturland: Rafmagnsverkstæði Kf. — Sauðárkróki atrönnng SUNDABORG 15/104 REYKJAVÍK/SÍMI (91)84000 . ErHA UT5ALA í heilum ströngum -bútar frá rATAVERKSniÐJUMMI GEEJUM 5KÓ m - húsið AUÐBREKKU- KOPAVOGI Opið: 10-19 virka daga/10-16 á laugardögum ucl-s -rr~

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.